Morgunblaðið - 17.08.1997, Side 42

Morgunblaðið - 17.08.1997, Side 42
42 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA I DAG Leyndardómur kraftaverksins Ef ég hins vegar fer með frásöffliina af kraftaverkinu í fréttir Sjónvarpsins, er lík- legast, segir sr. Heimir Steinsson, að menn reki upp stór augu, jafnvel hlæi að öllu saman. í DAG er 12. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Guðspjall dagsins eftir fyrstu textaröð er að fínna hjá guðspjallamann- inum Markúsi, 7. kapítula, versunum 31-37. Þargreinir frá því, að menn færðu til Jesú mann „daufan og málhaltan. Jesús lagði hendur yfir mann- inn og bað fyrir honum. „Og eyru hans opnuðust og haft tungu hans losnaði, og hann talaði skýrt.“ Menn undruðust næsta mjög og sögðu: „Allt gjörir hann vel, daufa lætur hann heyra og mállausa mæla.““ Mjög víða í guðspjöllunum greinir frá kraftaverkum Jesú. Honum var gefínn sérstakur máttur til að inna af hendi undursamlega hluti. Jesús er „Messías“, þ.e. Kristur, hinn smurði Drottins. Messías flytur mönnum Guðs ríki. Og Guðs ríki fylgja kraftaverk. Ný öld er að renna. Hið fyrra er á förum. Nýrri öld tengjast góðir hlutir, þ.á m. máttarverk mönnum til blessunar. Allar götur frá því að Jesús gekk um kring hafa kristnir menn notið þess, að kraftaverk hafa gjörzt í hans nafni. Ég býst ekki við að nokkur kristinn maður sé í raun og sannleika ókunnugur kraftaverkum. Öll eigum vér því að fagna að Drottinn Guð heyrir bænir í nafni Jesú Krists. Það verður ekki í hvert sinn sem vér biðj- um. En af og til á kraftaverkið sér stað. Þá efumst vér ekki um, að nú hafí Guðs hönd ver- ið að verki. Jesús bannaði þeim að segja þetta neinum I guðspjalli dagsins er vikið að tilteknum fyrirmælum Jesú, sem þrásinnis getur að líta í tengslum við kraftaverkafrá- sagnir Nýja testamentisins. Þessi fyrirmæli eru hér orðuð á eftirfamdi veg: „Jesús bannaði þeim að segja þetta neinum, en svo mjög sem hann bannaði þeim, því frekar sögðu þeir frá því.“ Þetta er ijarri því að vera nokkurt einsdæmi. Jesús vildi bersýnilega ekki, að menn bæru út frásagnir af krafta- verkum hans. Af einhveijum ástæðum kaus hann að halda kraftaverkunum leyndum. Lærisveinarnir og mannfjöld- inn hlýddu ekki þessu banni, heldur sögðu því frekar frá kraftaverkunum sem Jesús mæltist oftar undan því. Eitthvað er þversagnakennt við kraftaverkið. Annars vegar vill frelsarinn, að hin trúuðu þegi um það. Hins vegar á hið sama fólk það til að hrópa hátt um tíðindin á strætum og gatnamótum. Fyrst og fremst er krafta- verkið leyndardómur. Þess vegna hæfir í raun og veru aldrei að hafa hátt um krafta- verkið. Hulin hönd vinnur kraftaverkið. Hún er að baki heiminum þessi hönd, en kemur óvænt fram á sviðið og gjörir undur og stórmerki, án þess nokkru sinni að sýna sig sjálf. Hver sá sem staðreynt hefur kraftaverk veit, að það er í eðli sínu leyndardómur og að því hæfir bezt að fá að vera leyndarmál. Ég veit, að Guð hefur gjört kraftaverk á mér. Ekki vottar fyrir efa í huga mínum. Ég gæti sagt öðrum kristnum manni þetta í trún- aði. Hann eða hún kynni að vera fær um að taka við sög- unni sér til uppbyggingar og helgunar. Ef ég hins vegar fer með frásögnina af kraftaverk- inu í fréttir Sjónvarpsins, er líklegast, að menn reki upp stór augu, jafnvel hlæi að öllu saman. Þess vegna fer bezt á því, að kraftaverkið varðveitist í leyndum hugskots míns og sé einungis sagt öðrum í hljóði. Þetta vissi Jesús betur en vér, og þess vegna fór svo, að hann „bannaði þeim að segja þetta neinum“. .. að Guð opni oss dyr fyrir orðið ...“ Textar 12. sunnudags eftir þrenningarhátíð fjalla að öðru leyti mjög um það, að maðurinn eigi að nota það tungutak, sem honum er gefíð til að lofa Drott- in. „Hann lagði mér ný ljóð í munn, lofsöng um Guð vorn“ segir í 40. sálmi Davíðs, og í 86. sálmi: „Allar þjóðir, erþú hefur skapað, munu koma og falla fram fyrir þér, Drottinn, og tigna nafn þitt. Því að þú ert mikill og gjörir furðuverk, þú einn, ó Guð!