Morgunblaðið - 17.08.1997, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR
KVIKMYNDIR/Kringlubíó og Bíóborgin sýna grínspennumyndina Nothing; to Lose með
þeim Martin Lawrence og Tim Robbins í aðalhlutverkum. Myndin er sambland af þjóðfé-
lagsádeilu, ærslafullu gríni, drama og spennu. Leikstjóri myndarinnar er Steve
Oedekerk, en hann hefur átt þátt í gerð margra vinsælustu gamanmynda síðari ára.
NICK er nánast frávita af örvinglun þegar hann
tekur forviða hílræningjann sem gísl.
II
»|i| » Wk : 1
ÞEIR Nick og T. Paul ræna m.a. verslun
á ævintýralegu ferðalagi sínu.
STEVE Oedekerk leikstjóri Nothing to Lose.
NI MYNDINNI leiða
saman hesta sína tveir af
toppleikurum samtím-
ans, þeir Martin
Lawrence og Tim Robbins. Þeir
leika menn sem gæfan hefur snúið
baki við, en þrátt fyrir það vilja
þeir fara eftir settum reglum sam-
félagsins og breyta rétt, jafnvel
þegar þeir brjóta allar reglur,
lagabókstafi og hefðir.
Það lítur helst út fyrir að líf
Nick Beam (Tim Robbins), sem er
framkvæmdastjóri á auglýsinga-
stofu, geti ekki orðið öfugsnúnara.
Tengsl hans við raunveruleikann
rofna endanlega þegar hann kem-
ur að eiginkonu sinni Ann (Kelly
Preston) í áköfum ástarleikjum
með eiganda auglýsingastofunnar
á heimili þeirra hjóna. Nánast frá-
vita af örvinglun ekur Nick á brott
en það er með naumindum að
hann sé fær um að aka bíl hvað þá
annað í þessu hugarástandi. Þegar
hann situr ringlaður og viðutan og
bíður eftir grænu ljósi á gatnamót-
um ræðst skyndilega bflræningi
með byssu á lofti inn í bflinn,
en þar er kominn á vettvang^
hinn málglaði T. Paul (Martin
Lawrence). Þar sem Nick er
þegar kominn yfír þau mörk í líf-
inu að eitthvað skipti hann máli
lætur hann alla skynsemi fjúka út
í veður og vind og snýr dæminu
við þannig að hann tekur forviða
bflræningjann sem gísl. Á langri
vegferð þeiira kumpána þar sem
ýmislegt óvænt gerist þróast svo
smám saman vinátta með þessum
ólíku samferðamönnum sem hafa
engu að tapa.
Leikstjóri Nothing to Lose er
Steve Oedekerk og er hann jafn-
framt höfundur kvikmyndahand-
ritsins. „Sagan varð til út frá hug-
myndinni um það hvað myndi ger-
ast ef á verstu stundu lífs þíns,
þegar þú vildir helst vera dauður,
birtist skyndilega ræningi sem
hótaði að drepa þig. Þá eru allt í
einu engin takmörk fyrir því hvað
þú myndir láta eftir þér að gera,“
segir Oedekerk.
Hann hefur upp á síðkastið
tryggt sig rækilega í sessi sem
einn helsti leikstjóri gamanmynda
í Bandaríkjunum um þessar
mundir. Hann hóf feril sinn sem
höfundur gamanefnis m.a. í sjón-
varpi, en stóra tækifærið kom þeg-
ar hann vann með Jim Carrey að
gerð Ace Ventura, Pet Dedeetive
árið 1994. Velgengni myndarinnar
varð til þess að Carrey fékk
Oedekerk til að skrifa handritið og
leikstýra myndinni Ace Ventura:
When Nature Calls ári síðar. Með-
al handrita sem Oedekerk hefur
skrifað eru The Nutty Professor
sem Eddie Murphy lék aðalhlut-
verkið í og Patch með Robin Willi-
ams í aðalhlutverki.
Martin Lawrence var vel
þekktur úr bandarísku sjónvarpi
og aukahlutverkum í nokkrum
kvikmyndum þegar hann sló fyrst
TVEIRA
NIPEINU
í gegn í myndinni Bad Boys (1995)
þar sem hann lék á móti Will
Smith. í sjónvarpinu hefur hann
verið með grínþátt sem kallast
einfaldlega Martin, en hann hefur
jafnframt farið með hlutverk í
kvikmyndunum Do the Right
Thing, sem Spike Lee leikstýrði.
House Party, House Party 2 og
þá lék hann á móti Eddy
Murphy í Boomerang. Eftir
að hafa leikið í Bad Boys lék
Lawrence í myndinni A
Thin Line Between Love
and Hate, en hann samdi
jafnframt handrit
myndarinn-
ar, leik-
stýrði henni
framleiddi.
