Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 19 FERÐALÖG Skessan undir fossinum FAGNAÐ í helli skessunnar sem átti ketil fullan af gulli. REGNBOGI í hellinum. Hún var ekki meinvætt- ur en átti ketil fullan af gulli. Hún bjó í helli undir Fardagafossi. Gunnar Hersveinn gekk öxlina í F^arðar- heiði og heimsótti tröllkonuna góðu og spurði um gullið. UNDIR Fardagafossi hinum fagra í brún Fjarðarheiðar býr nátttröll sem fremur auðvelt er að heim- sækja. Gengið er til dæmis frá Egilsstöðum yfir Eyvindarárbrú og upp fjallsöxlina eins og leiðin lægi til Seyðisfjarðar. Leiðin er stikuð eftir þröngri tröð en í raun er nóg að fylgja Miðhúsaánni og byija við Folalda- foss. Ferð í sumarsól er heilnæm og hressandi með tæru fjallavatni, fagurgrænum gróðri og beijalyngi - en á miðri leið í miðri fjallshlíð- inni er Gufufoss! Og ég lít niður hengiflugið, svimar á brúninni - og feta mig svo áfram upp. Fardagafoss er efstur þriggja fossa í Miðhúsaá, sem fellur í Eyvindará sem rennur svo í Lagar- fljótið. Gömul mæli segja að úr hellinum í Fardagafossi liggi gangur í Seyðisfjörð og að ketti hafi einu sinni tekist að fara hann, en við leggjum ekki trúnað á slíkt! Úr helli skessu sem er falinn bak við fallvatnið í Fardagafossi, ber- ast aftur á móti drunur - en ekki nógu ógnvænlegar. Skessan undir fossinum er ekki meinvættur og er sögð eiga fullan ketil af guili - og ef til vill þess virði að leggja á sig ferð til hennar. Síðasti spölurinn í hellinn er varasamastur en samt ekki „að- eins fyrir hugrakka“ því keðjur eru negldar á klettaveggina. Var- lega er stigið í blautan jarðveginn og fastlega haldið, brátt blasir minnisopið við og gott að hoppa inn í þægilega stóran hellinn. Fossinn steypist niður fyrir framan augun en skessan er dauð og gullið horfið. Bak við vörðu í hellinum lá gestabók skessunnar. Sólin lýsti gegnum vatnið inn í hellinn og bjó til regnboga líkan húllahopphring utan um mig og ég óskaði mér. Á leiðinni til baka frétti ég að skessan hefði skömmu fyrir andlát sitt varpað gullinu á stall í miðjum Gufufossi, en á stallinum er djúpur skessuketill og hringiða. Enginn hefur haft hugrekki til að síga þar niður og kafa eftir gullinu, ekki ég heldur, ekki enn. Útsölulok Blússur frá kr. 1500. Kjólarfrá kr. 3.000 ELÍZUBÚÐIN skp°" Morgunblaðið/UG Lubbi leggur í langferð HUNDURINN Lubbi hefur mikið yndi af ferðalögum og kætist mjög þegar lagt er upp í langferð. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins rakst á Lubba og velunnara hans, Hinrik Morthens, voru þeir að leggja upp í göngu frá Múlaskála, sem stendur við Kollumúla í Lóns- öræfum. Lubbi er ekki aðeins gefinn fyrir göngur, hann vill líka aðstoða við burðinn og gengur jafnan með tvær tösk- ur á bakinu, þar sem komið er fyrir matnum hans og ýmsu smálegu sem mannfólkinu fylgir, t.d. drykkjarvatni. Það kemur fyrir að Lubbi verður sárfættur af göngu á egghvössu grjóti en hann lætur það ekki á sig fá, sleikir auma þófana að kvöldi dags og morguninn eftir er hann ólmur að halda áfram, finnst mann- fólkið helst til seint að koma sér af stað. SNYRTISTOFAN GUERLAIN IÓðingata 1 • 101 • Reykjavík I Sími 562 3220 « Fax 552 232o| Gönguskór fyrir minni og meiri- háttar gönguferðir. Verð frá 6.900 / Sími: 551 9800 og 551 3072 ÚTIVISTARBÚÐIIU viö Umferöarmiöstöðina GRANDFERÐIR Síðasta tœkifœrió í sumar Laugardagana 23. og 30. ágúst verða síðustu tcekifceri þessa sumars til þess að skella sér í hinarfrábceru „ Grandferðir“ Eyjaferðir Bókanir og upplýsingar i síma Einstaklingar og félagasamtök, pantið tímanlega. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.