Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónleikaferð um landið Morgunblaðið/Jim Smart NAFNARNIR ætla sér hálfan mánuð í að heimsækja fimm kaupstaði á landinu, en fyrstu tónleikarnir verða á þriðjudagskvöldið. Ólafur Vignir Albertsson pianó- leikari og Ólafur Arni Bjarnason tenór. Góðar kenndir við gott gengi TENÓRSÖNGVARINN Ólafur Árni Bjarna- son og Ólafur Vignir Albertsson píanóleik- ari leggja af stað í tónleikaferð um landið strax eftir helgi og flytja landsmönnum ís- lensk sönglög eftir Eyþór Stefánsson, Sig- valda Kaldalóns og aríur úr óperettum Strauss og Lehárs og óperum Verdis og Puccinis. Ólafur Árni segist ekki fá mörg tækifæri til að syngja íslensk lög vegna starfa sinna erlendis og því sé mjög viðeigandi að byggja efnisskrána upp með þeim að þessu sinni. „Ég leitast við að hafa stígandi í efnis- skránni og byggi upp stemmninguna með íslenskum og erlendum lögum,“ segir Ólafur Árni. Fyrirhuguð tónleikaferð er sú fyrsta um nokkurra ára skeið og segir Ólafur Árni, sem nýkominn er til landsins að hann fagni því að geta efnt gamalt ioforð viðvíkjandi tónleikaferð sem þessari. Ólafur Árni er búsettur á Ítalíu þar sem hann hefur undanfarin tvö ár unnið með söngkennara sínum Gianni Raimondi að því að tileinka sér Bel canto söngstíl. „Það hafa ekki margir söngvarar þennan stíl í dag og sérstaklega ekki tenórar. Pavarotti er einn af fáum sem syngja með þessum stíl og sagði eitt sinn á upphafsárum sínum, að Raimondi væri besti söngvari sem hann hefði heyrt í. Raimondi er hálfáttræður en kennir ennþá og þá einkum tenórum sem hann telur að hafi burði til að læra þennan stíl, því_hann reynir talsvert á líkamlega." Ólafur Árni segir erfítt að lýsa söngstílnum í orðræðu og grípur því til samlíkingar úr íþróttunum. „Þetta er ekki ólíkt því þegar til dæmis fjölíþróttamaður er kominn í sitt besta form og sinnir keppni í sífellu. Það þarf afar mikla þjálfun og raunar gerði ég mér í fyrstu ekki grein fyrir því vegna þess að ég hafði góða rödd frá náttúrunnar hendi, en svo komst ég fljótt að því að heilmikil tamning var framundan," segir hann og hlær við. Frá Akranesi til Egilsstaða Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og verða fyrstu tónleikar þeirra nafna í safnaðarheim- ilinu á Akranesi þriðjudagskvöldið 19. ágúst. Þaðan liggur leiðin í Ytri-Njarðvíkurkirkju þar sem aðrir tónleikarnir verða fimmtudags- kvöldið 21. ágúst og þriðju tónleikarnir verða í safnaðarheimilinu á Akureyri þriðjudags- kvöldið 26. ágúst. Fjórðu tónleikarnir verða í samkomuhúsinu Valaskjálf á Egilsstöðum fimmtudagskvöldið 28. ágúst og síðustu tón- leikarnir á Selfossi í Fjölbrautaskóla Suður- lands mánudaginn 1. september. Framundan eru fjölbreytt verkefni hjá Ólafi Árna og má nefna konsertuppfærslu á il Trovatore eftir Verdi í september á ítal- íu auk verkefna í Þýskalandi á komandi vetri, m.a. Don Carlos og Erik í Hollendingn- um fljúgandi. Hann tekur að lokum undir þá skoðun að starf söngvarans sé oft á tíð- um erfitt en bætir því við að sú kennd sem gagntekur hann að loknum velheppnuðum tónleikum sé óviðjafnanleg. TILKYNNIN G UM SÖLU HLUTABRÉFA BIFREIÐASKOÐUN HF. SALA HLUTAFJÁR Heildaraafhverð hlutaíjár: Sölugengi: Söluskilmálar: Sölutímabil: Greiðsla hlutafjár: Söluaðilar: Umsjón með útboði: Skráning: Kr. 35.856.313,- Um er að ræða hlutabréf ríkissjóðs í félaginu, tæplega 44% eignarhlut og verða þau seld með askriftaraðferð. 2,50. Hver einstakur kaupandi getur skráð sig fyrir hlutabréfum að nafnvirði kr. 100.000,- eða lægra. Verði áskrift að bréfum meiri en sem nemur bréfum sem selja á verður hámarks- fjárhæð lækkuð. A. 15.