Morgunblaðið - 17.08.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 17.08.1997, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Dómsmát EKKI benda á mig hr. greifi. Það var hann sem gerði þetta . . . RYMINGAR Nú er lag að eignast ódýr og góð tæki meðan birgðir endast! 20-50% afsláttur Eitt verð! |m. \\ "v/é J r ' • • /IM SHARP 72AS18 29" Super Black line 100Hz 2x25 Surround magnari • Zoom 2 Scart tengi Islenskt textavarp Nicam Stereo Allar aðger&ir ó skjó Sjólfvirk stilling á litaskerpu Mynd í mynd SHARP 70CS06 28" Super Black line 2x20 Surround magnari • Zoom 2 Scart tengi • Islenskt textavarp Nicam Stereo Allar aðgerðir á skjá Sjálfvirk stilling á litaskerpu flð moivEEn -20%-5Ó% HfjÓmtia&Uni Verðáður Verð nú Útvarpsmagnari 2x30w...... 34.900.- 24.900.- Tónjafnari................. 36.380,- 25.000,- Segulbandstæki............. 28.047,- 19.900,- Hátalarar CS 7030 180w......33.222,- 25.900,- Hljómtækjastæða PRO-LOG....110.000,- 84.900,- Hljómtækjastæða J 25/25D 2x50w 65.000,- 37.900,- Hljómtækjastæða J1500/2x30w... 49.900,- 32.900,- Útvarpsmagnari 2x110w/4x80w... 49.900,- 39.900,- Geislaspilari 1 diskur..... 19.900,- 15.900,- Geislaspilari lOOdiska..... 88.778,- 59.900,- Blástursofn, keramik- Huborð og vifta. helluborð ________ allt þetta á aðeins: Oll önnur smáraftæki á 15% afslætti _______ Verð áður Örb. RJ58/17 Itr. digital......... 19.895.- Örb. R4G17/24 Itr. grill...........32.000,- Örb. 4P58/24 Itr.grifí.pizza..... 36.737,- Verð nú 15.900. - 24.900-, 29.900, - -:23%-4.7r% CMfslátf’ur Mljómtaetd Verð áður Hljómtækjastæða 3D 2x25w... 34.900.- Hljómtækjastæða 6D 2x30w... 75.600,- Myndbandstæki 4 h.Nicam ste 59.900,- Ferðatæki m/geislaspilara. 17.900,- Verð nú 24.900, - 39.900, - 44.900, - 13.900, - Verð áður Sjónvarp 28"Fast text......99.900,- Sjónvarp 29".100Hz Fast text.. 154.900,- Verð nú 89.900,- 139.900,- -20% Verð áður Straujám verð frá:........ 4.790,- Pönnuköku partísett........ 6.282,- Djúpsteikingarpottur...... 8.849,- Djúpsteikingarpottur 400 g... 5.990,- Sítrónupressa.............. 3.199,- Safapressa................10.750,- Safapressa Juicer.......... 5.399,- Mininakkari................ 3.789,- Hakkavél................... 5.299.- Matvinnsluvél.............. 5.994,- Kaffikönnur verð frá.. 1.900,- -40% Verð nú 3.492,- 3.769,- 6.194,- 3.596,- 2.239,- 7.525,- 3.779,- 2.652,- 3.709,- 3.900,- Lágmúla 8 • Simi 533 2800 1922-1997 Stakkaskipti hjá þroskaþjálfum Breyttist úr fagfélagi í stéttarfélag Sólveig Steinsson SÍÐASTLIÐIÐ haust var gerð formbreyt- ing á Félagi þroska- þjálfa og því breytt í stétt- arfélag og nafni þess í Þroskaþjálfafélag Islands. Megin markmiðið með stofnun stéttarfélagsins var í fyrsta lagi, að sögn Sólveigar, „að fá að semja sjálf um kaup okkar og kjör og í öðru lagi að sam- eina þroskaþjálfa í einu stéttarfélagi en við vorum áður í hinum ýmsu starfs- mannafélögum og stærsti hópurinn innan Starfs- mannafélags ríkisstofnana. Ennþá eigum við aðild að SFR og því ýmislegt sam- eiginlegt með þeim hópi,“ segir Sólveig. Frá og með síðasta hausti var nafninu sem sagt breytt og heitir félagið nú Þroskaþjálfafélag ís- lands. En það breyttist fleira en nafnið, áherslur eru nú allt aðrar en voru og Sólveig útskýrir það nánar: „Það má segja að breyting sé fyrst og fremst fólgin í því að hér eftir semjum við sjálf um kaup okkar og kjör. Við breytumst þar með úr fagfélagi i stéttarfélag. Áður vorum við hluti af stórum blönduðum hópi innan vébanda Starfsmannafélags ríkisstofnana. Við teljum að mikil vöntun sé á skilningi á störfum okkar og að það endurspeglist í launum okkar. Við ætlum, að þó við séum lítill hópur getum við með því að fara með okkar mál sjálf frekar aukið skilning viðsemjenda okkar á störfum okkar og kjörum.