Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 23 aðarvara í tollskrá. Engar upplýs- ingar hefðu verið lagðar fram um „þróun markaðsaðstæðna og verð- lags í landbúnaði hér á landi eða erlendis á þessu tímabili, og hið sama er um niðurgreiðslur eða styrki í þágu þessarar atvinnu- greinar.“ Fyrir vikið taldist ís- lenska ríkið ekki hafa „sýnt fram á, að álagning hins sérstaka jöfnunargjalds, sem hér um ræðir, fái samrýmst þeim takmörkunum, sem heimild ráðherra voru settar, og þeim kvöðum um málefnalegan grundvöll skattheimtu og stjórn- sýslu, sem gæta varð.“ Var álagn- ing jöfnunargjaldsins því dæmd ólögmæt. Með öðrum orðum: Alþingi ætl- aðist til þess að jöfnunargjaldið yrði ekki lagt á nema markaðsað- stæður og verðlag landbúnaðar- vöru hér á landi eða erlendis eða niðurgreiðslur erlendis kölluðu á slíkar aðgerðir til þess að jafna samkeppnisaðstöðuna. íslenska ríkið gat hins vegar sem stefndi í þessu máli engin gögn lagt fram um að slíkt mat hefði farið fram. Þvert á móti var ekkert sem breytt- ist frá því átta vikum áður annað en það að fjármálaráðuneytið taldi innflutning franskra kartaflna heimilan án leyfis landbúnaðarráð- herra. Sýkna ogendurupptaka Þessi stefnumarkandi dómur féll áður en búið var að taka fyrir í héraðsdómi öll þau sakamál sem höfðuð voru á hendur þeim ein- staklingum sem stóðu í innflutn- ingi á frönskum kartöflum. Mál framkvæmdastjóra S. Óskarssonar & Co var eftir og var það dæmt 19. febrúar 1997. Var hann sýkn- aður, öfugt við hina þijá, með svo- felldum rökstuðningi: „Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið var grundvöllur álagningar hins sér- staka jöfnunargjalds ólögmætur fyrir það tímabil sem ákæran tekur til. Ekki er því ljóst við hvað á að miða er gjaldið er lagt á hafi eitt- hvert gjald átt að leggja á. . . . í máli þessu er ákærða gefið að sök brot gegn tollalögum og er brot ákærða talið hafa leitt til þess að ákærði vangreiddi kr. 6.563.802, en sú fjárhæð grund- vallast á úrskurði ríkistollanefndar sem dæmdur hefur verið ógildur og álagning hins sérstaka jöfn- unargjalds á þær vörusendingar, sem um ræðir í máli þessu dæmd ólögmæt. 126. gr. tollalaganna er fullgild refsiheimild samkvæmt 1. gr. almennra hegningarlaga og 7. gp'. Mannréttindasáttmála Evrópu. Hins vegar verður þeirri lagagrein ekki beitt nema að með háttsemi sem þar er lýst hafi verið komist hjá greiðslu tiltekinnar fjárhæðar sem í máli þessu hefur verið lögð á samkvæmt réttarheimildum sem ekki hefur verið sýnt fram á að fái staðist." Ennfremur segir þar: ,,[E]r ekki ljóst hvert jöfnunargjaldið var á þeim tíma, sem ákæran tekur til, ef það var þá nokkurt. Þetta leiðir til þess að ekki er unnt að sakfella ákærða fyrir það eitt að hafa fram- vísað vörureikningum og aðflutn- ingsskýrslum sem hafi sýnt hluta raunverulegs kostnaðar við kaup vörunnar. Sanna verður að sú meinta háttsemi hafi leitt til þess að greidd hafi verið lægri aðflutn- ingsgjöld . . . en af hálfu ákæru- valdsins hafa engin gögn verið lögð fram sem færa sönnur á að svo hafi verið, þvert á móti virðist ákærði hafa ofgreitt." Þessum dómi áfrýjaði ríkið en það mál hefur enn ekki verið flutt í Hæstarétti. Þeir menn sem dæmdir höfðu verið til refsingar meðal annars á grundvelli reglugerðarinnar ólög- mætu óskuðu fyrr á þessu ári end- urupptöku mála sinna og á það hefur Hæstiréttur fallist. Verði þeir sýknaðir má búast við háum bótakröfum. Um rétt manna sem saklausir hafa hlotið refsidóm er mælt fyrir í XXI. kafla laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Þar segir að verði ljóst að maður hafi saklaus hlotið refsi- dóm eða þolað refsingu skuli dæma honum bætur fyrir stöðu- og at- vinnumissi. Ríkissjóður ábyrgist greiðslu bóta en á endurkröfu á hendur dómara eða öðrum ef telja má þá hafa með ásetningi eða stór- kostlegu gáleysi valdið þeim að- gerðum sem krafa er reist á. Þótt fallist hafi verið á endur- upptöku er auðvitað ekki þar með ljóst hveijar málalyktir verða. Þar sem refsingarnar voru miðaðar við umfang undandráttarins blasir við að dómurinn um ólögmæti reglu- gerðarinnar kallar að minnsta kosti á endurskoðun refsihæðarinnar. Hins vegar er lykilspurningin auð- vitað sú sem eftir stendur hvort háttsemi sú sem talin hafði verið refsiverð verði þá álitin lögleg. