Morgunblaðið - 17.08.1997, Page 13

Morgunblaðið - 17.08.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 13 ERLENT Þetta hefur hrist saman fólk úr fjarlægum landshlutum og léð menningu landsmanna ákveðinn heildarsvip. Tilkoma íslams á 13du öld hafði mjög óverulegar breyt- ingar í för með sér að þessu leyti. íslamskir valdhafar í landinu norð- anverðu voru yfirleitt umburðar- lyndir og leyfðu flestir þegnunum að iðka hefðbundnar trúarathafnir. Á hinn bóginn er augljóst að hindú- asiður og íslam urðu fyrir margvís- legum gagnkvæmum áhrifum - umburðarlyndi hindúa hafði áhrif á múslíma og eir.gyðistrú múslíma vakti áhuga margra hindúa. Þann- ig má segja að hinir herskáu sík- har, sem mjög hafa komið við sögu Norður-Indlands, hafi orðið til fyr- ir áhrif frá íslam, þó þeir yrðu síð- armeir skæðustu andstæðingar múslíma. Umskipti í uppsiglingu? Með nokkrum rétti má hafa fyr- ir satt að Indland samtímans sé afkvæmi Breta. Fyrir innrás þeirra var landið samsafn smáríkja. Ind- land laut aldrei í heild einni stjórn áðuren Bretar komu til sögunnar, þó stór hluti þess væri á ýmsum skeiðum undir sama konungi. Inn- byrðis sundrung Indveija auðveld- aði Bretum töku landsins. Fyrir komu þeirra var fá- tækt ekki tiltakanleg og horfellir óþekktur. Fáar þjóðir munu hafa verið mergsogn- ar til jafns við Ind- veija, enda mála sannast að vegur og veldi breska heims- veldisins grundvallað- ist að verulegu leyti á þeim ævintýralega auði sem reyttur var af Indveijum meðan þeir lifðu einatt sjálfir á sultarbarmi og tort- ímdust annað veifið í hallærum svo milljón- um skipti. Að þessari ömurlegu arfleifð býr þjóðin enn ásamt mannskemmandi skriffinnskubákni sem Bretar innleiddu og mjög hefur staðið hverskyns framförum fyrir þrifum. En nú eru semsagt boðuð gertæk um- skipti og mikill hugur í Indveijum að gera bragarbót eftir 50 ára seinagang. Ef það lánast má vel tala um eitt af undrum aldar- innar, því við ramman reip er að draga þar- sem eru ævafornar hefðir og inngróinn hugsunarháttur. Þar koma einkum við sögu þrír rót- fastir þættir: erfðastéttakerfið, sameiginlega fjölskyldan og réttar- kerfið. Þrír erfiðir tálmar Erfðastéttakerfið er ákaflega flókið fyrirbæri. Það hefur skipt samfélagi hindúa í fjórar skýrt aðgreindar stéttir: brahmína (presta og lærdómsmenn), ksjatrýa (hermenn og embættismenn), va- ísýa (kaupmenn) og súdra (bænd- ur, þý og verkalýð). í fjórðu stétt- inni eru einkum frumbyggjar landsins, dravídar. Hver þessara stétta greinist innbyrðis í þrengri hópa sem hafa ekkert samneyti hver við annan, og skipta stéttir hindúa því í reynd þúsundum. Þrepi lægra en ofangreindar stéttir eru stéttleysingjar, paría, sem til skamms tíma máttu tæplega koma í námunda við annað fólk. Þeir eru ríflega 300 milljónir talsins og njóta að lögum jafnréttis við aðra, en reyndin er einatt öll önnur. Af eðlilegum ástæðum hafa milljónir stéttleysingja gengið íslam á hönd. Þó erfðastéttakerfið væri bannað með lögum fyrir 50 árum, er það enn virkt á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins, enda hafa breytingar á indversku samfélagi einatt verið ákaflega hægfara. Uppistaðan