Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ/OPEN 08:30 - 22:30 GD Upplýsingamiöstöó fer Heimilisiónaöur - Souv Tjaldsvæöi - Camping - Svefnpokagisting - Sleepi 5! Gistiheimili - Gues (§ Hótelgisting - H 0 Fjallaskáli - Hestaleiga - F | |j Golfvölltir 18 § |!i pNUSTA HVOLSVELLl iformation emachte Souvenirs ccommodation - Schlafsackunterkunft SÍMI 98-78781 FAX 98-78782 Veióileyfi í R || 0 útsýnisflug g] vestmannaey 151 Acetlunarbíla' . - r . \x/estmánner Insetn Busfarten Guðjón Árnason Morgunblaðið/Jim Smart GERT ÚTÁ LAXOGNJÁLU VIÐSKIPrtfflVINNULÍF Á SUIMNUDEGI ► Guðjón Árnason hefur verið framkvæmdastjóri Sælubúsins á Hvolsvelli síðan vorið 1995, en fyrirtæk- ið var stofnað árið 1993 til að styðja við ferðaþjón- ustu á Hvolsvelli og nágrenni. Velta fyrirtækisins hefur stóraukist á þessu ári og umsvif öll hafa tekið mikinn fjörkipp. Kemur fieira en eitt til. GUÐJÓN er fæddur á Stóru Mörk undir Eyjafjöllum „þar sem Ketill bjó“, eins og hann gaukar að blaða- manni, ð.júlí 1949. Hann ólst upp í búskapnum og fór fyrst til náms við Skógaskóla. Þaðan lá leiðin í Kenna- raskóla íslands þar sem hann útskrif- aðist árið 1972. Síðan liðu 22 ár við kennslu, fyrst á Staðarborg í Breiðd- al í eitt ár, því næst við Seljalands- skóla í 3 ár þar sem hann var skóla- stjóri, loks fjórtán ár við Hvolsskóla á Hvolsvelli og þar var hann skóla- stjóri síðasta áratuginn. Árið 1994 var hann við íslenskunám í HÍ og árið 1995 tók hann við stöðu fram- kvæmdastjóra Sælubúsins. Guðjón er kvæntur Guðbjörgu Gunnlaugs- dóttur og eiga þau synina Sigurð Einar, Áma Þór og Ævar Örn. „Sælubúið var stofnað árið 1993 og var verkefni þess að sinna upplýs- ingaþörfínni fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og að auka þjónustu við ferða- og veiðimenn,“ segir Guðjón er hann er spurður um fyrstu skref fyrirtækisins. „Áður rann ferða- mannastraumurinn í gegn um Hvol- svöll, en það sameinuðust margir í þeirri skoðun að það gæti styrkt sveitafélögin að fá eitthvað af öllum þessum fjölda til að stoppa í lengri eða skemmri tíma. Þegar öllu var á botninn hvolft var það mál manna að svæðið hefði margt að bjóða ferða- manninum, hvort heldur er þeim inn- lenda eða erlenda,“ bætir Guðjón við. Langflestir hluthafa Sælubúsins eru á Hvolsvelli og í næsta ná- grenni. Hvolhreppur er langstærsti hluthafmn, en af öðrum stórum má nefna Veiðifélag Eystri Rangár, Austurleið, Friðrik Sigurðsson og fleiri. í upphafi voru hluthafar í Sælubúinu 52 talsins, en þeim hefur fjölgað allverulega síðasta árið, eink- um eftir að áherslur fóru að ná út fyrir Hvolsvöll og til sveitarfélaganna í næsta nágrenni. Aðalaviðurværi Hvolsvellinga hef- ur tengst kjötvinnslu SS, en auk þess hefur Kaupfélag Árnesinga rekið fjöl- mennt fyrirtæki á staðnum og svo hefur verið búskapur í kring, en Sælubúinu er ætlað að bera uppi vænlega aukabúgrein. Guðjón er spurður um helstu verkefnin. Lax, lax, lax og aftur lax „I dag er stærsti liðurinn í starf- seminni laxveiðin í Eystri Rangá. Farið hefur verið út í geysilegar sleppingar gönguseiða í ána og þær voru aldrei meiri en í fyrra, þannig að veiðin í ánni hefur aldrei verið meiri en nú í sumar. Þar sem veitt er á 20-30 stangir í ánni á dag er það taisvert starf fyrir fámenna skrifstofu að selja veiðileyfi og halda utan um alla upplýsingagjöf til veiðimanna, m.a. að ráðstafa gistimöguleikum. Hvað er laxveiðin stórt dæmi hjá Sælubúinu? „í peningum get ég nefnt, að fyrir- framsalan á veiðileyfum um veturinn nam 6 milljónum króna og var það upp undir helmingurinn af