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar sl. hnígur í þá átt, þótt hann megi einnig skilja svo að málið falli á því að ákæran hafi ekki verið nógu vel úr garði gerð. En Hæstiréttur hefur loka- orðið í þessu efni og verður því ekki farið nánar út í þau þýðingar- miklu siðferðislegu og refsiréttar- legu grundvallaratriði sem hér reynir á. Krefjast hundraða milljóna króna Með dómi Hæstaréttar í desem- ber 1996 var einungis skorið úr um lögmæti jöfnunargjaldsins. Ekki var dæmt um hvort viðkom- andi fyrirtæki ættu rétt á endur- greiðslu. Mörg slík mál eru því í uppsiglingu og reyndar hefur eitt þegar verið dæmt. Með dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur 2. júlí síðast- liðinn var ríkið þannig dæmt til að greiða Reykjagarði hf. liðlega fimm milljónir króna ásamt vöxt- um og málskostnaði. Gnípa hf. hefur þegar stefnt ríkinu til endur- greiðslu þar sem höfuðstóll kröf- unnar er liðlega 73 milljónir. Höf- uðstóll kröfu þrotabús S. Óskars- son & Co er um 43 milljónir. Krafa þrotabús Sómaco hf. er tvær til þijár milljónir. Höfuðstóll kröfu Daníels Ólafssonar hf. nemur um það bil 55 milljónum króna og höfuðstóll kröfu Dreifingar hf. er tæplega 100 milljónir. Samtals er því um að ræða kröfur er nema 270-280 milljónum króna ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði. Nú er auðvitað ekki vitað að hve miklu leyti ríkið mun halda uppi vörnum og á hvaða grundvelli. Þó er ekki ósennilegt að því verði borið við að kröfurnar séu fyrndar en fyrningartími er væntanlega samkvæmt fyrningarlögum fjögur ár frá því að ofgreiðsla á sér stað. Fyrirtækin standa misvel að vígi að þessu leyti. Þannig hefur Gnípa hf. (áður Garri hf.) lengst haldið uppi andófi gegn aðflutningsgjald- inu á meðan sum önnur fyrirtæki greiddu vafningalítið og hafa ekki haft uppi kröfur á hendur ríkinu fyrr en eftir að dómurinn féll í Hæstarétti í desember sl. Hreinn Loftsson hrl. lögmaður Dreifingar hf. segir að muni ríkið bera fyrir sig fyrningu þá verði því haldið fram á móti að fjögurra ára fyrningarregla íslenskra laga stríði gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Vitnar hann þar til fréttar í Berlingske Tidende frá 27. maí sl. þar sem liaft er eftir danska dómaranum við Mannréttindadóm- stól Evrópu að danskar fyrningar- reglur sem leiða til þess að ekki er hægt að gera endurkröfu á hendur skattyfirvöldum ef meira en þijú ár eru liðin frá greiðslu opinberra gjalda stríði gegn Mann- réttindasáttmála Evrópu. „Frönsku“-málið er því engan veginn á enda. Skyldi landbúnaðar- yfirvöld hafa órað fyrir því á sínum tíma hvaða afleiðingar reglugerð- in, sem sett var í hita innbyrðis deilu í ríkisstjórninni, ætti eftir að hafa? Sumar afleiðingar eru áþreif- anlegar eins og hækkun vöruverðs til neytenda, og kostnaður ríkis- sjóðs af málaferlum en aðrar verða ekki metnar á peningalegum for- sendum einum eins og þrauta- ganga innflytjenda í dómskerfinu. imm hja pm m mm VMMIMARKAilHN solu Bíllinn v.ir flullur nýr inn nf Ræsi og er mjög vel með fnrinn, reykinus, cinn cigandi. • Skipti koinn ckki lil grcina. Mercedes Benz 230 CE, árg. 1990, ek. 63 |)ús. km., grænn (Pine green). leðurinnrélling, ABS brenisur, raldrilnar rúður og topplúga, sjálfskiptur, sjálfvirk öryggisbelti, upphitað rúðupiss, útvarp með geislaspilaia, bilasimi, hauspúðar að aftan. Upplýsingar i síma 551 1813
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.