Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sýnis- horn úr ævistarfi MYJVDHST llulduhólar MYNDVERK SVERRIR HARALDSSON Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 31. ágúst. Aðgangur 200 krónur, sýningarskrá 500 kr. SÝNISHORN úr ævistarfi, er nafn á umfangsmikilli úttekt á list Sverris Haraldssonar (1930-1985). Þetta er réttnefni, þótt yfírlitssýning væri ekki fjarri lagi, en á sýning- una vantar þó ýmislegt, helst strangflatatíma- bilið, geometríuna. Að auki voru ýmsir afar tregir til að lána mynd- ir sínar og það mun öðru fremur ástæða þess hve sýningin stendur stutt, lengur vildu einhverjir ekki sjá af þeim. Tilefnið er 10 ára afmæli Mosfells- bæjar, sem veitti fé til sýningarinnar, en hug- myndin er þó eldri og hefur Steinunn Mar- teinsdóttir haft veg og vanda af undirbúningi og uppsetn- ingu hennar. Yngri kynslóðir myndlistar- manna munu minna en skyldi þekkja til þessa listamanns hvers hæfileikar jöðruðu við þjóðsögu er hann var að taka út þroska, og lengi fram eftir ferlinum, en list hans tók ýmsum umbreytingum eins og annarra framsækinna lista- manna á þessum árum. Það er að öllum líkindum fylgifískur einangr- unar og minnimáttarkenndar, sem brýst út í nýjungagirni og vanmati á upprunanum og arfleifðinni. I því samhengi skal litið til þess, hve ung íslenzk myndlist var, og margt forvitnilegt að gerjast í útlandinu sem þá var svo langt í burtu. Ungir vildu eðlilega vera með og þátttak- endur í þessum leik, og hér sem annarsstaðar var einblínt á París, sem höfuðborg heimslistarinnar, suðupott nýjunganna. Eins og ástandið var á þessum einstreng- ingslegu tímum var afar erfítt ef ekki ógemingur fyrir framsæknar listspírur að fylgja ekki viðtekinni þróun. Áhrif sem komu annars staðar frá voru einfaldlega ekki tekin gild, jafnvel ekki Ítalíu sem þó átti að skipa mörgum framúr- skarandi myndlistarmönnum, hvað þá Norðurlöndum, París skyldi það vera. Þetta var svo stórum al- tækara en núviðhorfín sem bárust seinna frá Hollandi, þangað sem ný kynslóð listspíra streymdi á tíma- bili, því þá var listheimnurinn orðin til muna stærri og París einungis ein listaborgin af mörgum beggja vegna Atlantsála, og ekki sú hátt- skrifaðasta. Þýsk áhrif lengi for- dæmd, sem var í samræmi við tím- ana, jafnvel framúrskarandi mynd- listarmenn Parísarskólans, eins og Kees van Dongen; sem höfðu leiðst í að taka þátt í einni listsýningu í Þýskalandi á stríðsárunum, úti í kuldanum. Ekki skal litið fram hjá því, að svo til öll áhrif sem íslenzkir myndlistarmenn höfðu sótt út fyrir landsteinana á öldinni, áttu rætur að rekja til Parísarskólans. En óskeíkulleiki Parísarskólans ‘ var blekkingin stóra. Menn virtust hafa gleymt því eftir stríð, að þeg- ar árið 1928 var á ráðstefnu í Da- vos tekið fyrir möguleika á óskeik- ulleika vísindanna, og þarmeð fræðikenninga, að úrskurða eitt- hvað með fullri vissu. Frá þeim degi að segja, var ekki lengur hægt að loka augunum fyrir boðskap Einsteins um afstæði allra hluta, sem krafðist nýrra viðmiða og ann- arrar tegundar rökvísi sem tæki tilviljanamynstm- með í leikinn. Franski heimspeking- urinn Henri Bergsson, nóbelsverðlaunahöf- undur í bókmenntum 1927, hafnaði gáfum, jafnvel fordæmdi, en hélt fram hugsæi sem undirstöðu allrar þekk- ingar, taldi einfaldlega að menn gætu ekki höndlað kjarna hlut- anna með vitrænni sýn einvörðungu. Og enn hefur það gerst að menn taka hið vitræna og óskeikullega fram yfír hugsæið og nú með þeim þunga, að viðkom- andi hafna fyrri gildum, helst málverkinu, ásamt því að „óskeikular" harðsoðnar fræðikenningamar blómstra sem aldrei fyrr. vo var líka annað, sem olli ósjálfstæði okkar, sem var að fræðilegur grunnur íslenzkrar myndlistar var svo til enginn, fyi*ir utan eina framúrskarandi grein eftir Jón Stefánsson um eðli mynd- listarinnar, og ýmsar hugleiðingar djúpvitun-a hugsuða eins og Guð- mundar Finnbogasonar. En um ritaðar kenningar og stefnuyfirlýs- ingar listamanna, manifestation, ásamt vitrænni rökrfeðu sem hægt var að styðjast við var