Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 33
I MORGUNBLAÐIÐ I I I I ) > þ i > il > ll > I n » . I r* L Menntaskólann á Akureyri. Á þeim árum var ekki mikið um að konur færu í framhaldsnám. Hún giftist ung Aðalbirni Péturssyni gullsmið frá Hafnardal við ísafjörð. Saman áttu þau Veru og Sverri. Ragnheið- ur og Aðalbjörn áttu heima á Siglu- firði og ráku þar gullsmíðaverk- stæði og verslun. Á þeim árum vann Ragnheiður bæði á verkstæðinu og í versluninni. Hún var glæsileg kona og hafði sérstaklega fagrar hendur sem án efa hefur haft áhrif þegar viðskipavinum voru sýndir hringir eða annað skart. Ragnheiður og Aðalbjörn slitu samvistum og hún flutti til Reykjavíkur með börnin. Hún bjó þá í Sogamýrinni hjá Hall- dóru Bjarnadóttur móðursystur sinni og sá fyrir sér meðal annars með saumaskap. Hún saumaði bæði kjóla og kápur og það má segja að allt léki í höndunum á henni. Hún hélt þeim sið áfram að sauma fatn- að á fjölskylduna og hún saumaði líka föt á annað fólk og ég renni grun í að ekki hafi alltaf verið tek- ið gjald fyrir. Þegar leiðir Ragnheiðar og Gríms lágu saman var það beggja gæfu- spor. Þá var hann í Bretavinnu í Reykjavík eins og margir íslending- ar á þessum árum. Þeim Grími og Ragnheiði fæddist frumburðurinn Skúli fyrir rúmum fimmtíu árum, drengurinn góði sem alltaf bjó með föður sínum og hugsaði um hann síðustu árin. Ingibjörg fæddist einn- ig í húsi Halldóru frænku eins og hún var oftast kölluð. Fljótlega réðust Ragnheiður og Grímur í að byggja sér parhús á Nýbýlavegi 50. Þá fengu listamanns- hæfileikar Gríms að njóta sín. Hurð- irnar í húsinu málaði hann sjálfur með eikarmálningu eins og þá var í hátísku, og myndir úr ævintýrum málaði hann við rúm barnanna. í því húsi .fæddust Guðmundur og Guðjón. í þessu húsi var mikið að gera en þar var líka mikil hamingja og einhugur um allt. Þó að Grímur hefði ekki hátt um það vissi Ragnheiður hvar hann vildi helst vera. Æskustöðvarnar rétt fyr- ir utan borgarmörkin toguðu í hann og óskin um að eignast Úlfarsfell varð að veruleika 1961. Þá var strax hafist handa við að brejta holtum og mýrum í grösug tún. Á örskömm- um tíma margfaldaðist heyfengur á ræktuðu landi jarðarinnar. Börnin unnu líka rösklega við búskapinn með foreldrum sínum. Eftir að heilsu Ragnheiðar tók að hraka hafði hún stundum einnar til tveggja nátta dvöl á heimili mínu og barna minna á meðan hún vitj- aði iæknis. Þetta voru ánægjulegar stundir sem ömmubörnin hennar munu seint gleyma og einkum þeg- ar hún sagði þeim frá æskustöðvum sínum á Suðureyri við Súganda- flörð. Ragnheiður var líka vel hag- mælt og fór vel með ljóð. Hún var vel lesin og unni góðum bókmennt- um en hún var líka vandlát á lestr- arefni. Á sínum yngri árum var Grímur mikill íþróttamaður og bar glímuna þar hæst. Hann tók einnig virkan þátt í starfi Ungmannafélags Mos- fellssveitar. Hann var ákaflega fé- lagslyndur, hélt góðar ræður og orti ljóð, sem mörg hafa birst í blöðum og tímaritum, og tók virkan þátt í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Hann kunni að njóta líðandi stundar og hafði gaman af að ferðast um ókunn- ar slóðir. Sjá nýtt landslag og kynn- ast nýju fólki. Honum voru allar árstíðirnar jafn kærar og ber vísa sem Ragnheiður orti þessu glöggt vitni. Ég þarf ekki að óska þér gæfu né gengis. Þú ert gleðinnar sonur og hamingjubarn. Þér er sama, hvort það er sól eða myrkur. Sumargræn jörð eða hjarn. Hlýlegu viðmóti þeirra beggja og velvild í minn garð mun ég aldrei gleyma. Samband mitt við þessi heiðurshjón breyttist ekkert þó svo að við Sverrir bærum ekki gæfu til að búa lengur saman. Minningin um þau mun lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. í dag er Grímur Norðdahl kvaddur í hinsta sinni. Ég veit að heimkoma hans verður góð. Ég votta börnum hans, tengda- börnum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Freyja Jónsdóttir. Þitt er menntað afl og hðnd eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd hjartað sanna og góða. Á kveðjustund við fráfall Gríms leita þessar ljóðlínur Stefáns G. Stef- ánssonar á hugann. Þar ber til líkind- in með erfiðisbændunum, hag- mælskan, ljóðelskan og sannleiks- ástin. Grímur naut skammrar