Morgunblaðið - 17.08.1997, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.08.1997, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 SKOÐUIM MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRITAÐUR er alfarið sama sinnis leiðara Morgunblaðsins , 6. júní sl. En þar segir í yfirskrift leiðarans: „Danskan haldi sínum sessi“. Og þar stendur m.a. þetta: . „Morgunblaðið hefur áður lýst því yfir í forystugreinum, að það telji rétt, vegna sögulegrar hefðar og menningarlegra samskipta við hin Norðurlöndin, að dönskukennslan verði áfram fyrsta erlenda tungu- málið sem kenna beri íslenskum skólabörnum." Mótmælin í leiðara þessum eru tilkomin vegna stefnumótunar nefndar í menntamálum og með samþykki ríkisstjórnarinnar að gera enskunni hærra undir höfði en dönskunni, setja hana skör lægra með því að enskan verði fyrsta erlenda tungumálið sem kennt verði í grunnskólum landsins og hefjist sú kennsla í 5. bekk, ' þ.e. við 10 ára aldur. En viðvíkj- andi dönskunni gerir menntamála- nefndin með tilstyrk og samþykki ríkisstjórnarinnar gott betur en hún þoki fyrir enskunni, hún held- ur ekki samkvæmt þeirra hug- myndum sæti sínu sem kennslu- grein í 6. bekk. Hún á nú að þoka um set og kennsla hennar að fær- ast upp í 7. bekk og hefjast við 12 ára aldur, tveim árum seinna en enskukennslan. ( II Á þessu var engin nauðsyn og ekkert þarfaverk, heldur hið gagn- stæða og okkur íslendingum til lít- ils sóma. Sýnir þetta mikla smekk- leysu í garð frænda okkar, Dana, og tungu þeirra, sem er ein af syst- urtungum okkar móðurmáls. En hollt er okkur og nauðsynlegt að kunna sæmileg skil á einu tungu- máli Norðurlandaþjóða, sem skyld- astir eru okkur að uppruna og menningu og lífssýn. Ritstjórn Morgunblaðsins á þakkir skildar fyrir að stinga við fótum og lýsa yfir afdráttarlausum og einörðum vilja og stuðningi við norrænt systurmál tungu okkar, dönskuna, þegar setja á hana niður sem kennslugrein í grunnskólum landsins að ráði menntamálanefnd- ar og með samþykki sjálfrar ríkis- stjórnar íslands! Þegar á döfinni er þetta óþurftarverk, koma ósjálf- rátt upp í hugann orð Gríms Thomsens í frægu kvæði, Snorra- tak, sem oft er vitnað til: „Gildari virðist unglingar til ofanveltu ykkar kraftur en til þess að byggja’ upp aftur.” Fyrsti þakklætisvottur- inn eftir að handritin eru komin heim, segir Þorgeir Ibsen, er að móðurmál Dana þoki fyrir enskunni sem kennslugrein í íslensk- um skólum. iii Á undanförnum árum, hafa Danir sýnt í verki velvilja sinn í garð okkar Íslendinga. Þetta ætt- um við að kunna að meta og virða að verðleikum, en gerum það, því miður, sárasjaldan. Handritin eru nú að mestu, næstum öllu, leyti komin hingað heim. Það skyldi þó aldrei eiga eftir að gerast, að fyrsti þakklætisvotturinn okkar til þeirra fyrir þetta einstæða vinarbragð þeirra í okkar garð yrði sá að móðurmál þeirra skuli þoka fyrir enskunni sem kennslugrein í ís- lenskum skólum. Það hefur vakið hrifningu meðal Dana, að móðurmál þeirra væri fyrsta erlenda tungumálið sem kennt væri í íslenskum skólum. Þeir hafa talið þetta mikið vinar- bragð við sig og litið svo á, að gamlar væringar á millum þjóð- anna væru að mestu leyti, ef ekki öllu, úr sögunni. í gleði sinni yfir þessu hafa þeir stutt dönsku- kennsluna hér af rausn og myndar- skap. En með því að leggja niður dönskuna hér sem fyrsta erlenda tungumálið, sem kennt er, erum við að bæta gráu ofan á svart með því að kasta fyrir róða mikilli upp- byggingu og námsefni ætluðu byrj- endum, þ.e. fyrir byrjendur 5. bekkjar. Umtalsverðir fjármunir hafa runnið til þessa, að verulegu leyti frá Dönum. IV Fyrr á árum var það all land- lægt, að ekki báru menn sterkan hlýhug til Dana. Sumir gerðu nokkuð í því að ala á Danahatrinu. Á heimilum og í skólum var okkur ekki beinlínis