Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 43 BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lesbókar- skáld Frá Tryggva V. Líndal: ÞAR EÐ margir hafa orðið til að draga í efa gildi Lesbókar Morgun- blaðsins sem skáldskaparvettvangs þykir mér vel til fallið að eyða nokk- uð af þeirri óvissu með því að tí- unda nöfn þeirra félagsmanna í Rithöfundasambandi íslands, sem ég man eftir að hafa séð efni eftir í Lesbók. (Reynast þeir þó eflaust miklu fleiri, ef betur er að gáð.) Þar eð helsta skilyrði fyrir inn- göngu í Rithöfundasamband ís- lands er að umsækjandi hafi gefið út tvær bækur með listrænu gildi má ætla að almenn þátttaka félags- manna RSÍ i einhverjum bók- menntamiðli gefi honum nokkurt almennt bókmenntagildi. Ég tek mið af félagatali því sem birt var í Fréttabréfi RSI á síðasta ári. Af þeim sem birta frumsamin ljóð í Lesbók einu sinni eða oftar á ári má nefna, auk undirritaðs: Hrafn A. Harðarson og Jón Val Jensson. Af þeim sem eru þar með ljóð annað eða þriðja hvert ár má nefna: Önnu S. Björnsdóttur, Anton Helga Jónsson, Auðun Braga Sveinsson, Árna Larsson, Bolla Gústafsson, Eggert E. Laxdal, Elísabetu Krist- ínu Jökulsdóttur, Gunnar Dal, Kristján Hreinsson og Matthías Johannessen. Af þeim sem eru með ljóð sjaldn- ar en þetta, en þó endrum og eins, má nefna: Einar Má Guðmundsson, Helga Sæmundsson, Hjört Pálsson, Ingimar Erlend Sigurðsson, ísak Harðarson, Jennu Jensdóttur, Jó- hann Árelíuz, Jóhann Hjálmarsson, Jón Óskar, Knud Ödegaard, Lárus Má Björnsson, Magnús Gestsson, Nínu Björk Árnadóttur, Ólínu Þor- varðardóttur, Steinunni Ásmunds- dóttur, Þorstein frá Hamri og Þur- íði Guðmundsdóttur. Af þeim sem hafa verið með greinar eða smásögur í Lesbók má að auki nefna: Agnar Þórðarson, Ásgeir Hannes Eiríksson, Björn Th. Björnsson, Böðvar Guðmundsson, Einar Pálsson, Flosa Ólafsson, Gísla J. Ástþórsson, Guðrúnu Helgadóttur, Gunnar Hersvein, Halldór Laxness, Ingu Huld Há- konardóttur, Jóhannes Helga, Jón Dan, Ólaf Ormsson, Sigurð Þór Guðjónsson, Þorstein Antonsson, Þorvarð Helgason, Þórð Helgason og Þórunni Valdimarsdóttur. Þá eru ótaldir þeir höfundar sem hafa fengið slíkt efni birt eftir sig í yfirlitsþáttum, eða bókaumfjöllun- um eða greinaskrifum í Lesbók eða annars staðar í Morgunblaðinu, en þeir eru margir í viðbót. Fróðlegt væri nú að fregna af því hvort aðrir miðlar hafi staðið sig betur í því að birta skáldskap eftir félagsbundna rithöfunda en einmitt Lesbók Morgunblaðsins! TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Gerum Islendinga að ljóðaunnendum Frá Rúnari Kristjánssyni: ÞAÐ VAR sannarlega með ólíkind- um að sjá það nýlega í Mbl. að hámenntaður bókmenntafræðingur skuli ekki hafa skyn á stuðlasetn- ingu. Vísa ég þar til greinar Arnar Ólafssonar sem birtist í blaðinu 30. júlí sl. Örn tekur dæmi af ljóði, í þeim tilgangi að sanna gildi form- leysu í ljóðagerð, en skilgreinir stuðl- að ljóð Tómasar sem óstuðlað. Það sýnir eindæma vankunnáttu hjá fræðingi á þessu sviði og reyndar komu fram fleiri atriði sem sýndu skort á ályktunarhæfni og þekkingu. Þetta er þeim mun athyglisverðara vegna þess að umræddur Óm Ólafs- son hefur ritað margar „lærðar" greinar um bókmenntir og er hlaðinn titlum og lærdómsgráðum í faginu. En sjaldan hef ég vitað mann fara jafn illa að ráði sínu og Öm gerir í fyrmefndri grein. Þó er hann þar væntanlega að auglýsa hæfni sína og þekkingu. Álitshnekkirinn er vægast sagt mikill. Vel og rækilega hafa þeir Guð- mundur Guðmundarson og Hall- grímur Helgason skrifað um þetta og bent afgerandi á ruglið í grein hins lærða manns. Þar er í raun engu við að bæta. En ósköp er það nú slæmt fyrir okkar gamalfrægu bókmenntaþjóð að búa í dag við leiðsögn ljóslausra „menningar- vita“. Slíka menn vantar að vísu ekki viljann til að lýsa öðrum, en öðm máli gegnir um hæfnina, get- una og skilninginn. Það virðist aug- ljóst að þar vantar mikið á. Hinn hálærði Örn verður víst að kynna sér fræðin betur og taka sér til þess góðan tíma. Hallgrímur Helga- son segir „að margur hefði sagt af sér fyrir minni glöp í starfi“. Ég held að flestir hljóti að taka undir þau orð. Við þurfum ekki neina bókmenntafræðinga, sem fullir eru af oflæti í sínum sjálfskipuðu Stóra- dóms-hlutverkum. Við þurfum menn sem eru færir um að gera íslendinga aftur að þeim ljóðaunn- endum sem þeir voru fyrir daga formleysunnar. Það verkefni er mikið og eitt af því sem þeir verða að kunna, sem takast það á hend- ur, er að þekkja stuðlasetningu hins íslenska ljóðmáls. Það þarf að end- urvekja þá þekkingu á hrynjandi tungunnar sem til forna virðist hafa verið þjóðinni eðlislægur hæfileiki. Það þarf að hreinsa af akri ljóð- listarinnar það illgresi sem hefur vaxið þar undanfarna áratugi, því það verður aldrei uppbyggilegt fyr- ir íslenska þjóð að búa við slíkan gróður. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Tommi og Jenni HEY,CHUCK..WERE BACK FROMCAMPlDID YOU LIKEIM LETTER? I POUREDMY HEART INTO THAT LETTER, CHUCK.. yi rv I WANTED YOU TO KNOU) THAT EVEN TH0U6H WE LUERE FAR AU)AY,Y0U U)ERE IN OUR TH0U6HT5.. KIND 0F POETIC, HUH? Hæ, Kalli, við erum komnar aftur úr sumarbústaðnum! Varstu ánægður með bréfið frá mér? Ég úthellti hjarta mínu í þessu bréfi, Kalli... Eg vildi að þú vissir, að jafnvel þó að við værum víðs fjarri, værir þú í huga okkar... skáldiegt, ha? Hvað um það, Kaili.., varstu ánægður með bréfið fra mér? Hvaða bréf?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.