Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 20
7ÖÖI ÍV-ÖOÁ ,7Í í)Dí)ÁÚlj^MD3 SUN-MUÐAGUR 17.- AGUST' 1997 - . -*1 LISTIR MÓ'á'GUNBLlAÖÍÖ' Sinfóníuhljómsveit Islands Hafliði Hallgrímsson verður tónskáld næsta starfsárs HAFLIÐI Hallgríms- son verður tónskáld næsta starfsárs Sin- fóníuhljómsveitar Is- lands og þrír Islending- ar þreyta frumraun sína sem einsöngvari og einleikarar með hljómsveitinni; Hanna Dóra Sturludóttir, Pái- ina Árnadóttir og Guð- mundur Kristmunds- son. Vínartónleikar verða 8. janúar 1998 og einsöngvari þá verður Sólrún Braga- dóttir. Sérstakir Beethoventónleik- ar verða í maí á næsta ári og þá mun Bella Davidovich leika píanó- konsert nr. 3 undir hijómsveitar- stjórn Ole Christian Ruud. Píanó- leikarinn Jenö Janda verður einleik- ari í janúar undir hljómsveitarstjórn En Shao, þar sem m.a. píanókonsertar Franz Liszt verða á efnis- skránni. í marz verður söngleikjadagskrá, þar sem einsöngvarar, hljómsveitarstjóri og tæknifólk frá West End í London koma til liðs við hljómsveitina. Sigrún Eðvaldsdótt- ir er einleikari á tón- leikum 18. september, þar sem Vassily Sinai- sky er við stjórnvölinn og fiðlukonsert Tsjækovskís meðal annars á dagskrá. Sigurður Ingvi Snorrason leikur með hljósmveitinni undir stjórn Petri Sakari í nóvem- ber, m.a. klarinettkonsert Mozarts. í apríl á næsta ári syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir óperutónlist á tón- leikum, sem Yves Abel stjórnar og í maí syngur Rannveig Fríða Braga- dóttir undir hljómsveitarstjórn Petri Sakari. Þar verða verk eftir Wagn- er, Pál P. Pálsson og Alexander von Zemlinsky á dagskrá. Andrea Catz- el verður einsöngvari í Verkum Strauss á tónleikum í marz, Cristina Ortiz einleikari í píanókonsert eftir Mozart undir hljómsveitarstjórn Hannu Lintu í október og Thorleif Thedéen leikur einleik á tónleikum í febrúar, þar sem sellókonsert Hafliða Hallgrímssonar er m.a. á efnisskrá. Jónas Ingimundarson verður „Með á nótunum" í nóvember og febrúar og verður Gerrit Schuil stjórnandi i fyrra sinnið en Guðni Emilsson í það seinna. Sinfóníuhljómsveitin mun svo leika á Listahátíð í Reykjavík 1998 og verður Viviane Hagner einleik- ari á þeim tónleikum, sem Yan Pascal Tortelier stjórnar. Mán.-fim. frá kl 09.00-13.00 eða 18.30-22.30. Kennd eru undirstöðuatriði Ijósmynda- og tísku- förðunar ásamt því sem gestakennarar á sviði hárgreiðslu og snyrtifræði fræða nemendur um hár, förðun og hreinlæti. í Grunni 1 er ekki gerð krafa um undirstöðumenntun. Staðgreiðsluverð kr:7O.OOO. Innifalið: Kennsla, Ijósmyndir, stækkanir á 4 litmyndum, Istk. s/h íA4og kennslubók. Meðal þess sem kennt erá Crunni 2 er förðun í anda Twiggy (tortlearföraun) fw 420.000 (£/'i4MMU4/2 HÉFST 21. OKTOBER Mán.-fim. frá kl 09.00-13.00 eða 18.30 - 22.30. í Grunni 2 er kennd förðun fyrir litaðar konur, fantasíuförðun, förðun frá 1920 til dagsins í dag, viðbætur í litafræði, tísku auk þess sem unnið er með vatnsliti í andlitsförðun. Gerð er krafa um að nemend- ur hafi lokið Grunni 1 eða sambærilegu námi. Staðgreiðsluverð kr:60.000. Innifalið: Kennsla, Ijósmyndir, stœkkanir á 5 íitmyndum og kennslubók. HEFST 16. SEPT. LelhgerT: Ásta Halþórsdóttir í leikhúsnáminu erfylgst með förðunarmeisturum að störfum íleikhúsinu, skoðaðar verða lelksýningar og karakterar rœddir. SAMSTARFSADILAR: Mán. - fim. frá kl 09.00 -13.00 sinn á íslandi er boðið upp á nám í leikhús- með þarfir leikhúsanna í huga. Námið byggir á karaktersköpun fyrir svið þar sem unnið út frá handritum. Farið er í gegnum öldrun, yngingu, skalla, skegg, meðferð hárkollum ogfl., svo sem meðferð og litafræði. 