innrætt það að bera óvild til Dana, óbeinlínis þó, því að sem börn og unglingar hlýddum við á tal fullorðinna og kennara okkar og skynjuðum brátt hvern hug þeir báru til Dana og sjaldgæfara var, að hann væri hlýr. Síðan hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og sagan birzt okkur í nýju ljósi. í sögukennslunni fyrr var okkur lítt kennt það, að frameftir öld- um hafði danskur al- menningur það lítið skárra en við. í sjálfu sér höfum við aldrei átt neitt sökótt við dansk- an almenning heldur misvel eða illa gerða danska valdhafa og yfirstétt, valdsmenn, sem oftar en ekki sátu yfir okkar hlut lengi vel, en ekki alltaf. En á öllum timum áttum við líka góða íslandsvini í hópi Dana, sem vildu bæta og rétta við hlut okkar á sem flestum sviðum, þótt ekki gætu þeir alltaf reist rönd við slæmu framferði danskra valds- manna í okkar garð. Eitt frægasta dæmið um þetta frá seinni öldum, er dæmið um Danann frá Fjóni, Rasmus Kristján Rask (1787- 1832), íslandsvininn mikla og sannkallaðan bjargvætt íslenskrar tungu. V Hann unni íslandi, fornri menn- ingu okkar og umfram allt ís- lenzkri tungu, sem hann taldi ein- hveija þá fegurstu sem hann hefði heyrt. Hann kom hingað út 1813 og tók til óspilltra málanna að fegra og hreinsa málið og halda því fram gegn illum áhrifum dönskunnar í meira en hálfdönsk: um bæ, sem Reykjavík var þá. í þau fáu misseri, sem hann var hér varð honum talsvert ágengt. Hann stappaði stálinu í íslendinga og vakti marga þeirra til umhugsunar varðandi skyldur sínar um að efla og varðveita hið rökfasta og hreimfagra mál sitt og varaði við áhrifum dönskunnar á það. Hann stofnaði „Hið íslenska bókmennta- félag“ 1816, sem er enn við lýði og hefur gefið út Skírni til þessa dags, - elzta tímarit heims. I tilefni aldarafmælis hans 1887, orti Þorsteinn Erlingsson um hann fallegt og tilkomumikið kvæði, sem hann kallaði blátt áfram „Rask“. Það hefst með þessum orðum: „Þú komst þegar Fróni reið allra mest á/og aflvana synir þess stóðu .. . “ - Þetta voru orð að sönnu. Fáum, kannski engum, eigum við jafnmik- ið að þakka og Danan- um Rasmusi Kristjáni Rask við að endur- reisa íslenzka tungu, sem að hruni var kom- in á upphafsárum fyrri aldar í höfuðstað landsins, Reykjavík, sem þá var orðin að hálfdönskum bæ, þar sem dönsk tízka, danskir siðir og mál- far réðu ríkjum og gengu næstum því af tungu okkar dauðri. En á elleftu stundu, kom þessi Dani og hóf sitt endurreisnarstarf til bjargar íslenzk- unni, sem hann hefur sagt svo margt fallegt um, m.a. þetta: „Á meðan ég lifi, skal það ávallt vera mín huggun og gleði að kunna þetta tungumái..." Hann sagði líka: „Ekki legg ég stund á ís- lenzku til þess að læra af henni hernaðarvísindi eða stjórnfræði, heldur til þess að geta hugsað eins og maður, til þess að útrýma þeim kotungs- og kúgunaranda, sem mér hefur verið innrættur frá blautu barnsbeini ..." Við ættum ekki annað eftir en að þakka þessu liðna mikilmenni danska, sem dýrkaði íslenzka tungu umfram allar aðrar þjóð- tungur og unni fornri arfleifð okk- ar - með því að gera móðurmál hans, dönskuna, að hornreku og setja hana sem kennslugrein á eft- ir enskunni í íslenzkum skólum. Ekki er verið að gera hér lítið úr enskunni. Sökum þess, að hún er víðfeðmt heimsmál og veitir að- gang að svo ótalmörgu um gjör- valla heimsbyggðina, er okkur nauðsynlegt að kunna góð skil á henni, geta talað hana, lesið og skrifað. Um þetta skal ekki deilt. En það mun ekki láta á sér standa, að íslenzk ungmenni, að stærstum hluta, læri ensku, því að aldrei sem fyrr skella ensk áhrif á þeim úr öllum áttum og það útaf fyrir sig er grafalvarlegt mál, hvernig við bregðumst við því af einhverju viti og raunsæi, að okkar menning og okkar tunga skaðist ekki vegna of mikilla áhrifa frá enskri tungu, eins