Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 23 LISTIR 1 — r a| 1 í -1 i Inr /fy/rr í ALLDÓR Forni við eitt verka sinna. Myndlist- arverk á Eyrarbakka í TILEFNI af 100 ára afmæli Eyrarbakkahrepps sýnir Hall- dór Forni verk sín á Vestur- búðarhólnum við samkomuhúsið Stað og- í veitingahúsinu Kaffi Lefolii á Eyrarbakka til 31. ág- úst 1997. Halldór Forni sýnir högg- myndir úti og myndir unnar með blandaðri tækni á Kaffi Lefolii. Á árunum 1989-1994 nam Halldór m.a. í Normandí og á listaakademíunni í borginni To- urs í Frakklandi. Einnig vann hann um hálfs árs skeið i Tosc- ana-héraðinu á Italíu við högg- myndagerð og tók Halldór þátt í samsýningum þar. Árið 1994 hlautHalldór 1. verðlaun í flokki ungra mynd- höggvara fyrir tveggja tonna steinmynd sína, Hörpu valkyrj- unnar, í alþjóðlegri höggmynda- samkeppni í Mið-Frakklandi. Sýningin á Eyrarbakka er fyrsta einkasýning Halldórs en hann hefur tekið þátt í þremur samsýningum. Heimur Guðríðar á Hólahátíð LEIKRITIÐ Heimur Guðríðar - Síðasta heimsókn Guðríðar Sím- onardóttur í kirkju Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur verður sýnt í Hóladómkirkju og á Hólahá- tíð sunnudaginn 17. ágúst. Sýning- ar verða tvær og hefst sú fyrri kl. 17 og hin síðari kl. 21. í leikritinu er rakin ævi- og písl- arsaga Guðríðar Símonardóttur, sambýliskonu Hallgríms Péturs- sonar, Passíusálmaskálds, en Hall- grímur var fæddur í Skagafirði og ólst upp á Hólum í Hjaltadal fram á ungiingsár þar sem Pétur faðir hans var hringjari. Með helstu hlutverk í sýning- unni fara Margrét Guðmundsdóttir og Helga Elínborg Jónsdóttir sem báðar leika Guðríði á ólíkum ævi- skeiðum og Þröstur Leó Gunnars- son er í hlutverki Hallgríms. Tón- list er eftir Hörð Áskelsson en búninga gerði Elín Edda Árnadótt- ir. Höfundur leikritsins, Steinunn Jóhannesdóttir, er einnig leikstjóri sýningarinnar. Islenzka álfkon- an á Broadway TONLIST Þjóðleikhús- kj a 11 a r i n n EINSÖNGSTÓNLEIKAR Lög eftir ýmis bandarisk leikhús- tónskáld. Anne Runólfsson söngkona, Jónas Þórir Þórisson, píanó. Þjóðleikhúslgallaranum, fimmtudaginn 7. ágúst kl. 21:30. SMÆÐ íslenzka samféiagsins hefur einatt verið dragbítur á viðgangi vandaðrar skemmti- tónlistar hér á landi. Markaður- inn er einfaldlega of lítill til að kunna að meta - og kosta - atvinnumennsku af þeirri gráðu sem heyra mátti á söng hinnar vesturíslenzku Anne Runólfs- son fyrir fullu húsi Leikhúskjall- arans s.l. fimmtudagskvöld. í sjálfu heimalandi Breið- vangssöngleikja er hins vegar fyrir hendi ærið framboð, eftir- spurn, íjármagn og samkeppni til að laða fram flutning af því tagi sem heyra mátti umrætt kvöld; túlkun sem gerði hvort tveggja að hrífa áheyrendur upp úr skónum og að draga fram þá nöpru staðreynd, að íslenzkt leikhústónlistarlíf á í raun fátt til sambærilegt, nema ef vera skyldi „leynigestur" söngkon- unnar, Egill Olafsson, er kynnti fyrsta atriði hennar og söng með henni dúett úr Leikhús- draug Webbers við rífandi und- irtektir. Af 13 lögum kvöldsins voru aðeins tvö kunn kjallaragestum, áðurnefndur dúett og Paper Moon Carmichaels. Hin voru nýleg lög eftir höfunda úr kunn- ingjahópi söngkonunnar í New York. Hefði fjamst „stand- arða“ frá gullaldarárunum und- ir venjulegum kringumstæðum líklega valdið vonbrigðum, því þó að flest lögin er hér um ræðir hefðu eitthvað til síns ágætis, var óneitanlega ólíku saman að jafna. En e.t.v. er það hollustumerki að Broadway nú- tímans er farinn að slíta sig frá forni frægð - þó að mætti kannski einnig óska þess að sjóndeildarhringurinn færi senn að stækka aftur í hinni löngu sjálfbæru söngleikjahefð þar vestra, til jafns við það fijóa ástand er ríkti á árunum 1930-60 þegar atgervisflóttinn frá Evrópu stóð sem hæst og beztu lögin komu undir. Útslagið gerði þó tjáningar- kraftur hinnar 32 ára gömlu söngkonu, sem var af þeim kalí- ber, að salurinn lá að fótum hennar bókstaflega frá fyrsta lagi til loka. Hér mátti heyra söng og textatjáningu sem sjaldan heyrist af leikhúsfjölum hér um slóðir. Anne