Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1103 Reylgavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 -vf /Hée<5ER>R> v ÁJ EMéétHBLOAÐ Þ&IR. sédV^.^J i í ICAPPHL4UPI AS> þESSUMÍ ffl KLern Þ/i/zha 'I í^etv- ------L — 01997Tríbune Media Áll rights reserved. Services, Inc. Grettir KAFFI. Besn /MeSKUNAR- ) OJLVWCUfclWN - - FAAJí HirAEtH- J Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk l'M 6ETTIN6 Y YOU ^ 50 I PON'T / DON'T EVEN TRU5T ( TRUST ANVB0DT. \7f X TRU5T YOU ABOUT A5 FAR A5 Y0U CAN THROU) THAT BLANKET.. Ég er hætt að treysta Eg treysti þér um nokkrum. Treystirðu ekki það bil eins langt og einu sinni mér? þú getur kastað þessu teppi... MY 5I5TER TRU5T5 ME EI6HT FEET.. Systir mín treystir mér átta fet... List á Stokkseyri Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: VEITINGASTAÐURINN á strönd- inni heitir „Við fjöruborðið“. Raun- ar er þetta gamla björgunarskýlið, þar sem sér yfir brim og boða í ýmsum veðrum við suðurströndina sem sumir kalla La Costa Brava. Hún Ruth af Skaganum, aðflutt á Stokkseyri, hefur rekið þar kaffihús með listagalleríi, sem hefur sérstakt aðdráttarafl einkum og sér í lagi um þessar mundir: Það er langt síðan sá er þetta skrifar hefur hrif- ist jafnmikið af málverkasýningu eins og þessari sem Gróa Bjarna- dóttir heldur með þokka. Birtan; varmi; gleði; kyrrlát spenna - þetta einkennir mörg verk hennar, kemur hvað skýrast fram í mynd hennar „Kona“. Hestamynd- in „Vetrarstillur“ er upplifun, gædd sjarma. Sjálfur keypti greinarhöf- undur myndina „I þokunni" sem minnir á austurlenzkt ævintýri. Gróa er listakona án tilgerðar. Hún er lifandi, gerir lifandi myndir. Heiður sé Ruth fyrir menningarátak hennar á Stokkseyri. Heiður sé Gróu fyrir hennar skerf. STEINGRÍMUR ST. TH. SIGURÐSSON, Krummahólum 6. Kvótinn, höftin og hugbúnaðurinn Frá Guðmundi Erni Jónssyni: FYRIR nokkru las ég bók um Pálma í Hagkaup eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Pálmi er eflaust einn merkasti íslendingurinn sem uppi hefur verið á þessari öld og sá mað- ur sem „bætti lífskjör íslensks al- mennings meir en öll barátta verka- lýðsleiðtoga“. Hannes fjallar í bók sinni um bar- áttu Pálma við höftin. Þá var mönn- um úthlutað innflutningsleyfum og „hvergi var staður fyrir þá sem hefja vildu rekstur og skora þá, sem fyrir væru, á hólm“ og hafí það haft í för með sér mikla stöðnun í verslun. Nú fyrir stuttu las ég svo grein Hannesar um veiðigjald þar sem hann rekur kosti þess að úthluta mönnum veiðileyfum til eignar. Eg get ekki séð neinn eðlismun á þessu tvennu, að úthluta mönnum veiði- leyfum og innflutningsleyfum til eignar. I báðum tilfellum er jafnerf- itt fyrir nýja menn að komast inn í atvinnugreinina. Það geta þeir ein- ungis gert með því að kaupa þá sem fyrir eru út úr rekstri. Ég er aftur á móti sammála Hannesi um að nauðsynlegt sé að nýir eigi sem auðveldast með að heija atvinnurekstur. Það er eflaust erfitt að sýna fram á að það sé þjóð- hagslega hagkvæmt en það sem hefur sannfært mig er meðal ann- ars vöxtur í hugbúnaðarframleiðslu hérlendis. Það er grein sem auðvelt er að komast inn í án mikilla fjárútl- áta og hefur á síðustu árum vaxið gífurlega. Aftur á móti veit ég ekki um eitt einasta útgerðarfyrirtæki sem hóf rekstur eftir að eignarkvóti var tekinn upp. Eru núverandi útgerðarmenn endilega þeir hæfustu til að stunda útgerð? Væri ekki hagur í því að nýjum mönnum yrði gert auðveldara að komast inn í þessa grein eins og forðum er Pálmi heitinn fór í versl- unarrekstur? GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON, Bæjartúni 13, Kópavogi. Misheyrn Asgerðar Frá Önnu Maríu Þórisdóttur: ÉG GET ómögulega stillt mig um að svara bréfi sem Ásgerður Jóns- dóttir sendi Morgunblaðinu og birtist 13. ágúst sl. Þar ásakar Ásgerður mig um þágufallssýki sem komið hafí fram í sögu minni Sumarbústað- ur á fimmtán fótum sem lesin var í Ríkisútvarpinu 22. og 23. júlí sl. Þarna er um alvarlega misheyrn Ásgerðar sjálfrar að ræða. Hún full- yrðir að lesið hafi verið „samþykktu því“ sem var í raun „samsinntu því“ og stendur bæði í handriti mínu og var lesið þannig í útvarpinu. Ég hef stundað ritstörf undanfarin 36 ár. Margt má sjálfsagt að mínum skrif- um finna en ég held að seinast af öllu yrði ég sökuð um þágufallssýki. Ásgerður segir að „fjas um sumar- bústað á fimmtán hjólum sé þunnur þrettándi" (í samanburði við söguna Mömmu litlu sem var lesin næst á undan). Það má vel vera. En aftur kemur fram villa hjá Ásgerði því auðvitað var aldrei minnst á sumar- bústað á fimmtán hjólum. Mér þykir vænt um þessa litlu sögu mína. Þar koma hvorki fram skrípalæti né æsingur, heldur leit- aðist ég við að iýsa þáttum í ís- lenskri náttúru og þjóðtrú sem mörgum yfirsést í sunnu- dagssjoppuferðum. Ég var mjög ánægð með prýðilegan lestur Guðnýjar Ragnarsdóttur og þakklát útvarpinu fyrir að hljóðskreyta sög- una skemmtilega. ANNA MARÍA ÞÓRISDÓTTIR, Ofanleiti 3, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.