Morgunblaðið - 28.08.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 28.08.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 37, + Steinunn María Pálsdóttir fæddist á Sóma- stöðum, Reyðar- firði, 29. nóvember 1902. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Droplaugar- stöðum í Reykjavík 12. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin María Katrín Sveinbjarnardóttir og Páll Beck, hreppstjóri. Systk- ini hennar sem öll eru látin voru Sigríður, Hans, Astríður og Sveinbjörn. Steinunn giftist árið 1933 Valdimar Bjarnasyni sem var ættaður frá Fáskrúðsfirði. Hann lést árið 1959. Steinunn og Valdimar ólu upp fóstur- son, Pál Beck Valdimarsson. Útför Steinunnar fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey 21. ágúst. Móðursystir mín, Steinunn Mar- ía Pálsdóttir, lézt hinn 12. ágúst sl. á Droplaugarstöðum hér í Reykjavík. Hún hafði verið sjúkl- ingur síðustu árin, ekki fær um að ganga vegna sjúkdóms í hnjám en hugsunin ávallt skýr. Það var að mörgu leyti erfitt fyrir hana að flytja frá heimili sínu, Karla- götu 13, á hjúkrunarheimilið á Droplaugarstöðum, en þar fékk hún frábæra hjúkrun og færum við starfsfólki þar okkar beztu þakkir fyrir umönnun hennar. Hún var fædd á Sómastöðum í Reyðarfirði, dóttir hjónanna Maríu Katrínar Sveinbjarnardóttur og Páls Beck, þá hreppstjóra. Þau hjónin voru þá nýgift og farin að búa á jörðinni, en faðir Páls, Hans Jakob Beck, var þá að komast á efri ár og hafði misst konu sína, Steinunni, fyrir nokkrum árum. Hefur móðursystir mín áreiðan- lega verið látin heita í höfuðið á ömmu sinni. Þegar árin liðu fæddust fjögur systk- ini í viðbót, Sigríður, Ástríður, Hans og Sveinbjörn, og hefur víst verið mikið fjör í þá daga. Systkinin voru alltaf mjög sam- hent og kynntist ég þar þeirri samheldni, sem myndast milli ættingja og ég kalla dýrgrip. Það fyrsta, sem ég man eftir Steinunni var á Siglufirði fyrir síðustu heimsstyijöld en þar var faðir minn síldarsalt- andi. Bjuggum við þá í verbúð niðri við síldarplönin en Steinunn nágranni á Hverfisgötu 7. Stein- unn hafði farið að heiman þegar aldur leyfði og vann í vist en 1933 giftist hún Valdimari Bjarnasyni, sem var ættaður frá Fáskrúðs- firði. Valdimar var hinn mesti sómamaður, heiðarlegur og skap- góður og sannkölluð ánægja að vera með honum. Stóðu þau hjón- in saman alltaf í blíðu sem stríðu, það sem eftir var. Þau bjuggu á Hverfisgötu 7 og held ég að Valdimar hafi byggt það hús. Var þá mikill uppgangur á Siglufirði og þar margt mætra manna. Kom ég þar oft með móð- ur minni og var alltaf tekið vel á móti okkur eins og við værum eitt- hvað sérstakt. Steinunn gat ekki átt börn og 1941 tóku þau fósturson, sem var þá nýfæddur. Hann var ættaður frá Olafsfirði en faðir hans hafði þá nýlega drukknað en eins og vitað er þá hefur Ægir kvatt margan landa til sín, um aldur fram. Þessum dreng var gefið nafnið Páll Beck og skrifar sig Páll Beck Valdimarsson. Hann var mikil gjöf fyrir Steinunni, mikil fylling í lífi hennar þar sem hana hafði alltaf langað til þess að annas sín eigin börn og veita þeim ástúð sína, sem var mikil. Þessa naut Páll í ríkum mæli. Árið 1952 ákváðu þau Steina og Valdimar að flytja suð- ur. Valdimar vann í síldarverk- smiðjunni Gránu, en nú var síldin farin og horfur á atvinnu ekki góðar á Siglufirði um tíma. Þau fluttu og leigðu fyrst á Reynimel 44, en eftir nokkur ár keyptu þau íbúð á Karlagötu 13. Það var alltaf mikill samgangur milli míns fólks og Steinunnar. Við hittumst alltaf á jólum, pásk- um og hvítasunnu og oft þar á milli. Steina missti mann sin, Valdimar, 1959. Kvöldið áður hafði fjölskyldan verið í heimsókn hjá foreldrum mínum og ók ég þeim frá Seltjarnarnesi niður á Karlagötu 13. Þegar við vorum komin niður á Gunnarsbrautina, sagði Valdi að ég skyldi athuga hvar hlaðan væri, en húsið á móti Karlagötu 13 er með bröttu þaki og kallaði Valdi það hlöðuna. Hann vildi endilega að ég kæmi aðeins inn og þrátt fyrir mótmæli gerði ég það og átti við þau stuttar sam- ræður. Þau töluðu um dagleg málefni og er ég fór klappaði Valdi á bakið á mér og óskaði mér alls hins bezta. Þessi atburður verður alltaf í minni mínu. Daginn eftir lézt Valdimar í vinnuslysi. Það var mikil sorg fyrir Stein- unni, sem hún bar vel. Eftir þetta bjó Steinunn ein með sjni sínum. Hún vann úti um tíma. Eg heimsótti hana oft og kom allt- af til hennar. Þegar eitthvað gerð- ist í lífi mínu, sem mér fannst að hún ætti að vita um, fór ég alltaf til hennar. Naut þar ástúðar og umhyggju, sem var alveg einstök. Steinunn, sem nú er látin, er sú síðasta og elsta af börnum Maríu og Páls frá Sómastöðum. Hún sagði mér, að hún ætti nú ekki langt eftir er ég sá hana síðast á Droplaugarstöðum fyrir rúmu ári. Hún lifði þó lengur, hlakkaði ég mikið til að hitta hana er ég ætl- aði að koma heim hinn 23. ágúst. Það átti ekki eftir að verða. Stein- unn var jarðsett í kyrrþey, við hlið- ina á manni sínum í Fossvogs- kirkjugarði. Ég votta Páli og fjöl- skyldu hans samúð mína. Eg bið Steinunni að fara í friði og þakka henni samveruna hér á þessari jörð. Gottskálk Þ. Björnsson. STEINUNN MARÍA PÁLSDÓTTIR JÚLÍUS SÆVAR BALD VINSSON + Júlíus Sævar ■ Baldvinsson fæddist á Siglufirði 28. ágúst 1947. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 27. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Útskála- kirkju 5. júní. Það er sárt að missa góðan vin langt um aldur fram, en allar góðu minningarnar sem ég á ætla ég að geyma í hjarta mínu. Við Júlli vorum giftir systrum og hefur alltaf verið mikil vinátta með fjölskyldum okkar. Mér detta í hug orð sem dóttir mín sagði kvöldið eftir að Júlli dó: „Hann Júlli var svo náinn okk- ur. Jólin sem mamma og pabbi voru erlendis fannst mér ég vera svo einmana, þá leitaði ég til Júlla og Hafrúnar og þar fékk ég það sem mig vantaði.“ Júlli var mjög gamansamur og stríðinn, til dæmis sagði hann oft- ast við Ingu konu mína þegar hann kom til okkar: „Hvað er ekk- ert með kaffinu, áttu nokkuð gam- aldags ijómatertu? Júlli var mikil gleðigjafi og samdi oft vísur sem hann söng á stórafmælum innan fjölskyldunnar. En nú var komið að okkur að gleðja hann á fimmtugsaf- mæli hans sem hefði verið 28. ágúst. Júlli hafði hlakkað mikið til þessa dags, en því miður entist honum ekki aldur til að upp- lifa þann dag. Þig faðmi liðinn friður guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Vér munum þína högu hönd og hetjulega dug, og ríkan samhug, sanna tryggð og sannan öðlingshug. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Crl FiscJrykkjur 'Veitlngohú/ið GRPi-mn Sími 555-4477 Kæri vinur, ég og fjölskylda mín kveðjum þig með þökk og virð- ingu. Þinn vinur, Gunnar Magnússon Elsku pabbi. Ekki óraði okkur fyrir því að við myndum skrifa þér þessar lín- ur á 50 ára afmælisdaginn þinn, þ. 28. ágúst. Heldur hefðum við viljað faðma þig að okkur og smella einum kossi á kinn í tilefni dagsins. En það er nú einu sinni svo að enginn veit sína ævina fyrr en öll er og þú lagðir af stað í ferðalag sem við öll förum í ein- hvern tímann. En þó síðar verði, þá verðum við samferða þér og höldum á vit ævintýranna. Elsku pabbi, þangað til þökkum við fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Hafðu það sem allra best. Við hlökkum til að sjá þig- Baldvin Haukur Júlíus- son, Karl Júlíusson. EMINMUA 4J0I-EL ÍOK MinniMin • (iiu Upplýsingar í s: SBl 1247 + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HREFNA ÞORSTEINSDÓTTIR, frá Krókvelli t Garði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. ágúst. Útförin fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00. Eggert Gíslason, Regína Ólafsdóttir, Þorsteinn Gíslason, Vilborg Vilmundardóttir, Freyja Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sambýliskona mín og frænka okkar, JARÞRÚÐUR JÚLÍUSDÓTTIR frá Hlíðarenda, Foldahrauni 14, Vestmannaeyjum, lést miðvikudaginn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00. Bjarni Baldursson Ósk Snorradóttir, Ólafía Ásmundsdóttir, Snorri Hafsteinsson. + Ástkær móðir mín, dóttir, systir og mágkona, HLÍN SIGURÐARDÓTTIR, Fífumóa 5B, Njarðvfk, lést þriðjudaginn 19. ágúst. Útförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju föstu- daginn 29. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður í Hafnarfirði. Blóm eru afþökkuð, en þeim,' sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Ástþór Óðinn Ólafsson, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Kristinn Vermundsson, Sigurborg Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson, Oddný Sigurðardóttir, Ólafur B. Guðmundsson, Bjarni Sigurðsson, Jóna Gunnarsdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Linda Garðarsdóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Guðmundsson, Þór Sigurðsson, Rannveig Friðþjófsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR G. ANDREASEN, Selfossi, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheim- um föstudaginn 22. ágúst sl., verður jarð- sungin frá Selfosskirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Selfosskirkju. Fjóla Hildiþórsdóttir, Sigurður Sighvatsson, Anna Hildiþórsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Guðni Andreasen, Björg Óskarsdóttir, Ásta Andreasen, Grétar Amþórsson og fjölskyidur. <am + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN JÓHANNESSON bóndi, Hofsstöðum, Garðabæ, er lést þriðjudaginn 19. ágúst, verður jarð- sunginn frá Vídalínskirkju, Garðabæ, föstu- daginn 29. ágúst kl. 13.30. Sigríður Gísladóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Jón Ögmundsson, Kristín Sveinbjörnsdóttir, Gylfi Matthiasson, Jóhannes Steingrfmsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Soffía Böðvarsdóttir, Áslaug Sveinbjörnsdóttir, Sveinn Sæland, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.