Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN10/8-16/8 ► ÓLAFUR Jóhann Ólafs- son hefur átt viðræður við forsvarsmenn bandaríska tölvurisans Apple Computer Inc. í tengslum við ráðningu nýs aðalforstjóra fyrirtæk- isins ► ÚTHAFSVEIÐI ís- lenskra togara á þessu ári hefur ekki verið í samræmi við vonir og væntingar for- svarsmanna sjávarútvegs- fyrirtækja. Talið er að afla- verðmæti úthafsveiða í ár geti numið um 6,7 milljörð- um en áætlun Þjóðhags- stofnunar gerðiráð fyrir 7,7 milljörðum. í fyrra skii- uðu veiðarnar 10,1 millj- arði, svo hugsanlegur sam- dráttur nemur 3,4 milljörð- um. ► ÓVENJU mikið var um það í ár að skattur væri áætlaður áeinstaklinga og fyrirtæki. Ástæðan er sú að vélræn úrvinnsla skattfram- tala reyndist þyngri í vöfum en gert var ráð fyrir. Þess vegna varð að hætta fyrr en ella að taka við fram- tölunum. Þeir sem skiluðu inn framtali eftir að frestur til þess rann út fá því frem- ur áætlaðan á sig skatt. ► ENGINN sótti um stöðu kennara við fyrirhugaða kennsiumiðstöð raungreina á Hellu. Fengist hafði tæp- lega einnar miHjónar króna styrkur úr Þróunarsjóði grunnskóla til að byggja upp starfsemina en þar sem enginn sýndi starfinu áhuga er hugmyndin fallin um sjálfa sig, a.m.k. um sinn. Úttekt á kvótakerfum TVEIR íslenskir fræðimenn, Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við HÍ, og Rögnvaldur Hannesson, pró- fessor í fiskihagfræði við Verslunar- háskólann í Björgvin, hafa verið skip- aðir í 15 manna nefnd Vísindaráðs Bandaríkjanna, sem gera á úttekt á kvótakerfum og reynslunni af þeim. Vinna nefndarinnar er iiður í endur- skoðun þingsins á bandarískri fisk- veiðilöggjöf, m.a. með tilliti til upp- töku veiðileyfagjalds. Gunnvör hf. stærsti eigandi Hraðfrysti- hússins GUNNVÖR hf. á ísafirði, útgerðarfé- lag Júlíusar Geirmundssonar ÍS og eigandi íshúsfélags ísfirðinga hf., hefur keypt eignarhluta fyrri meiri- hlutaeigenda Frosta hf. í Súðavík í Hraðfrystihúsinu hf. og er þar með orðið stærsti hluthafinn í félaginu. Kynna átti hugmyndir um hagræð- ingu og breytingar í kjölfar samein- ingar við Frosta hf. á fyrsta hluthafa- fundinum eftir sameininguna í gær. EES-reglur hindra ekki viðskipti við Rússa GILDISTAKA nýrra reglna Evrópu- sambandsins um heilbrigðiseftirlit með sjávarafurðum á landamærum frestast frá því sem áformað hafði verið. Fyrir vikið fá rússneskar út- gerðir, sem selja íslendingum fisk, lengri tíma til að laga sig að nýju reglunum og telja kaupendur Rússa- físks það áhyggjuefni úr sögunni að reglurnar hindri viðskipti við Rússa. Indland og Pakistan sjálfstæð í 50 ár INDLAND og Pakistan, sem áður voru brezka krúnunýlendan Indland, fögnuðu í vikunni 50 ára sjálfstæð- isafmæli, Pakistan á fímmtudag og Indland á föstudag. Kocheril Raman Narayan, forseti Indlands, hvatti í hátíðarræðu til þjóðarátaks gegn fá- tækt og spillingu. Forsetinn sagði að Indveijar hefðu unnið ýmis afrek frá því þeir öðluðust sjálfstæði 15. ágúst 1947. Þeim hefði m.a. tekizt að tryggja einingu landsins, treysta iýð- ræðið í sessi og stuðla að verulegum hagvexti. Hann hvatti hins vegar Indveija til að lagfæra ýmsar „brota- lamir“ sem hann sagði dragbíta á frekari framförum. Nefndi hann í því sambandi fátækt, fáfræði og sjúk- dóma, sem ekki hefði tekizt að út- rýma, og spillingu í stjórnkerfinu, sem græfí undan lýðræðinu. Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, lagði í hátíðarræðu sinni mesta áherzlu á að semja þyrfti um varanlegan frið við Indveija og leysa deilu þjóðanna um Kasmir. Ná- grannaríkin tvö hafa eldað grátt silf- ur saman alla tíð frá því þau hlutu sjálfstæði. Friðarferlið í hættu LEIÐTOGAR landanna fyrir botni Miðjarðarhafs héldu í vikunni áfram tilraunum til að bjarga friðarferlinu á svæðinu, sem fór út af sporinu er tveir tilræðismenn bönuðu 13 manns í sjálfsmorðssprengjutilræði á mark- aðstorgi í Jerúsalem í lok júlímánaðar og ísraelsk stjómvöld gripu til harka- legra aðgerða gegn Palestínumönn- um í kjölfarið. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, átti fundi með Hussein Jórdaníukonungi, Denn- is Ross, sáttasemjara Bandaríkja- stjórnar, og fleiri áhrifamönnum, en ísraelar hafa þó ekki lýst sig reiðu- búna til tilslakana í öryggisaðgerð- um, sem stjóm Palestínumanna setur sem skilyrði fyrir því að friðarferlið komist af stað á ný. ► TIMOTHY McVeigh var á fimmtudag dæmdur til dauða fyrir sprengjutilræði í Oklahomaborg árið 1995, sem kostaði 168 manns lifið. Dómarinn gaf fyrirmæli um að McVeigh, sem er 29 ára gamall, yrði tekinn af lífi með banvænni sprautu. McVeigh hyggtáfrýja. ► TVEIR Rússar úr áhöfn geimstöðvarinnar Mír, Vass- ilí Tsiblíjev og Alexander Lazútkin, lentu heilir á húfi í Soyuz-fari á fyrirhugpiðum lendingarstað i óbyggðum Kazakstans á fimmtudag, og luku þar með hálfs árs langri dvöl i geimnum. ► TUTTUGU ár eru iiðin í dag, sunnudag, frá þvi að Elvis Presley, sem kallaður var „konungur rokksins", andaðist. Búizt var við að allt að fimmtíu þúsund Elvis- aðdáendur kæmu saman um helgina af þessu tilefni í Memphis, Tennessee, þar sem „goðið“ endaði ævina. ► STJÓRN Tadsjikistans sagði á miðvikudag að striðsherrann Makhmud Khudoyberdyev hefði fallizt á að draga sig i hlé sem yfir- maður hersveita sinna, sem hafa barizt gegn liðsmönn- um Imomali Rakhmonovs, forseta. ► NORODOM Sihanouk, konungur Kambodíu, neitar því að hafa lagt blessun sína yfir nýja ríkissljórn i land- inu. Á föstudag lýstu skæru- liðar Rauðu khmeranna yfir stuðningi við konungsson- inn Norodom Ranariddh prins, sem Hun Sen, annar forsætisráðherra, hrakti úr embætti fyrsta forsætisráð- herra landsins. FRÉTTIR Friðrik og prinsinn ræddu um Island FRIÐRIK Karisson gítarleikari leikur í söngleiknum Jesus Christ Superstar sem sýndur er á West End í London. Nýverið var Karl Bretaprins viðstaddur sýningu. Eftir sýninguna hrósaði Karl gít- arleiknum sérstaklega og var kynntur fyrir Friðrik. „Við tókum tal saman og var prinsinn mjög þægilegur maður,“ segir Friðrik, „við ræddum m.a. um Island en Karl hefur komið hingað nokkr- um sinnum til að veiða.“ Söngleikurinn Jesus Christ Superstar er eitt af eldri verkum Andrew Lloyd Webbers. Hann var frumsýndur í núverandi upp- færslu á West End í nóvember síðastliðnum og hefur gengið fyr- ir fullu húsi síðan. Friðrik hefur Ieikið í honum frá upphafi en hann er sýndur átta sinnum í viku. Friðrik flutti til London fyrir einu og hálfu ári og hefur haft í nógu að snúast þar. „Eg held að ég hafi aldrei unnið svona mikið áður. Gæðin eru líka mjög mikil á öllu sem er gert hér enda marg- ir góðir hljóðfæraleikarar um hit- una.“ Fyrir utan að leika í Jesus Christ Superstar hefur Friðrik tekið að sér ýmis verkefni. Nýver- ið lék hann t.d. í lögum fyrir Everely Brothers og Boyzone. Einnig leikur Friðrik í væntan- legri myndbandsupptöku á söng- Ieiknum Cats eftir Andrew Lloyd Webber. Leikarar í uppfærslunni eru valdir úr hópi þeirra fjölmörgu sem leika í Cats en söngleikurinn - er sýndur víða um heim og hefur gengið í sautján ár samfleytt í London. Búist er við að myndin seljist í milljónum eintaka. FRIÐRIK Karlsson og Karl Bretaprins slá á létta strengi. Bjarni glímir við bilanir í tækjum Geimrusl ógnaði rannsóknarleiðangri Discovery „BJARNI hefur lent í vandræðum við rannsóknir sínar síðasta sólar- hringinn, tölvuforrit hafa ekki virk- að sem skyldi en hann virðist kom- inn út úr þessum erfíðleikum. Til- raunir hans og raunar öll vísinda- starfsemi um borð í Discovery hafa f heildina tekist óskaplega vel. Leið- angurinn skilar gífurlegu framlagi til vísindanna," sagði Chris Hatfield geimfari hjá kanadísku geimferða- stofnuninni í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann stjórnaði blaða- mannafundi Bjama með fulltrúum kanadískra og alþjóðlegra fjölmiðla í Torontó. Bilanir hafa komið fram í tölvu sem stjórnar starfsemi tækis sem Bjami hefur gert tilraunir með á braut um jörðu. Er það sérstakur titringseinangrari (MIM) sem hann hefur að mestu hannað og smíðað sjálfur og er ætlað stórt hlutverk í vísindastarfsemi um borð í væntan- legri alþjóðlegri