Runolfsson hefur allt sem til þarf, fallega og sveigjanlega rödd, tandur- hreina inntónun, gífurlegt tón- svið er spannar nánast bæði alt og sópran, styrksvið frá veik- asta álfkonuhvískri upp í tröll- skessurokur, mikið úthald á löngum tónum, fullkomið vald á raddbeitingu allt frá marsléttum telpusöng upp í valkyijuvíbrató, og svo skýran framburð, að hvert einasta orð komst til skila. Hér var ýmist raulað og kýlt - „krúnað og beltað", eins og sagt er vestanhafs - og þó að sum lögin bæru merki angurværðar og saknaðar, var einnig leikið á gamansamari strengi, sumt séð með ferskum augum barnsins svo minnti á Dorothy í Galdra- manninum frá Oz („Ding Dong The Witch is Dead“), og jafnvel vaðið á súðum, þar sem við- kvæm álfkona hins ljúfsára saknaðarsöngs At Sea um- breyttist í sópandi knæpusöngv- ara á augabragði við dynjandi undirtektir áheyrenda. Jónas Þórir tók að sér vanda- samt undirleikshlutverkið með litlum fyrirvara og sannaði það sem þeir er til þekkja hafa lengi vitað, að hann er einn fjölhæ- fasti píanisti landsins. Leikur hans var lipur og skýr og fylgdi söngkonunni eins og skuggi, svo halda mætti að þau Anne hefðu starfað saman um áraraðir. Enginn lifir eilíft á fornri frægð, en meðan ný sönglög eru samin á við beztu lög kvöldsins og flutt af söngvurum á borð við Anne Runólfsson, er greini- lega of snemmt að ætla að kveðja Broadway fyrir fullt og allt. Ríkarður Ö. Pálsson. AÐSEMPAR GREINAR Feður o g fórnarlömb JAFNRÉTTISUMRÆÐAN síð- ustu áratugi hefur stuðlað að fjölda rannsókna á því, hvað kynin hafa sameiginlega til brunns að bera og hvað prýði þau, hvort um sig. þekk- ing hefur aukist gn'ðarlega og varp- að nýju ljósi á gömul hugarfóstur og goðsagnir. Ein af eftirlætisgoð- sögnum ákveðinna kvenfrelsunar- hópa, er sú, að mæðrum almennt sé fremur en feðrum gefíð að ann- ast böm. Öfgafyllstu kvenfrelsarar aðhyllast jafnvel líffræðirómantík, sem á stundum hlýtur býsna skondna útfærslu. Því er það, að rökræður á grundvelli þekkingar og málefna verða nánast sem ókleifur hamar. Sorglegt dæmi um þetta er lestur greinar Kristínar Halldórs- dóttur í Morgunblaðinu 27. júní s.l. En Kristín er einn ákafasti talsmað- ur Kvennalistans. I grein sinni fjarg- viðrast Kristín gríðarlega í tilefni danskrar rannsóknar um uppeldis- hæfni mæðra og feðra 3 til 5 ára bama. Niðurstöður, sem sýna hina rannsökuðu feður í jákvæðu ljósi, er Kristínu lítt að skapi. Henni virð- ist ögrað og skapraunað. í kveðju til Kristínar Halldórsdóttur segja Abyrgir feður, að hún hafi afhjúpað rétta kvenréttarásýnd sína og skoðanasystra. Aðferð rannsóknarinnar fínnur Kristín flest til foráttu. Gagnrýni hennar er þó óljós. Helst má skilja, að hún telji hina rannsökuðu feður gefa ranga mynd af feðmm. Því er þá til að svara, að höfundur ætlaði sér einfaldlega ekki þá dul að rann- saka feður yfírleitt. En hins vegar ætlaði hann að bregða vísindalegri birtu á einstæða foreldra. Rík ástæða er til að ætla, að hann hafi haft árangur sem erfiði. Og sérstak- lega, hvað feður snertir. Úrtak feðra er geysistórt eða um fjórðungur þýðisins (þ.e.a.s. þess hóps, er rann- saka skal). í úrtakinu er góð blanda feðra, sem tilneyddir eru til að sinna börnum sínum einir sökum vanhæfni móður eða andláts hennar, þeirra, er semja um bólstað bamsins við mæðurnar og svo þeirra, er barist hafa fyrir forsjánni. Almennt er ekki greinanlegur munur hinna þriggja tegunda feðra. Þannig standa þeir feður sig, sem fengið hafa forsjá bama sinna óforvarand- is, alls ekki síður í stykkinu, en feð- ur, sem barist hafa fyrir forsjánni. Greinanlegur munur fínnst heldur ekki á umgengnisfeðrum annars vegar og forsjárfeðrum hins vegar. Stundum er því gert skóna, að lang- skólamenntaðir feður kynnu að hafa betri burði til að sinna bömum sín- um, en aðrir feður. I umræddri rann- sókn er því ekki til að dreifa. Því er það, að rannsóknin veitir mikil- væga þekkingu og gilda um ein- stæða feður og mæður raunar einn- ig. Drepið skal á nokkur atriði. Feður em engu síður