Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/UG NOKKRIR þingmenn nærsvæðanefndarinnar, sem hafa málefni barna á sinni könnu, heimsóttu þetta barnaheimili í Apatíti. Þar eru vistuð um 100 böm, flest heilasköðuð, hvaðanæva úr Rússlandi. Þau yngstu era nokkurra mánaða gömul, þau elstu fimm ára. Sum barnanna verða væntanlega ættleidd en foreldrarair hafa flestir látið börain frá sér vegna bágs fjárhags, þeim er ómögulegt að sinna þeim. Mengnð o g sofandi fegurð- ardís Vandinn sem við blasir á Kólaskaga vírðist nær óyfírstíganlegur. Efnahagurinn og um- hverfísmálin í rúst, almenningur uppgefínn á baslinu og þingmennimir tala um „erfíðleikau án þess að fara rækilega í saumana á því í hveiju þeir felast. Urður Gunnarsdóttir slóst í för með norrænum þingmönnum til Múrmansk þar sem þeir kynntu sér ástandið. VANDAMÁLIN á Kóla- skaga eru yfirþyrmandi, geysileg mengun af völd- um ýmiss konar málm- vinnslu, mengun vegna geislavirks úrgangs, fjárhagur rússneska ríkis- ins og fyrirtækja ákaflega bágborinn og fjöldi fólks lifir undir fátækt- armörkum. En möguleikarnir á svæðinu eru einnig miklir, þar eru mikil auðæfi í jörðu og möguleikar í námavinnslu og þar er fögur nátt- úra og dýralíf þegar skelfílegri menguninni í kringum borgirnar sleppir. Nærsvæðanefnd Norður- landaráðs, sem veitt hefur mikið fé til uppbyggingar, m.a. í Eystrasalts- ríkjunum, Kaliníngrad og Karelíu- héraði í Rússlandi, var nýlega á ferð í Múrmansk-héraði til að kanna að- stæður þar en í kjölfar þess verður metið hvernig aðstoð ráðsins við svæðið verður háttað. Sturla Böð- varsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, á sæti í nefndinni. Eftir hrun Sovétríkjanna hugsuðu ýmis fyrirtæki á Vesturlöndum sér gott til glóðarinnar þegar viðskipti við Rússa voru annars vegar. Á Kólaskaga eru ummerki vestrænna fjárfesta hins vegar lítt sýnileg, í Múrmansk eru það einna helst Norð- menn sem hafa komið sér fyrir. Statoil-bensínstöð þar sem fínustu frúrnar í borginni fá sér ijómaís; norskt kex og súkkulaði í hillum og aflóga strætisvagn kyrfílega merkt- ur Tromso minna á grannann í vestri. Hins vegar er hin sovéska fortíð greinileg, víða sést í félaga Lenín og hamarinn og sigðin prýða hús. Sá sem ekki tekur áhættu, drekkur ekki kampavín Hannele Pokka, landstjóri annars nágranna Kólaskagans, Lapplands, segir ekki mikinn kraft í Rússlands- viðskiptunum og að ekki sé sami efnahagslegur ágóði af viðskiptun- um og Finnar og aðrar þjóðir hafí vænst. En flest fyrirtækin sem hafi hafið viðskipti við Rússa á Kóla- skaga starfi þar enn og einhvers staðar verði að byija. Pavel A. Sasjinov, forseti héraðs- þingsins í Múrmansk, ypptir öxlum þegar hann er spurður hvort erfitt Morgunblaðið/UG STURLA Böðvarsson við höfuðstöðvar Atomflot í Múr- mansk, sem rekur átta kjarnorkuknúna ísbijóta. Viðskipti fremur en bein framlög ÞINGMENN nærsvæðanefnd- ar Norðurlandaráðs áttu nokkra fundi með fulltrúum þingsins í Múrmansk og emb- ættismönnum, kynntu sér námavinnslu, aðstæður fatl- aðra barna og skoðuðu kjarn- orkuknúinn ísbrjót, en um- hverfismál voru ofarlega á baugi í viðræðum þingmann- anna við Rússa. Sturla Böð- varsson, sem situr í nærsvæða- nefndinni sem einn fulltrúa hægriflokkanna, segir hana ekki hafa komist að ákveðinni niðurstöðu, enda hafi það ekki verið ætlunin, heldur að kynna sér stöðu mála á Kólaskaga. Nærsvæðanefndin mun svo eiga fund á næstunni, þar sem rætt verður hvernig aðstoð hennar við Múrmansk-hérað verður háttað. „Eg tel að það verði að at- huga vel hvað sé líklegast til að bera árangur og hvernig beri að styðja uppbyggingu á svæðinu. Það veldur mér áhyggjum að stjórnmála- mennirnir virtust hafa annan skilning á stöðu mála en til dæmis vísindamennirnir, sem voru ómyrkir í máli um ástandið í umhverfismálum. Ég tel að það þurfi að hugsa þetta upp á nýtt og leggja áherslu á að samskiptin séu á viðskiptagrundvelli fremur en að um bein framlög sé að ræða. Slíkt er hreinlega var- hugavert. Ég vil þó ekki full- yrða neitt um hvort að spill- ing sé mikil í sljórnkerfinu og viðskiptalífinu en það var vissulega mörgum þingmann- inum ofarlega í huga.