í félagslífí hindúa er sameiginlega íjölskyldan, sem er nokkurskonar samyrkjubúskap- ur eða spamaðarkerfi undir ströngum aga heimilisföðurins. í sameiginlegri fjölskyldu eru oft- lega tuttugu og allt uppí fimmtíu meðlimir: afinn og amman, faðir- inn og móðirin, synirnir og konur þeirra og böm, ógiftar dætur, frændur og frænkur og loks ekkj- ur. Afinn eða elsti karlmaður írjöl- skyldunnar er allsráðandi. Sonur hans eða synir erfa hann; ekkjan fær ekkert né heldur dætumar, að öðra leyti en því að þeim er séð fyrir heimanmundi, sem er for- senda fyrir hjónabandi. Vissulega stuðlar kerfið að öflugum félag- sanda, þegar allt leikur í lyndi, en ein afleiðing þess útá landsbyggð- inni, þarsem 74% þjóðarinnar búa, er sú að allir synir hafa sama erfða- rétt, þannig að með hveijum nýjum ættlið verður minna jarðnæði til skiptanna. Réttarkerfið er flókið samkrull réttinda og skyldukvaða sem á rætur í fornum textum og ævagömlum hefðum. Það er ákaf- lega fornfálegt og fjandsamlegt konum, sem til skamms tíma nutu nálega engra réttinda og voru full- komlega háðar karlmönnum. Þetta er þeim mun furðulegra sem konur hafa látið talsvert að sér kveða í indverskum stjórnmálum. Sam- kvæmt lögum frá 1952 eiga dætur sama rétt til arfs og synir og kon- um gert heimilt að gifast aftur, en mjög fáar konur hafa fæit sér í nyt þessar skýlausu lagaheimild- ir. Ævagamlar hefðir og hugsunar- háttur eru sá Þrándur í Götu sem torveldast er að ryðja úr vegi. Kúvending Þjóðþingsflokkurinn var í orði kveðnu sósíalistaflokkur. Hann beitti sér fyrir margháttuðum rík- is- og bæjarrekstri, almannatrygg- ingum og félagslegum umbótum, en í röðum hans voru líka hrein- ræktaðir kapítalistar. Nehru réð í öndverðu mestu um stefnu flokks- ins í efnahags- og atvinnumálum og reyndi að koma á takmörkuðum áætlunarbúskap. Fyrstu þrjá ára- tugina var árlegur hagvöxtur ein- ungis 3,4% og meðaltekjur á mann meðal þeirra lægstu í heimi. Eiað- síður var Indland kjarnorkuveldi, sendi gervitungl útí geiminn, fram- leiddi eigin stál, byggði eigin her- skip og flugflota. Indveijar stóðu framarlega í þungaiðnaði og tóku að sér viðamikil verkefni í öðrum löndum. Framfarir í landbúnaði vora líka athyglisverðar. Samt vora erlendar skuldir í lág- marki miðað við önnur þróunar- lönd. Um miðjan síðasta áratug skuldaði Brasiiía 90 milljarða doll- ara, Mexíkó 80 milljarða og Arg- entína 45 milljarða, en næstfjöl- mennasta ríki heims einungis 19 milljarða. Á sama tíma var Indland eitt örfárra þróunarríkja sem fluttu inn olíu og ekki glímdu við óhag- stæðan viðskiptajöfnuð. Meginor- sök þess var einföld: Indveijar notuðu innlent sparifé til^að fjár- magna iðnvæðinguna. Erlend lán námu einungis 6%. Sú stefna Ind- veija að leitast við að vera sjálfum sér nægir var í æpandi mótsögn við þá tísku annarra þróunarríkja á sjöunda og áttunda áratug að stofna til erlendra skulda með at- beina Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Indveijar lögðu áherslu á hæg- fara þróun með það fyrir augum að koma á fjölþættu framleiðslu- kerfí sem fullnægt gæti þörfum iðnaðarþjóðfélags. Fyrir þeim var jafn- mikilvægt hvað