Morgunblaðið - 17.08.1997, Page 12

Morgunblaðið - 17.08.1997, Page 12
12 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ kvæði hafa haldið fast við þá vest- rænu lýðræðishefð senV þeir tóku í arf frá Bretum. Munu þeir vera eina nýlenduþjóðin, þeirra sem hlutu sjálfstæði uppúr seinni heimsstyijöld, sem óslitið hefur búið við lýðræði. Þetta er þeim mun merkilegra sem Indveijar eru sundurleitari innbyrðis, bæði að því er varðar trúflokka, þjóðflokka og tungur, en nokkur þjóð önnur sem mér er kunnugt um. Á Ind- landi eru til dæmis 14 sjálfstæð tungumál sem öll eru opinber, hvert í sínu fylki, og hafa hvert sitt sérstaka letur. Þarvið bætast 225 mállýskur, sem margar hverj- ar eru sjálfstæðar tungur. Fýlkin fjórtán njóta mikils sjálf- stæðis, eru til dæmis nær einráð um skólamál, íjármál, dómsmál og verklegar framkvæmdir, hafa eigin þing og fylkisstjórnir. Fyrirkomu- lagið er svipað og tíðkast í Banda- ríkjunum, Þýskalandi og víðar. Lengstaf réð Þjóðþingsflokkurinn, stofnaður árið 1885, lögum og lof- um í fiestum fylkjanna, enda átti hann drýgstan þátt í sjálfstæðis- baráttu Indveija og hafði á að skipa öllum helstu stjórnmála- mönnum landsins. Afskipti Ma- hatma Gandhis af stjórnmálum efldu mjög gengi flokksins, enda varð Gandhí snemma sameihingar- tákn þjóðarinnar. Gandhí útnefndi Nehru andlegan og pólitískan arf- taka sinn. Styrkti það mjög stöðu Nehrus, endaþótt hann væri orðinn formlegur leiðtogi Þjóðþings- flokksins löngu áðuren en Gandhí var myrtur árið 1948. Var það Indlandi mikil blessun hversu öflugur Þjóðþingsflokkurinn var og hve snjall leiðtoginn var. En víðtækum völdum flokksins fylgdi vaxandi spilling. Þingmenn hans urðu værukærir, mútuþægir og at- hafnalitlir. Nehru barðist gegn spill- ingunni með oddi og egg, en hafði í mörgu að snúast og var tekinn að reskjast, þannig að viðleitni hans bar takmarkaðan árangur. Þjóðþingsflokkurinn hafði mik- inn meirihluta þjóðarinnar bakvið sig, en í reynd var það einn maður sem stjórnaði ríkinu og hafði örlög þess í hendi sér fyrstu 17 árin. Nehru var nokkurskonar þjóðkjör- inn einvaldur að hætti Períklesar í Aþenu forðum. Þráttfyrir háan aldur hafði hann allt frammí andl- átið ótrúlegt starfsþrek og bjó yfir því sérkennilega náðai’valdi sem laðaði alþýðu manna til hans. Ég var eittsinn viðstaddur þegar hann talaði til 20.000 manna í Bombay. Fólkið kom til að vera í návist hins mikla manns og horfa á hann. Mér er til efs að meiren fjórðungur mannfjöldans hafi fylgst með því sem hann var að segja. Þetta var eitt þeirra sérkenna Indveija sem ég varð oftlega var við. Þeir höfðu (og hafa) einskonar trúarlega af- stöðu til leiðtoganna. Það nægði að vera í návist þeirra til að draga til sín blessun þeirra og andlegan kraft.Mér var tjáð af erlendum sendimanni í Nýju Delhi, að þegar Nehru skryppi úr borginni væri stjórnkerfið lamað: enginn gæti eða þyrði að gera neitt að honum fjarstöddum. Eftir fráfall Nerhus í maí 1964 hefur gengið á ýmsu í indverskum stjórn- málum. Tvisvar háðu Ind- veijar stríð við Pakistan útaf Kasmír, fyrst á árun- um 1947-49 og síðan árið 1965. Ári síðar var dóttir Nehrus, Indíra