Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Opinber lieimsókn forsetahjónanna, Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrínar til Finnlands Lengsta brú landsins opnuð Qlafur Ragnar Grímsson opnaði í gær Replot-brúna í Vasaléni. Ólafur Þ. Steph- ensen fylgist með opinberri heimsókn for- setahjónanna til Finnlands. OPNUNARATHÖFN Replot-brú- arinnar, lengstu brúar í Finnlandi, bar hæst á öðrum degi opinberrar heimsóknar forseta Islands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, og frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdótt- ur. Mestum hluta dagsins eyddu forsetahjónin í Vasaléni við Hels- ingjabotn, en þar er stór hluti íbú- anna sænskumælandi. Málþing um íslenskt atvinnulíf og menningu Forsetahjónin og hinir finnsku gestgjafar þeirra, Martti og Eeva Ahtisaari, héldu í gærmorgun frá Helsinki til Vasa með Fokkerfiug- vél finnska flughersins. Fyrsta verk forsetans í Vasa var að halda ræðu á málþingi um ís- lenzkt atvinnulíf og menningu, sem norræna félagið í Vasaléni stóð fyrir. íslandsvika stendur nú yfír í Vasa og sýningar, fyrirlestrar og menningarviðburðir henni tengdir skipta tugum. „Jákvæð sprenging" með samstarfi íslenzkra og finnskra fyrirtækja I ræðu sinni nefndi Ólafur Ragn- ar stöðu tölvu- og hugbúnaðariðn- aðarins á íslandi og í Finnlandi og að hvergi væri hærra hlutfall heim- ila og fyrirtækja tengt alnetinu en í löndunum tveimur. Forseti sagði að árangur beggja landa í efnahagsmálum, ekki sízt hvað varðaði útflutning, væri svo góður að athyglisvert yrði að verða vitni að þeirri ,jákvæðu sprengingu“ sem gæti orðið ef fyr- irtæki frá löndunum tveimur hæfu samstarf, ekki aðeins til að fá að- gang að íslenzka og finnska mark- aðnum, heldur einnig til að sækja í sameiningu inn á heimsmarkað- inn. „Eg vona að ráðstefnan hér í dag og heimsókn okkar leiði til þess að fyrirtæki og stjórnendur þeirra leggi sig fram um að kanna ýmsa möguleika á samstarfi milli landa okkar á sviði viðskipta og menningarmála," sagði Ólafur Ragnar. I umræðum á ráðstefnunni sagð- ist Ólafur Ragnar meðal annars sjá fyrir sér að finnskt timbur yrði unnið á íslandi með hjálp ódýrrar orku. Forsetarnir opnuðu Replot-brúna Eiginkonur forsetanna héldu á undan þeim til listasafns, sem hef- ur að geyma verk listamannsins Nándor Mikola. Þaðan héldu for- setahjónin til hinnar nýbyggðu Replot-brúar. Brúin tengir eyna Replot, þar sem um 2.000 Finn- landssvíar eru búsettir, við Vasa. Brúin er mikið og umdeilt mann- virki, sem kostaði um tvo milljarða íslenzkra króna. Hún er rúmur kílómetri að lengd og þar með lengsta brú í Finnlandi. Fánar landanna blöktu á bránni er forsetamir og konur þeirra komu þangað og fjöldi barna sem veifaði þjóðfánum ríkjanna fagnaði gestunum. Þeir Ólafur Ragnar og Ahtisaari opnuðu síðan brána fyrir umferð með því að klippa á borða í finnsku fánalitunum. Möguleikar á samstarfi í sj ávarútvegsmálum Þessu næst var haldið til fiski- hafnarinnar Svedjehamn og hélt Kjell Nybacka fiskimálastjóri þar stutta tölu um fiskveiðar á Kvark- en-svæðinu. Forsetahjónin sýndu erindi hans mikinn áhuga og spurðu í þaula, m.a. um fiskveiði- stjómun og útflutningsafurðir sjáyarátvegsfyrirtækja á svæðinu. I hádegisverði, sem Tom