Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. AGUST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Nítján ára tví- burakettir Afgreiðslumanni ógnað með hnífí Grímu- klæddir rændu skiptimynt TVEIR menn hlupu inn í Select- verslun bensínstöðvar Skeljungs við Suðurfell í fyirinótt. Þeir ógnuðu af- greiðslumanni með hnífí, gripu skiptimynt úr afgreiðslukassa og hlupu á brott. í framhaldi af þessum atburði hefur verið ákveðið að íjölga starfsmönnum að næturlagi úr ein- um í tvo. Ránið var framið rétt fyrir kl. 5 um nóttina. Ræningjarnir voru með nælonsokkabuxur yfir höfði til að gera andlitið á sér torkennilegt. Guðmundur Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn rannsóknardeildar, sagði í samtali við Morgunblaðið að- ræn- ingjamir hefðu ekki haft háa fjár- hæð á brott með sér. 'Hann sagði málið í rannsókn, en síðdegis í gær hafði enginn verið handtekinn vegna hugsanlegrar aðildar að ráninu. Slapp ósár Gunnar Kvaran, upplýsingafull- trúi Skeljungs, sagði að fyrir mestu væri að starfsmaðurinn hefði sloppið ósár. „Ræningjarnir höfðu ekki mik- ið upp úr krafsinu enda er þess vel gætt að sem allra minnst reiðufé sé í verslununum." TVÍBURAKETTIRNIR Friðrik og Blíða eru 19 ára í dag og bera aldurinn vel. Friðrik er heims- borgari, hann fæddist í Kópa- 'vogi, en fluttist á sínum mektar- árum til Danmerkur þar sem hann bjó ásamt eigendum sínum í 8 ár. Friðrik hefur snúið aftur heim og eyðir ellinni í Garða- bænum. Oft er miðað við að eitt ár hjá köttum sé eins og sjö hjá mönnum. Ef til vill er eðlilegra að miða við meðalaldur, en kett- ir verða gjarnan 12-14 ára. Reyndar var Friðriki gefíð nafnið Fríða þegar hann fædd- ist sem rímaði við nafn systur hans. Eftir um níu mánuði komst eigandi kattarins, Auður Matthíasdóttir, hins vegar að því hvers kyns hann var og nafninu var snarlega breytt í Friðrik. „Friðrik stjórnar tíkinni á heimilinu og þegar hann hittir systur sína sýnir hann ósvikna karlrembutakta," segir Auður. Ekki vildi hún meina að Friðrik stjómaði öðrum á heimilinu enda mun hann farinn að róast og orðinn morgunsvæfur með aldrinum. Davíð Oddsson um siðareglur ráðherra j Framandi og eiga illa við hér s DAVÍÐ Oddsson forsætisráðhen-a kom hér í opinbera heimsókn gáf- r telur enga þörf á að setja ráðherr- um við henni salatskál og hún gaf I um á Islandi siðareglur líkt og mér veiðihníf, sem er vandaður og j Tony Blair, forsætisráðhen-a Bret- gæti kannski kostað eitthvað um lands, hefur nýverið sett fyrir ráð- tíu þúsund krónur. Þegar Poul herra í ríkisstjóm Verkamanna- Nyrup Rasmussen kom hér gaf flokksins. Davíð segir að siðareglur breska forsætisráðherrans séu mjög framandi á íslandi vegna þess að þau atriði sem þar sé verið að fjalla um eigi ekki við hér á landi. „Þar er til að mynda verið að tala um að menn eigi að hafa samband við sérstakar nefndir ef þeir taka við störfum hjá stórfyr- irtækjum, eftir að þeir láta af embætti ráðherra. Það hefur ekki tíðkast hér. Þvert á móti þykir mönnum sjálfsagt hér á landi að stjórnmálamenn eigi helst ekki að- gang að neinni vinnu, eins og ég sá í grein Þorvaldar Gylfasonar á dögunum," segir Davíð. Hætt að gefa stórar gjafír Davíð segir að gjörbreyting hafi orðið hér á landi frá því sem áður var á að ráðherrum væru gefnar stórar gjafir. „Það er hætt að gefa þessar gjafir sem gefnar voru fyrir áratugum. Ég get nefnt sem dæmi að þegar Gro Harlem Brundtland hann konunni minni slæðu og mér ermahnappa. Núorðið er þetta í þessum dúr,“ segir Davíð. „En um leið og Blair er að setja þessar reglur hjá sér má sjá í er- lendum blöðum að hann getur ver- ið niðri á Italíu í höllum vina sinna, sem láta fljúga með kokka og þjón- ustufólk á staðinn. Það flokkast ekki undir þessar 16 þúsund króna j gjafir að hámarki sem þeir setja | reglur um. Þetta er því allt dálítið sérkennilegt og sérstakt,“ segir j Davíð. „Við sjáum einnig frá írlandi að j þar eru menn að velta fyrir sér > hvort eigi að lögsækja forsætisráð- herra sem hefur þegið gjafir upp á 120 milljónir, vegna þess að hann | gaf þetta ekki upp til skatts. Það | yrði vonandi ekki hik á mönnum j hér á landi ef einhver forsætisráð- j herra fengi 100 milljónir að gjöf og : gæfi það ekki upp til skatts. Þetta ; sýnir hvað þetta er allt framandi og á illa við hér á landi,“ sagði Dav- j íð að lokum. Morgunblaðið/Golli Arnar Jensson um „Furugrundarmálið“ Fór hefðbundna leið úr fíkniefnadeild ARNAR Jensson, aðstoðaryfírlög- regluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra og fyrrverandi lögreglufulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, segir í grein sem birt er á blaðsíðu 35 í blaðinu í dag að svo- nefnt Furugrundarmál, sem snerist um 200 grömm af hassi sem Frank- lín