Morgunblaðið - 17.08.1997, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.08.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 31 I > > I > I > : > B J í I 8 I x FRÉTTIR ÞAU skemmtu sér vel á fjölskyldudegi Einstakra barna. Góður dagur hjá Einstökum börnum“ HALDINN var fjölskyldudagur hjá félaginu Einstök börn á dög- unum, en það er félag til stuðn- ings börnum með sjaldgæfa al- varlega sjúkdóma. Félag þetta var stofnað í byrjun árs 1997 og er tilgangur félagsins m.a. að hjálpa foreldrum barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma að leita sér upplýsinga um sjúkdóm barns síns með hjálp alnetsins og í gegnum félög erlendis, þar sem mikil ekla er á slíkum upplýsing- um hérlendis og sjúkdómar þess- ara barna oft læknum hér heima hrein ráðgáta, segir í fréttatil- kynningu. Félagsskapurinn, sem upphaf- lega var stofnaður af foreldrum þessara barna en hefur nú fengið í lið með sér góðan hóp lækna, hefur farið vel af stað og er m.a. að vænta frá félaginu bæklings um starfsemi þess og markmið snemma á haustdögum. Honum verður svo dreift inn á allar barnadeildir landsins, heilsu- gæslustöðvar og læknastofur. En tilgangur félagsins er einnig að gera börnunum glaðan dag og af því tilefni var haldin grillveisla fyrir þau, systkini og foreldra í blíðskaparveðri í Heiðmörk á dög- unum. Tókst dagurinn með af- brigðum vel og var börnunum einnig boðið á hestbak af velunn- urum félagsins. Það féll greini- lega í góðan jarðveg, bæði hjá þeim yngstu sem og þeim eldri. Háskólafyrir- lestur um áreitastjórnun Dr. GINA Green heldur erindi um grunnrannsóknir á sviði áreitastjórn- unar og _ áreitajöfnunar á vegum Háskóla íslands í Odda, stofu 101, mánudaginn 18. ágúst, kl. 17. Dr. Green er sálfræðingur á sviði atferlisgreiningar. Hún er rannsókn- arstjóri og verkefnastjóri allrar klín- iskrar vinnu í New England Center for Children í Massachusetts í Bandarikjunum. Hún er einnig stundakennari við Northeastern há- skóla í Boston, Massachusetts. Erindið fjallar um grunnrann- sóknir á sviði áreitastjórnunar og áreitajöfnunar en mikil gróska hefur verið í rannsóknum á þessum sviðum síðasta áratug. Rannsóknir á þessum sviðum atferlisgreiningarinnar eru taldar standa nálægt ýmsum við- fangsefnum hugfræðinnar og skynj- unarsálfræðinnar, að því er segir í fréttatilkynningu. ------♦ ♦ ♦------ Hin helgu vé í Norræna húsiiiu KVIKMYNDIN Hin helgu vé verður sýnd í Norræna húsinu mánudaginn 18. ágúst kl. 19. Fastur liður í sum- ardagskrá Norræna hússins er sýn- ing íslenskra kvikmynda á mánu- dagskvöldum. Sjö ára drengur er sendur í sveit þegar mamma hans fer til útlanda. Þar kynnist hann tvítugri stúlku sem tekur hann meira og minna að sér. í stað þess að líta á hana sem móður- ímynd verður strákurinn ástfanginn af henni og ýmsar áður óþekktar til- finningar vakna í bijósti hans. Myndin er frá árinu 1993, 90 mín. að lengd og er sýnd með enskum texta. Leikstjóri er Hrafn Gunn- laugsson. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. MMX Intel ÖRGIÖRVI 32 Mb VINNSLUMINNI 2560 MB Quantum harður diskur 15” TARGA hágæða skjár ATI Mach 2 MB skjákort 16 hraða geisladrif Sound Blaster 32 hljóðkort 120W hátalarar Windows 95 Auk þess fylgja með Lon og Don 6 íslenskir leikir, Intemetkynning hjá Xnet og 50% aísláttur af einu tölvu- námskeiði hjá Xnet Tonrúr TARGA B.T. Grensásvogi 3 • Slmi B88 B900 • www.bttolvur.ls Rymum tyrir naustsenaingunum og seljum yfir 1500m2 með 40% afslætti Einnig afgangar frá kr. 600 m2. Opið iaugardaga frá kl. 10.00 til 14.00 ALFABORG ? Knarrarvogi 4 • Sími 568 6755 FORÐUNARSKOLI Poris Byltingarkennd nýjung í háreyðingu Vatnsleysanlegt vaxfyrir örbylgjuofn: Hitunartími um 20 sekúndur! Hitaskynjari á vaxfyllingunni! Vaxrestar og rúlluhausinn þrifinn með vatni! Þægileg, langtíma háreyðing! fœst íflestum apólekum. Pg,is Dreifing: íslenska innflutningsfélagið, sími 588 5508 Grunnförðun Ljósmyndaförðun Tískuförðun Kvikmyndaförðun Leikhúsförðun snyrti- og förðunarmeistari Dag- og kvöldskóli 6 og 12 vikno nómskeið. Einnig bjóðum við upp á kcnnslu fyrir hópa og einstaklinga. Upplýsingar og innritun i síma 565 4661 og 551 9217 milli kl.l 6 og 20 á virkum dögum. Tveir meistarar með margra ára starfsreynslu innanlands ag utan. hárkollu- og förðunarmeistari BOURJOIS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.