væri framleitt og af hveij- um einsog hve mikið væri framleitt. Þeir vildu forðast að verða háðir innflutningi og lögðu megináherslu á þungaiðnað, sem að sjálfsögðu var ekki nærri eins arðbær og víðtækari iðnvæðing. Þetta leiddi til hárra verndartolla á er- lendan innflutning og dró mjög úr erlendri fjárfestingu. Þessar áherslur leiddu til þess að ár- legur hagvöxtur nam einungis 3,6% á áran- um 1950-76 og inn- lendir framleiðendur gerðust værakærir í skjóli verndartolla. Á hinn bóginn var fyrir hendi iðnaður sem framleitt gat nálega allt sem landsmenn þörfnuðust og var í stakk búinn til að mæta nýjum þörfum. Með grænu bylting- unni um miðjan átt- unda áratug urðu Indveijar líka sjálfum sér nægir í matvæla- framleiðslu. Allt varð þetta til þess að gera Indland ónæmt fyrir alþjóðlegum sveiflum í efnahagslífí heimsins ein- sog þeim sem nálega riðu Brasilíu og Júgóslavíu að fullu í byijun níunda áratugar. Árið 1991 hófst nýr kafli í efna- hagssögu Indlands, þegar ríkis- stjórnin ákvað að taka stórlán er- lendis til að halda þjóðarskútunni á floti. Þegar gjaldeyrissjóðir ríkisins vora komnir niðrí einn milljarð doll- ara, heimtuðu alþjóðlegir lánar- drottnar róttækar endurbætur á efnahagskerfi og ijárlagagerð. Þær hefði að líkindum mátt gera með smávægilegum lagfæringum, en þeir Narasimha Rao forsætisráð- herra og Manmohan Singh fjár- málaráðherra afréðu að kúvenda og taka upp nýja stefnu í efnahags- málum. Skriffínnskubáknið var að verulegu leyti afnumið, skattalög einfölduð, ríkisreknum fyrirtækjum stórfækkað, eiiendir fjárfestar boðnir velkomnir og tollar lækkaðir. Hveiju þessar og aðrar aðgerðir í efnahagsmálum fá áorkað er enn óráðin gáta, en margt bendir til þess að indverski risinn sé að ramska og muni láta veralega að sér kveða á næstu öld. PAKISTANIR fagna sjálfstæðisafmælinu. Á veggskilt- inu í baksýn má sjá leiðtoga múslíma, Muhammad Ali Jinnah, sem krafðist þess að landinu yrði skipt í ríki hindúa og múslíma. 200 VIÐBOTARSÆTI Á TILBOÐSVERÐI "Mmtudaga os október á kr. 19.990 Flug og hótel 24.990 kr. London - vinsælasta borg Evrópu Londonarferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir og hundruðir sæta hafa nú selst til þessarar vinsælustu borgar Evrópu. Nú eru fyrstu ferðimar að seljast upp, enda höfum við aldrei boðið jafn ótrúlega hagstæð kjör og nú í vetur með beinu flugi okkar til mestu heimsborgar Evrópu. Glæsilegt úrval gististaða í boði, spennandi kynnisferðir, besta verslunarborg Evrópu og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni sem á þriðja þúsund íslendinga heimsóttu á vegum Heimsferða síðasta vetur. Bókaðu strax og tryggðu þér tilboðsverðið. Verðfrákr. 19.990 Flugsæti til London með flugvallasköttum, flug frá mánudegi til fimmtudags ef bókað er fyrir 1. september. Verðfrákr. 24.990] M.v. 2 í herbergi, Crofton Hotel, 3 nætur. brottför á mánudögum, ef bókað er fyrir 1. september. Frábært að versfa ffnnur Þú jafn nt;u'egt úrval og? hLr°n- Alltml"l ™s°giar<)arog var borgin kosin sú édyrasta í Evrópu af Er°Pusambandinu.f H El IMSFERf )IRl (j 1 ^mmmmmmmz' Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.