Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 11 Ef skólagjöld... Sveinbjörn Björnsson rektor Há- skóla íslands segir, að þó svo hann hafi ekki beitt sér fyrir skólagjöldum hafni hann þeim ekki alfarið, reynist það vilji Alþingis að taka þau upp. Þau yrði þó að bera að með öðrum hætti en í fjárlögum 1992, þegar fjárveiting til háskólans var skorin niður en honum heimilað að inn- heimta hærri skrásetningargjöld til að bæta sér hluta niðurskurðarins. „Ef við ættum að leggja á skóla- gjöld þætti mér sanngjarnast að byija í framhaldsnámi eftir fyrsta háskólapróf og efri hluta starfs- náms, sem veitir lögvernduð starfs- réttindi, en öllum stæði til boða byij- un háskólanáms án skólagjalda.“ Hann segir skólagjöld hafa þann kost að þau auki kostnaðarvitund nemenda og gefi þeim tilefni til að krefjast betri þjónustu. „Iiáskólinn getur ekki bætt þjónustu sína, ef ríkið sker fjárveitingar niður sem skólagjöldum nemur. Eigi skólagjöld að verða umtalsverður hluti kennslu- kostnaðar verður jafnhliða þeim að koma upp styrkja- eða lánakerfi, sem tryggir að skólagjöldin mismuni ekki námsmönnum eftir efnahag. Við verðum einnig að hafa í huga að hin Norðurlöndin sýna skólagjöld- um engan áhuga en eru farin að gera hvort öðru reikning fyrir kennslukostnaði. Þar njótum við undanþágu sem ekki er víst að við héldum, ef nemendur okkar færu að flykkjast tii annarra Norðurlanda vegna skólagjalda á íslandi." Þá bendir hann á að skólagjöldin ein dugi skammt til að leysa vanda háskólans. Fjárþörf til kennslu ráðist af fjölbreytni náms og fjölda nem- enda í hverri námsgrein. Hann legg- ur til að stjórnvöld geri þjónustu- samning við skólann um námsfram- boð og fjölda námsmanna. Þá leið hafi stjórnvöld farið í öllum löndum umhverfis okkur og samningar hafi náðst um eðlileg launakjör og annan kostnað. Vilji Alþingi að stúdentar beri hluta þessa kostnaðar með skólagjöldum sé það ákvörðun þess en ekki háskólanna. Þá bendir hann á, að í sumum löndum veiti fyrir- tæki og sveitarfélög háskólum fjárstuðning, en hér hafi sá stuðn- ingur fremur takmarkast við rann- sóknir en kennslu. Kristján Arngrímsson blaðamaður nefnir í grein í Morgunblaðinu sunnudaginn 10. ágúst sl. að inn- heimta skólagjalda geri út af við jafnrétti til náms. Sigurður Sigur- sveinsson skólameistari Fjölbrauta- skóia Suðurlands telur að þrátt fyrir lág innritunargjöld í framhaidsskól- um sé jafnrétti til náms á íslandi ekki algjört. Hann nefnir til dæmis nemendur, sem bæði eru fjarri fram- haldsskólum og hinum daglega skólaakstri. Velt yfir á unga fólkið Þorsteinn Gunnarsson rektor Há- skólans á Akureyri segir að skólinn hafi ekki markað sér stefnu varð- andi innheimtu skólagjalda. Sjálfur kveðst hann vera mótfallinn því að skólagjöld verði tekin upp, því þau skerði rétt hinna efnaminni til há- skólanáms. Hann segist þó ekki úti- loka að það sé gert í einhveijum undantekningartilvikum í mjög dýru námi, en þá þyrfti að fara mjög vandlega yfir hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. „Mikill skortur er á háskólamenntuðu fólki, einkum á landsbyggðinni, s.s. iæknum, kennurum og velmenntuðu vísinda- fólki. Ég held að innheimta skóla- gjalda leysi ekki þessi vandamál. Fyrir mig er umræðuefnið hvernig við ætium