Gandhí (Gandhí maður hennar var óskyldur heimsfrægum nafna sínum) forsætisráð- herra Indlands og átti sinn þátt í aðstoð Indveija við Austur-Pakistan árið 1971 sem leiddi til þess að stofn- að var ríkið Bangladesh. Indíra varð mjög illa þokk- uð fyrir bráðabirgðalög sem hún lét setja 1975 og takmarkaði tjáningarfrelsi í landinu. Tapaði flokkur hennar þingkosningum 1977, en vann þær glæsi- lega árið 1980. Fjórum árum síðar var hún myrt af lífvörðum sínum, en við völdum tók sonur hennar, Radsjív Gandhí, sem hlaut sömu örlög og móðirin árið 1991. Á síðasta ári beið Þjóðþingsflokkurinn lægra hlut í alríkiskosningum, hafði verið við völd óslitið að undanteknum þremur árum. Á liðnu ári hafa fjór- ar ríkisstjórnir setið á valdastóli. Það sem einkum vekur athygli þegar horft er á úðumskrúð þjóðlífs á Ind- landi er einingin sem greina má bakvið lygilega fjölbreytnina. Landið hefur alla tíð verið menningarleg heild. Það má fyrst og fremst rekja til trúar- bragða og féiagslegra stofnana hindúa sem frá ómunatíð hafa átt sterk ítök um gervallt hið víð- lenda ríki. Hátíðir þeirra og helgisiðir höfðu öðlast fast form fyrir daga Búdd- ha og réttarkerfið var skráð með kerfisbundnum hætti fyrir daga Krists. Fyrir bragðið reyndist Indveijum auðvelt að veita viðnám menningaráhrifum fjöl- margra innrásarþjóða eða samlaga þau eigin menningu. Helgir staðir voru og eru legíó um allt Indland. Ein æðsta skylda trúrækinna hindúa er talin vera að heimsækja þessa staði að minnstakosti einusinni á ævinni. Af þeim sökum er nálega stöðugur straumur pílagríma úr einu lands- horni í annað - þrásinnis mörg hundruð kílómetra vegalengdir. SIGURÐUR A. Magnússon hitt- ir ieiðtoga Ind- verja, Pandit Nehru, í fyrstu ferð sinni til Indlands haust- ið 1960. MAHATMA Gandhi varð snemma sam- einingartákn Indverja og út- nefndi Nehru andlegan og pólitískan arf- taka sinn. ÞEGAR ég kom fyrst til Indlands haustið 1960, þrettán árum eftir endurheimt sjálfstæðis, voru Indveijar rúmar 400 milljónir og fátt sem benti til að þetta næst- fjölmennasta ríki veraldar mundi ráða frammúr vandamálum óstöðvandi fólksfjölgunar og ólýs- anlegrar örbirgðar þorra lands- manna. Ég kom þangað aftur haustið 1970 og tvisvar árið 1988 og þóttist í öll skiptin greina um- talsverðar breytingar til batn- aðar, þó átakanleg eymdin blasti hvarvetna við augum. Nú eru Ind- veijar orðnir 950 milljónir og tald- ir munu verða fjölmennari en Kín- veijar árið 2035. Eftir sem áður mun þriðjungur jarðarbúa byggja Indland og Kína. Þó Indveijum hafi fjölgað um 550 milljónir á tæpum fjórum ára- tugum (þeim fjölgar nú um milljón á mánuði) bendir ýmislegt til að þeir séu að rétta úr kútnum. Að sönnu hefur gengið treglega að breyta ævagömlu kerfi erfðastétta pg jafna gífurlegan lífskjaramun. í grófum dráttum má skipta lands- mönnum í þijá misstóra hópa: 10% eru auðmenn, 30% miðstéttarfólk og 60% fátæklingar, athvarfslaus- ir, atvinnulausir og landlausir. 