Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 Heildarjóga (grunnnámskeíð) Námskeið fyrir þá sem vilja kynnast jóga. Kenndar verða hatha-jógastöður, öndun, slökun og hugleiðsia. Einnig er fjallað um jógaheimspeki, mataræði o.fl. Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 7. september. Leiðbeinandi: Daníel Bergmann. ■ H Y0GA$> KANARI veisla Heimsferða í vetur frá kr. 39.932 Fáðu spennandi ferðaáætlun Heimsferða til Kananeyja og Brasilíu í vetur í beinu vikulegu flugi. Aldrei fyrr hafa viðtökumar verið svona stórkostlegar, nú þegar uppselt á mörgum gististöðum og jólaferðin 23. desember uppseld. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Beint flug með glæsilegum Boeing 757 vélum án millilendingar og við kynnum nú Fyrstu ferðirnar uppseldar Nú eru fyrstu ferðirnar uppseldartil Kanarí í vetur og aldrei fyrr hefur jafnmikiö veriö bókað. Sabusttax 20.000 w. 4S5íB5«- 10.000 W. glæsilega nýja gististaði í hjata Ensku strandarinnar og verðið hefur aldrei verið lægra en nú í vetur. Lenamar Gististaðir á ensku ströndinni. Verðlækkun frá því í fyrra 39.932 Verð kr. Vikuferð til Kanarí 30.des., hjón með 2 börn, Tanife. Verð kr. 49.932 Ferð í 3 vikur, 13.janúar, m.v. hjón með 2 börn, Tanife ef bókað er fyrir lö.sept. Verð kr. 64■ 960 M.v. 2 í smáhýsi, Green Sea, 3. mars, 2 vikur ef bókað er fyrir 16. sept. Innifalið í verði. Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn, flugvallarskattur. Fdðu baklinginn sendan fyrir I6.sept, Brottfarir í vetur Veldu ferðina scm hentar þér best 22. október 18. nóvember 16. desember 23. desember - uppselt 30. desember 6. janúar 13. janúar 3. febrúar 10. febrúar 24. febrúar 3. mars 17. mars 24. mars 31. mars 7. apríl 14. apríl 21. aprfl Sigurður Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600 Guðmundsson IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-13 frá mánudegi til föstudags Vonbrigði MIKIÐ var ég búin að hlakka til, loksins átti að fara til að sjá Evítu með hinum snjöjlu íslensku flytj- endum. í miðri viku snemma dags hringdi dóttir mín og pantaði ijóra miða á sýninguna sunnudaginn 24. ágúst. Henni var tjáð að til væru stúkumiðar uppi, ágætt sagði hún, við tökum þá. Svo var gengið frá greiðslu með korti þarna í símanum fyrir fjóra ntiða sunnudaginn 24. ág- úst. Við fórum snemma að heiman eða um klukkan sex. Það átti að borða úti, gera þetta að hátíðlegu Evítu-kvöldi en fyrst var stoppað við Gamla bíó og miðarnir sóttir. Laust fyrir klukkan átta erum við komin aftur og ætlum inn. En þegar miðamir eru rétt- ir að dyraverði segir hann, þessir gilda ekki núna held- ur laugardaginn 30. ágúst. Hann vísar okkur inn að tala við fólkið í miðasöl- unni. Þar er sagt, já því miður, þið eigið enga aðra miða en þessa næsta laug- ardag. Eftir nokkurt þóf og andmæli frá dóttur minni, og mér þykir það leitt frá miðasölustúlkunni, fékk hún okkur til að taka við miðum á 15. bekk niðri, hægra megin. Og marg- bauð okkur rauðvín, fáið ykkur rauðvín, það átti víst að bæta okkur skaðann. En þegar við vorum sest varð okkur ljóst að við myndum sama og ekkert sjá af sýningunni svo við stóðum