Morgunblaðið - 17.08.1997, Side 32

Morgunblaðið - 17.08.1997, Side 32
32 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GRÍMUR SKÚLASON NORÐDAHL OGRAGNHEIÐUR GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR + Grímur Skúlason Norðdahl fæddist á Úlfarsfelli í Mosfellssveit 18. mars 1909. Hann iést 8. ágúst síðastliðinn á Landspítalanum. Foreldr- ar hans voru Skúli Norðdahl, f. 18.3. 1870, d. 6.8.,1934, vegaverkstjóri og bóndi á Úlfarsfelli, og kona hans Guðbjörg Guð- mundsdóttir frá Miðdal, f. 2.11. 1874, d. 1941. Systk- ini Grims: Haraldur, f. 24.9. 1897, d. 24.1. 1993, Lára, f. 26.7. 1899, d. 14.10. 1976, Kjartan f. 24.4. 1902 d. 14.1. 1982, Guðmundur, f. 27.6. 1904, d. 17.11. 1918, Rannveig Ásdís, f. 11.4. 1906, d. 20.2. 1908, Guð- rún Ásdís, f. 2.3. 1911, d. 3.3. 1968, Úlfar, f. 14.2. 1916. Upp- eldissystkini: Guðrún Elliða- dóttir, f. 2.11. 1910, d. 17.10. 1993, Fjóla Bjarnadóttir, Jó- hannes Júlíusson. Grímur kvæntist 18.3. 1949 Ragnheiði Guðrúnu Guðjónsdóttur, f. 7.10. Mig langar að kveðja tengdaföður minn með nokkrum fátæklegum lín- um og þakka honum þrjátíu ára samfylgd. Grímur var ákaflega heil- steyptur maður og það var í honum aðdáunarverð blanda af eldmóði og réttlætiskennd, en einnig góðvild og rósemi. Hann var kominn fast að sextugu, þegar ég kynntist honum fyrst og þótti mér undravert að hann hljóp um öll fjöll eins og unglamb. Grímur var sterklega vaxinn, mynd- arlegur á velli og hafði gott hand- tak. Búskapur var erfiður á þessum árum, en Grímur tók slíku með jafn- aðargeði. Hann gerði sér held ég aldrei mikla rellu yfir svokölluðum veraldlegum gæðum, þó hann væri reglumaður í fjármálum sem öðru og skuldaði engum neitt. Það er vissulega margs að minnast. Ég tók t.d. fljótt eftir hve góður og um- hyggjusamur hann var konu sinni, sem oft var rúmföst vegna veikinda. Sömu umhyggju hefur Grímur nú notið frá Skúla syni sínum undanfar- in ár eftir að sjúkdómur dró úr þreki hans. Börn hændust að Grími og •voru mín börn þar engin undantekn- ing. Sérstök ástæða er til að þakka ánægjulega ferð, sem við áttum öll saman til Englands á slóðir Hróa hattar sumarið 1987. Grímur var vel hagorður og naut þess að gera vísur þegar honum fannst við eiga. Þau ’njónin áttu bæði þessa náðargáfu og liggur eft- ir þau töluvert af vísum og kvæðum. Falleg afmælisvísa frá Rögnu tengdamóður minni til Gríms lýsir honum vel: Ég þarf ekki að óska þér gæfu né gengis, þú ert gleðinn- ar sonur og hamingjubarn. Þér er sama, hvort það er sól eða myrkur, sumargræn jörð eða hjam. Grímur aðhylltist hugsjónir ung- mennafélagshreyfíngarinnar og þjóðfélag jafnréttis og bræðralags. Enda þótt okkur breyskum mönnum veitist erfítt að skapa slíkt samfélag hér á jörð, veit ég að allir eru jafnir þar sem Grímur er nú og ég sé hann fyrir mér á iðgrænu engi að kenna mönnum sniðglímu á lofti. Hvíl þú í friði kæri tengdapabbi. Daníel Þórarinsson. Mig langar í fáum orðum að minn- ast Gríms tengdaföður míns. Ég kynntist honum fyrir tólf árum og 'sýndi hann mér hlýhug frá fyrstu tíð. Hef ég því margs góðs að minn- ast. Grímur var um margt sérstakur maður. Hann var fróður, hafði mjög ákveðnar skoðanir á flestum hlutum og lá ekki á þeim. Hann hafði sterka réttlætiskennd og barðist samkvæmt sannfæringu sinni. Grímur var mjög - félagslyndur maður og naut þess að 1912, d. 11.2. 