Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Alkógos, vínhristingiir og Tuborgdjass SVOKALLAÐIR „Alcopops" drykkir ryðja sér nú til rúms víða í Evrópu. Drykk- imir eru einkum mark- aðssettir fyrir böm og iftglinga og innihalda áfengi, alkógos. Fyrir sömu markhópa era einnig framleiddir sk. „Designer Drinks“ eins og t.d. áfengur mjólk- urhristingur. Umbúðir alkógoss til neytenda eru sömu dósir og not- aðar era fyrir venjulegt gos og í engu frá- bragðnar. Sú spuming hlýtur að vakna hversu langt megi ganga í framleiðslu og sölu neysluvara blandaðra löglegum vímuefnum. Er hægt að markaðs- setja og selja áfenga mjólk, áfengar ^kkulaðikökur eða karamellubúð- inga. Hversu langt nær frelsið? Eðli málsins samkvæmt er hér um tilvísun á aukinn heilbrigðisvanda að ræða. Ekki er hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að áfengisneysla er umtalsverð og þekkt ógnun við heilsu, einkum ungs fólks. Flest að- ildarríki Evrópusambandsins leggja nú kapp á að setja eigin reglur til draga úr áfengisneyslu. í Frakklandi gilda reglur sem hindra markaðs- setningu áfengra drykkja. Margir telja að frönsku lögin bijóti í bága við ákvæði sáttmála Evrópusam- bandsins um fijálst flæði vöru og þjónustu. Svíar era undir sömu sök seldir en þar er ríkiseinkasala á áfengi þymir í augum þeirra sem telja að frelsi til viðskipta eigi að vera án hindrana, enda sé áfengi „eðlileg neysluvara." Bæði Frakkar og Svíar hafa verið kærðir fyrir að bijóta reglur Evrópusambandsins af þessum ástæðum. Lögfræðilega virðist nokkuð lang- sótt að banna sölu og dreifingu alkógoss sam- kvæmt reglum Evrópu- sambandsins. Sá mögu- leiki er samt fyrir hendi að Evrópusambandið styðji við og efli þá heil- brigðispólitík sem aðild- arlöndin ástunda til verndar heilsu og öryggi neytendanna, án þess þó að sambandið sem slíkt geti sett aðildar- löndunum bindandi reglur. Heilbrigðisskrif- stofa Evrópusambands- ins hefur einnig ítrekað að taka beri tillit til heilsuáahrifa við stjóm- valdsákvarðanir, t.d. við skattlagningu neysluvara. Sjónarm- iðið byggist á þeim rökum að réttlát- ara sé að skattleggja óhoilustuna en sjúklinginn með svokölluðum sjúkl- Hversu langt má ganga í framleiðslu neysluvara blandaðra löglegum vímuefnum? spyr Skúli Thoroddsen. Er hægt að markaðssetja og selja áfenga mjólk, súkkulaðikökur eða karamellubúðinga? ingaskatti þegar hann þarf á heil- brigðisþjónustu að halda. Vegna þess lögformlega vanda, að hindra sölu alkógoss eða svipaðra vörategunda sem ætlaðar eru eink- um bömum og unglingum, hafa Bretar á grandvelli almenningsálits- ins, bundist samtökum um gagnsókn Skúli Thoroddsen sem felst m.a. í að hindra útbreiðslu þessara neysluvara. Alkógos er, af þessum ástæðum, ekki haft til sölu í um 2.000 stórmörkuðum bresku samvinnuhreyfingarinnar. írar hafa bragðist við alkógosi með því að setja reglur um sérstakar aðvaranir á sjálfar dósirnar. Þegar bjórsalan var leyfð á ís- landi fyrir um áratug, jókst áfengis- neysla íslendinga um 25% að meðal- tali á hvern einstakling fyrsta bjór- árið. Þótt smávægilegur afturkippur hafi komið í neysluna eftir að nýja- bramið hvarf af ölinu, færist nú áfengisneyslan stöðugt til yngri ald- urshópa. Það er kunnara en frá þurfi að segja að öll viðbót vímuefna á markaðinum, lögleg sem ólögleg, eykur neyslu þeirra. Allir sem að meðferðarmálum hafa komið, vita að ungir neytendur ólöglegra vímuefna, hafa haft áfengi, oftast bjórneyslu, ásamt tób- aksreykingum að innkeyrslu í vímu- efnaheim