að uppfylla þarfir íslenska þjóðfélagsins fyrir háskólamenntað fólk mun brýnna en bókhaldsleg umræða um hvort innheimta eigi skólagjöld." Hann segir að fyrirtæki og stofn- anir verði að móta sér stefnu hvern- ig þau nýti sér sérfræðiþekkingu háskólamenntaðra manna. Heimila þurfi háskólum að starfa meira eins og fyrirtæki, þannig að þeir geti til dæmis fjárfest á hlutabréfamarkaði. „Mér finnst vel koma til greina að skattleggja fyrirtæki og stofnanir, sem hefðu háskólamenntað fólk í vinnu. Þeim fjármunum yrði ráðstaf- að til háskólastarfs og rannsókna eftir ákveðnum regiurn," segir Þor- steinn. Hann telur ekki að slíkur skattur dragi úr ráðningum háskóla- Neyðarkall skólameistara EIR skólameistarar, sem Morgunblaðið ræddi við, horfðu að vonum fremur til framhaldsskólans en háskóla- stigsins. I máli þeirra kom fram að með þvi að búa nemendur með ýmsum hætti betur undir háskólanám, bæði með bættum vinnubrögðum og með mun meiri starfs- og námsráðgjöf yrði nám þeirra á háskólastigi markviss- ara og þar af leiðandi kostnaðar- minna. Ofarlega í huga þeirra voru þær aðfarir ríkisvaldsins, að um leið og framhaldsskólunum væri heimilt að leggja á gjöld af ein- hveiju tagi minnkuðu framlög af ijárlögum á móti. Dæmi um það væru innritunargjöldin á sínum tíma og fallskatturinn svokallaði nýlega. Þegar hann var heimilað- ur var gert ráð fyrir að hann gæfi skólunum samanlagt 32 milljónir króna og yrði tekinn upp frá síðastliðnum áramótum. Hann hafi hins vegar ekki komið í fram- kvæmd fyrr en nú á haustönn, þannig að skólarnir stæðu frammi fyrir samtals að minnsta kosti 15 miHjónir króna fjárlagagati. Margrét Friðriksdóttir, skóla- meistari í Menntaskólanum í Kópavogi og formaður Skóla- meistarafélags Islands, kveðst lita á ummæli Tryggva Gíslason- ar, skólameistara Menntaskólans á Akureyri, við útskriftarræðu í vor sem neyðarkall til að vekja athygli á ástandi skólanna. í ræðu sinni hvatti Tryggvi til að tekin verði upp skólagjöld bæði á framhaldsskóla- og háskóla- stigi, meðal annars til að hækka laun kennara. Hún segir að hvert þjóðfélag verði að ákveða hvert menntun- arstig þess eigi að vera. Hún líti á framhaldsskólanám sem al- menna undirstöðumenntun og hana eigi að reka af sameiginleg- um sjóðum. Hins vegar sé brýn nauðsyn til að bæta skólana eink- um hvað varðar upplýsinga- og tækniþekkingu. Undir það tekur Sigurður Sigursveinsson, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- lands. Þau segja kostnaðinn gif- urlegan, en spurningin snúist um hvaða augum stjórnvöld líti á menntun og hversu miklu þau viyi kosta til tækja, námsgagna og fleira í þeim dúr. Samanburður vlð Singapore Á ráðstefnu sem Margrét sótti nýlega í Bandaríkjunum kom fram að í Singapore, sem íslend- ingar hafa borið sig mikið saman við að undanförnu, hafa menn samþykkt að leggja tvo milljarða dollara næstu fimm árin til þess að hver nemandi á framhalds- skólastigi hafi sína tölvu, ný for- rit, aðgang að alneti o.fl. Nú er þar ein tölva á tvo nemendur, sem þykir alls ófullnægjandi. Hún, eins og hinir skólameist- ararnir, kveðst geta lært að lifa með minniháttar gjaldtöku fyrir nám, en einungis ef tryggt verði að peningarnir fari í að bæta skólastarfið og ríkið dragi ekki úr íjárveitingum að sama