Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 37
. I J 0 0 i i i 0 H i 0 4 i i : i 4 4 4 4 J morgunblaðíð' MIIMIMINGAR STEINGRIMUR FRIÐRIKSSON + Steingrímur Friðriksson fæddist í Pottagerði í Skagafirði 26. júní 1906 og andaðist á heimili sínu, Freyju- götu 32, Sauðárkróki, 2. ágúst síðastliðinn. og fór útför lians fram frá Sauðárkrókskirkju 9. ágúst. Hann Steingrímur ömmubróðir minn kvaddi þennan heim eins og hann lifði, hægt og hljótt. Það fór ekki mikið fyrir Steina frænda en því meira var í hann spunnið. Mér fannst alltaf svo gaman að heyra hvað frændi hafði til málanna að leggja og beið jafnan spennt eftir að aðrir lykju sér af. Hann Steini var ekkert að gaspra að óþörfu en hugsaði sitt og var ósjaldan manna fróðastur um umræðuefnið þegar hann loks lagði orð í belg. Fáir fylgdust eins vel með fréttum, einkum pólitískum, og ekki kom maður að tómum kofunum þegar vísur og ljóð voru annars vegar. Þrátt fyrir að oft væru miklar ijarlægðir á milli okkar hafði Steini beint og óbeint áhrif á okkur systk- inin í uppvextinum. Við erfðum efalaust talsvert af gildismati hans og veraldarsýn gegnum pabba sem hann gekk snemma í föður stað og öll litum við upp til hans sem fyrirmyndar í lífi og starfi. Fáir áttu eins traust og kræleiksríkt faðmlag og eins hlýja kveðju og frændi. Alltaf fylgdist hann með gleði manns og sorgum þó að úr fjarlægð væri. Ég tel mig ríkari af því að hafa fengið að kynnast Steina og sakna þess að börnin mín fá ekki að njóta hans á sama hátt. Það er erfitt að vera ekki heima á íslandi núna en við Sigurður sendum ástvinum frænda okkar innilegustu samúðarkveðjur yfir hafið. Guð blessi minningu Stein- gríms Friðrikssonar. Anna Kristín Ólafsdóttir. ÓMAR ÖRN EYSTEINSSON + Ómar Örn Eysteinsson sjó- maður fæddist í Hafnar- firði 17. desember 1954. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 27. júlí síðastliðinn. Útför Ómars fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði hinn 1. ágúst síðastliðinn. í öllu veraldarvafstrinu frá degi til dags á ég það til að hugsa um dauðann og er forvitin um hann. Við dauðlegir menn vitum hvað lífíð er, en dauðinn er okkur hulin ráðgáta, við höfum hugsunina um hann í hæfilegri fjarlægð og kannski þess vegna er það reiðar- slag fyrir okkur þegar einhver nákominn deyr. Eitt hef ég marg- oft rekið mig á hjá fólki sem lifir annað fólk: það upphefur hina látnu manneskju, malar um hvað þetta var frábær manneskja, hafði allt til að bera og svo eru samskipt- in tíunduð með tilheyrandi tára- flóði - sem oft og tíðum voru lítil sem engin. Og hin látna ráfaði jafnvel í lifandi lífi vinafá og snauð og ekki metin að verðleikum fyrr en eftir dauðann. Er mér voru sögð tíðindin um fráfall Ómars fylltist ég tómlegri saknaðartilfinningu. Sú staðreynd að aldrei aftur ætti ég eftir að hitta þennan vin, verða aðnjótandi þeirrar kátínu sem ein- kenndi alla hans framkomu, vakti mér sorg. Og mér varð það á að hugsa: Hvers vegna hann þegar svo margir aðrir hefðu mátt fara? En svona þankagangur á engan rétt á sér, þetta á fyrir okkur öllum að liggja og sú óhrekjanlega stað- reynd á að styðja okkur í því að lifa jákvætt. Lifa í sátt og sam- lyndi við hvert annað og sjálf okk- ur, því fátt er ömurlegra en að lifa með samviskubit. Lítum á hvem dag sem þann síðasta sem færir okkur dagsbirtu. Bryndís B. Guðbjartsdóttir. KJELD GALL J0RGENSEN + Keld Gall Jorgensen fædd- ist í Kaupmannahöfn 1. febrúar 1955. Hann lést 26. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kirkegárdskapellen í Óðinsvéum 1. júlí. Ég kom til íslands og fékk þá að vita, að Keld Gall Jergensen hefði látist 26. júní síðastliðinn í Danmörku. Ég kynntist Keld í Reykjavík þegar við vorum við nám í íslensku fyrir erlenda stúdenta í Háskóla íslands árin 1981-1983. Keld var fyndinn og gamansamur, hlýr og tilfinninganæmur. Hann var örlát- ur, traustur og sjálfsagður vinur. Það var mikils virði að eiga svoleið- is vin, þegar ég dvaldist í nýju landi. Tilfinningar tómleika, ráðleysis og saknaðar leita til mín þegar ég reyni að skilja, að Keld býr ekki á meðal manna lengur. Ég vil kveðja þig, Keld, þegar ég er hér á íslandi. Tíminn hefur liðið og við útlendingar sem vorum hér fórum hver í sína áttina. Þegar maður leitar aftur til staða og manna, sem hafa haft mikil áhrif á mann, er eins og tíminn standi í stað. Eftir að ég fluttist heim til Svíþjóðar eftir tvö og hálft ár hér fannst mér í huganum stundum ég vera komin aftur til íslands. Þegar við töluðum um það sagðir þú: „Sál- in er ekki alltaf eins fljót að ferð- ast og líkaminn." Fyrir mér munt þú alltaf vera hér einhvers staðar - tengdur landinu eins og grjótið, og blómin sem vaxa á milli steina. Minningin um þig er og verður lif- andi. Hillevi Torell, Uppsala, Svíþjóð. Brúðhjón Allur borðbiínaður - Glæsileg gjafavdra Briíóarhjóna lislar ^oaeny(\\v\V VERSLUNIN Laiigavegi 52, s. 562 4244. ______________SUNNUDÁGUR T 7: ÁGÚST Jðð7' 3TN FRÉTTIR Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir MARGIR voru við athöfnina í Sauðaneskirkju. Prófastsvígsla í Sauðaneskirkju Þórshöfn. Morgunblaðið. ÞAÐ VAR bjart yfir Þórshöfn í sól og sunnanblíðu þegar biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason, heimsótti byggðina í þeim til- gangi að vígja sr. Ingimar Ingi- marsson til prófaste í Þingeyjar- prófastsdæmi. Sr. Örn Friðriks- son lét af embættinu um síðustu mánaðamót sökum aldurs. Vígslan fór fram í Sauðanes- kirkju við hátíðlega messu sl. sunnudag og las þar sr. Örn Friðriksson, fráfarandi prófast- opnuð á Sclfossi. Morgunblaðið. Álnavörubúðin hefur opnað útibú á Selfossi. Eigendur Álnavörubúðar- innar eru hjónin Þorkell Helgi Páls- son og Sólveig Guðmundsdóttir, en þau hafa rekið Álr.avörubúðina í Hveragerði síðastliðin 9 ár. Rekstraraðilar verslunarinnar á Selfossi eru þeir Olaf Forberg og Björgvin Þór Rúnarsson. Að sögn þeirra félaga eru ekki fyrirhugaðar neinar breytingar á því fyrirkomulagi sem verið hefur í Hveragerði. Þeir segja að Álnavörubúðin bjóði vörur á lægra verði en gengur og gerist. „Þetta er hægt með lítilli yfir- byggingu, engum auglýsingum og ^AJÚMFLÍSAR f' i V ilH mm Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 ur, erindisbréf prófasts. Hr. Ólafur Skúlason, biskup íslands, prédikaði og einnig þjónuðu við athöfnina sr. Li\ja Kristín Þor- steinsdóttir, prestur á Raufar- höfn, og sr. Eðvarð Ingólfsson, prestur á Skinnastað í Öxar- firði. Aðrir prestar prófastsum- dæmisins sem voru við athöfnina voru sr. Pétur Þórarinsson í Laufási ásamt eiginkonu sinni og sr. Sigurður Ægisson á Grenj- aðarstað í Aðaldal. Einsöngvari Selfossi hagstæðum vöruinnkaupum" segir Björgvin Þór, annar rekstraraðila verslunarinnar á Selfossi. Hann telur góðan rekstargrundvöll fyrir versl- unina á Selfossi. „Það er gífurlegur straumur ferðafólks í gegnum bæinn og á Selfossi er þjónustustigið hátt þannig að hingað kemur fólk úr nágrannabyggðarlögum til þess að versla, markaðurinn er stór og við erum mjög bjartsýnir á reksturinn," sagði Björgvin við messuna var Þuríður Vil- hjálmsdóttir frá Syðra-Lóni á Þórshöfn en undirleikari hennar og kirkjukórs Sauðaneskirkju var Kristján Davíðsson frá Vopnafirði. Eftir messu bauð sóknarnefnd nýlyörnum prófasti og gestum til hádegisverðar á veitingastof- unni Hafnarbarnum þar sem sr. Ingimar meðtók árnaðaróskir og hlýjar kveðjur frá öllum við- stöddum á þessum fagra degi. Buxur frá kr. 1.690. Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Barnafatnaður úr flisefnum íslensk framleiðsla Laugaveg 48 B (upp i lóðinni), simi 552 1220 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgnnblabib fæst ó Kastrnpflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Morgunblaðið/Sig. Fannar BJÖRGVIN Þór Rúnarsson og Olaf Forberg, sem reka Álnavörubúðina á Selfossi. Alnavörubúðm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.