sinn. Kostnaður í heil- brigðiskerfmu af völdum áfengis al- mennt er óheyrilegur. í skýrslu frá sænska heilbrigðisráðuneytinu er talið að um 35-40% sjúkrahúss- kostnaðar stafí af alkóhól-tengdum sjúkdómum og slysum. Meðan Evrópuþjóðir ráða ráðum sínum um hvernig draga megi úr neyslu áfengis heyrast raddir á ís- landi um að rétt sé að auka enn frekar frelsi í þessum efnum. Byijað er að birta óbeinar áfengisauglýsing- ar í fjölmiðlum, m.a. um „áfengisteg- undardjass" í Morgunblaðinu og það hefur verið orðað að gefa dreifing- una fijálsa með því að leggja niður Áfengis- og tóbakseinkasölu ríkis- ins. Margir telja slíkar aðgerðir í samræmi við ákvæði EES-samn- ingsins um fijálst flæði vöru og þjón- ustu. En era það nægjanleg rök? Ég tel að heilbrigðismat þurfi að liggja fyrir, áður en ákvarðanir era teknar sem geta haft örlagaríkar heilsufarslegar afleiðingar. Sérstak- lega á þetta við þegar börn og ungl- ingar eru annars vegar. Auk þessa er fyllsta ástæða til að láta á reyna hvort neytendavernd og heilbrigðis- sjónarmið séu ekki sterkari en hið dýrkeypta frelsi á þessu sviði. Höfundur starfar sem sérfræðingur hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Aðstæður lasburða eldri borg- ara á Reykjavíkursvæðinu Á UNDANFÖRNUM áram hafa orðið umtals- verðar framfarir hér á Suðvesturlandinu hvað varðar öldranarlækningar og umönnun aldraðra. Má þar helst þakka tilkomu öldranarlækningadeilda sjúkrahúsanna og þeirri starfsemi sem þeim teng- ist, nýbyggingu hjúkr- unarheimilanna Skjóls og Eirar og nú síðast Skóg- ‘lihæj&r og tilkomu vist- unarmats aldraðra. Vistunarmatið sem hefur verið í notkun síð- ustu 6 árin hefur leitt til markvissari vinnubragða af hálfu heilbrigðiskerfis- ins og auðveldað forgangsröðun af hálfu þjónustuhópa aldraðra og öldr- unarstofnana. Það hefur jafnframt leitt í ljós að þörf fyrir viðbótarúr- ræði hvað varðar stofnanavistun er nær engin í landinu nema á Reykja- víkursvæðinu. Þrátt fyrir þetta eru uppi áform um frekari byggingar *Wdrunarstofnana á landsbyggðinni en nær engin aukning hefur orðið í heildarfjölda plássa fyrir aldraða á Reykjavíkursvæðinu frá því Eir var tekið að fullu í notkun árið 1995. í apríl síðastliðnum voru tæplega 180 einstaklingar á vistunarskrá fyrir hjúkranarrými á þessu svæði og eru þeir þá ótaldir sem fluttir hafa verið í vannýtt pláss út á landsbyggðina og hafa neyðar sinnar vegna ekki getað beðið úrræða í heimabyggð- inni, Reykjavík. Fjöldi þessara einstaklinga er líklegast vel á þriðja tuginn. Jafn- framt eru ávallt á hveijum tíma ein- hveijir tugir einstakl- inga sem blða efir- að fá vistunarmat fram- kvæmt. Heildarfjöldi þeirra sem bíða hjúkrunar- vistunar á Reykja- víkursvæðinu losar því tvö hundruð ein- staklinga varlega áætlað. Af þessum íjölda bíður um helm- ingur á sjúkrahúsum og hafa margir hveij- ir beðið þar vel á annað ár sem verð- ur að teljast fullkomlega óásættanlegt ástand. Slík bið á sjúkrahúsi er óæskileg fyrir viðkom- andi einstakling og þjóðhagslega afar óhagkvæmt þar sem reikna má með að sjúkrahúsrýmið sé a.m.k. fimmfalt dýrari lausn en rými á hjúkranarheimili. Jafnframt hafa þrengsli á sjúkrahúsunum og fækk- un plássa vegna sparnaðaraðgerða leitt til þess að sjúkrahúsin hafa ekki getað sinnt hlutverki sínu sem skyldi. Með því að flytja hina áður- nefndu eitt hundrað einstaklinga í æskilegt umhverfi má gera ráð fyrir að sjúkrahúsin og þá sérstaklega öldrunarlækningadeildir geti sinnt réttu hlutverki sínu. Það er því þörf á að aðilar