skóla- göngu, en hann átti hvassan skilning og hjartahlýju. Hann bjó að gagn- merkum uppeldisskilyrðum þó lög- formleg skólaganga væri stutt. í æsku systkinanna á Úlfarsfelli var einn af ieikjum barnanna að skapa þjóðfélag að fyrirmynd þess stóra samfélags, sem þau voru að vaxa inn í. Þau héldu þingfundi, gáfu út blað og peninga, skrifuðu fundargerðir og ortu ljóð. I fáum orðum sagt ólu þau með sér þjóðfé- lagsvitund í stjórnskipulagslegu, menningarlegu samfélagi. Að alast upp í slíku umhverfi hjá foreldrum, sem voru vinnusöm og hög til huga og handa, á sannkölluðu menning- arheimili, var veganesti Gríms. Mér er næst að segja að langskólaganga hefði þar litlu um bætt til að göfga manninn. Frá því marki manninn þann eg menntaðastan dæmdi: flest og best sem var og vann það vönduðum manni sæmdi. Mjög ungur gekk Grímur á hönd ungmennahreyfingunni og var henni dyggur förunautur, í fremstu röð og fylgdi eftir hugsjónum ungmennafé- laganna í sínu lífi alla tíð. Hann var félagshyggjumaður, bindindismaður á vín og tóbak, jarðræktar- og mann- ræktarmaður. Ungur bróðursonur, sem naut sum- arvistar hjá afa og ömmu og síðar hjá Grími og ömmu eftir lát afa, var ég meira og minna undir handleiðslu Gríms. Hann kenndi mér að vinna þannig að verkið ynnist betur og léttar og var óþreytandi kennari, sem jafnframt talaði og útskýrði rökvisst hvers vegna betur væri að verki staðið með þeim hætti sem hann kenndi. Ungmennafélagshug- sjónum sáði hann í huga mér ásamt öðru. Iþróttir voru honum hugleiknar og stundaði hann frjálsar íþróttir, sund og íslenska glímu. Honum var einstaklega annt um drengskapar- þátt íþróttanna og uppeldisgildi þeirra í því efni. Hann lét sér annt um glímureglurnar og tók virkan þátt í umræðum um þær. Bol og níð í glímu voru eitur í hans bein- um. Fegurð glímunnar í sókn og vörn var aðall þessarar séríslensku íþróttar. Ungmennafélagsstarf Gríms var alla tíð innan vébanda UMSK, lengst af í Aftureldingu, ungmennafélagi Mosfellssveitunga. Eftir að hann settist að í Kópavogi gerðist hann hvatamaður að stofn- un ungmennafélagsins Breiðabliks, sem kona hans gaf nafnið og hann var fyrsti formaður. í ungmennafé- lagsstarfinu held ég að honum hafi verið minnisstæðast liðstjórn hans með ungum _ piltum úr UMSK á drengjamóti ÍSÍ í frjálsum íþróttum á Melavellinum síðsumars 1939. Sá hópur var sá fyrsti til að bera sigur- orð af Reykvíkingunum í stiga- keppni mótsins og einstaklings- greinum í mótinu. Einnig var honum mikil ánægja af því að UMSK sigr- aði á endurreistu landsmóti UMFÍ í Haukadal 1941. Hann hafði verið mikill hvatamaður að endurupptöku landsmótanna sem haldin hafa verið reglulega síðan. Grímur fór frá Úlfarsfelli í upp- hafi stríðsáranna og starfaði á möl- inni í nokkur ár. Vann hann aðal- lega í byggingarvinnu og við smíð- ar, sem voru aðgengilegar laghent- um mönnum á þeim árum þó ekki væru þeir faglærðir. Þá keypti hann meirihluta jarðarinnar Úlfarsfells til viðbótar sínum eignarhluta. Jörð- in hafði skipst á nokkra eigendur á stríðsáBunum. Hóf Grímur búskap að nýju 1963, þar var við ramman MINNIIMGAR reip að dragá. Síðasta árið fyrir stríð hafði fámennur hópur með forn tæki heyjað um 900 hesta heys til vetrarforða. Þá gerði Grímur til- raun til kornræktar, bæði byggs og einhvers hveitiafbrigðis. Það fagra sólríka sumar bar kornið ávöxt. Þegar hafist var handa við bú- skapinn á nýjan leik var margt orð- ið breytt. Grímur og Ragnheiður voru fáliðuð með stóran barnahóp og niðurnídda jörð. Kjarkur og þrautseigja, Sem var aðalsmerki þeirra hjóna, var veganesti til átak- anna að byggja upp að nýju. Sam- fara því striti komu þau barnahópn- um til manns og eru þau horfin hvert til sinna starfa og sjálfstæðs lífs. Eitt systkinið er á Úlfarsfelli, Skúli, elsta barn þeirra hjóna, hefur búið hjá föður sínum eftir að Ragn- heiður dó. Grímur sagði mér að umhyggja og aðhlynning hans hefði verið með eindæmum, Skúli hafi sýnt sér virðingu og varfærni í veikindunum auk þess að hlúa að og dytta að húsakynnunum með- fram vinnu sinni annars staðar. Þá má ekki gleyma að þakka Björgu sem Grímur kallaði sína hægri hönd, hún reyndist honum ómetanleg aðstoð. Hér hefur verið hlaupið