Westergárd lénshöfðingi og kona hans héldu til heiðurs forsetahjón- unum, sagði Ólafur Ragnar að vegna mikilvægis fiskveiða og - vinnslu í Vasaléni væri ástæða fyr- ir íslendinga að athuga möguleika á samstarfi og viðskiptum við fyrir- tæki á svæðinu. „Lítil þorpsveizla" til heiðurs Ahtisaari Síðdegis var haldið aftur til Helsinki. Þar bauð forseti Islands til kvöldverðar á Hotell Fiskar- torpet, til heiðurs Martti og Eevu Ahtisaari. Á borðum var íslenzkur matur, sem forsetahjónin höfðu með sér til Finnlands, framreiddur af íslenzkum matreiðslumönnum. I ræðu sinni orðaði Ólafúr Ragnar það svo að þama væri boðið til „lít- illar þorpsveizlu", þar sem afurðir bænda og fiskimanna væm á borð- um. Á matseðlinum var lunda- bringa með sveppum úr Hallorms- staðarskógi, fjallableikja í skelfisk- seyði, íslenzkt agúrkukrap, lamba- hryggur úr Dalasýslu og bláberja- skyr. Forsetinn sagði að aðalréttur- inn kæmi úr Dalasýslu, þar sem landkönnuðurinn Leifur Eiríksson hefði fæðzt. „Leifur fann, eins og vitað er, meginland sem hann kall- aði Vínland og sem skammsýnir menn kalla Ameríku," sagði Ólafur Ragnar. Einsöngvari í veizlunni var Sig- rán Hjálmtýsdóttir ópemsöngkona. Heimsókn íslenzku forsetahjón- anna hefur fengið nokkra umfjöll- un í finnskum fjölmiðlum, sýnu mesta í Vasabladet, sem gefið er út á sænsku í Vasaléni. Þar birtist í gær grein _um Island undir fýrir- sögninni „A eynni hans Ólafs vex enginn skógur“. Sú staðreynd þyk- ir Finnum, sem era umvafðir skógi, greinilega athyglisverð. Lehtikuva/Jyrki Tervo FORSETAR íslands og Finnlands, Ólafur Ragnar Grímsson og Martti Ahtisaari, klipptu í sameiningu á borða til marks um það að lengsta brú Finnlands væri formlega opnuð. Skynsamlegra að nota þriðja málið en að tala ekki saman Forseta íslands finnst skorta á frétta- heilindi Hufvudstadsbladet að geta þess ekki að fréttamaður blaðsins kaus að tala ensku Helsinki. Morgunblaðið. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, segir að ummæli sín um notkun ensku í norrænu samstarfi hafi verið slitin úr samhengi í viðtali, sem birtist í Hufvudstadsbladet í Finnlandi í síðustu viku. í viðtalinu, sem var tekið á Bessastöðum, segir undir millifyrir- sögninni „Tölum ensku á Norður- löndum" að forseti íslands tali skýra og auðskiljanlega skandinav- ísku. Hann skipti hins vegar um mál þegar finnskur blaðamaður spyrji á ensku og útskýri að nor- rænt samfélag sé ekki háð „skand- inavískunni." Blaðið hefur eftir Ólafi að ekkert sameiginlegt mál sé til á Norður- löndum. Honum hafi alltaf þótt skrýtið að íslendingar og Finnar tali mál þriðja nágrannaríkisins sín á milli, enska sé eðlilegri. Norrænt samfélag byggist á samfélagsgerð og gildum, ekki sameiginlegri tungu. „Það er goðsögn að við á Norður- löndum skiljum mál hvert annars," hefur blaðið eftir forseta. Ólafur Ragnar hefur í Finnlands- heimsókn sinni eingöngu talað „skandinavísku". Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ekki væri rétt með farið hjá fréttamanninum. „Eg tel að ummæli mín í þessu blaði séu tekin úr samhengi og ekki farið rétt með það, sem ég sagði. Við ræddum einfaldlega um þá stað- reynd að ákveðinn hluti Finna treystir sér ekki til að halda uppi efnisríkum samræðum á sænsku eða öðram Norðurlandamálum og við vitum einnig að það er hluti íslend- inga, sem ekki treystir sér til að gera hið sama. Ég benti á að það væri þá skynsamlegra að nota joriðja málið en að tala ekki saman. Ég get tekið sem dæmi að finnska sjón- varpið sendi fréttamann til íslands í tilefni af þessari heimsókn og hún treysti sér ekki til að láta viðtalið við mig fara fram á sænsku, þótt ég byði henni það, heldur kaus hún sín vegna að láta samtalið fara fram á ensku, sem mér fannst ekki gott en það var val fmnska sjónvarpsins," segir Ólafur Ragnar. Hann segist í viðtalinu við blaða- manninn hafa lagt áherzlu á að menn yrðu að horfast í augu við þá staðreynd að hluti Norðurlandabúa treysti sér ekki til að eiga samræður á eigin máli, en gætu það á þriðja máli þótt það væri ekki norrænt. „Ég tel hins vegar að þessi fi-étta- maður á þessu ágæta blaði hafi tekið þessi ummæli, sem sum vora kannski í léttum dúr, úr samhengi og gert þau að aðalatriði. Ég tek einnig eftir því að hann gerir mál úr því að ég hafi svarað honum á ensku. Þessi ágæti fréttamaður frá blaði, sem gefið er út á sænsku, spurði mig hins vegar á ensku og talaði ekki orð í sænsku í allri heimsókn- inni til Bessastaða, heldur kaus hann sjálíúr að tala ensku allan tím- ann. Ég hafði því enga hugmynd um hvort hann skildi sjálfur sænsku eða ekki og mér finnst skorta á fréttaheilindi þessa sænska blaðs hér í Finnlandi að geta þess ekki að þess eigin blaðamaður kaus að tala ensku allan tímann, þótt allir aðrir fréttamenn í heimsókninni nema sá frá finnska sjónvarpinu töluðu sænsku." Ólafur Ragnar segist ekki telja neina ástæðu til að skipta um vinnu- tungumál í norrænu samstarfi. „Ég tel hins vegar að treysti menn sér ekki til að skilja hver annan á ein- hverju Norðurlandamáli sé betra að nota annað tungumál, til dæmis ensku eða þýzku, en að tala ekki saman.“ Ekki náðist í höfund viðtalsins í Hufvudstadsbladet, Stefan Brunow. Utanríkisráðherra í Helsinki Fyrir- tæki og stofnanir heimsótt HALLDÓR Ásgrímsson ut- anríkisráðherra hitti Jón Sig- urðsson, bankastjóra Nor- ræna fjárfestingarbankans, í Helsinki í gær og fulltráa þeirra stofnana sem eru með aðstöðu í húsakynnum bank- ans. Þær era Norræna um- hverfisfjármögnunarfélagið, Norræni þróunarsjóðurinn, Norræni verkefpaútflutnings- sjóðurinn, Norræna stofnunin í Helsinki og Norræna sam- starfsnefndin um vísindalega upplýsingamiðlun. Viðræður um samvinnu fyrirtækja fyrirhugaðar í fréttatilkynningu frá ut- anríkisráðuneytinu segir að allar þessar stofnanir séu þýð- ingarmiklar fyrir uppbygg- ingu íslensks atvinnulífs. Til- gangur viðræðnanna hafi m.a. verið sá að styrkja tengslin milli hinna norrænu stofnana og utanríkisþjónustunnar en með opnun sendiráðsskrif- stofu í Helsinki sé lagður grunnur að því. Ráðherrann átti einnig við- ræður við forystumenn fyrir- tækja í timbur- og pappírsiðn- aði ásamt embættismönnum og fulltráum Útflutningsráðs og fyrirtækja og skoðaði stærstu pappírsverksmiðju Finnlands í Kirkniemi. Frekari viðræður um mögulega samvinnu íslenskra og fínnskra fyrirtækja á þessu sviði fara fram á næstunni. Utanríkisráðherra flytur í dag erindi á ráðstefnu og sýn- ingu um hugbúnað og há- tækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.