“ Sturla segir það hafa vakið athygli sína hversu miklar auðlindir séu á svæðinu og hversu mikla möguleika íbúar þess hafi ef rétt sé haldið á málum. Hins vegar hafi hann ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hversu mikil og út- breidd mengunin hafi verið í kringum námaborgirnar. sé að eiga viðskipti í Rússiandi, seg- ir svo ekki vera en dýrt sé að koma sér inn á rússneska markaðinn og- fyrirtæki verði að eiga samstarf um slíka markaðssókn. „Norðmennirnir hafa skilið þetta og eru þegar komn- ir. Eg minni á rússneska máltækið að „sá sem hættir ekki á neitt, drekkur ekki kampavín." Vatnsorka í stað kjarnorku Engum dylst hversu þröngur fjár- hagur almennings og yfirvalda er í Múrmansk, og hve mörg og stór vandamál þeir sem þar vilja taka til hendinni verða að takast á við, hvort heldur er í viðskiptum eða með beinni aðstoð. En umhverfismálin reyndust hinum norrænu gestum efst í huga og þeim voru kynntar fjölmargar áætlanir til úrbóta, þótt hluti þeirra virtist byggjast á mikilli bjartsýni. Ein umfangsmesta áætlunin hljóðar upp á að loka flestum kjarna- kljúfum á Múrmansksvæðinu fyrir árið 2010 og að byggja þess í stað risastórt vatnsorkuver, Kólaverið, sem reiknað er með að verði um tíu ár í byggingu, að sögn Anatólí Mal- íníns, aðstoðarhéraðsstjóra Múr- mansksvæðisins. Vonast stjórnvöld til þess að erlend ríki muni taka þátt í kostnaði við byggingu versins. Kostnaður er áætlaður um 20-24 milljarðar daþa, 1.450-1.800 millj- arðar ísl. kr. Áður höfðu verið gerð- ar tilraunir með vindorku, sem gengu ekki, svo og tilraunir með að virkja sjávarföll, sem umhverfissér- fræðingar voru mótfallnir. Þingforsetinn Sasjínov nefndi ennfremur á fundi með norrænum þingmönnum og blaðamönnum, að uppi væru áætlanir um að koma fljótandi kjarnorkuúrgangi fyrir á Novaja Semlja-eyju og ætti það verk að heíjast á næsta ári. Til stæði að eiga samvinnu við Frakka um málið en að enn hefði ekkert verið ákveðið um það. Fram hefur hins vegar komið að Norðmenn og fleiri nágrannar Rússa hafa litla trú á því að af þessu verði, vegna hins gífurlega kostnaðar sem því fylgi að byggja slíka geymslu- staði. Hefur Siri Bjelke, aðstoðarut- anríkisráðherra Noregs, lýst því yfír að hún sé fremur fylgjandi því að geislavirkur úrgangur verði enn um sinn geymdur á Kólaskaga, sem er við norsku landamærin. Rekinn á staðnum? Á fundi með þingmönnum nær- svæðanefndarinnar varð óvænt uppákoma er Ivan Visjnakov, for- maður umhverfismálanefndar Múrmansk-héraðs, hóf að ræða verstu umhverfisvandamálin og til- kynnti um brýn verkefni til úrbóta í umhverfísmálum, alls 170. Malínín aðstoðarhéraðsstjóri brást hinn versti við, sagði Visjnakov fyrsta umhverfisvandann sem þyrfti að leysa með því að víkja honum úr starfi. Ekki var hægt að skilja málið öðru vísi en maðurinn hefði verið rekinn á staðnum en þegar sænskur þingmaður mótmælti þessum vinnu- brögðum, tók Malínín orð sín aftur og sagði: „Slakið á. Við björgum okkur." Spilin á borðið Þingforsetinn Sasjínov segir um- hverfismálin hafa verið í skelfilegum ólestri fram á áttunda áratuginn, bókstaflega öllu hafi verið dembt í haf og vötn. Nú horfí þetta til batn- aðar en þau verði vandamál í einn til tvo áratugi til viðbótar því enn eigi eftir að úrelda töluvert af kjarn- orkukafbátum. „Margir telja að við reynum að fela eitthvað en það er ekki rétt. Við höfum lagt öll spilin á borðið. Og bráðum munu Banda- ríkjamenn eiga við sama vandamál að stríða. Það er ekki létt verk að takast á við hinn mikla uppsafnaða vanda, hvort heldur er í umhverfís- málum eða efnahagsmálum. Og hjálpin sem við fáum er ekki alltaf beysin; amerískt fyrirtæki ætlaði að senda hingað gamalt drasl til skipa- smíðastöðvar hér. Við bönnuðum innflutninginn og þá var sendur hingað nýr búnaður." Alþjóðlegt vandamál Fulltrúar dúmunnar í Múrmansk gengust vissulega við því að um-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.