Morgunblaðið - 17.08.1997, Síða 52

Morgunblaðið - 17.08.1997, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓINIVARP Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson EINAR Arnason menningarfulltrúi Seyðisfjarðar. HÖFUÐIÐ á Friðriki Þór Friðrikssyni höggvið í stein. * Islensk kvikmynda- hátíð á Seyðisfirði ÍSLENSK kvikmyndahátíð, sú stærsta í sög- unni, verður haldin á Seyðisfirði dagana 15.-31. ágúst. Hátíðin er haldin í tilefni listasumars á Seyðisfirði, og munu sýningar fara fram í félagsheimilinu Herðubreið, þar sem er ágætis kvikmyndasalur. Hátíðin stendur yfir í 16 daga, og verða sýndar jafnmargar ísienskar kvikmyndir hver í eitt skipti. „Miðaverð er einungis 400 krónur og er þetta því einstakt tækifæri fyrir marga sem enn hafa ekki séð þessar kvikmyndir," sagði Einar Arnason, menn- ingarfulltrúi Seyðisfjarðar, í samtali við Morgunblaðið. Opnunarmynd hátíðarinnar er Böm nátt- úrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson, en hátíðin er unnin í samvinnu við hann. „Því miður kemst Friðrik Þór ekki á opnunarhá- tíðina, þar sem hann er staddur í Noregi. En við höfum höfuðið á honum höggvið í stein eftir Pál á Húsafelli, sem verður að duga þar til Friðrik kemur til baka,“ sagði Einar. Lokamynd hátíðarinnar er Hvítir mávar eftir Jakob F. Magnússon, en sú mynd var tekin upp á Seyðisfirði. Eins og skepnan deyreítir Hilmar Oddsson er líka á hátíð- inni, en hún var tekin upp í Loðmundar- firði. Iljöflaeyjan hefur ekki ennþá verið sýnd hér á Seyðisfirði, og það á við um aðrar myndir á hátíðinni líka. Fólk er því að sjá margar kvikmyndanna í fyrsta sinn. Þetta verður góð tilbreyting fyrir Seyðfirð- inga og aðra Austfirðinga sem ekki fá oft tækifæri til að fara í bíó,“ sagði Einar Arna- son að lokum. lBLAÐAUKI AÐLÆRA MEIRA Framboð á námi og tómstundaiðju af ýmsu tagi er margvíslegt og fer vaxandi og sífellt fleiri sjá nauðsyn þess að auka menntun sína bæði til gagns og gamaus. í blaðaukanum Að læra meiraverður m.a. bugað að ljölbreyttum möguleikum þeirra sem vilja bæta mennt- im sína, stunda starfstengt nám eða læra eitthvað alveg nýtt og eignast nýja kunn- ingja um leið. Fyrrverandi nemendur skýra frá reynslu sinni og kennarar og ráðgjafar segja frá því sem í boði er. Meðal eíhis: • Gildi sí- og endurmenntunar • Tungumálanám • Stjómun, samskipti og fjármál • Tölvunám • Matur og vínmenning • Listir og bókmenntir • íþróttir og dans • Afþreying • Viðtöl o.fl. Smmudagiiiii 24. ágást Skilafrestur auglýsingapantaua er til ld. 12.00 ínáiiudagiiin 18. ágúst. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1111 eða í bréfesíma 569 1110. kjami málsins! MYNDBÖND Helvíti eitur- lyfjanna Á villigötum (Sweet Nothing) D r a m a ★ ★ Framleiðandi: Concrete Films. Leikstjóri: Gary Winick. Handrits- höfundur: Lee Drysdale. Kvik- myndataka: Makoto Watanabe. Tónlist: Steven M. Stern. Aðalhlut- verk: Michael Imperioli, Mira Sor- vino og Paul Calderon. 86 mín. Bandaríkin. Warner Bros./Warner myndir 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. ANGEL er hamingjusamlega gift- ur og vinnur á Wall Street. Hann vantar þó alltaf pen- inga til að geta gefið konu sinni og tveim- ur bömum það sem þau þurfa. Hann byijar að selja eitur- lyf og brátt fer að halla á ógæfuhliðina hjá kauða, því hann verður sjálfur háður efninu. Hér er ekki ný saga á ferð, og heldur ekki nógu frumleg til að skera sig úr hópi kvikmynda sem íjalla um erfiðan heim eiturlyfjanna. Án þess að vera sjálf sérfræðingur í einkennum eiturlyfjasjúklinga, hef ég það á tilfinningunni að hér sé ekki gefin raunsæ mynd af eitur- lyfjasjúklingi, og þá fellur boðskapur myndarinnar um sjálfan sig. Imperioli er ansi góður í hlutverki Angels, og þótt þessi leikari sé ekk- ert sérstakt glæsimenni, er hann ansi viðkunnanlegur og hæfileika- ríkur. Mira Sorvino hefur sýnt það og sannað að hún er góð leikkona. Hér er þó eins og hún sé ekki alltaf í nógu góðu stuði, og er mjög mis- tæk. Sæt er hún þó stúlkukindin. Leikstjórn myndarinnar er alls ekki lýtalaus, og stundum er hálf- gerður bernskubrgaur yfir henni. Myndin er þó ansi átakanleg á köfl- um, og heldur áhorfandanum við efnið. Hildur Loftsdóttir MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Matthildur Tortímandinn (Matilda)-k ★ ★ (Terminator)'k ★ Sonur forsetans Smokkaleit (First Kid)~k ★ ★ 'h (Bóoty CSIIJ-kVr Leitin að lífshamingjunni Leiðin á toppinn (Unhook the Stars)-k ★ ★ 'h (That Thing You Do)k ★ ★ í deiglunni Feigðarengillinn (The Crucible)-k ★ ★ 'h (Dark Angel) ★ 'h Tvö andlit spegils Afdrifaríkt framhjáhald (The Mirror Has Two Faces)-k ★ ★ (Her Costly Affair)-k Ógnarhraði Evita (Runaway Car)k ★ (Evita)k ★ 'h Lífið eftir Jimmy Huldublómið (AfterJimmy)-k ★ ★ (Flor De MiSecreto)k ★ 'h Bundnar íslenskar stuttmyndir (Bound)-k ★ ★ ★ ★ ★ Ókyrrð Dagsljós (Turbulence)'/2 (Daylight)-k ★ 'h Hatrinu að bráð Sporhundar 2 (Divided byHate)-k 'h (Bloodhounds 2)k ★ 'h Gullbrá og birnirnir þrír Ærsladraugar (Goldilocks and the Three Bears)k 'h (The Frighteners)k ★ ★ 'h Þruma Svindlið mikla (Blow 0ut)k ★ ★ Vi (The Big Squeeze)k ★

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.