“ Þessir sálmar eru báðir meðal ritningarlestra dagsins. Sama máli gegnir um bréf Páls postula til Kólossu- manna, 4. kapítula, versin 2-6, en þar segir postulinn: „Biðjið jafnframt fyrir oss, að Guð opni oss dyr fyrir orðið og vér getum boðað leyndardóm Krists.“ Guðspjallið um hinn daufa og málhalta hefur þannig orðið kirkjunni tilefni til hugleiðinga um tilgang heyrnar og tungu- taks. Ég heyri og ég mæli til þess annars vegar að nema Guðs orð og lofa Guð og hins vegar að boða orðið og vegs- ama leyndardóm Krists. Eg hef ekki þegið málfar mitt til ill- yrða eða hégómaskrafs. Mér er ætlað að nota eyrun og tung- una til að hylla Guð og flytja mál hans til annarra, sem heyra og tala. Niðurlag Kólossubréfstext- ans er hins vegar einstaklega ánægjuleg hvatning til kris- tinna manna: „Umgangist vit- urlega þá, sem fyrir utan eru og notið hveija stundina. Mál yðar sé ætíð ljúflegt, en salti kryddað, til þess að þér vitið, hvernig þér eigið að svara hveijum manni.“ „Þursinn heimskur þegja hlýtur“ yrkir séra Hallgrímur. Kristnum manni er ekki ætlað að blaðra. En honum er heldur ekki fyrir búið að þruma þegj- andi. Ræða hans skal vera „salti krydduð" þegar hann boðar öðrum mönnum orð Guðs. Þannig er það gaman að vera kristinn maður. SKÁK Umsjön Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á breska meistaramótinu sem nú stendur yfir í Hove. Stigahæsti skákmaður Eng- lands um þessar mundir, Michael Adams (2.680) var með hvítt og átti leik gegn ensku stúlkunni Ruth Sheldon (2.295), sem lék síðast 17. — b5— b4 og hótaði hvíta riddaranum á c3. 18. Bh6! - Hg8 19. e5! - g6 20. exf6 - bxc3 21. Dg5 og svartur gafst upp. Þegar tefldar höfðu verið 9 umferðir var staðan þessi: 1. Tony Kosten 6'A v. af 8 mögulegum, 2.-6. Adams, Ledger, Emms, Sadler og Miles 6 v., 7,—12. Luke McShane, 14 ára, Hebden, Speelman, Summerscale, Sashikiran og Ward 5'A v. Eftir er að tefla þijár um- ferðir á mótinu. Borgarskákmótið fer fram á morgun, mánudag- inn 18. ágúst Ráðhúsi Reykjavíkur. Taflið hefst kl. 15. Þátttökutilkynning- ar í símum 557 7805 og 568 2990. Öllum er heimil þátttaka, en keppendafjöld- inn er takmarkaður. I fyrra voru 84 með. HVÍTUR leikur og vinnur. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Netfang: elly@mbl.is Tapað/fundið Göngustafur tapaðist ELÍSABET Vilhjálms- son, sem er fötluð og gengur með tvo göngu- stafi, tapaði öðrum þeirra, er hún lagði hann upp á þak bifreiðar sinnar, og ók burt frá Bónusi, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sl. föstu- dag. Um þykkan ljósbrún- an bambusstaf er að ræða með gráum gúmmí- tappa undir. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 552-1076. Kvenmannsgler- augu töpuðust GLERAUGU í brúnni umgjörð töpuðust líklega á Grensásveginum sl. fimmtudag. Gleraugun voru í svörtu gleraugna- hulstri, merkt með bláum stöfum „Montana". Skil- vís finnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 562-8583. Gæludýr Kettlingur gefins MANNELSKUR, skemmtilegur og kassa- vanur átta vika fress- kettlingur fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 552-7397. Árnað heilla Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júní í Laugarnes- kirkju af sr. Valgeiri Ást- ráðssyni Dagmar Viðars- dóttir og Þórarinn Olafs- son. Þau eru búsett í Reykjavík. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 12. júlí í Víðistaða- kirkju af sr. Valgeiri Ástr- áðssyni Ragnheiður Jóns- dóttir og Sigurður Þor- steinsson. Heimili þeirra er í Safamýri 65, Reykjavík. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 5. júlí í Lágafells- kirkju af sr. Jóni Þoysteins- syni Ragnheiður Ágústs- dóttir og Pétur Már Finnsson. Heimili þeirra er í Bæjargili 60. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní í Bessa- staðakirkju af sr. Erni Bárði Jónssyni Valgerður Hall- dórsdóttir og Arnar G. Olason. Heimili þeirra er á Smáraflöt 30, Garðabæ. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI lagði leið sína til ísafjarðar fyrir skemmstu. Tvennt vakti athygli hans öðru fremur: 1) Vestfjarðagöngin, eitt mesta mannvirki íslenzkrar vega- gerðar. 2) Gömlu húsin á ísafirði. Mörg hver byggð á öldinni sem leið. Önnur um eða rétt eftir alda- mót. Nær öllum einkar vel við haldið og flest enn nýtt til íbúðar. ísafjörður, höfuðstaður Vest- fjarða, er myndarlegt sjávarpláss. Að auki menningar- og skólabær. Þar er margt sem forvitnilegt er að skoða. Það er meira en ómaks- ins vert að veija nokkrum dögum í ferð um Vestfjarðakjálkann. Veg- urinn um suðurfirðina er að vísu afleitur, en mun skárri um Djúpið og yfir Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur. Utsýnið og umhverfíð er engu líkt. XXX A IFYRRA námu greiðslur við- skiptavina apóteka hér á landi vegna lyfseðilsskyldra lyfja ná- lægt 5.200 milljónum króna. Þar af greiddi Tryggingastofnun ríkis- ins 68% eða 3,6 milljarða króna, en notendur lyfjanna 32% eða 1,6 milljarð króna. Lyfjakostnaður heilbrigðisstofnana er ekki innif- alinn í þessum tölum, sem sóttar eru í heimildarit Ríkisendurskoð- unar. Þjóðin ver því háum fjár- hæðum í lyf. Og að sjálfsögðu sækir ríkið kostnaðarhluta Trygg- ingastofnunarinnar í vasa skatt- greiðenda. Víkveiji gerir sér grein fyrir því að lyf eru oftlega nauðsyn, lina þjáningar, lækna mein og bjarga í sumum tifellum mannslífum. En eru lyfjamilljarðarnir, sem þjóðin eyðir, ekki of margir? Væri ekki fjárhagslegt heilbrigði fólks og samfélags umtalsvert betur á vegi statt ef meira hófs væri gætt í lyfjanotkun? Fólk sem neytir hollmetis og hreyfir sig við hæfi á og síður er- indi í lyfjabúðir. Hver líkamsrækt- arstund er innlögn í heilbrigðis- banka! xxx AÐ er fátt stórt að gerast í samfélaginu um þessar mundir. Það er af þeirri gerð er deilum veldur. En flest er hey í harðindum, sögðu gömlu mennirn- ir, og fjölmiðlarnir gera á stundum mikið úr litlu í lognmollunni, eins og hagsýnar húsmæðurnar á erfið- um tímum. Þannig hefur meint sameining vinstri flokka, sem var frásagnarefni þegar í æsku elztu manna, verið hituð upp í kokkhús- um fjölmiðlanna eina ferðina enn - og krydduð vel að sjálfsögðu. Það er sum sé koppalogn í samfélaginu; deilur flestar settar niður. Verðbólgan er löngu fyrir bí, atvinnuleysi fer minnkandi, kjarasamningar í höfn, halli ríkis- sjóðs hríðminnkandi og vel flestir sáttir við verðmyndun markaðar og samkeppni, sem gagnast hefur fólki betur til kjarabóta en flest annað. Það er jafnvel allur vindur úr óróanum í þjóðkirkjunni. Það þarf því engan að undra þótt teygt sé úr litum efnum í ljósvaka- og prentmiðlum. Já, jafnvel gamlir símastaurar (vinstri sameiningar) syngja - í sólskininu og verða grænir aftur. xxx VÍKVERJI fagnar því að við- skiptahagsmunir hafa fengið aukið vægi í utanríkisþjónustunni. Það var löngu tímabært. En skrif- andi um untanríkisþjónustu má gjarnan orða tvennt, svona í nafni hagsýni og sparnaðar: * 1) Er ekki reynandi að sameina sendiráð Islands á Norðurlöndum í eitt, staðsett í Kaupmannahöfn, sem gæti íslenzkra hagsmuna á Norðurlöndunum öllum? * 2) Er ekki athugunarefni að Norðurlöndin sameinist um sendi- ráð í öðrum löndum? Geri tilraun með slíkt samstarf í fáeinum ríkj- um - og láti framhaldið ráðast af reynslu sem af samstarfinu feng- ist? Það má gjarnan hressa dulítið upp á norræna samvinnu, sem hefur raunar skilað ótrúlegum ár- angri, þrátt fyrir nokkrar frænda- eijur undanfarið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.