framboð- inu. Síðan hefur rokselst þar sem veiðin hefur verið góð og veiðileyfin ódýr miðað við veiðivon, þannig að ég býst við að veltan í laxveiðileyfum FRÁ Njálusýningunni í Sögu- setrinu. verði 12-14 milljónir. Það eitt er svip- að og öll velta Sælubúsins síðasta ár, eða 12 milljónir. Það er því ljóst að ársveltan að þessu sinni mun rjúka upp sem aldrei fyrr, enda eru fleiri járn í eldinum hjá okkur. Því má hins vegar ekki gleyma, að þessi veiði- leyfi erum við með í umboðssölu fyr- ir Veiðifélag Eystri Rangár og því eru raunverulegar tekjur Sælubúsins 10-15% af þessari upphæð.“ En er ekki griðariega dýrt að halda úti stórfelldum gönguseiðaslepping- um? „Jú, það er afar dýrt, en það er á könnu veiðifélagsins að standa í því. Lúðvík Gissurarson hæstaréttarlög- maður var lengi með efsta svæðið í Eystri Rangá á leigu og sleppti tals- verðu af seiðum þar og auk þess sleppti veiðifélagið um 25.000 göngu- seiðum á ári þessi síðustu ár og þeg- ar mest var voru að veiðast rúmlega 500 laxar í ánni. Byltingin varð á síðasta ári, er veiðifélagið keypti mikið magn seiða af Landsbankan- um, seiði sem voru úr þrotabúi Silfur- lax í Hraunsfirði. Þá var 200.000 seiðum sleppt í Eystri Rangá og einn- ig var geysilegu magni sleppt í Þverá. Það má kannski segja að þó veiðin hafi verið afar góð, þá hefði hún átt að vera meiri miðað við það heimtu- meðaltal sem menn hafa átt að venj- ast síðustu ár. Samkvæmt því hefði áin átt að gefa 4.000 laxa í sumar, en ég verð ánægður ef lokatalan verður 1.500-1.600 laxar.“ Er hægt að halda þessum dampi í sieppingum? Það þarf náttúrulega helst að gera það til þess að halda þessu gang- andi. Þó þarf að koma nokkur reynsla á hversu góða raun það gefur að sleppa svo miklu magni. En hér áður voru menn að kaupa seiði á 100 krón- ur stykkið. I fyrra náðust seiðin á 30 krónur stykkið og þegar að fram- haldinu kom í vor var náðist svipað verð. Úr varð að kaupa annað eins af seiðum frá Laugum í Holta- og Landssveit og með því að láta bjóða í eldið tókst að fá seiðin á svipuðu verði og í fyrra. Það er forsenda fyr- ir því að halda dampinum. Annars kæmi mér ekki á óvart þó eitthvað minna yrði sleppt af seiðum í náinni framtíð, en þegar meiri reynsla fæst þarf það ekki að skila sér í lakari veiði, þvert á móti.“ Njála virkjuð Ekkisnýst allt um laxinn eða hvað? „Nei, hann er að vísu stór hluti dæmisins, en við róum einnig á önn- ur mið. Gömul hugmynd er nú loks að verða að veruleika, en það er að markaðssetja Njáluna, enda er sögu- svið hennar næsta nágrenni Hvol- svallar. Hugmyndin er fólgin í því að gera sögustaðina sýnilega og þeg- ar menn höfðu sest niður og velt þessu fram og til baka var ljóst að þetta yrði ekki gert nema í sam- starfi við sveitarféíögin sem hlut eiga að máli. Þau eru alls sex, í austur- hluta Rangárþings, Hvolhreppur, Fljótshlíðarhreppur, Vestur- og Aust- ur-Eyjafjallahreppir og Austur- og Vestur-Landeyjarhreppir. Ýmsir aðil- ar koma að þessu verkefni og styrkja það og það sem upp á vantar munu fyrrgreind sveitarfélög standa straum af.