Lawrence er fædd-
ur í Þýskalandi en hann
ólst upp í Maryland í
Bandaríkjunum. Það var kenn-
ari hans sem ráðlagði honum
að reyna fyrir sér sem grínisti
og svo fór að lokum að hann
reyndi fyrir sér í klúbbi á
Manhattan. Hann vann svo
fljótlega til verðlauna í hæfi-
leikakeppni og ekki leið á löngu
þar til hann var kominn á samn-
ing hjá Columbia Pietures. Hann
hefur þrisvar sinnum flutt grín
sitt á sviði í Radio City Music
Hall, og þar sló hann aðsóknarmet
sem Eddie Murphy átti áður.
Lawrence þykir nokkuð ódæll
og hefur hann nokkrum sinnum
verið handtekinn vegna óspekta.
Síðastliðið vor var hann tekinn og
ákærður fyrir að hafa barið mann
á næturklúbbi í Los Angeles, og í
fyrravor var hann handtekinn
fyrir að gera hróp að bílum,
vopnaður skammbyssu, á gatna-
mótum í borginni. Þá var hann
einnig handtekinn í fyrrasumar
þegar hlaðin skammbyssa fannst
í farangri hans á flugvellinum í
Burbank.
Það er nokkuð stórt stökk
frá því að leikstýra myndinni
Dead Man Walking og leika hlut-
verk Nick Beam í Nothing to
Lose. Þetta gaf hins vegar
Tim Robbins kærkomið tæki-
færi til að sýna hæfni sína
sem gamanleikari, en það
hefur hann m.a. gert áður
í myndunum The Player, Bob Ro-
berts og Bill Dm'ham. Robbins
ólst upp í Greenwich Village í New
York, sonur þekkts þjóðlaga-
söngvara, Gil Robbins úr hljóm-
og
sveitinni The Highwaymen. 12 ára
gamall var hann farinn að troða
upp á götum úti með tilraunaleik-
hópum. 19 ára gamall ákvað Tim
að hleypa heimdraganum og flytj-
ast til Los Angeles þar sem hann
innritaðist í leiklistardeild UCLA-
háskólans.
Á námsárunum gekkst hann
fyrir stofnun tilraunaleikhúss
nemenda, var listrænn stjórnandi
hópsins um skeið og liðlega tvítug-
ur var Tim Robbins tilnefndur
sem leikstjóri til eftirsóttustu leik-
húsverðlauna stórborgarinnar.
Robbins hefur fengist við
kvikmyndaleik í á annan áratug og
leikið í myndum á borð við Bull
Durham, Jacob’s Ladder, Cadillac
Man, Miss Firecracker, Five
Corners, Erik the Viking, The
Sure Thing, Tapeheads (þar sem
hann samdi einnig tónlistina),
Hudsucker Proxy, I.Q. og
Shawsank Redemption, en einnig
hefur hann farið með smáhlutverk
í Top Gun og Jungle Fever.
Undanfarin ár hefur vegur
Robbins farið vaxandi, bæði sem
leikara og leikstjóra. Undir stjórn
Roberts Altmans hefur hann sýnt
stórkostlegan leik í þrígang, fyrst
í The Player, en fyrir aðalhlut-
verk í þeirri mynd var hann val-
inn besti leikarinn á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes árið 1992 og
var tilnefndur til Golden Globe-
verðlauna. Sama ár hlaut hann
frábæra dóma fyrir fyrstu kvik-
myndina sem hann leikstýrði og
ritaði handrit við, myndina um
lýðskrumarann Bob Roberts
og klifur hans upp metorða-
stigann í bandarískum stjórn-
málum.
Árið 1993 sló Robbins
j enn í gegn undir stjórn Alt-
mans, nú í Short Cuts, og þá
getur enginn kennt frammi-
stöðu hans í aðalhlutverki
Hudsucker Proxy eftir Coen-
bræður um það að sú mynd stóð
ekki undir væntingum. Árið 1994
var svo frumsýnd myndin Shaws-
hank Redemption þar sem Robb-
ins fór á kostum ásamt Morgan
Freeman. Þriðja verkefni hans í
mynd eftir Robert Altman var svo
árið 1994 í myndinni Pret Á Port-
er.
Árið 1995 var frumsýnd
myndin Dead Man Walking, sem
Robbins leikstýrði og eiginkona
hans, Susan Sarandon lék aðal-
hlutverk í ásamt Sean Penn.
Robbins var jafnframt framleið-
andi myndarinnar, auk þess sem
hann skrifaði kvikmyndahandritið.
Hann var tilnefndur til ósk-
arsverðlauna fyrir leikstjórnina og
einnig hlaut hann tilnefningu til
Golden Globe verðlaunanna. í
undirbúningi er að Robbins leik-
stýri þriðju mynd sinni, en þar
mun vera um að ræða mynd sem
gera á eftir leikritinu The Cradle
Will Rock sem sýnt var á Broad-
way árið 1937.