upp aftur og fóram fram. Dóttir mín fékk mið- ana endurgreidda því laug- ardaginn 31. ágúst getur hún alls ekki farið. En það er vegna anna. Svo að við missum þvl miður af þess- um góða söngleik. En hvemig miðar á sýningu sunnudag 24. ágúst geta breyst í miða laugardag 30. ágúst þætti mér gaman að vita því fyrr má nú gera mistökin. Og ekki þáðum við rauðvínið. Elín. Blossi og slæmar fyrirmyndir KRISTÍN skrifaði harðort bréf sem beint var til okk- ar, aðstandenda myndar- innar Blossi/810551. Meg- ininnihaldi bréfsins varði Kristín í að tala um að dreift hefði verið póstkorti á okkar vegum með mynd af þekktum handbolta- kappa að neyta_ eiturlyfja. Þetta er rangt. Á umræddu póstkorti sést Úlfur, sögu- persóna úr Blossa/810551 neyta eiturlyfla. Það_ vill hins vegar svo til að Úlfur er leikinn af þekktum hand- knattleikskappa, Finni Jó- hannssyni. Kristín gerir þau mistök að rugla saman leikara og sögupersónu, sem eru skiljanleg og al- geng. Á þeim forsendum tóku aðstandendur kvik- myndarinnar Blossi/ 810551 kortið úr umferð. Það er alls ekki markmið aðstandenda Blossa að hvetja ungt fólk til eitur- lyflaneyslu, heldur einmitt öfugt eins og kemur skýrt fram í myndinni. Aðstandendur Blossa/810551. ÍRIS hafði samband við Velvakanda og vildi hún vita hvort einhver hefði tekið upp þátt sem var í Ríkissjónvarpinu mánu- daginn 25. ágúst kl. 20.30 og er franskur framhalds- myndaflokkur sem heitir á íslensku Blómaflóð. Þeir sem gætu liðsinnt henni eru beðnir að hringja í Irisi í síma 587-8187. Tapað/fundið Regnhlífar í óskilum HJÁ upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur eru margar regnhlífar í óskil- um eftir Menningarnótt 16. ágúst sl. Þeir sem gætu átt regnhlífar þar eru vinsamlega beðnir um að sækja þær í upplýsinga- þjónustuna. Karlmanns- reiðhjól fannst KARLM ANN SREIÐ- HJÓL, svart, 18 gíra, fannst í síðustu viku við Seilugranda. Uppl. í síma 561-4442. Gleraugu í óskilum GLERAUGU, mjög sér- stök, brotin saman í miðju, fundust í Hafnarfirði á milli Einarsbúðar og Hafn- arfjarðarkirkju sl. föstu- dag. Eigandi getur fengið upplýsingar í síma 555-2557 eftir kl. 17 á daginn. Dýrahald Kettlingur óskar eftir heimili 8 VIKNA loðinn, grár og hvítur, kettlingur óskar eftir góðu heimili. Uppl. í síma 552-7949. SKAK Umsjön Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á franska meistaramótinu sem nú stendur yfir í Nar- bonne. Marc Santo-Roman (2.385) var með hvítt og átti leik gegn B. Lepelleti- er (2.480) 17. Bxh5! - gxh5 18. Rf5!! - exf5 19. Bxb6 - Dd7 (Eða 19. - Dxb6 20. Rd5 - Dd8 21. Rf6+ og vinn- ur.) 20. Rd5 - He6 21. Rf6+ - Hxf6 22. gxf6 - Bh6 23. Dxh5 og svartur gafst upp. Staðan á mótinu var þessi, þegar tefldar höfðu verið níu umferðir af 13: 1.