Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rúmlega 540 metrar eftir af Hvalfjarðargöngum VERIÐ er að steypa vegskála Hvalfjarðarganga að sunnan. ÞEGAR göngin hafa náð saman, hugsanlega í október, verða mótin fyrir vegskálana flutt norður fyrir um göngin. NÚ ER eftir að bora kringum 545 metra í Hvalfjarðargöngun- um en að meðaltali hefur tekist að lengja þau um nálega 100 m á viku þegar best hefur gengið. Hermann Sigurðsson, yfírverk- fræðingur hjá Fossvirki, vonast til að norðan- og sunnanmenn nái saman í október gangi verk- ið eins vel og að undanförnu. Upphafleg áætlun gerði ráð fyr- ir að menn næðu í gegn í desem- ber. Nú er verið að steypa vegskál- ann að sunnanverðu og þegar því lýkur í október segist Her- mann stefna að því að aka með mótin gegnum göngin til að hefja steypu á vegsvölum norðan Mótin fyrir vegskála flutt gegnum göng- in í október? Hvalfjarðar. Þá er Fossvirki að ganga frá vegarköflunum 400 til 500 metrum út frá báðum gangaopum en aðrir verktakar sjá um frekari vegalagningu. Á mánudag höfðu verið borað- ir 2.742 metrar að sunnanverðu og 2.200 metrar að norðan. Voru þá eftir 542 metrar. Hermann Sigurðsson sagði að bormenn að norðan væru nú komnir í botn ganganna og myndu næstu vik- urnar bora fyrir vatnsþró og snúningsútskoti og því myndu göngin lítið lengjast í suðurátt á meðan. Vatnsþrónni er ætlað að taka við vatni sem ávallt má búast við að leki í göngin en hún verður tvö þúsund rúmmetrar að stærð og getur því tekið við vatni þótt rafmagnslaust verði nokkra daga og ekki verði unnt að dæla því burt af þeim sökum. I snún- ingsútskotinu eiga allir bflar að geta snúið við, allt frá minnstu fólksbflum uppí stærstu flutn- ingabfla með tengivagna. MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 9 Útsala Útsalan í fullum gangi ^ Efni frá kr. 250. Mikið úrval. A Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, )W( FAXAFENl 14, SÍMI 533 5333 SÍÐASTA VIKA ÚTSÖLUNNAR Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, s. 562 2862 Útsölulok Útsölu lýkur á laugardaginn Dömur athugið: Úrval af litlum stærðum (small). Herrar athugið: Úrval af stórum stærðum (XXL). Velkomin um bord m LIFÐU Á ÞVÍ AÐ S PARA r M EÐ ASKRIFT Það fylgir því þægileg tilfinning að vita af traustum sjóði sem vex jafnt og örugglega og hægt er að grípa til þegar rétta tækifærið kemur. Með því að byrja á lágri fjárhæð, sem þú ræður auðveldlega við í hverjum mánuði, getur þú á agaðan og einfaldan hátt sparað reglulega með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Til að gera sparnaðinn enn sjálfsagðari getur þú greitt hann með greiðslukorti. Láttu reyna á það að spara reglulega með áskrift að spariskírteinum. Þú getur alltaf hætt, en flestir sem byrja halda áfram og jafnvel auka fjárhæðina jafnt og þétt. Byrjaðu að spara í dag og hringdu. Áskriftarsíminn er 562 LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ÁSKRIFT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.