“ - Er það alvcg víst að lítill hóp- ur nái betri árangri í kjarabaráttu heldur en undir verndarvæng stærra bákns? „Þetta skref okkar byggist á reynslu annarra faghópa sem líkt hefur verið komið á með. Þessir hópar klufu sig frá eins og við höfum nú gert og þeim tókst þann- ig að fá vissar leiðréttingar á kja- rasamningum sínum. I Ijósi þess teljum við okkur betur borgið á þennan hátt.“ - Hver eru byrjunarlaun þroskaþjálfa? „Byijunarlaunin eru 74.770 krónur og hæst geta þroskaþjálfar náð 88.111 krónum eftir 18 ára starf. Forstöðumenn geta náð eitt- hvað hærri launum, en samt langt frá því sanngjömum að okkar dómi og það er allt of mikið um að þroskaþjálfar séu að bæta við sig meiri og minni auka- vinnu til þess að geta átt í sig og á. Þetta er stór hópur, í faginu starfa 324, en mun fleiri hafa lokið prófi. 227 þessara þroska- þjálfa hafa nú stéttar- félagsaðild. Þetta fólk vinnur með fötluðum út um allt þjóðfélag, í leikskólum, skólum, dagvistun, sambýlum, greiningar- stöðvum og svo víða um land í alls kyns ráðgjöf og fleiri verkefn- um.“ - Hvað farið þið fram á og hvemig gengur? „Við höfum farið fram á að vera miðuð við sambærilegar stétt- ir og höfum fyrst og fremst lagt áherslu á hækkun grunnlauna, eða 110.000 króna byijunarlaun, enda teljum við okkur hafa dregist aftur úr viðmiðunarstéttunum. Samn- ingar voru lausir um áramótin og þrátt fyrir að viðræðuáætlun var ► Sólveig Steinsson er fædd í Reykjavík í nóvembermánuði 1956. Hún útskrifaðist úr Þroskaþjálfaskólanum árið 1985 og fór þá að vinna á Kópa- vogshælinu um skeið. Þaðan lá leiðin í framhaldsnám í Þroska- þjálfaskólanum og lauk hún því námi árið 1990. Eftir það hefur hún unnið á skammtímavistun fyrir fatlaða og hefur verið for- stöðumaður á sambýli frá árinu 1993. Sólveig var í fjögur ár í stjórn Starfsmannafélags ríkis- stofnana, en félag þroskaþjálfa var innan vébanda þess allt þar til síðasta haust, að félagið skipti um nafn og áherslur og Sólveig var þá kjörin formaður hópsins. Sólveig er gift Valgarð G. Ólafssyni og eiga þau fjórar stelpur. samþykkt hefur hún skilað litlu og enn er ósamið. Við situm nú og bíðum eftir að heyra frá samn- inganefnd ríkisins, enda hefur slitnað upp úr viðræðum.“ - Ert þú í samninganefndinni? „Já, en formaður samninga- nefndarinnar er Kristrún Sigur- jónsdóttir varaformaður Þroska- þjálfafélags íslands.“ - Hver eru næstu verkefni þeg- ar kjaramálin eru frá í bili? „Það eru stór mál sem brenna á okkur. Við fylgjumst t.d. grannt með frumvarpi sem liggur fyrir á Alþingi um Kennara- og uppeldis- háskóla, en þar á þroskaþjálfanám að vera í framtíðinni. Það má segja að það mál sé í viðunandi farvegi, en við erum þó ekki sátt við allt eins og það liggur fyrir. T.d. erum við ósátt við nafnið. Við teljum eðlilegra að skólinn heiti Kennara- og þroskaþj álfaháskóli. “ - Fleiri mál sem þú vildir nefna? „Já, það má einnig nefna flutning mála- flokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.“ - Er það tnál einnig í viðunandi farvegi? „Nei, ekki er það nú. Bæði þroskaþjálfar og fatlaðir eiga hér mikilla hagsmuna að gæta, en þetta er nokkuð sem á að gerast eftir tiltölulega skamman tíma og lítil sem engin umræða hefur verið um framkvæmdina. Allt er því miður óljóst og vantar mikið upp á að við séum ánægð með gang mála. Flutningur grunnskólanna hefur nú verið á dagskrá og þá hefðu menn átt að læra hvað þarf að gera og gæta að, en svo virðist sem menn ætli ekki að læra af reynslunni, því miður.“ Höfum fyrst og f remst lagt áherslu á hækkun grunnlauna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.