skapi. Undir þetta tekur Sigurður Sigursveinsson. Hann segir að gjaman megi snúa umræðunni við og hætta að tala um skóla- gjöld en tala þess í stað um sjálf- stæði skóla. „Hvað framhalds- skólana varðar, hefur þvert ofan í meintan ásetning manna um að auka sjálfstæði, dregið úr svig- rúmi þeirra til að afla sér sér- tekna, til dæmis með því að sett var þak á innritunargjöldin. „Mér finnst að skólanefndir, sem eru eins konar fulltrúar foreldra, nemenda og samfélagsins hér í kring, ættu að hafa eitthvað um það að segja hvort skólagjöld séu lögð á og hversu há þau væru.“ Kröfur um einkunnir Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla, tel- ur að tónninn sem búi að baki umræðunni um skólagjöld í há- skóla sé í rauninni sá að fækka stúdentum. Að hans mati eiga háskólar fremur að kveða á um lágmarkseinkunnir í ákveðnum greinum til að komast inn í til- teknar deildir. Slíkt veiti nem- endum í framhaldsskólum jafn- framt aðhald. Þetta sé hægt að gera án samræmdra prófa, því ljóst sé að nemendur með lágar einkunnir í framhaldsskólum eigi iitið erindi inn i háskóla. Eftir fiaklc á milli deilda í nokkur ár flosni þeir upp úr námi. Þetta kosti háskólann sitt, auk þess sem nemendur séu oft komnir með skuldir á bakið. Hann segir að spurningin snúist fyrst og fremst um auknar íjárveitingar frá ríki og fullyrðir að það sé öflugt forvarnarstarf á öllum sviðum. Sölvi er hlynntur því að skólar beri ábyrgð á eigin fjárhag, því þannig hugsi þeir betur um í hvað peningunum sé varið. Hann segir FÁ kominn með verulegt Qárhagslegt sjálfstæði og telur að út úr þvi hafi komi betri skóli. Meðal annars hafi fjölbreytni í námi aukist. IMýtt skólastlg Hann bendir á að í raun sé að verða til nýtt skólastig sem Is- iendingar eigi ekki nafn yfir, þ.e. stutt sérhæft nám að loknu stúdentsprófi. Dæmi um slíkt í sínum skóla sé læknaritaranám og nuddnám, sem stefni í að verða löggilt heilbrigðisnám. í það hafi jafnvel háskólamenntað fólk sótt töluvert. „Sömuleiðis erum við með lyfjatækninám, sem tekur Qögur ár eftir grunn- skóla. í það sækja stúdentar í auknum mæli og fá þá nám sitt metið. Gallinn er sá að flest fag- félög vilja lengja nám skjólstæð- inga sinna. Tilhneiging er til að færa til dæmis allar kvenna- greinar upp á háskólastig." Stœrri hlutl skattpenlnga Sigurður Sigursveinsson seg- ist efast um að menn innriti sig í háskóla fyrir 24.000 krónur án þess að hugsa sig um. Hækkun þeirra gjalda geti vart verið í þeim mæli að gjörbreyta stöðu háskólans. „Alþjóðleg umræða um mikilvægi menntunar fyrir framtíð þjóðar hefur aukist verulega á undanförnum árum. Ég tel ekki sjálfgefið að stærri hluti peninga íslenskra skatt- borgara verði ekki lagðir til menntamála en nú er gert. Ég tel tímaspursmál hvenær menn átta sig á því. Þegar öllu er á botnin hvolft snýst þetta um for- gangsröðun." Hann vísar í nýlega könnun sem náði til 18.000 bandariskra háskólanema. Þar kom fram að 82% höfðu ekki að neinum spara- aði að hverfa þegar kom að því að greiða háskólagjöld. „Að sumu leyti kann það að vera ímynd að foreldrar vestra leggi fyrir til að Qármagpia menntun barna sinna,“ segir hann. Margrét segir að á íslandi þurfi að verða hugarfarsbreyt- ing varðandi nám. Nemendur og foreldrar þeirra verði að skilja að nám sé full vinna og skólinn sé vinnustaður. En þá þurfi nem- endur að hafa aðstöðu í skólan- um, svo þeir geti stundað heim- anám og eitthvert sjálfsnám á alnetinu. „Með því móti fengjum við nemendur, sem væru vanari að nýta sér ýmsa tækni, nota sjálfstæðari og betri vinnubrögð, sem er góður undirbúningur fyr- ir frekara nám.