Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐMANN JÓNSSON, Árskógum 2, áður til heimilis á Dalbraut 27, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 19. ágúst kl. 13.30. Bióm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Félag krabbameinssjúkra barna. Fanný Guðbjörg Guðmannsd., Kristinn Ólafsson, Jón Guðmann Jónsson, Sigurður Sveinn Másson, Halldóra Elín Magnúsdóttir, Valdís Magnúsdóttir, Sólveig Fanný Magnúsdóttir, Kolbrún Heiða Leifsdóttir, Guðmundur A. Sæmundsson, Unnsteinn Hermannsson, Haligrímur H. Gröndai, og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN ÓLAFSSON vélvirki, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Hringbraut 84, Reykjavík, sem lést mánudaginn 11. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. ágúst. Athöfnin hefst kl. 13.30. Stefán Á. Stefánsson, Lárus Stefánsson, Sturlaugur Stefánsson, Sigurður Stefánsson, Vilhjálmur K. Stefánsson, Oddný Bjarnadóttir, Ana Stefánsson, Jenný Bogadóttir, Margrét L. Guðmundsdóttir, Þórhalla Guðbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alúð öllum, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför móður minnar, tengdamóður ömmu og langömmu, VALBJARGAR KRISTMUNDSDÓTTUR, Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við félögum stúkunnar Akurblóms, Ferða- og bókmenntaklúbbnum og starfsfólkinu á Höfða, Akranesi. Emil Pálsson, Elín Jónsdóttir, Valur Emilsson, Guðný Harðardóttir, Halldóra Emilsdóttir, Brynjar Emilsson, Eyrún Thorstensen og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, GUÐBJARGAR LILJU EINARSDÓTTUR, Skúlaskeiði 30, Hafnarfirði. Eiður Jóhannesson, Jóhann Smári Jóhannesson, Brynhildur Jóhannesdóttir, María Jóhannesdóttir, Ásthildur Jóhannesdóttir, Einar Ægir Jóhannesson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vinarhug vegna fráfalls ÓLA KRISTINSSONAR vélfræðings, Snorrabraut 87. Sérstakar þakkir til Skátafélagsins Skjöldunga og félaga í Oddfellow- stúkunni Ingólfi nr. 1. Karolína Smith, Óli Kári Ólason, Eggert Páll Ólason. + Ég þakka innilega öllum þeim, sem sýndu mér og mínum samúð við fráfall móður minnar, OLGU ELÍASDÓTTUR. Birgir Bernburg. STEFÁN ÓLAFSSON + Stefán Ólafsson var fæddur á Seyðisfirði 20. maí 1913. Hann lést á Hrafnistu, Hafnar- firði, 11. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Olav Ols- en Visnes og Rósa Guðmundsdóttir. Stefán kvæntist Þorbjörgu Stur- laugsdóttur 22. okt. 1941, hún var fædd 11. okt. 1918, dáin 15. feb. 1982. Þau eignuðust fimm syni. Þeir eru: Stefán Agúst, kvæntur Oddnýju Bjarnardótt- ur, þau eiga þrjú börn. Lárus, kvæntur Ana Stef- ánsson, Sturlaugur, kvæntur Jennýju Bogadóttur, þau eiga þrjú börn. Sig- urður, kvæntur Margréti L. Guð- mundsdóttur, þau eiga fjögur börn. Vilhjálmur Karl, í sambúð með Þór- höllu Guðbjarts- dóttur, þau eiga tvö börn, Vilhjálmur á eina dóttur af fyrra hjónabandi. Útför Stefáns fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 18. ágúst og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku tengdapabbi minn. Nú ertu loks búinn að fá hvíld- ina sem þú þráðir svo mjög. Mér finnst allt svo tómlegt án þín, því að hin síðastliðnu tuttugu ár hefur þú verið samofinn lífi mínu á einn eða annan hátt. Sögurnar þínar frá bernsku þinni og ævi eru mér hugðarefni því þú sagðir mér oft hvað þú varst ungur þegar þú þurftir að fara að vinna til að hjálpa mömmu þinni sem þá var einstæð móðir á Seyðisfirði. Svo líka sög- urnar frá sjómannsárum þínum, þú varst á Svölunni þegar hún fórst í innsiglingunni á Akranesi, þú hékkst í reiðanum ásamt fjórum öðrum frá klukkan ellefu um kvöld- ið til sex um morguninn. Þú varst á togaranum Braga þegar hann var sigldur niður á ytri höfninni í Fleetwood, þú varst líka á Goða- fossi þegar hann var skotinn nið- ur. Þú hlýtur að hafa haft verndar- engil yfir þér því þú meiddist aldr- ei í þessum lífsháska. Þú gast ver- ið harður í horn að taka, einkum þegar um pólitík og launakjör verkalýðsins var að ræða. Ég gleymi aldrei fyrsta skipti sem ég heyrði þig tala um pólitík, þú þand- ir raddböndin, hafðir hátt og sagð- ir að Sjálfstæðisflokknum ætti að útrýma en Alþýðubandalagið að kjósa. Þú varst rauður eins og sagt er. Ég veit að núna líður þér vel, búinn að hitta hana Dúllu þína, vonandi er til Volvo í himnaríki svo þú getir tekið hana í góðan og langan bíltúr. Nú skiljast leiðir í bili, ég þakka þér allar samveru- stundimar. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (H.P.) Þín Margrét Lilja (Magga). í náðamafni þínu nú vil ég sofna, Jesús. SIGURÐUR TRYGGVASON + Sigurður Tryggvason fæddist í Keldunesi í Keldu- hverfi, N-Þingeyjarsýslu, 18. janúar 1916. Hann lést á Land- spítalanum 7. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 13. júní. „Það syrtir að er sumir kveðja." Sigurður Tryggvason kennari er látinn. Hann lést eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu og það tók okkur vini hans tíma að átta okkur á því að hann væri allur. Ég man ekki hvenær ég kynntist Sigurði Tryggvasyni frænda mín- um fyrst. Mér fínnst eins og ég hafi þekkt hann alla mína ævi. Sigurður átti uppruna sinn í Þingeyjarsýslu og gleymdi því aldr- ei. Hann var stoltur af því. Sem bróðursonur og Þingeyingur fékk ég að kynnast Sigurði náið og njóta vinfengi hans í hvívetna. Heima í Mývatnssveit var Sig- urður Tryggvason jafnan aufúsu- gestur. Hann hafði átt heima í sveitinni sem ungur maður og átti þar marga vini og ættingja. Þar, sem annars staðar, lá öllum gott orð til Sigga Tryggva. Þá þegar hafði hann unnið sér orð fyrir vand- virkni og drengskap. Líklega hafa unglingsárin orðið Sigurði nokkuð erfið. Hann naut lítillar sem engrar umönnunar föð- ur síns, og móður sína missti hann á unglingsaldri. Eftir það flutti hann í Mývatnssveit og var hjá Valdemar á Kálfaströnd um árabil eða þar til hann fór til náms i Kennaraskólanum í Reykjavík. Á skólaárunum mun Sigurður hafa hugsað til frekara framhalds- náms en af því gat ekki orðið. Strax að kennaranámi loknu, árið 1938, hóf hann því kennslustörf. Hann byijaði starfsferil sinn vestur á Vestfjörðum þar sem hann kynntist eftirlifandi konu sinn, Ingu Hönnu Ólafsdóttur. Henni kvæntist hann tíu árum síðar. Á næstu árum kenndi Sigurður á ýmsum stöðum á landinu en vet- Bið ég í bijósti mínu blessaður hvíli Jesús. Sveipi svo í klæðum síns réttlætis Jesús, að á himnahæðum hjá þér lendi, Jesús. Mér í mótgangsmæðum miskunna, góði Jesús. Dreyra úr dýrstum æðúm dreif þú á mig, Jesús. (H.P.) Elsku afi minn. Minningarnar streyma um huga minn á þessari stundu, þú hafðir svo gaman af að segja okkur frá lífsreynslu þinni frá því að þú varst ungur í stríðinu, hvernig þú komst lífs af þegar skipin þín sukku, samt varst þú ósyndur. Það var alltaf jafn gaman að hlusta á sögurnar þínar og fá síðan eitt lag í lokin af munnhörpunni þinni. Ég veit innst í hjarta mér að þú fékkst loks þá hvíld sem þú þráðir svo og nú ert þú kominn í hlýjan faðm hennar ömmu Dúllu. Elsku afi minn, Guð geymi minningu þína. Þín, Svala Borg. Elsku afi minn! Dáinn ertu og að moldu skaltu verða. Ég elska þig heitt. Þegar að dauðinn aðskildi okkur varð ég sár, en ég veit að þú ert enn þá hjá mér. Ég veit að þú þráðir þetta lengi. Ég sakna kjötsúpunnar, afa- kexins og ístesins sem þú keyptir alltaf handa mér. Ég gleymi nú varla sögunum sem þú sagðir mér stundum af stríðinu og bátunum sem þú vannst á. Við áttum góðar stundir saman meðan þú varst á lífi. Ég mun alltaf elska þig og ég veit að við munum hittast aftur seinna. Guð geymi þig afi minn. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer, sitji guðs englar yfir mér. Þín Thelma Þorbjörg. urinn 1946-47 stundaði hann smíðakennaranám í Handíðaskól- anum. Sigurður var góður og eftirsóttur smiður strax á unga aldri. Vand- virkni hans var við brugðið en eins og sagt var við útför hans „ætlaði hann hvetju verki sinn tíma“. Frá- gangur verksins skipti meiru en flýtirinn. Sigurður var ákaflega greiðvik- inn maður. Hann tók því jafnan vel ef hann var beðinn um aðstoð og fólk sótti gjarnan til hans um ráð og hjálp við hvers lags hand- verk. Trésmíði og bílaviðgerðir voru hans yndi. Árið 1962 flutti Sigurður með fjölskyldu sinni í vesturbæinn í Kópavogi þar sem þann átti heim- ili til dauðadags. Á heimili þeirra hjóna Sigga Tryggva og Ingu Hönnu áttum við hjónin margar og skemmtilegar heimsóknir. Sig- urður kunni að njóta gesta. Sest var inn í stofu og rabbað. Menn voru ekki endilega alltaf sammála í umræðunni, en það skifti ekki máii, samveran og samræðan var nautn stundarinnar. Tryggð Sigurðar við mig og mína fjölskyldu mun seint gleymast. Þegar við fiuttum til Ameríku um þriggja ára skeið var Sigurður eins og endranær okkur til hjálpar við flutninginn. Hann ók okkur til flug- stöðvarinnar í Keflavík og við vega- bréfaskoðunina kvaddi hann okkur. Þegar við komum heim aftur að þremur árum liðnum stóð Siggi Tryggva á sama stað og tók á móti okkur til að aka okkur aftur heim í Kópavog. Við sem þekktum Sigurð Tryggvason erum þakklát fyrir samfylgd hans. Sú samfylgd var okkur mikilsverð og verður okkur minnisstæð. Ingu Hönnu, börnunum og fjöl- skyldum þeirra sendum við Inga samúðarkveðjur. Átli Dagbjartsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.