á höfuðborgarsvæðinu, sem láta sig þessi mál varða, geri nú frekara átak til uppbyggingar í þessum málaflokki. Á hjúkranarheimilunum Skjóli og Eir, sem undirritaður starfar við, Meira en 200 eldri borgarar bíða hjúkrun- arvistar á Reykjavíkur- svæðinu. Sigurbjöm Björnsson segir marga hafa beðið vel á annað ár sem verði að teljast „fullkomlega óásættan- legt ástand“. hefur að margra mati tekist að skapa þá heimilisstemmningu sem þörf er á á slíkum heimilum. Þetta hefur tekist þrátt fyrir stærð heimilanna en um það bil eitt hundrað heimilis- menn búa á hvora heimilanna fyrir sig. Má þar þakka vel útfærðri hönn- un með vistlegu innra skipulagi og vilja starfsfólks til að ná settum markmiðum hvað þetta varðar. Stærð heimilanna hefur hins vegar augljós- an rekstrarlegan ávinning í för með sér, en mikilvægt er að slík sjónar- mið séu hugleidd gaumgæfilega þeg- ar hugað er að frekari uppbyggingu. Á áðurnefndum heimilum hafa Sigurbjörn Björnsson Eru kennarar að flýja stéttina? TILEFNI þessara skrifa er sú staða sem upp er komin í launa- málum kennara enn eina ferðina. Ég hef verið starfandi kennari frá því ég lauk námi vorið 1990. Ég get ekki orða bundist og tilfinningar minar í dag sem kennara eru margblendnar. Er það vilji almennings og yf- irvalda að kennarar hrökklist úr starfi vegna lélegra launakj- ara? Kennarastarfið er mér hugleikið og ann ég því mjög. Á þessum tímamótum, þegar samningar eru lausir og ný samningalota hafin vakna margar spurningar. Er það þetta sem ég og kollegar mínir vilj- um, viljum við verkfall? Nei, það held ég ekki, að minnsta kosti ekki þeir sem ég hef talað við. Við erum orðin langþreytt á að byrja alltaf á byijuninni nánast á hveiju ári, það er að semja um kaup og kjör. Ég er orðin leið á þvi að þurfa sí- fellt að vera að veija starf mitt og vinnuna mína hvar sem ég er, á mannamótum eða bara við fjöl- skyldu og eða vini. Hvernig á ég og fleiri að koma fólki í skilning um það í hveiju kennarastarfið er fólgið? Hvaða orð á ég að nota til að skýra almenningi frá því sem er að gerast innan veggja skólans? Við erum ekki bara að leika okkur og reyna að láta tímann líða. Kenn- arar eru svo sannarlega að vinna fyrir kaupinu sínu. Eru aðrar stétt- ir sífellt að útskýra sitt starfssvið fyrir almenningi? Nei. Auðvitað vilja allir sem að skóla- málum koma að þar sé_ unnið gott og uppbyggilegt starf. Ég veit ekki um neina foreldra sem ekki vilja börnunum sínum það besta. Hvemig eiga kennarar að mæta þörfum og kröfum hvers og eins ef skilningur ekki aðeins verið rekin hefðbundin heimilispláss heldur hafa fleiri úr- lausnir verið reyndar. M.a. hefur sambýlið Laugaskjól fyrir níu ein- staklinga með heilabilunarsjúkdóma verið rekið í rúm fimm ár og á Eir og í minna mæli í Skjóli hafa verið reknar skammtímavistanir fyrir las- burða fólk til að gera því mögulegt að dvelja lengur í heimahúsum. Á síðastliðnu ári nutu ríflega eitt hundrað einstaklingar slíkrar vistun- ar. Á Móttökudeild Eirar eru jafn- framt svokölluð biðpláss átján að tölu auk eins bráðapláss og era þar einstaklingar sem bíða eftir hentugu og varanlegu hjúkrunarplássi á heimilinu sjálfu eða öðram heimilum. Þótt margt hafí breyst til betri veg- ar hvað varðar heilbrigðisþjónustu við aldraða á höfuðborgarsvæðinu á síð- asta áratug liggur fyrir að stór vandi aldraðra hjúkrunarsjúklinga er óleyst- ur. Til vitnis um þetta era hinir öldr- uðu sjálfir, aðstandendur þeirra og starfsfólk sjúkrahúsanna og heima- þjónustu, sem daglega