“ menntaðs fólks, því nútímafyrirtæki og stofnanir standist ekki alþjóðlega samkeppni nema hafa það í forystu. Fyrst og fremst sé það þessi þörf sem knýi áfram menntun þjóðfélags- ins. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segist ekki hafa kynnt sér hugmyndir Þorsteins um fjárfesting- ar háskóla í atvinnulífinu og því geti hann ekki tjáð sig um þær. „Almennt séð ber að stuðla að því að auka samstarf háskóla og at- vinnufyrirtækja, þar með fjárfest- ingaraðila, og finna bestu leiðina til að það sé unnt,“ sagði hann. Þorsteinn telur að menn hafi ekki ieitt hugann að því að með inn- heimtu skólagjalda kæmu þau út sem landsbyggðarskattur, þar sem langflest menntunartækifæri á há- skólastigi séu á höfuðborgarsvæð- inu. Þá segir hann umhugsunarefni hvort velta eigi auknum kostnaði yfír á arftaka þjóðfélagsins. Umtals- verðum kostnaði hafi þegar verið komið á yngri kynslóðina bæði í húsnæðismálum og námsiánum. Skortur á fræðimönnum Björn Þorsteinsson yfirmaður há- skólanáms Bændaskólans á Hvan- neyri segir að skólinn hafi ekki markað sér neina stefnu varðandi skólagjöld. Hann óttast að há skóla- gjöld dragi úr aðsókn að skólanum og bendir á að nú þegar sé of hæg endurnýjun fræðimanna í búvísind- um. „Hið útbreidda álit í okkar hópi er að ekki sé hægt að fara í einhliða stórhækkun skólagjalda án þess að á móti komi heildarendurskoðun á öllu umhverfi fjármála skólakerfis- ins. Á móti þyrfti að koma skattaaf- sláttur til foreldra eða nemenda og horfa þarf á ævitekjur þar sem námskostnaður er reiknaður inn líka. Meginmáli skiptir hvort við erum að reka skólakerfið af þjóð- félagslegri nauðsyn eða fyrir ein- staklinga.“ Hann segir ljóst að skólarnir séu í samkeppni við aðra um opinbert fjármagn. Fólk vilji ekki greiða fyrir heilbrigðisþjónustu það sem hún kostar, né rekstur á menntakerfi, hvað þá greiða rétt framleiðsluverð landbúnaðarvara o.s.frv. Honum finnst auðmýkjandi að Háskóli ís- lands verði að reka hluta starfsem- innar með happdrættisfé og fara þannig bónarveg í gegnum spila- kassa. Hann segir að stjórnvöld verði að taka ákvörðun um forgangsröð menntunar. Varlega í sakirnar Jónas Guðmundsson rektor Sam- vinnuháskólans á Bifröst telur að grunnmenntunin eigi að vera að fullu kostuð af hinu opinbera. Hann segir að skólagjöld á háskólastigi geti átt misjafnlega vel við og jafn- vel á milli deilda innan háskóla. Án efa eigi að fara varfærnislega í upp- töku skólagjalda og hugleiða vel hvat- þau eiga best við og hvaða upphæðir henti okkar aðstæðum. Hann álítur þó skólagjöldin jákvæð fyrir skólana að því leyti að þá verði þeir að hugsa um þjónustuhlutverk sitt og velta fyrir sér hvaða þjóðfé- lagshópum þeir eru að þjóna, sem hann segir oft vera vandamál í skóla- starfi. Þá segir hann skipta máli í hvað skólarnir veiji tekjum af skóla- gjöldum og telur að ekki eigi að nota þær til að greiða umfangsmikl- ar rannsóknir skólanna