yfir stór- an kafla í lífi Gríms, menntaþörf hans. Án skólagöngu aflaði hann sér þekkingar í erlendum málum, norðurlandamálum, þýsku og ensku. Hann las mikið ljóð, hann fylgdist vel með í bókmenntum og þjóðmálum og myndaði sér skoðan- ir á því sem hann las, og var reiðu- búinn til að rökræða þær skoðanir. Hann fylgdist með faglegum skrif- um um landbúnað og braut heilann um getgátur, fullyrðingar, tilraunir og rannsóknir. Hann bar þetta saman við ýmislegt úr almennri þekkingu, daglegri reynslu og eigin athugunum. Viðhorf hans var þekkingarleit og hagnýting þekk- ingar. Þetta gilti jafnt á öllum svið- um um það sem hann las og kynnti sér. Hann átti því láni að fagna að kvænast konu, sem var í senn fróð- leiksfús og skáldmælt og nutu þau bæði þeirra eiginleika hvort annars. í þjóðfélagsmálum var hann sós- íalisti og félagshyggjumaður að eðli sem styrktist af lestri og eigin reynslu í daglegu lífi. Grímur var bjartsýnn baráttumaður. Það kom iðulega fram í athöfnum hans og samskiptum við samferðamenn og í félagsstörfum hans. Að Grími látn- um lifir eftir yngsta systkinið á Úlf- arsfelli, Úlfar, sem býr nú á Reykja- lundi og sér nú á bak góðum bróður og því systkina sinna, sem hann hefur átt lengstar samvistir við og samstarf. Þið frændsystkini mín, minnist þess, þó að söknuður fylgi því að hann er okkur horfinn sjónum, þá mundi hann taka undir með Jóhann- esi úr Kötlum, þegar hann yrkir: Eg hylli æskuna og vorið - því þar er öll von minnar þjökuðu jarðar og þar er öll framtíð míns lands, ástin, trúin, eldurinn, krafturinn og andi sannleikans. Grímur, þig kveður í ljósi fagurra minninga þinn bróðursonur. Skúli. Kveðja frá Breiðabliki Grímur Norðdahl var einn þeirra frumbyggja í Kópavogi sem trúði því að ungt sveitarfélag þyrfti annað og meira en hús og götur til að verða blómlegur reitur mannlífs og æski- legt umhverfi fyrir uppvaxandi kyn- slóðir. Hann ásamt fleiri ungum mönnum stofnaði Ungmennafélagið Breiðablik í Kópavogi árið 1950 og varð hann fyrsti formaður þess. Fé- lagið hefur nú í nærri hálfa öld ver- ið vettvangur fyrir heilbrigt íþrótta- starf tugþúsunda ungmenna en það er nú eitt fjölmennasta íþróttafélag landsins. Margir hafa því notið þeirra elda er Grímur og félagar fyrstir kveiktu. Um leið og félagsmenn í Breiða- bliki votta aðstandendum Gríms Norðdahl samúð er honum þökkuð framsýni og frumkvæði. Ásgeir Friðgeirsson, formaður Breiðabiiks. SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 33 t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR Ó. EIRÍKSSON, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Breiðagerði 21, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu- daginn 7. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks á B-4 Hrafnistu í Hafnarfirði. Eiríkur P. Einarsson, Valgarður Einarsson, Anna Berta Einarsdóttir, Björg Magnúsdóttir, Ingibergur Guðveigsson, Þorbjörg Katarínusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYÞÓRJÓNSSON, Hátúni 10a, Reykjavík, (Bakka, Seyðisfirði), lést á heimili sínu miðvikudaginn 6. ágúst. Útför hans hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, afi og langafi, BJARNI GUÐMUNDUR BOGASON, Óðinsgötu 30A, sem lést fimmtudaginn 14. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Haraldsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, TÓMAS SIGURÐSSON, Hrauntungu 32, Kópavogi, sem andaðist á heimili sínu 8. þ.m., verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Esther Ásbjörnsdóttir, Jóhanna Guðrún Tómasdóttir, Atli Þór Tómasson. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GRÍMUR S. NORÐDAHL bóndi á Úlfarsfelli, sem lést á Landspítalanum föstudaginn 8. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju á morgun, mánudaginn 18. ágúst, kl. 14.00. Skúli Norðdahl, Inga Norðdahl, Daníel Þórarinsson, Guðmundur Norðdahl, Guðjón Norðdahl, Auðbjörg Pálsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÚNA VIGDÍS HALLDÓRSDÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarkort Thorvaldsensfélagsins. Ragna G. Bjarnadóttir, Guðmar E. Magnússon, Sigurþór Bjarnason, Halldór Gísli Bjarnason, Ingibjörg Kristleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.