Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓINIVARP Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson EINAR Arnason menningarfulltrúi Seyðisfjarðar. HÖFUÐIÐ á Friðriki Þór Friðrikssyni höggvið í stein. * Islensk kvikmynda- hátíð á Seyðisfirði ÍSLENSK kvikmyndahátíð, sú stærsta í sög- unni, verður haldin á Seyðisfirði dagana 15.-31. ágúst. Hátíðin er haldin í tilefni listasumars á Seyðisfirði, og munu sýningar fara fram í félagsheimilinu Herðubreið, þar sem er ágætis kvikmyndasalur. Hátíðin stendur yfir í 16 daga, og verða sýndar jafnmargar ísienskar kvikmyndir hver í eitt skipti. „Miðaverð er einungis 400 krónur og er þetta því einstakt tækifæri fyrir marga sem enn hafa ekki séð þessar kvikmyndir," sagði Einar Arnason, menn- ingarfulltrúi Seyðisfjarðar, í samtali við Morgunblaðið. Opnunarmynd hátíðarinnar er Böm nátt- úrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson, en hátíðin er unnin í samvinnu við hann. „Því miður kemst Friðrik Þór ekki á opnunarhá- tíðina, þar sem hann er staddur í Noregi. En við höfum höfuðið á honum höggvið í stein eftir Pál á Húsafelli, sem verður að duga þar til Friðrik kemur til baka,“ sagði Einar. Lokamynd hátíðarinnar er Hvítir mávar eftir Jakob F. Magnússon, en sú mynd var tekin upp á Seyðisfirði. Eins og skepnan deyreítir Hilmar Oddsson er líka á hátíð- inni, en hún var tekin upp í Loðmundar- firði. Iljöflaeyjan hefur ekki ennþá verið sýnd hér á Seyðisfirði, og það á við um aðrar myndir á hátíðinni líka. Fólk er því að sjá margar kvikmyndanna í fyrsta sinn. Þetta verður góð tilbreyting fyrir Seyðfirð- inga og aðra Austfirðinga sem ekki fá oft tækifæri til að fara í bíó,“ sagði Einar Arna- son að lokum. lBLAÐAUKI AÐLÆRA MEIRA Framboð á námi og tómstundaiðju af ýmsu tagi er margvíslegt og fer vaxandi og sífellt fleiri sjá nauðsyn þess að auka menntun sína bæði til gagns og gamaus. í blaðaukanum Að læra meiraverður m.a. bugað að ljölbreyttum möguleikum þeirra sem vilja bæta mennt- im sína, stunda starfstengt nám eða læra eitthvað alveg nýtt og eignast nýja kunn- ingja um leið. Fyrrverandi nemendur skýra frá reynslu sinni og kennarar og ráðgjafar segja frá því sem í boði er. Meðal eíhis: • Gildi sí- og endurmenntunar • Tungumálanám • Stjómun, samskipti og fjármál • Tölvunám • Matur og vínmenning • Listir og bókmenntir • íþróttir og dans • Afþreying • Viðtöl o.fl. Smmudagiiiii 24. ágást Skilafrestur auglýsingapantaua er til ld. 12.00 ínáiiudagiiin 18. ágúst. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1111 eða í bréfesíma 569 1110. kjami málsins! MYNDBÖND Helvíti eitur- lyfjanna Á villigötum (Sweet Nothing) D r a m a ★ ★ Framleiðandi: Concrete Films. Leikstjóri: Gary Winick. Handrits- höfundur: Lee Drysdale. Kvik- myndataka: Makoto Watanabe. Tónlist: Steven M. Stern. Aðalhlut- verk: Michael Imperioli, Mira Sor- vino og Paul Calderon. 86 mín. Bandaríkin. Warner Bros./Warner myndir 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. ANGEL er hamingjusamlega gift- ur og vinnur á Wall Street. Hann vantar þó alltaf pen- inga til að geta gefið konu sinni og tveim- ur bömum það sem þau þurfa. Hann byijar að selja eitur- lyf og brátt fer að halla á ógæfuhliðina hjá kauða, því hann verður sjálfur háður efninu. Hér er ekki ný saga á ferð, og heldur ekki nógu frumleg til að skera sig úr hópi kvikmynda sem íjalla um erfiðan heim eiturlyfjanna. Án þess að vera sjálf sérfræðingur í einkennum eiturlyfjasjúklinga, hef ég það á tilfinningunni að hér sé ekki gefin raunsæ mynd af eitur- lyfjasjúklingi, og þá fellur boðskapur myndarinnar um sjálfan sig. Imperioli er ansi góður í hlutverki Angels, og þótt þessi leikari sé ekk- ert sérstakt glæsimenni, er hann ansi viðkunnanlegur og hæfileika- ríkur. Mira Sorvino hefur sýnt það og sannað að hún er góð leikkona. Hér er þó eins og hún sé ekki alltaf í nógu góðu stuði, og er mjög mis- tæk. Sæt er hún þó stúlkukindin. Leikstjórn myndarinnar er alls ekki lýtalaus, og stundum er hálf- gerður bernskubrgaur yfir henni. Myndin er þó ansi átakanleg á köfl- um, og heldur áhorfandanum við efnið. Hildur Loftsdóttir MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Matthildur Tortímandinn (Matilda)-k ★ ★ (Terminator)'k ★ Sonur forsetans Smokkaleit (First Kid)~k ★ ★ 'h (Bóoty CSIIJ-kVr Leitin að lífshamingjunni Leiðin á toppinn (Unhook the Stars)-k ★ ★ 'h (That Thing You Do)k ★ ★ í deiglunni Feigðarengillinn (The Crucible)-k ★ ★ 'h (Dark Angel) ★ 'h Tvö andlit spegils Afdrifaríkt framhjáhald (The Mirror Has Two Faces)-k ★ ★ (Her Costly Affair)-k Ógnarhraði Evita (Runaway Car)k ★ (Evita)k ★ 'h Lífið eftir Jimmy Huldublómið (AfterJimmy)-k ★ ★ (Flor De MiSecreto)k ★ 'h Bundnar íslenskar stuttmyndir (Bound)-k ★ ★ ★ ★ ★ Ókyrrð Dagsljós (Turbulence)'/2 (Daylight)-k ★ 'h Hatrinu að bráð Sporhundar 2 (Divided byHate)-k 'h (Bloodhounds 2)k ★ 'h Gullbrá og birnirnir þrír Ærsladraugar (Goldilocks and the Three Bears)k 'h (The Frighteners)k ★ ★ 'h Þruma Svindlið mikla (Blow 0ut)k ★ ★ Vi (The Big Squeeze)k ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.