heldur ein- göngu til að styrkja kennsluna sjálfa. Kröfur nemenda Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fuliyrðir 12. ágúst sl., að há skóla- gjöld valdi því að nemendur geti gert kröfur á hendur kennurum um gæði menntunar, sem þeir geti ekki í háskólastofnunum, sem borgi kennurum svo léleg laun, að þeir geti nánast ekki sinnt kennslu nema í aukavinnu. „Ég held að leiðarahöf- undur taki nokkuð stórt upp í sig. Ég hef verið nemandi í háskólum í Bandaríkjunum sem innheimta skólagjöld og þeim sem ekki gera það. Mjög margir þættir hafa áhrif á gæði skóla, en það að innheimta skólagjöld er ekki stór þáttur í því. Menn mega ekki gera of mikið úr honum,“ segir Þorsteinn Gunnars- son. Þorvarður Elíasson skólastjóri VÍ er hins vegar sammála leiðarahöf- undi og í sama streng tekur Jónas Guðmundsson rektor Samvinnuhá- skólans. Þorvarður segir að 5 Verzl- unarskólanum og Tölvuháskólanum geri nemendur mjög stífar kröfur tii þess að búnaður og aðstæður séu í góðu lagi, enda vita þeir að skóla- gjöldin ganga til þessara hluta. „Við fáum strax að heyra ef svo er ekki. Við höfum allnokkrum sinnum gert skoðun í skólanum hvort nemendur vilji greiða skólagjöld og hafa góðan búnað eða lækka skólagjöld á kostn- að búnaðarins. Mikill meirihluti velur fyrri kostinn." Jónas Guðmundsson segir að nemendur Samvinnuháskólans greiði „afnotagjald safns og tækja" og þannig sjái þeir í hvað skólagjöld- in fara. I staðinn fái þeir ríflegan pappírsskammt, óheftan aðgang að alnetinu, meiri aðgang að kennurum o.fl. Hann telur ekki að þessi gjöld haldi nemendum frá námi í skólan- um. Gæöamlsmunur ekki afgerandl Þorsteinn Gunnarsson heldur því fram að með tilkomu alnetsins sé gæðamismunur háskóla ekki eins afgerandi og áður, því aðgangur að upplýsingum og þekkingu sé einn þeirra þátta, sem hafi áhrif á góða menntun. „Gæði menntunar felast einnig í því hversu metnaðarfullt samfélag tekst að búa til innan liá- skólanna, þannig að kennarar og nemendur starfi sem ein heild að fræðslu og að því að nema ný lönd þekkingar.“ Skólagjöld fyrir skólaárið 1997-98 FRAMHALDSSKÓLASTIG Innritunargjöld /Skólagjöld fyrir skólaárið Efniskostnaður Bændaskólinn Hólum krónur 40.000-60.000 innifalið Bændaskólinn Hvanneyri 12.000 - Fiskvinnsluskólinn Hafnarfirði ■ 12.000 Fósturskðii islands 13.600 - Garðyrkjuskóli ríkisins 12.000 - Iðnskólinn Hafnarfirði 23.800 - iðnskólinn Reykjavík 6.000 12-16.000 Leiklistarskóli islands 10.000 - Myndlista- og handíðaskóli islands 24.000*) 9-13.650 Samvinnuskólinn Bifröst 131.512 - Stýrimannaskólinn i Reykjavik 6.000 - Tannsmiðaskóli íslands 6.000 - Tækniskóli islands 27.300 - Verslunarskóli íslands 47.000 - Aðrir framhalds- oq fjölbrautaskólar 6.000 2.000 HÁSKÓLASTIG Bændaskólinn Hvanneyri, Háskóladeild 19.600 Háskóli íslands 24.000 - Háskólinn Akurevri 24.000 - Kennaraháskóli ísiands 24.000 **) Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands 83.000 *) 12.000 kr á haustönn, e.t.v. lægra á vorönn **) efnisgjöld í mynd- og handmennt Ekki fengust upplýsingar frá íþróttakennarapkóla íslands, Tónlistarskólanum í Reykjavík, Vélskola íslands, Listdansskóla Islands, Stýrimannaskólanum í I/estmannaeyjum og Þroskaþjálfaskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.