Morgunblaðið - 17.08.1997, Page 1

Morgunblaðið - 17.08.1997, Page 1
104 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 184. TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 395 daga bið eftir Godot I HUSI einu í Hannover býr nú mjög hain- ingjusamur drengur. I 395 daga af hans annars skamma lífi var hann nafnlaus, en hefur nú, þökk sé þolinmæði og harðfylgi mdður hans, hlotið hið stolta skírnarnafn Max Geronimo Godot. Embættismaðurinn, sem á sínum tíma fyrir um þrettán mánuðum var það hlut- verk uppálagt að skrá nafn drengsins í þýzku þjdðskrána, var ekki sáttur við málaleitan mdðurinnar. I skránni yfir við- urkennd þýzk skírnarnöfn var „Max“ auð- fundið, erfiðara var að hafa uppi á „Geron- imo“, en „Godot“: það fannst hvergi. Emb- ættismaðurinn sannaði hve vel hann var lesinn. Hann kannaðist við „Geronimo", en taldi víst að það væri ekki þýzkt. Hann rámaði einnig í að hafa rekizt á nafnið „Godot“, en sagði það fráleitt geta verið skírnarnafn. „Það er uppskáldað nafn úr bdkmenntum. Það gengur ekki,“ sagði hann. Til að sanna að liann væri víðsýnn maður lét hann „Geronimo" hins vegar gott heita. Að öllu jöfnu er slíkur úrskurður dhagg- anlegur. Þýzku nafnalögin eru ströng. Kerfið sem þau byggjast á er ekki sízt til þess hannað að koma í veg fyrir að heimskuleg nöfti eins og „Elvis“ rati inn í símaskrána. Embættismaðurinn tdk fram, að hann vildi forða barninu frá því að verða að athlægi. En mdðirin sætti sig ekki við þessi málalok og áfrýjaði málinu fyrir ddmstdla. Ddmaramir tdku sér gdð- an tíma til að hugleiða málið, og loks meira en ári síðar kváðu þeir upp úr með það, að „uppskálduð nöfn eru leyfileg ef barnið hefur nokkur skírnamöfn, svo það eigi þess kost að velja hvað það er kallað síðar á lífsleiðinni". Ef drengurinn með hið margbrotna nafn tæki svo upp á því þegar hann verður lög- ráða að velja nafnið Godot. kynni hann þd að komast aftur í kast við nafnalögin. En það eru tæp 17 ár þangað til - nærri því heil eilífð. Strandhögg strangkristinna HÓPUR strangkristinna Þjóðverja, sem kenna sig við Samtök skilnings, kom sér fyrir á einkaströnd sem tilheyrir náttúra- verndarsvæði á Cornwall á Englandi fyrir tveimur vikum og neitaði að hreyfa sig þaðan. Hinn 80 manna stóri hdpur Iét til- raunir eigenda strandarinnar og lögreglu til að koma þeim burt einu gilda, en eftir langt þdf létu þeir sig loks hverfa í skjdli nætur aðfaranótt laugardags. Þjdð- verjarnir svöraðu öllum spurningum og ávörpum sem fulltrúar yfirvalda beindu til þeirra með því að vitna í Biblíuna á þýzku, en einn þeirra sagði þd í viðtali á ensku við brezka útvarpið, BBC, að ströndin væri „góður staður“. Fimm meðlimir hdpsins mættu fyrir rétti á föstudag, syngjandi „Jesús er drottinn vor“ á þýzku. Þrír voru hnepptir í varðhald. Reuter Eyðilegging á Montserrat ELDFJALLIÐ Soufriere Hills á Karíbahafs-eynni Montserrat hefur lega í eyði. Myndin sýnir eyðilegginguna, sem gosefnin hafa valdið í gosið svo til látlaust að undanförnu og lagt byggð á eynni nær alger- þorpi einu í nágrenni eldfjallsins. Hitabylgja gerir illt verra MESTA hitabylgja í 92 ár herjar nú á Norður- Kóreu og gerir þurrkinn þar enn alvarlegri. Varla hefur komið dropi úr lofti í meira en mán- uð. Þurrkamir nú hafa valdið uppskerubresti þriðja árið í röð, en gífurleg flóð eyðilögðu upp- skera í fyrra og árið þar áður. ,Ár eftir ár kemur einn uppskerubresturinn á eftir öðrum. Núna er það þessi hitabylgja. Það er greinilegt að hún hefur gífurleg áhrif,“ segir Jón Valfells, upplýsingafulltrúi Alþjóðasam- bands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem er nýkominn til Peking úr tíu daga ferð um neyðarsvæði Norður-Kóreu. „Það sem forvitnilegt er að vita, er hvort þetta knýi ekki yfirvöld þarna til einhverra breytinga," segir Jón. „Það er útlit fyrir að matarskortur verði orðinn svo gífurlegur, að þeir verði að innleiða einhverjar umbætur. (...) Þeir verða að breyta einhverju, annars fellur ríkið algerlega." Efnahagur hins einangraða kommúnistarík- is er kominn alveg í rúst, að sögn Jóns. „Það er til dæmis svo mikill eldsneytisskortur að Rauði krossinn flytur inn sitt eigið benzín til að flytja matvæli á milli dreifmgarstaða. A ferð minni sá ég ekki eitt einasta fyrirtæki sem leit út fyrir að vera í eðlilegumrekstri.“ Suður-kóreskur trúar- leiðtogi flýr norður Athygli hefur vakið, að vel þekktur suður- kóreskur trúarleiðtogi, sem beitti sér í helzta stjómarandstöðuflokknum, hefur flúið til Norður-Kóreu. Opinber fréttastofa Norður- Kóreu, KCNA, greindi frá því að maðurinn, Oh Ik-jae, hefði komið til Pyongyang á fóstudag. I ávarpi sem hann er sagður hafa flutt á járn- brautarstöðinni kvað hann hafa borið lof á Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, og gagnrýnt suður-kóresk stjórnvöld. Reuter Presleys minnzt UM ÞRJÁTÍU þúsund aðdáendur rokksöng- varans Elvis Presleys veifa kertum við hús hans í Memphis í gær til að minnast þess að 20 ár eru liðin frá andláti „konungsins". Hvers virði er menntun? 10 PEÐ í PÓLITÍSKU VALDATAFLI Gert út á lax og Njálu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.