geimstöð, sem smíði verður hafín á í geimnum á næsta ári. Að sögn Hatfíelds notaðist Bjami í gær við varatölvu og virtist MIM- tækið þá starfa eðlilega aftur. „Bjarni var spurður talsvert um tilraunir sínar og viðfangsefni leið- angursins sem mun marka þátta- skil í þágu kanadískra vísinda. Hann var einnig spurður um hvort það hefði verið biðinnar virði að und- irbúa sig í 14 ár undir geimferð. Því svaraði hann játandi og brosti breitt, svo mikla ánægju hefði hann haft af ferðinni," sagði Hatfíeld. - Bar ísland á góma á fundinum? „Nei, en þegar þú spyrð þá minn- ist ég þess, að hann sagðist skoða norðrið mikið.“ Hatfíeld sagði að í dag væri ætl- unin að taka gervitungl (Christa- Spas) sem skotið var á braut á fyrsta degi leiðangursins um borð. Við stefnumótið yrði í fyrsta sinn beitt aðferðum þar sem líkt yrði eftir tengingu geimfeijunnar við geim- stöðina væntanlegu. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá bandarísku geimferða- því sem við blasti. Og að sjá skýin í þrívídd, og fagurblá höfin j umlukin hvíthreinum skýjum, það var áhrifa- rnikið." Annarri spurningu frá Montreal um hve- nær hann hefði í raun gert sér grein fyrir því að hann væri á braut um jörðu, að hann væri ekki að ganga í gegnum eina geimskotsæfíng- f una enn svaraði Bjami i svo: „Þess verður maður rækilega áskynja á fyrstu sekúndu geim- skotsins, frá hinu gífur- lega trukki sem maður fær í bakhlut- ann á skotpallinum. Á æfíngum í flughermi var aldrei hægt að komast neitt nálægt þvi og allt gekk svo hratt fyrir sig á leiðinni út í geim. , Og þegar maður losar sætisólamar veltur maður afturábak, líður út úr sætinu, lendir á veggjum og kastast ) til baka. Þá áttar maður sig strax á því að þetta er ekki enn ein sund- Iaugaræfmgin. Hin ótrúlega fallega sjón sem við blasti er ég horfði svo út um gluggann í fyrsta sinn, þar sem gaf að líta hluta Evrópu, stað- festi endanlega að maður var á braut um jörðu.“ Miðað er við að Discovery lendi ' í Flórída klukkan 11:14 að íslensk:- I um tíma nk. mánudag eftir 11 daga á braut um jörðu. Hatfield sagði að tilraunir um borð hefðu gengið nær snurðulaust fyrir sig og þess vegna þyrfti ekki að koma til framlenging- ar á ferðinni. Samkvæmt upplýsing- um NASA eru veðurhorfur góðar en vegna norðlægrar brautar Disco- very hefur hún ekki jafnmörg tækí- I færi til aðflugs á einum og sama j deginum og þegar brautin liggur nær miðbaug. í tilfelli Discovery ér aðeins eitt tækifæri til lendingar já mánudag. stofnuninni (NASA) var Christa-tunglinu um tíma talin stafa mikil hætta af geim- rusli á braut um jörðu. Gerðar voru ráðstafan- ir til að breyta braut tunglsins svo ekki kæmi til áreksturs við 250 kílóa eldflauga- mótor sem verið hefur á braut frá 1984, en það hefði eyðilagt gervitunglið og gert út um einn mikilvægasta þátt leiðangurs Discov- ery. Hættan var liðin hjá í gær en aðeins tveir kílómetrar voru á milli þegar gervitunglið og mótorinn mættust. Myndaði ísland Möguleiki er fyrir almenning að senda geimförunum spurningar en úr þeim er þó aðeins lítill fjöldi val- inn á jörðu niðri áður en þær eru sendar áfram til geimfaranna um borð í Discovery. Fyrstu 10 spurn- ingarnar og svör við þeim eru birtar á alnetinu á heimasíðu leiðangursins (http://shuttle.nasa.gov). Átta þeirra var beint til Bjarna, þar af tvær frá íslandi. Fremst er svar hans við spurningu blaðamanns Morgunblaðsins um hvort hann hefði séð til íslands eins og hann hefði sagst vonast í samtölum við blaðið. Þeir sem hafa hljóðkort í tölvum sínum geta hlustað á svarið sem er svohljóðandi, en það er að líkindum frá öðrum degi leiðangurs- ins: „Við höfðum gott útsýni til ís- lands fyrr í dag og ég gat tekið fjölda mynda með Hasselblad-vél- inni. Reykjanesskaginn var greini- legur en um helmingur landsins var þakinn skýjum. Það sást mjög vel til landsins." í spumingu frá Montreal var Bjami spurður hvernig honum hefði orðið við er hann hafí séð jörðina úr geimnum. „Ég varð agndofa yfír Bjarni Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.