-21. ágúst 1997. Skila þarf áskriftar- blöðum til Landsbréfa hf. eða umboðsmanna þeirra fyrir kl. 16.00 fimmtudagixm 21. ágúst 1997. B. 11.-15. september 1997 verða hlutabréf sem hugsanlega seljast ekki á fyrra sölutímabili seld með tilboðsfyrirkomulagi. Greiðsluseðlar verða sendir áskrifendum jafskjótt og yfirferð áskriftarblaða er lokið og er gjalddagi þeirra hinn 10. september 1997. Landsbréf hf., Rey^javík og Akureyri og útibú Landsbanka Islands. Landsbréf hf. Jafnframt útboðinu er sótt um sjcráningu hlutabréfanna á Verðbréfaþingi Islands. Útboðs- og skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa, svo og áskriftreyðublöð, liggja frammi hjá söluaðilum. Einnig má nálgst útboðs- og skráningarlýsinguna á heimasíöu Landsbréfa hf., http:/Avww.landsbref.is. BIFREIÐASKOÐUN HF. & , LANDSBRÉF HF. Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 535 2000, bréisími 535 2001, heimasíða landsbref.is. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AOILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGI (SLANDS. Píanótónleikar í Sigurjónssafni NÆSTU þriðjudags- tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 19. ágúst kl. 20 verða píanótónleikar. Val- gerður Andrésdóttir, píanóleikari, ætlar að leika sónötu í B-dúr KV57 eftir W.A. Moz- art og sónötu í B-dúr D 960 eftir Franz Schubert. Vaigerður Andrés- dóttir stundaði píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk einleikaraprófi árið 1985. Hún stundaði síðan framhaldsnám í Þýskalandi og lauk burtfararprófi frá Lista- háskólanum í Berlín 1992. Hún var búsett í Kaup- mannahöfn í nokkur ár þar sem hún starf- aði sem píanóleikari og kennari. Valgerður hélt sína fyrstu opinberu tón- leika árið 1990 og hef- ur síðan komið marg- oft fram, bæði sem einleikari og í kam- mermúsík. Hún hefur haldið einleikstón- leika á flestöllum Norðurlönd- unum, í Þýskalandi og nú síð- ast í Lettlandi. Hún spilar jöfn- um höndum klassíska sem sam- tímatónlist. Hún starfar sem píanókennari við Tónlistarskól- ann í Hafnarfirði og Garðabæ. Valgerður Andrésdóttir > Nýjar bækur • RANDAFLUGUHUN- ANG er skáldsaga eftir sænska rithöfundinn Torgny Lindgren í þýð- ingu Hannesar Sigfús- sonar. Rithöfundur, kona á miðjum aldri, er að halda fyrirlestur í litlu safnaðar- heimili úti í sveit í Norður- Svíþjóð. Meðal áheyrenda er eldri maður sem býður henni gistingu að fyrir- lestrinum loknum. Smám saman dregst konan svo inn í dularfullt og undarlegt líf gestgjafa síns, hins krabbameinssjúka Haðar, og bróð- ur hans, hins hjartveika Ólafs. í kynningu segir: „Randaflugu- hunang er mögnuð og myndræn saga af norrænu fólki sem tekur jafnvel skelfílegustu áföllum í lífínu eins og hveiju öðru hundsbiti, en kann svo vel að meta svipleiftur hamingjunnar að sætu- bragðið af þeim endist þeim til hinsta dags.“ Hannes Sigfússon rit- höfundur þýddi bókina, en hann var nýverið tilnefnd- ur til Evrópsku bók- menntaverðlaunanna fyr- 1 ir þýðingu sína á smá- sagnasafni eftir norska höfundinn Kell Askildsen. * Torgny Lindgren er einn þekktasti höfundur Svía nú o g var þessi saga tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 1995 af hálfu Svíþjóðar. Þetta er þriðja bók Lindgrens sem þýdd er á íslensku. Bókip ergefin út íritröðinni Syrtl- , ur. Útgefandi er Mál og menning. Randafluguhunang er 147 bls., ) unnin íPrentsmiðjunni Odda h.f. j Kápuna gerði Róbert Guillemette. Verð: 1780 kr. Torgny Lindgren
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.