ekki að ræða. I öllu falli ekki í líkingu við það sem listamenn á hinum Norð- ui'löndum gátu sótt til, nefni hér einungis surrealistana í Kaup- mannahöfn og Halmstad, og Cobra málarana dönsku, og tímaritin Linien og Helhesten, hvar þeir viðruðu kenningar sínar og skoðan- ir um árabil. Þá voru félagsmál ís- lenzkra myndlistarmanna á afar frumstæðum reit, eiginlega megn- asta ólestri, þótt mikill meirihluti þeirra kenndi sig við félagshyggju. að er mikilvægt að líta til baka og gera sér grein fyrir jarðveg- inum á þeim tíma sem íslenzk sam- tímalist var að mótast, þá list Sverris Haraldssonar skal skoðuð ofan í kjölinn. Ungir voru afar virk- ir á sýningavettvangi og stórsýn- ingar einhverra þeiiTa með allt að 100 myndum af ýmsu tagi í Lista- mannaskálanum gamla nær árviss viðburður, og voru sumar mjög vel sóttar. Hins vegar vora þeir flestir alger börn í markaðssetningu, þótti jafnvel meðmæli í innsta hring inn- vígðra á heimslistina að selja lítið sem ekkert, og þykir enn. Þetta vora einstaklingar sem lögðu ómælt erfiði á sig til að geta sinnt list sinni og gengu hvorki að náms- lánum hér heima né vora á opin- bera framfæri í Hollandi líkt og kynslóðirnar sem fylgdu. I Ijósi þessa má vera undarlegt, hví þeir fá ekki notið sannmælis er sagan er skrifuð og að þeir skuli til sem telja sér skylt að gera minna en skyldi úr framlagi þeirra, sjást full- komlega yfír suma. Flest tínt til sem mönnum hugkvæmist til að gera hlut þeirra rýrari, jafnvel fundið að óviðjafnanlegu handverki og þeirri blekkingu beitt að grann- atriðin, innsæið og tilfinningin skipti ekki máli í núlistum. Þau sett að jöfnu við akademisma fyrri tíma, sem er staðleysa eins og alltaf er að koma fram. Þetta era allt eiginleikar sem Sverrir Haraldsson hafði ríkulega til að bera og hefur því síður verið í náðinni hjá hugmyndafræðingum seinni tíma, sem sjá sumir í honum rakið dæmi um tilgangsleysi hand- verksins. Sverrir hafði einstakt lag á að byggja upp myndheildir á rök- réttan hátt, og kom hér til meðfætt og afar næmt auga fyrir hlutföll- um, dálítið sem flestir verða að til- einka sér með þrotlausu erfiði, kæri þeir sig á annað borð um það. Ungur hafði hann mikinn hug á að vera virkur í núlistum tímanna og um skeið ánetjaðist hann strangfla- talistinni og fór hér létt með að byggja upp afar sannfærandi myndheildir. Jafnframt vann hann á líkum grunni í hagnýtri myndlist, sem nú nefnist auglýsingahönnun, design, og gerði þar mjög eftir- minnilega hluti. Seinna fór hann út í spraututækni og naut hér enn hinna fágætu hæfileika, slík vinnu- brögð höfðu ekki sést í íslenzkri myndhst og vöktu ómælda athygli og aðdáun. Seldi eina þessara mynda til Núlistasafnsins í París á æskulíðstvíæringnum 1964, sem var mikil upphefð. Um líkt leyti hafnaði hann glímunni við grann- mál málverksins einvörðungu og þá lá leiðin aftur til hlutvakinna forma sem hann færði stundum á þann veg í stflinn að nálgaðist surr- ealisma. Sverrir var ennfremur slíkur hæfileikamaður í hönnun hvers konar að hann hefði vafalítið náð mjög langt á því sviði í stærra þjóðfélagi hefði hann lagt hana fyr- ir sig. Um það era hugmyndir hans að húsgögnum til vitnis ásamt tálg- uðu skúlptúranum sem bera í sér lífsmögn ævintýrisins í ætt við líf- rænan arkitektúr í bland við ófreskar hugsýnir. Sverrir lá ekki á skoðunum sínum á fyrri félögum og aflaði sér því óvinsælda, og líkt og gerðist með Erró af svipuðum ástæðum, vora myndir hans ekki keyptar til Listasafns íslands síð- ustu áratugina sem hann lifði. engur alls ekki ef menn vilja búa til ímynd kringum íslenzka myndlistarhefð og virða landhelgi hennar, sem við eigum frekar að stækka og útfæra en þrengja að. Skyldi hin einhæfa bundna vinna ekki hafa átt sinn þátt í að Sverrir hafnaði strangflatalistinni, í þá vera að honum hefur fundist hann á leið að loka að sér, vera kominn út í hom um óbundna og frjálsboma listsköp- un, sem lá mun nær eðli hans? MÓÐIR náttúra, 1971 Teikning. Sverrir Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.