þurfa að horfa upp á ófullnægjandi úrlausnir fyrir skjólstæðinga sína. Mikilvægt er að sveitarstjómamenn á svæðinu nái saman um lausnir yfir bæjarmörkin því fengin reynsla af samvinnu Sel- tjamamess og Reykjavíkurborgar sýnir að hér má ná góðum árangri í samvinnu. Fjölþættar lausnir sem henta vanda þessara einstaklinga þurfa að sitja í fyrirrúmi og forðast skyldi að reyna að nota úr sér gengið húsnæði til hjúkrunarvistunar eins og flogið hefur fyrir að ráðamenn heil- brigðismála ráðgeri nú. Heimilin þurfa umfram allt að vera heimilisleg og krafa dagsins er að allir sem þess óska fái að búa á einbýlisherbergi. fyrir starfinu er' eins og hann er? Ég er ekki í neinum vafa um það að sá flótti úr kennara- stéttinni sem nú blasir við er ekki það sem kennarar vilja. Fólk i þessari stétt er einfald- lega búið að fá nóg af neikvæðum pólum úti í þjóðfélaginu. Kennarar hafa alltaf verið bitbein fólks og það er ekki svo sjaldan sem maður heyrir athugasemdir eins og hvað við kenn- arar höfum það nú gott að vera alltaf í fríi. Fólk má ekki gleyma því að kennarar eru líka fólk og álagið sem fylgir kennarastarfinu getur verið bæði erfitt og erilsamt en sem betur fer á móti gefandi og skemmtilegt. Menntamálayfírvöld vilja efla menntun í landinu. Hveijir vilja það ekki? Þar era kennarar öragglega meira en fúsir til að leggja lóð sitt á vogarskálamar ef störf þeirra væru metin að verðleikum. Mér finnst það lýsa kaldhæðni yfirvalda Við erum orðin lang- þreytt á að byrja alltaf á byrjuninni nánast á hverju ári, segir Gunnhildur Grétarsdóttir, það er að semja um kaup og kjör. að á tyllidögum sé sífellt hamrað á gildi menntunar og fögrum fyrir- heitum þar að lútandi en aldrei minnst á að bæta þurfi kjör kenn- ara. Annað nærtækt dæmi um slíkt skrum er allt það fjaðrafok sem varð sl. vetur er birtar voru saman- burðarkannanir á gæðum menntun- ar í ýmsum löndum. Þá var sífellt verið að fjalla um hvað það væri eiginlega sem hefði farið úrskeiðis hér á landi og hvernig gæti eigin- lega staðið á þessari slæmu út- komu. Margar raddir heyrðust, bæði í fjölmiðlum og manna á með- al, þar á meðal að kennslan væri einfaldlega ekki nógu góð. Það er sjálfsagt margt til í því en þar er ekki við kennara eina að sakast. Sannleikurinn er að kennarar eiga að fylgjast með þróun samfélagsins Bséði hvað varðar tæknilegu hliðina og þá félagslegu og koma til móts við þarfir samfélagsins í einu og öllu. Hversu lengi á að plata fólkið í landinu? Er ekki kominn tími til að segja fólki sannleikann um skóla- kerfið og horfa á skólastarfið raunsæjum augum? Ég er ekki í neinum vafa um það að ef rétt væri að málum staðið gætu betri kjör kennara leitt til farsælla skóla- starfs í landinu. Það er skoðun mín að verkföll leysi ekki vanda kennarastéttarinn- ar. Ég held að við verðum að leita annarra leiða. Ef til vill með fjölda- uppsögnum, hvað veit ég? Þá fyrst væri menntun í landinu í hættu. En þá hlýtur allt það fólk sem held- ur að kennarastarfíð sé svo ljúft að gefa sig fram sem leiðbeinendur þeirra barna sem stunda skólana. Verði því að góðu. Ég veit að margir kennarar eru búnir að fá nóg en persónulega hlakka ég ekki til að þurfa að flýja starf mitt sem er mér svo kært og ég hef menntað mig til en ef það er vilji stjórnvalda, þá verður svo að vera, eða hvað? Gunnhildur Grétarsdóttir Höfundur er iæknir og starfar við Eir, Skjól og öldrunarlækningadeild SHR. Höfundur er kennari í Grandaskóla í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.