1988. Börn þeirra eru: 1) Skúli, f. 23.12. 1946, 2) Ingibjörg, f. 9.10. 1948, maki Daníel Þórarinsson og eiga þau þijú börn, Sigrúnu, Daniel Tryggva og Dagnýju. 3) Guð- mundur, f. 17.9. 1950 og á hann tvö börn, Bjarna Þór og Gyðu Lóu. 4) Guðjón Ágúst, f. 18.8. 1952, maki Auðbjörg Pálsdóttir ferðast og spjalla við fólk. Nú síð- ustu árin var hann orðinn heilsuveill og þurfti oft að leggjast á sjúkra- hús. Það kom fyrir oftar en einu sinni að hann kom heim af sjúkra- húsi, ekki búinn að jafna sig, en lifn- aði allur við ef eitthvað stóð til eins og t.d. fundur hjá Kvæðamannafé- laginu Iðunni. Hann vildi ekki missa af neinu. Einar, fóstursonur okkar Guðjóns, var heppinn að kynnast Grími afa og lífinu í sveitinni. Hann minnist þess þegar þeir fóru í sjómann og síðasta ferðalagsins með honum, en það var fyrir rúmum hálfum mánuði. Ég mun minnast Gríms sérstak- lega fyrir hans einstaka jafnaðargeð og hversu sáttur hann var við lífið og tilveruna. Hann kvartaði aldrei, þótt hann lægi tímunum saman í einveru, hann sagðist aldrei vera „veikur“, einungis „latur“. Nú í seinni tíð, þegar hann var að mestu orðinn rúmfastur, var það hans mesta yndi að fá heimsóknir, rifja upp gamla tíma og fara með vísur sem hann eða aðrir höfðu ort. Elsku Guðjón, Inga, Skúli og Guðmundur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Auðbjörg Pálsdóttir. Fallinn er í valinn vinur minn, Grímur Norðdahl, bóndi á Úlfars- felli. Vinur minn frá því ég var lítil stelpuskotta, eltandi hann á röndum við búskapinn í Kópavoginum. Grímur var allra manna hraustast- ur, knár íþróttamaður og mikill glímukappi, duglegur til allra verka og einstakt ljúfmenni. Ragna heitin kona hans var þvílík gæðakona, að allar mínar björtustu bernskuminn- ingar tengjast þeim hjónum. Alltaf tími til að spjalla, fá eitthvað gott í gogginn, það var líka alltaf gott veður þarna í Álfabrekkunni. Börn þeirra hjóna, Inga vinkona mín og bekkjarsystir, Skúli, Guðmundur og Guðjón litu á það sem sjálfsagðan hlut að þessi stelpa væri þarna að flangsast alla daga, reynandi að hitta í fótsporin hans Gríms. Grímur var þá orðinn glímudómari og dæmdi oft á Hálogalandi. Oft feng- um við að fara með og þar var kominn glímuáhuginn. Hann fór með okkur á hestamannamót á gamia kappreiðavöllinn, þar sem nú eru Fákshesthús. Þar sá maður Glettu og fleiri fræga hesta. Bú- störf og skepnuhirðing voru leikur hjá okkur, sækja beljur upp í hjalla, þar sem nú eru Hjallarnir i Kópa- voginum, og gefa hænsnunum. Állt var þetta ævintýri líkast, að fá að kynnast þessu öllu og þessu ein- staka fólki. Andans mál sátu ekki á hakanum á því heimili heldur. Þau og eiga þau einn fósturson, Einar. Grímur ólst upp á Úlfars- felli og var þar til 1940, en bjó síðan í Reykjavík og Kópavogi til 1961 að hann fluttist aftur að Úlfarsfelli og hefur verið bóndi þar síðan. Grímur var í sljóm Ungmennafélagsins Aftur- eldingar í fimmtán ár, var formaður Ungmennasam- bands Kjalarnesþings og sat í stjóm Ungmennasam- bands Islands á annan ára- tug. Hann var einn af stofn- endum