-3. Christian Bauer, David Marciano og Anatoly Vaiser 6‘A v., 4. Eloi Re- lange 6 v., 5. Darko Anic 5/2 v. o.s.frv. Yngsti stórmeistari heims, Etienne Bacrot, 14 ára, er ekki með að þessu sinni. HVITUR leikur og vinnur. Víkveiji skrifar... MYND á baksíðu Morgunblaðs- ins sl. fimmtudag af drengj- um í vatnsbyssuleik vakti athygli nokkurra lesenda blaðsins sem töldu að þarna væri óvarleg fyrir- mynd að óæskilegum leik þar sem grínast var með hvort ekki mætti skola úr eyrunum með slíku tæki. Víst eru vatnsbyssur kannski ekki hentugasta tækið til slíks en háls-, nef- og eyrnalæknir sem Víkveiji bar þetta undir taldi vatnsbyssur ekki stórhættulegar eyrum - frekar væru þær varasamar fyrir augu. Hlustin væri nefnilega bogin þannig að jafnvel þótt sprautað væri inní eyra ætti það ekki að valda skaða. Við getum því áfram litið á vatns- byssur sem skemmtilegt leikfang og sjálfsagt að nota þær í saklaus- um hrekkjum eða venjulegum vatnsslag við náungann. En um leið mætti minna á varnaðarorð læknisins (þótt ekki sé „réttur“ árs- tími) að kínveijar eru stórhættuleg- ir fyrir heyrnina og hreint engin leikföng. XXX LOKIN á Islandsmótinu í knatt- spyrnu ætla að verða æsi- spennandi bæði í karla- og kvenna- flokki. Breiðablik hefur undanfarin ár verið með langbezta liðið í kvennaflokki en hefur í sumar feng- ið mikla keppni frá KR, sem stend- ur reyndar betur að vígi fyrir loka- slaginn. Gaman verður að fylgjast með því hvort KR tekst að ijúfa margra ára sigurgöngu Breiðabliks. Þá verður ekki síður spennandi að sjá hvort einhveiju Iiði tekst að ijúfa margra ára sigurgöngu Akur- nesinga í karlaflokki. Staða Eyja- manna er óneitanlega sterk, því þeir hafa þriggja stiga forystu þeg- ar fjórum umferðum er óiokið. En ekki er allt sem sýnist, því Eyjamenn eiga eftir tvo mjög erfiða útileiki gegn KR og Leiftri auk þess sem þeir þurfa að leika úrslita- leik gegn ÍBK í bikarkeppni KSÍ og eru enn með í Evrópukeppni bikarhafa. Það mun því mikið mæða á Eyjamönnum næstu vikurnar en þeir hafa margoft sýnt að mikill töggur er í liðinu. xxx EYJAMENN hafa einu sinni orðið íslandsmeistarar, árið 1979. Víkveija er sú stund minnis- stæð. Eyjamenn höfðu leikið sinn leik í lokaumferðinni á laugardegi en Valsmenn áttu leik á Akureyri á sunnudegi. Með sigri í þeim leik hefðu Valsmenn hampað titlinum. En þeir náðu aðeins jafntefli og Eyjamenn voru krýndir meistarar á Laugardalsvelli, þar sem þeir voru meðal áhorfenda á deildarleik á sunnudeginum. Þeir höfðu ætlað út í Eyjar á laugardeginum en ekki komist vegna ófærðar. Gleði Eyjamanna var ósvikin þegar úr- slitin voru tilkynnt í leiknum á Akureyri, xxx NÚ hefur reglum íslandsmóts- ins verðið breytt þannig að allir leikir í tveimur síðustu umferð- unum fara fram á sama tíma. Þau tvö lið sem mesta möguleika eiga á sigri leika hvort í sínum landshlut- anum, Eyjamenn mæta Leiftri á Ólafsfirði og Skagamenn mæta ÍBK í Keflavík. Það kann því að fara svo að Eggert Magnússon, formað- ur KSÍ, þurfi að vera með íslands- bikarinn í þyrlu mitt á milli þessara tveggja kaupstaða, sem yrði norð- vestur af Langjökli! Svipuð staða var uppi árið 1991. Þá áttu Víkingur og Fram mögu- leika á titlinum. Fram var að leika gegn ÍBV í Reykjavík en Víkingur gegn Víði í Garði. Eggert formaður hringsólaði með bikarinn yfir Reykjanesinu en stefnan var svo tekin í Garðinn þegar ljóst var að Víkingur yrði meistari. En allt skýrist þetta í síðustu umferðinni sem fram á að fara laug- ardaginn 27. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.