52,5% landsmanna lifa undir alþjóðlegum fátæktarmörk- um (daglegar tekjur um 50 krónur), og einn læknir er á hveija 2211 íbúa (bama- dauði er 71,1%). Rétt rúmur helmingur Indveija er læs og einn sími á hveija 112 íbúa. Á hinn bóginn er hag- vöxtur í ár nálega 7%. Á árunum 1990-95 tífölduðust erlendar fjárfestingar. Síðan 1991 hefur útflutningur á hugbúnaði rúmlega fimm- faldast. Þó ótrúlegt megi virðast, sjá bjartsýnir sér- fræðingar fyrir sér að árið 2020 verði Indland orðið fjórða mesta efnahagsveldi veraldar (næst á eftir Kína, Bandaríkjunum og Japan). Afdrifarík vatnaskil Vatnaskilin sem urðu á miðnætti 15da ágúst 1947, þegar Indverjar heimtu sjálf- stæði úr höndum Breta, höfðu í för með sér skelfileg- ar hörmungar. Þá hafði leið- togi múslíma og fyrrverandi foringi Þjóðþingsflokksins, Muhammad Ali Jinnah, heimtað að landinu yrði skipt í ríki hindúa og múslíma. Þjóðþingsflokkurinn með Mahatma Gandhí og Pandít Nehru í broddi fylkingar barðist gegn þeirri hugmynd, en Bretar létu undan Jinnah með þeim afleiðingum að myndað var sérstakt ríki múslíma, Pakistan, á þann afarfrumlega hátt að skornar voru tvær sneiðar af landinu, önnur vestast, hin austast, en milli þeirra lá rúmlega tvöþúsund kílómetra breitt indverskt landsvæði. Pakistan var frá öndverðu bæði landfræðilegt og sögu- legt viðundur, með því allar forsendur þess voru rangar, enda kom á daginn að óger- legt var að halda ríkinu sam- an nema með harðsvíruðu einræði. Það dugði þó ekki nema tæpan aldarfjórðung. Eftir mannskæða borgarastyijöld 1971 (hálf milljón manna týndi lífi) sleit austurhlutinn öll tengsl við vestur- hlutann og myndaði sjálfstætt ríki, Bangladesh, sem áður var Austur- Pakistan og þaráundan Austur- Bengal. Þetta ríki hefur átt tiltölu- lega vinsamleg samskipti við Ind- land. Skýringin á erfiðri sambúð Ind- lands og Pakistans er meðal ann- ars sú, að í rauninni er um að ræða eina þjóð sem hlutuð hefur verið sundur með fáránlegum Risinn rumskar Indveijar og Pakistanir fagna þessa dagana hálfrar aldar afmæli sjálfstæðis þjóðanna sem báðar eiga þó sömu rætur. Fáir íslend- ingar þekkja betur til Indlands og samtíma- sögu þess heldur en Sigurður A. Magnússon. Að beiðni Morgunblaðsins rifjar hann hér um kynni sín af landinu, þjóðunum tveimur sem það byggja og þróuninni undanfama áratugi. hætti. Alkurma er að borgarastyij- aldir eru að jafnaði grimmilegustu styijaldir sem sögur fara af. Blóðs- úthellingarnar sem áttu sér stað í tengslum við skiptingu Indlands voru einhver hryllilegasti kafli í sögu landsins. Við hann bættust síðan hatramar og langvinnar deil- ur um yfirráð yfir Kasmír. í sambandi við skiptingu Ind- lands árið 1947 er vert að minnast þess að ríflega 40 milljónir músl- íma kusu að vera um kyrrt á Ind- landi, enda hafa þeir tekið virkan og þróttmikinn þátt í stjórn lands- ins og meðal annars verið í fylk- ingarbrjósti í menntamálum. Ind- land var frá öndverðu veraldlegt ríki þarsem fullt trúfrelsi ríkir og allir trúflokkar njóta sömu rétt- inda. Pakistan og Bangladesh eru hinsvegar trúarleg ríki múslíma og hafa lengstaf lotið einræðis- stjórnum. Sundurleitt þjóðríki Útaf fyrir sig er það merkilegt umhugsunarefni og ber Indveijum fagurt vitni, að þeir skuli þráttfyr- ir margháttuð innri og ytri vand- I I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.