og gerðist í upphafi fyrri ald- ar, þegar íslenzkan var að hruni komin, vegna of mikilla áhrifa frá danskri tungu og danskri menn- ingu. Fámennri þjóð er ávallt mik- ill vandi á höndum í þessum efnum, að láta ekki erlenda menningu, hvort sem hún er dönsk, ensk eða eitthvað annað - rústa og kaffæra eigin menningu og tungumál. VI Það var líka annar Dani, ættaður frá Fjóni, eins og Rask, - Carl Chr. Rafn, sem átti mestan hlut í því að stofna Landsbókasafnið 1818. Hann var líka frumkvöðull að stofnun Fornfræðifélagsins. Ásamt þeim Sveinbirni Egilssyni og Gísla Brynjólfssyni stofnaði hann 1824 félag um útgáfu ís- lenzkra fornrita. Margt fleira í þess- um dúr og á fleiri sviðum stöndum við í þakkarskuld við Ðani, sem ekki skal tíundað hér, þótt ærin ástæða væri til, einmitt nú, þegar gera á dönskuna að annarsflokks erlendu máli í íslenzkum skólum. VII Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt til þess að fínna Dani, sem eru sannir íslandsvinir. Við getum litið okkur nær í þeim efnum og staldrað við viðburði í samskipt- um þjóðanna, Dana og íslendinga, á okkar dögum. Þar gnæfír hand- ritamálið hæst og hvernig það mál leystist farsællega okkur í hag, m.a. fyrir skilning og velvilja margra Dana, einkum lýðskóla- manna, sem stóðu einhuga með okkur í því máli. Var þeirra skerfur mikill og merkilegur á lausn þessa máls. Það vill svo til, að í dag, sunnud. 8. júní, þegar undirritaður er að setja síðustu orð þessarar greinar á blað, að Morgunblaðið kemur inn um lúguna og með því fyrsta, sem hann rekur þar augun í er ágætt viðtal við íslandsvinina, þau Berg- ljótu og Svend Haugaard, sem ráku lengi Store-Restrup skólann á Norður-Jótlandi, en þau hjónin voru hér í heimsókn fyrir nokkrum dög- um og hittu hér marga nemendur sína frá fyrri tíð, en alls höfðu 115 nemendur héðan frá íslandi sótt skóla þeirra, einkum stúlkur, eftir seinni heimsstyrjöldina. Sem aðrir lýðskólamenn studdu þau okkur heilshugar í handritamálinu. Svend skrifaði um það greinar og fjölda greina um önnur íslenzk málefni, sem birzt hafa, einkum í Jyllands- posten og líka í Politiken og Berl- ingske tidende á þeim árum, sem hann sat á þjóðþingi Dana fyrir Radikale-Venstre, en þar sat hann í 15 ár, frá 1956, einmitt, þegar handritamálið var sem mest á döf- inni. í heimsókn sinni til íslands nú höfðu þau hjón orð á því, hvað það væri mikill velvilji og vinar- bragð af hálfu íslendinga í garð Dana, að danskan skyldi vera fyrsta erlenda tungumálið, sem kennt er í íslenzkum skólum. Þau voru djúpt snortin af þessu. Og svo er það í bígerð, að ráði misviturra manna hér heima, að danskan þoki um set fyrir enskunni._ - Látum það aldrei verða. Alþingi íslendinga á að koma í veg fyrir það. Höfundur erfyrrum skólastjóri. DANSKA A AÐ HALDA SINU SÆTI í SKÓLUM LANDSINS Þorgeir Ibsen LIFE EXTENSION Bætt útlit, betri líðan, seinkar öldrun. Aukið jafnvægi og álagsþol - Frísklegra útlit. Húðin stinnari. life extension ~ 5 íiqcaré •UímsM* '’*<4>««scn ijj 114 41 Sn&ó* 120 TXniFnfK Hvert glas inniheldur 2 mánaða skammt. Gréta Tómasdóttir, 64 ára Ég hef tekið Life Extension í 8 mánuði og árangurinn er ótrúlega góður. Verkir í liðum hafa horfið. Orka og þrek hefur aukist jafnt og þétt og mér líður eins og ég sé áratugum yngri. Engin heilsubót hefur gert eins mikið fyrir mig og Life Extension. Heimir Þór Gístason, kennari og fjaltagrasabóndi, 66 ára Ég og konan mín höfum tekið Life Extension í hálft ár og líkar báðum mjög vel. Mér finnst ég bæði vera í betra líkamlegu formi, andlega hressari og ég hafi meira úthald. Ég þoli langan vinnudag, vos og erfiði betur en áður. Útsölustaður: Ingólfsapótek, Kringlunni, Simi: 568 9970 - Dreifing: Celsus, Stmi: 551 5995 - Sendurrt i postkröfu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.