og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Breiðabliks í Kópavogi og var heiðursfélagi bæði UMFA og UMFB. Grímur hafði einnig afskipti af öðmm féiagsmálum og sat í sljóm Náttúraverndar- félags Suðvesturlands og var varaformaður þess. Útför Grims fer fram frá Lágafellskirkju mánudaginn 18. ágúst og hefst athöfnin klukkan 14. voru bæði Ragna og Grímur mjög hagmælt. Ljóðin þeirra bæði falleg og skemmtileg, sem betur fer öll vel varðveitt. Það var skrafað við okkur krakkana eins og fullorðið fólk um stjórnmál. Grímur kunni til dæmis ræður Ólafs heitins Thors utanað, þó ekki væri hann fylgjandi honum í stefnu. Réttlæti og rang- læti, barátta verkafólks, ísland og íslensk tunga, stolt lands og þjóðar, allt innbyrt með sætu kaffi og kringlum. Þegar Grímur og fjöl- skylda fluttu 18. maí 1961 að Ulf- arsfelli í Mosfellssveit var söknuð- urinn sár, en við Inga héldum sam- bandi. Síðar flyt ég með mína fjöl- skyldu í Mosfellssveitina og þá var gott að skreppa yfir og spjalla. Eft- ir að Ragna lést bjuggu þeir Grímur og Skúli saman á Úlfarsfelli. Heilsu Gríms tók að hraka mjög nú síðustu ár, en aldrei var kvartað. Mér líður vel, finn hvergi til, var viðkvæðið hjá honum. Þrátt fyrir þessi erfiðu veikindi, fylgdist Grímur vel með öllu þjóðlífi, hvort heldur var stjórn- mál, íþróttir, allt milli himins og jarðar var honum viðkomandi. Oftar en ekki spruttu fram vísukorn, ef við unnum landsleik í fótbolta, handbolta, kraftajötnar unnu eða fegurðardísir krýndar, kosningaúr- slit, litbrigði náttúrunnar. Þeir feðg- ar á Felii voru einstakir, Skúli ann- aðist föður sinn af stakri natni, ekki vildi Grímur óþarfa amstur í kring um sig, en spjalia fram á síð- ustu stund, það var hans yndi. Ég kveð þig, Grímur minn, með ljóðinu hennar Rögnu sem þér þótti svo vænt um: Ég þarf ekki að óska þér gæfu né gengis. Þú ert gleðinnar sonur og hamingjubam. Þér er sama, hvort það er sól eða myrkur. Sumargræn jörð eða hjam. Nú ertu hjá henni. Skúli, Inga, Guðmundur, Guðjón og fjölskyldur, megi minningin um yndislega for- eldra veita ykkur styrk. Hafí þau þökk. Soffía Guðmundsdóttir. Grímur S. Norðdahl, bóndi að Úlfarsfelli í Mosfellssveit, lést föstu- daginn 8. ágúst sl. nær níræður að aldri. Forfeður hans höfðu setið ýmis höfuðból í Mosfellssveit frá síðastlið- inni öld. Afí hans Guðmundur Magn- ússon Norðdahl varð fyrsti hrepps- nefndaroddviti í Mosfellssveit fyrir rúmlega 100 árum. Á 1000 ára afmæli búsetu í land- inu 1874 færði danski kóngurinn íslendingum nokkrar réttarbætur í stjórnkerfi landsins. Áður stjórnuðu einn eða fleiri hreppstjórar en nú tóku hrepps- nefndir við í sveitum landsins sem voru kosnar í aimennum kosning- um. Grímur naut ekki skólagöngu nema takmarkað í nokkra mánuði hjá farkennara. Hann fékk sína menntun að öðru leyti á menningar- heimiii með foreldrum sínum og systkinum. Heimilisbragur líktist fremur skóla eða litlu menningarfé- lagi, og naut hann þess. Af eigin rammleik tókst honum að kunna skil á ýmsum þjóðfélags- málum og bókmenntum á borð við háskólagengna menn nútímans. Lagasafn kynnti hann sér rækilega og vitnaði oft í Jónsbók og Grágás auk þess sem hann fylgdist mjög með nýmælum í lögum seinni tímans. Grímur varð gagnmenntaður og fróður mjög