Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 27 LISTIR ' Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum „ÉG og Derrick“ eftir Karl Jóhann Jónson. Listsýning á Hótel Höfða í Ólafsvík Morgunblaðið. Ólafsvík. NYLEGA var opnuð sýning á verk- um nokkurra listamanna úr héraði á Hótel Höfða i Ólafsvík. Á henni eru málverk, lágmyndir, skúlptúrar og leirverk og er tilgangurinn með sýningunni sá að hlúa að menningu heimamanna. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru Alda Sigurðardóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Daníel Þorkell Magnússon, Einar Unn- steinsson, Guðjón Bjarnason, Hall- dór Ásgeirsson, Karl Jóhann Jóns- son, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Magn- ús Sigurðsson og Sigríður Gísladótt- ir á Bjarnarfossi í Staðarsveit, sem hefur jafnframt haft veg og vanda af sýningunni. Listviðburður sem þessi hefur ekki áður átt sér stað á Snæfells- nesi og binda menn vonir við að þeir megi verða sem tíðastir. Sýning- unni lýkur í lok ágúst. Klarinett og píanó á tónleikum í Hafnarborg RÚNAR Óskarsson klarínettuleik- ari og hollenski píanóleikarinn Sandra de Bruin halda tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20:30,. Á efnisskránni eru verk eftir De- bussy, Brahms, Alban Berg, Olav Berg og Francis Poulenc. Rúnar Óskarsson lauk kennara- og einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1993 og einleikaraprófi frá Sweelinck Conservatorium í Amsterdam í fyrra. Þá lauk hann kammermús- íkprófi frá Rotterdams Conservat- orium í sumar. Auk þess hyggst Rúnar ljúka bassaklarínettunámi á næsta ári frá Sweelinck Conser- vatorium. Hann hefur leikið með ýmsum hópum og hljómsveitum og leikur nú í fyrsta skipti á ís- landi síðan árið 1993. Hollenska útgáfufyrirtækið ARSIS CLASS- IS hefur gefið út geislaplötu með leik Rúnars þar sem meðleikarar SANDRA de Bruin og Rúnar Óskarsson. hans eru hollenskir listamenn. Sandra de Bruin hefur sérhæft sig í flutningi kammertónlistar og ljóðatónlistar og hefur leikið jöfn- um höndum nútíma- og eldri tón- list með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum, m.a. Het Neder- lands Theaterorkest. Á þessu ári komst Sandra í úrslit í Kiwanis- keppninni í Hollandi fyrir klarí- nettu og píanó. Orgeltón- leikar í Þor- lákskirkju KÁRI Þormar heldur einleikstón- leika í Þorlákskirkju á morgun, föstudag kl. 20.30. í tilkynningu segir: „Kári hefur haldið nokkra einleikstónleika hér á landi og erlendis og hlotið mjög góða dóma. Jón Ásgeirsson tón- skáld sagði nýlega í tónlistargagn- rýni sinni m.a. að Kári Þormar „muni þá tímar líða, taka sér sæti meðal hinna bestu“. Á tónleikunum mun Kári leika verk frá mismun- andi tímum m.a. eftir Bach, Pachel- bel, Jón Nordal og César Franck. Kári Þormar lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1993 og var Jónas Ingimundarson kennari hans. Sama ár lauk Kári burtfararprófi í orgel- leik undir leiðsögn Harðar Áskels- sonar organista í Hallgrímskirkju. Síðan þá hefur Kári Þormar stund- að framhaldsnám í kirkjutónlist og orgelleik við Robert Schumann tón- listarskólann í Diisseldorf í Þýska- landi. Fyrir stuttu hlaut hann styrk úr minningarsjóði Karls Sighvats- sonar.“ Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Sími 552 5744 Innheimt með gíróseðli elLBEX ELBEX Sjónvarps-, ‘ eftirlits- og öryggistæki. Kerfin eru stækkanleg. Láttu okkur annast öryggismálin Meðal viöskiptamanna okkar eru: Þjóöarbókhlaðan, sjúkrahús, heilsugæslustöövar, bílageymslur, frystihús, skip og bátar, kirkjur, verslanir o. fl. Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Simi 5622901 og 5622900 Bilskurs dagar Allt að 70% afsláttur* Morgtmblabib f«st á Kastrnpfhigvdli og Rábhústorgtnu JtotgwHiibÍb -kjarnl mábios! Rýmum fýrir nýjum vetrarvörum! Mikið útval af vönduðum vörum: GoreTex fatnaður, flísfatnaður, úlpur, hjólafatnaður, hjólatöskur, bakpokar, svefnpokar, tjöld, gönguskór, sandalar, viðlegubúnaður og margt fleira. Aðeins 26.-30. Póstsendum samdægurs Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík • Sími 561 2045 *staðgreitt Netfang skatabud@itn.is AUK / SÍA k739-131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.