“ I hverju er þessi hugmynd fólgin og hversu iangt er hún komin? „Það má segja að framkvæmdin sé þrískipt. ,Stærsti.liðurinn er sýning sem verið hefur í Sögusetrinu á Hvolsvelli í sumar. Sýningin er til húsa í rúmlega 100 fermetra hús- næði sem notað hefur verið sem fé- lagsmiðstöð unglinga. Unnið er að lausn húsnæðismálsins fyrir veturinn. Þetta er fyrst og fremst sögusýning á Njálu, en önnur tímabil eru einnig kynnt og koma sum nokkuð við sögu. Margt á sýningunni er lánsmunir; frá t.d. leikhúsum og byggðasafninu á Skógum. Það er mikil vinna framund- an að koma upp eigin gripum ef það á að verða eitthvað úr þessu hjá okkur, en þetta þurfti til að ýta úr vör og það tókst. Sýningin er búin að standa síðan í vor og nú er unnið að því að þýða textana af veggjunum yfír á nokkur tungumál þannig að erlendir jafnt sem innlendir ferða- menn geti notið sýningarinnar." Hvernig hefur sýningunni verið tekið? „Mjög vel, miðað við að hún er lítið auglýst enn sem komið er. Nú fyrir stuttu kom t.d. þrjú þúsundasti gesturinn. En það er fleira en sýningin. Við erum einnig að vinna í því að merkja sögustaðina með upplýsandi skiltum og vegvísum. Því verkefni er ekki lokið, en það er búið að útbúa flest skiltin og koma sumum þeirra upp. Það er frekar tímafrekt fremur en kostnaðarsamt þó það kosti sitt og mannekla kemur þar við sögu. Von- andi dugar okkur þó sumarið til að ljúka uppsetningunni þannig að allt verði til reiðu næsta sumar. Loks stefnum við að því að koma á skipulögðum ferðum á söguslóðirn- ar. Það hefur gengið treglega, en þó hefur Iifnað yfir því í sumar. Jón Böðvarsson, sérfræðingur í Njálu, hefur farið margar ferðir, sérstaklega með vinnuhópa sem hafa tekið sig saman og pantað hann. Jón hefur verið okkur mjög innan handar á margan hátt í þessu verkefni og síð- asta vetur hélt hann Njálunámskeið hér á staðnum. Þá komum við okkur upp eigin leiðsögumönnum og þeir hafa farið ferðir í sumar. Annars er mikil markaðssetning eftir og verður fastur starfsmaður í því í vetur. Verður m.a. höfðað til skólanna og erum við að vonast til þess að taka á móti skólahópum á haustin og vorin. Njáluverkefnið er stærsta vonin okkar að geta haldið úti öflugum rekstri Sælubúsins á veturna, en á meðan laxveiðin hefur verið afgerandi stærsti þátturinn, hefur verið lítið að gera á vetuma annað en að bóka veiðileyfi. Enda hef ég verið eini starfsmaðurinn yfir vetrarmánuðina. í sumar hafa hins vegar verið þrír á skrifstofunni og tveir í Njáluverkefninu." Þú nefndir veltutölur áðan. Duga þær til að halda úti jafnviðamiklu starfí? „Það hefur nú varla verið, eða þar til á þessu ári. Nú hafa umsvifin aukist svo mikið að útlitið er mjög gott. Þá má ekki gleyma því að við erum ekki einungis með laxveiði og Njáluverkefnið. Sælubúið er einnig með farmiðasölu fyrir Austurleið og bókanir fyrir gistingu á öllum gisti- stöðum í kring, en þeir eru þrír í þorpinu sjálfu og a.in.k. sex í Fijóts- hlíð og undir Eyjaíjöllum. Svo erum við með umboð fyrir Samvinnuferð- ir/Landsýn og flugmiðasölu fyrir Flugfélag Vestmannaeyja. Langur vinnudagur Af framansögðu má ráða að vinnu- dagurinn í Sælubúinu sé langur á sumrin og Guðjón staðfestir það, seg- ir að opið sé alla daga vikunnar frá klukkan hálfníu á morgnanna til klukkan tíu á kvöldin og oft teygist það fram undir klukkan ellefu. „Það er nú aðeins að hægja um strauminn eins og gengur þegar líður á ágúst. Að vísu er erill í tengslum við veiðina fram eftir september, en hinum al- mennu ferðamönnum fer hríðfækk- andi úr þessu. En þetta er samt mik- ið álag á meðan það stendur og það er ekkert sem heitir sumarfrí á sumr- in hjá mér og öðrum starfsmönnum Sælubúsins. Ég neita því ekki að þetta getur verið lýjandi starf, að minnsta kosti finn éggreinilega fyrir þreytu á stundum. A móti kemur, að starfið er skemmtilegt og í gangi eru spennandi verkefni sem þarf að koma í fastan farveg. Þetta hefur verið skemmtilegur tími og framtíðin er mjög á sömu nótunum. Maður gleymir því þreytunni," segir Guðjón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.