um ólíkustu málefni og var auk þess ágætlega hagmæltur. Þá skrifaði hann greinar í blöð sem oftast voru um mistök í lagasetning- um er varðaði stjórnsýslu landsins. Þá ekki síst allt er varðaði frelsi og réttindi einstaklingsins. Hann gat lent í vandræðum með að fá birtar ádeilugreinar sínar í hinum ýmsu hápólitísku flokksblöð- um. Þegar allt brást sneri hann sér persónulega tii ritstjóra sem hafði skilning á nauðsyn gagnrýni en það var Matthías Johannessen á Morg- unblaðinu. Grímur vann búi foreldra sinna frá æskuárum svo sem þá tíðkaðist, fram undir þrítugsaldur. Sótti vinnu frá heimilinu á stríðs- árunum og bjó í Reykjavík en kvænt- ist 1945 og fluttist nokkru seinna í Kópavoginn. Þar bjó hann með fjöl- skyldu sinni til 1963 er hann keypti gamla ættaróðalið Úlfarsfell og bjó þar til dauðadags. Grímur gerðist mjög virkur í fé- lagsmálum í verðandi nýju sveitar- félagi, Kópavogi. Hann átti dijúgan þátt í að stofna Breiðablik og var formaður þess félags fyrstu árin. Þetta var arfur frá Aftureldingu í Mosfellssveit en Grímur var mjög virkur þar og formaður Afturelding- ar var hann um 15 ára skeið. Hugsjónir ungmennafélagsins heilluðu Grím og átti hann sínar heillastundir einkum á íþróttasvið- inu. Þá var hann ætíð virkur í Ung- mennasambandi Kjalarnesþings. Sumarið 1939 var mikil gróska í íþróttalífi Ungmennasambands Kjal- arnesþings og stóð Grímur fyrir því, að taka þátt í drengjameistaramót I.S.I. í Reykjavík. Grímur leiddi þennan hóp ungl- inga til sigurs á þessu sterka móti. í þeim hópi voru fimm ungir menn úr héraðinu undir 19 ára aldri. Þetta afrek varð frægt og ekki var eftirleikurinn síðri er U.M.S.K. sigraði á Landsmóti ungmennafélag- anna í Haukadai óvænt og glæsilega 1940. Þarna kom Grímur mjög við sögu að koma þessu móti á, hinu fyrsta eftir áratuga hlé. Glíman var íþrótt Gríms auk þess sem hann var liðtækur i ftjálsum íþróttum. Grímur lagði mest upp úr fegurð glímunnar og var mjög áhugasamur um glímu- reglur. Á árunum fyrir stríð var sýsluglíma Kjósarsýslu háð árlega í Brúarlandi með miklum glæsibrag en lagðist niður við brottför Gríms úr héraði. Eftir að Grímur kom til búsetu í Mosfellssveit tók hann þegar í stað þátt í hinum einstöku félögum bænda, s.s. Búnaðarfélaginu, Mjólk- urfélaginu og ýmsum afurðasölufé- lögum og þar lágu leiðir okkar aftur saman. Hann lét sér hagsmuni sam- ferðamanna sinna miklu skipta og lagði alls staðar lið. Þá var það ekki síst í hreppsmál- um Mosfellssveitar. Grímur valdist til forystu í félagi landeigenda í hinu víðlenda sveitarfélagi Mosfellssveit. Þetta félag átti margt vantalað við hreppsnefnd og þá aðallega í skipu- lagsmálum og byggingamálum. Menn töldu að einkum skipulagslög með friðunarákvæðum landsvæða legðu óþolandi hömlur á frelsi ein- staklinga til framkvæmda á sínum eignarlöndum. Á þessum árum var ég oddviti. Félagsskapur þessara landeigenda og nágranna minna gagnrýndi ýms- ar gerðir kerfiskalla. Eins og sjá má var Grímur alla tíð mikilvirkur og hinn mesti atgervismaður til sál- ar og líkama. Hann var erfiður and- stæðingur en ávallt heiðarlegur og manna fróðastur. Minnugur var hann með afbrigðum og manna rök- fimastur. Við deildum ávallt mál- efnalega í vissum fáum