20.000. Innifalið: Kennsla, Ijósmyndir, AAAKE UP FOR EVER SNYRTIVÓRUR FOROUNARSTÓLAR íÍAKsl'nftm FILMUR OC FRAMKÓLLUN muLMifmaT H Á R SNYRTIVÓRUR Vel menntað og reynslumikió starfsfólk er undirstaða vandaðrar kennslu. Kennarar á haustönn'97 verða Ásta Hafþórsdóttir B.A í leikgerfa- hönnun og hárkollugerð frá Dramatiska Institutet, Theódora Sæmundsdóttir deildarstjóri förðunardeildar Þjóðleikhússins og Kolfinna Knútsdóttirförðunarmeistari Þjóleikhússins, Soffía Páls- dóttirförðunarfræðíngur, Hekla Cuðmundsdóttir förðunarfræð- ingurogAnna Toherskólastjóri. Förðunarskóli íslands er nú fluttur í nýtt og glœsilegt húsnæði á 2. hœð við Crensásveg 13 i Reykjavík(Pfaffhúsið). Þar býðst nemendum vönduð vinnuaðstaða, nœg bílastœði og nálœgð við Crensásstöð SVR og Almenningsvagna sem stoppa beint fyrir framan skólann. MMÓAverjj/'IS, 'J08 e/latf/ífrMrí/t' SSttrrí.- Ó88 75 70 ey 588 75 75 tun fyrir haustönn 1997 hjá arskóla íslands er hafin. (§'Mtn*lUA/ 'J HEFST 9. SEPT. ,MÉR er illt í tánni, ætlarðu ekki að gera eitthvað í því?“ (6) Einþrykk og ætingar MYNPLIST Listakot MYNDVERK BIRNA MATTHÍAS- DÓTTIR Opið mánud-föstud. frá 10-18. Laugardaga 10-16. Aðgangur ókeypis. LISTSPÍRAN Birna Matthías- dóttir hefur langt nám að baki bæði hér heima og erlendis, lauk meistaragráðu í grafík við Win- chester skólann í Barcelona og Winchester 1993. Virðist sem listaskólar dreifi kröftunum í vaxandi mæli milli ýmissa lista- borga, sem hlýtur að vera af hinu góða, því nýtt umhverfi virkar afar örvandi á skapandi athafnir ungra á öllum aldri. Hún hefur selt verk sín til alþjóða- bankans þýska í London, listráði eyjunnar Mön og listasafn Höga- ness, Höganes, Svíþjóð. í tvígang hefur henni verið boðið að vinna sem gestalistamaður á kunnum grafíkverksæðum í Englandi, sem er drjúgur sómi út af fyrir sig. Birna hefur þó haft sig afar lítið í frammi hvað einkasýningar snertir, en hins vegar hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga, aðallega á Englandi og Norður- löndum. Að baki er aðeins ein kynningarsýning í listhúsinu Fold, svo að sýning hennar á 8 ætingum og einþrykkjum í Lista- koti verður að teljast frumraun hennar á vettvanginum hérlend- is. Þetta litla og væntanlega tak- markaða sýnishorn, gefur tii kynna að Birna þræði mjög grón- ar götur í nútímagrafík, en ein- þrykkið hefur verið afar áber- andi síðan það var viðurkennt sem fullgildur grafískur miðill fyrir nokkrum árum. Jafnframt er hún á kafi í aðskiljanlegustu tilraunum á sviði sýruætinga eins og ungum er gjarnt. Myndirnar bera þess vott, að Birna kann ýmislegt fyrir sér á tæknisviðinu, sem hún notar þó sparlega í þessum myndum, sem bæði má telja henni til tekna og krafsa í. Tjákraftur myndanna kann að verða meiri hvað sjálfa teikninguna áhrærir en hins veg- ar verða átökin við sjálfan miðil- inn nær ósýnileg á köflum. Þetta er afar algengt þegar menn eru einungis að fjölfalda myndir sín- ar, en þetta er nú ekki tilfellið þar sem eintök Birnu eru aldrei fleiri en einn tugur, sem er afar lítið í grafík. Myndefnin minna á sitthvað í nýja málverkinu svonefnda, nema að tjákrafturinn er ekki eins ofsafenginn og hin hlutlæga frásögn afmarkaðri. Þetta kemur vel fram í ætingunni „Skerið“ (3), sem er afar einföld, en einn- ig í einþrykkjunum „Mér er illt í tánni, ætlarðu ekki að gera eitt- hvað í því?“ (5) og „Rauða ský- ið“ (6). Þá er ætingin „Ávöxtur- inn 11“ afar vel útfærð. Eitthvað segir mér við endur- tekna skoðun sýningarinnar, að það búi mun meira í Birnu Matt- híasdóttur en fram kemur í þessu úrtaki. Bragi Ásgeirsson Sumarkvöld við orgelið BRESKI organistinn James Par- sons leikur á tónleikaröð Hall- grímskirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni er Transports de joie úr L’Asc- ension eftir Messiaen, Hjarð- ljóð í E-dúr op. 19 eftir César Franck og Þrír dansar eftir Jeh- an Alain. Því næst leikur hann Tokkötu, adagio og fúgu í C-dúr eftir Bach og að lokum þrjú verk eftir núlifandi bresk og bandarísk tónskáld, þá Albright, Mathias og Gowers. James Parsons er einn þeirra organista sem vakið hefur athygli á síðustu árum bæði sem konsert- organisti og fyrir upptökur. Þá stóð hann að stofnun Alþjóða tón- listarhátíðarinnar í Oundle árið 1985 og hefur verið listrænn stjórnandi hennar síðan. James Parsons hefur haidið tón- leika víða um heim og hefur lagt áherslu á að kynna breska tónlist með efnisvali sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.