Steiner játaði fyrir lögreglu að hafa átt og 200 grömm af am- fetamíni, hafi verið fullrannsakað og hafi farið hefðbundinn og eðlilegan farveg út úr fíkniefnadeild í hendur þess aðila innan embættis lögregl- unnar í Reykjavík sem tók ákvarð- anir um afgreiðslu mála, s.s. niður- fellingu eða framsendingu til ákæruvalds eða dómstóla. Orðrétt segir í greinargerð Am- ars: „Ég tek undir það að hafi þetta mál ekki borist dómstólum er það grafalvarlegt mál en hvorki lögreglu- fulltrúinn í fíknieínadeildinni né aðrir rannsóknarar þar báru ábyrgð á af- drifum fullrannsakaðra mála, niður- fellingum, ákæru- eða dómsmeðferð, það höfðu aðrir starfsmenn embætt- isins með höndum. Asakanir Hrafns [Jökulssonar] í minn garð eru því út í hött og ég held meira að segja að hann viti það sjálfur." Málið gekk ekki til dóms en Arn- ar segist fyrst hafa frétt af þessari stöðu málsins þegar honum var tjáð það í rannsókn Atla Gíslasonar, setts rannsóknarlögreglustjóra til að rannsaka samskipti fíkniefnalög- reglu við Franklín Steiner. Böðvar Bragason lögreglustjóri | sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki telja rétt að ræða þessi mál meðan beðið væri niðurstöðu ríkis- saksóknara en ríkissaksóknari hef- ur nú rannsóknarskýrslur Atla Gíslasonar til meðferðar og ákvörð- unar um framhald málsins. Guðjón St. Marteinsson, fyrrver- andi deildarlögfræðingur fíkniefna- | mála hjá lögreglustjóranum í J Reykjavík og héraðsdómari í I Reykjavík, sagðist í samtali við | Morgunblaðið ekki vita annað um Furugrundarmálið en að sér skild- ist að það hefði komið upp um það leyti sem hann hætti störfum hjá embætti lögreglustjóra um áramót- in 1988-1989. Kalli kan- ína slapp ÞESSIR strákar voru að byggja kofa í Grafarvogi í gær fyrir nokkrar kanínur sem þeir halda. í miðjum byggingaframkvæmdun- um slapp ein þeirra, sem kölluð er Kalli, frá þeim og hélt á vit ævin- týranna. Kalli gegnir þó ekki nafni sínu og þurftu strákarnir að hafa mikið fyrir því að handsama hann og koma honum í hin nýju híbýli sín. ------------- Veist að unglingspilti VEIST var að unglingspilti í Voga- hverfi í gærkvöldi. Pilturinn var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir rannsókn, en samkvæmt upp- lýsingum frá slysadeildinni eru meiðsli hans ekki talin alvarleg. Málið er í rannsókn. Hörð deila risin milli borgarinnar og Framsóknar vegna ræstinga í skolum Skólahald fyrir 14 þúsund grunnskólanema gæti lamast FÉLAGSKONUR í Verkakvennafélaginu Fram- sókn sem gegnt hafa ræstingastörfum í skólum borgarinnar ætla ekki að mæta til starfa frá og með 1. september nema búið verði að leysa deilu sem uppi er milli félagsins og Reykjavíkurborgar um breytingar á ræstingum og öðrum störfum borgarinnar. Rúmlega 14.000 nemendur eiga að mæta í grunnskóla borgarinnar næstkomandi mánudag en ljóst er að skólahald mun lamast ef til verkfalls ræstingakvennanna kemur, skv. upplýs- ingum Gerðar G. Óskarsdóttur, fræðslustjóra. Hún sagðist þó ekki geta sagt til hvenær skólamir myndu stöðvast ef hreingemingar legðust niður. Deilan snýst um störf og félagsaðild svokall- aðra skólaliða sem er nýtt starf í þremur grunn- skólum sem gert hefur verið ráð fyrir að greiði félagsgjöld til Starfsmannafélags borgarinnar. Störf skólaliða voru áður unnin af starfsmönnum skóla, gangavörðum, baðvörðum o.fl. sem vom í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og ræst- ingafólki, sem var í Framsókn. Framsókn sendi öllum skólastjómm gmnnskóla í borginni bréf í gær þar sem þeir eru hvattir til að sjá til þess að ekki verði gengið í störf starfsmanna félagsins í skólunum. Val um félagsaðild Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri seg- ist ætla að beita sér fyrir því að ágreiningur um félagsaðild skólaliða verði leystur með því að starfsmennirnir, sem hafa ráðið sig í störf skóla- liða og em félagsmenn í Framsókn, geti haldið áfram að greiða stéttarfélagsiðgjöld sín þangað. Hún segist ekki geta fallist á þá skoðun Fram- sóknar að félagið hafi forgang að þessum störfum því hér sé um ný störf að ræða. Ingibjörg Sólrún sagði að samþykkt Fræðslu- ráðs væri í 10 liðum og aðeins einn liður fjallaði um ræstingu. Hinir fjölluðu um margháttaða að- stoð við nemendur og kennara í daglegu skóla- starfi. „Þama var verið að slengja saman tveimur ólíkum störfum. Þannig var að vinnumagnið var meira Starfsmannafélags megin og stöðugilda- fjöldinn sömuleiðis. Einstaklingarnir vom hins vegar fleiri í Framsókn, sem vom í tímamældri ákvæðisvinnu við ræstingar. Það varð því niður- staðan að semja við Starfsmannafélagið um þessi störf. Ef við hefðum samið við Framsókn værum við hugsanlega í þessari deilu við Starfsmannafé- lagið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.