málum. Hinsvegar áttum við mörg sameig- inleg áhugamál og það tengdi okkur böndum góðra nágranna. Ég færi hér með íjölskyldu hans og öðrum aðstandendum samúð við fráfall Gríms Norðdahl Með þökk og virðingu kveðjum við samtíðarmenn bóndann á Úlfars- felli. Jón M. Guðmundsson. Þegar minnst er Gríms þá ber hæst réttlætiskennd hans enda var hann málafylgjumaður, líkt og við lesum um fornkappa í íslendinga- sögum. Grímur bjó síðustu árin með Skúla syni sínum þar til hann lést hinn 8. 8. 1997. Grímur hafði þjáðst af blóðkrabba árum saman en hélt fullri andlegri heilsu til æviloka. Bóndi, skáld, verkamaður og íþrótta- frömuður samanber vísuna alkunnu: Löngum var ég læknir minn lögfræðingur, prestur. Smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Hjónin Ragnheiður og Grímur voru bæði góðir hagyrðingar og láta eftir sig mörg kynngimögnuð kvæði auk allskonar tækifæris- skáldskapar. Grímur skrifaði marg- ar blaðagreinar um landsins gagn og nauðsynjar, um atvinnu og stjórnmál og sérstaklega var honum annt um íslensku glímuna sem var honum hjartans mál, enda glímu- kappi á yngri árum. Síðustu árin talaði hann aðallega um hvað glímu- iðkun væri hoil fyrir æskuna og hann gladdist mjög þegar ég sagði honum frá því að hundruð skóla- barna hefðu ásamt fullorðnum sýnt glímu við opnun smáþjóðaleikanna sem haldnir voru á Laugardalsvell- inum í sumar. Sú sýning vakti sér- staka eftirtekt útlendra keppenda sem sátu í nýju áhorfendastúkunni. Grímur var ungmennafélagi alla tíð og íþróttaunnandi. Stofnaði Breiða- blik í Kópavogi. Ég minnist Gríms ætíð, sem góða frændans sem bar mig á háhesti upp á Háahnúk (Úlfarsfell), kenndi mér að þekkja stjörnur og stjörnumerki og sagði mér að undur þau sem við sáum saman, á kaldri og kyrrlátri vetrarnótt upp við Hafravatn, hétu norðurljósakróna: allur himinninn logaði. Hann kenndi ungum sveini að yrkja og ríma; stuðla og höfuð- stafí. Eitt sinn var setið yfir því daglangt að kveðast á. Þá sagði hann mér að auðveldast væri að yrkja níðvísur og kersknisvísur eða skondnar tækifærisvísur. Lökavísan var svona: Reyndar er sú raunin á að rignir eigi blóti. Kurteisi hún kostar þá kurteisi á móti. Ég kveð þig, góði frændi, og óska þess af einlægni að hugsjónir þínar megi rætast og ungmenni megi glíma drengilega og læra að falla óbrotin með sæmd, en taka sigri með lítillæti. Systkinunum og öðrum vanda- mönnum votta ég samúð mína og óska þeim alls hins besta í framtíð- inni. Guðmundur H. Norðdahl. Á haustdögum fyrir hart nær fjörutíu árum kom ég fyrst á heim- ili Gríms og Ragnheiðar. Þau áttu þá heima á Nýbýlaveginum í Kópa- vogi. Ekki hafði ég stoppað lengi þegar ég sá að þarna bjó listeiskt fólk. Sérstaklega man ég eftir tveim- ur myndum í stofunni sem húsbónd- inn hafði málað. Þær voru af lands- lagi, móanum í landi Úlfarsfells þar sem Grímur var fæddur og uppalinn. í stofunni var forkunnarfagurt vegg- teppi með drekamynstri, saumað með fornsaum úr jurtalituðu vöidu ullargarni eins og það gerist best úr íslensku ullinni. Ragnheiður hafði sjálf saumað þetta fallega stykki og litað garnið. Ragnheiður ólst upp í Aðalvík og Súgandafirði en fór ung til náms í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.