í stakk bún- ir en mæðurnar til að sinna þörfum bama sinna í hvívetna, þótt ung séu. Flest koma þau í umsjón feðra sinna kornung. Þrátt fyrir að feður vinni almennt meira, þjást þeir síður af streitu. En streita stuðlar eins og kunnugt er, að vansæld barna. Þannig búa einstæðir feður börnum sínum þroskavænlegra heimili að þessu leyti. Þá er til þess að líta, að feður eru einnig andlega heilsuhraustari en mæðurnar. Þetta á i raun og sann við um karlmenn almennt, eft- ir því, sem best verður séð. Stöðugleiki virðist betri á heimili feðranna. Þeir em seinni til að út- vega sér nýjan lífsförunaut. Auk þess eru tengsl barnanna, er hjá föður sínum búa, við umgengnisfor- eldrið og fjölskyldu þess, til muna betri, en þeirra barna, sem búið er heimili hjá mæðmm sínum. Feður sýna síður tilhneigingu til að beita barnið ofbeldi, en mæður í sömu stöðu. Það eru þó í sjálfu sér ekki spánnýjar fréttir. Hartnær þriggja áratuga gamlar rannsóknir sýna greinilega ofbeldistilburði mæðra i uppeldi. Erfitt er að bera saman rannsóknir í þessu efni, en þó sýnist ástæða til að ætla, að mæður séu góðu heilli heldur að stilla gamminn. í danskri rannsókn á sjö tugum mæðra í lok sjöunda áratugarins kom í ljós, að u.þ.b. 85 af hundraði mæðra beittu börn sín líkamlegu ofbeldi. Nú er boðskapurinn ekki sá, að einstæðar mæður séu vont fólk upp til hópa. Ástæðnanna er trúlega miklu frekar að leita í vondum að- stæðum en innræti. Heldur fleiri mæður en feður em atvinnulausar, enda þótt almenn menntun mæðr- anna sé betri en feðranna. Feður virðast í meira mæli hafa sóst eftir verkmenntun, sem er eftirsóttari á vinnumarkaði. Þrátt fyrir, að svona kunni að vera um ímútana búið um megin- skýringar á ofbeldistilhneigingum mæðra, ber þó heldur ekki að loka augunum fyrir því, að mæður sýna ákveðið kaldlyndi, þegar taka á ákvörðun um forsjá eða dvalarstað. Þannig telur skýrsluhöfundur, að þá staðreynd, að feður gangi miklu síður eftir meðlagi en mæður, megi að einhveiju leyti skýra á gmnd- velli samkomulags í þessum anda: Þú skalt fá barnið gegn því, að ég greiði ekki meðlag. Sé litið til annarra rannsókna og reynslu feðra á íslandi og í útland- inu, kynnu slíkar skýringar svo sannarlega að hafa við þung rök að styðjast. Því ofbeldi og ófyrir- leitni mæðra í forsjárdeilum, þar sem þær beita óspart fyrir sig börn- um sínum til að kúga feður þeirra, er þekkt og margrannsakað fyrir- bæri. Sömuleiðis benda rannsóknir ítrekað og ákveðið til, að í flestum tilvikum, þar sem slitnar samband umgengnisföður og barns, er skýr- inganna fyrst og fremst að leita í andófi móður. Kristín gerir að umtalsefni, að einstæðir feður fái hlýlegra viðmót í samfélaginu en einstæðar mæður. Vissulega sýnir rannsóknin fram á það. Greinarhöfundur telur, að þetta skýrist af minni væntingum til einstæðra feðra en mæðra. Á grundvelli rannsóknarinnar er þó nærtækara að álykta, að feður upp- skeri hlýrra viðmót einfaldlega vegna þess, að þeir standi sig betur. Að síðustu skal Kristínu þakkað að afhjúpa með svo eftirminnilegum hætti hina réttu kvenréttarásýnd sína og skoðanasystranna. Lestur greinar hennar styrkir enn frekar þá grunsemd, að í raun réttri hafi kvenfrelsunarsinnar af hennar sauðahúsi (og Kvennalistinn) aldrei ætlað að beita sér fyrir leiðréttingu þess misréttis gegn körlum, sem er ofurréttur mæðra (nú afnuminn í lögum) til barna sinna. En það er von Ábyrgra feðra, að Kristín endurstilli jafnréttisátta- vitann og sláist í för til eiginlegs jafnréttis beggja kynja, einnig í barnauppeldi og forsjármálum. Það er einnig von Ábyrgra feðra, að embættismenn (dómarar meðtald- ir), sálfræðingar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar og læknar, opni hug sinn og sinni starfi sínu á þessu sviði í auknum mæli á grundvelli fræðilegrar þekkingar. Þannig skyldu hafrarnir greindir frá sauðununt. Fyrir hönd Ábyrgra feðra: Gunnlaugur Jón Ólafsson, Ottó Sverrisson, Ólafur Ingi Ólafsson, Unnsteinn Hjörleifsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.