Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 39 Fyrsta alþjóðasýning á vest- urströnd Bandaríkjanna HÉR sjást menn í langri biðröð á leið að sölubás póststjórnarinn- ar i Hong Kong. FRÍMERKI San Francisco PACIFIC 97 150 ár eru liðin frá útgáfu fyrstu frímerkja Bandarílqanna. EINS og fram kom í síðasta þætti, voru á liðnu vori haldnar tvær alþjóðafrímerkjasýningar, NORWEX 97 og PACIFIC 97, þar sem íslenzkir frímerkjasafnarar voru þátttakendur. Nú verður í þessum þætti fjallað nokkuð um seinni sýninguna, sem fram fór vestur á Kyrrahafsströnd Banda- ríkjanna. Dagana 29. maí til 9. júní var haldin i San Francisco vegleg al- þjóðafrímerkjasýning til þess að minnast þess, að 150 ár eru liðin frá því, er fyrstu frímerki Banda- ríkjanna voru gefin út með mynd- um af tveimur forsetum þeirra, 5 centa frímerki af Benjamín Frankiín og 10 centa frímerki af George Washington Höfundur þessara frímerkja- þátta Mbl. var umboðsmaður PACIFIC 97 hér á landi, en jafn- framt þátttakandi í sýningunni. Þess vegna var haldið fiugleiðis vestur um haf og yfir þver Banda- ríkin og verið á sýningunni, meðan hún var opin. Sýningarhöllin er í miðri borg og heitir Moscone Center. Er hún svo nálægt þeim hótelum, sem okkur var komið fyrir á, að ekki varð betur á kosið. Er þessi bygg- ing stór og mikil og einkar þægi- leg í alla staði, enda nýleg og auðsæilega hönnuð fyrir margs konar sýningar. Var allt skipulag og aðbúnaður á PACIFIC 97 með miklum ágætum. Mátti ljóst vera, að margra ára undirbúningur sýn- ingarnefndar hefur skilað sér vel. Á PACIFIC 97 varð fjöldi sýn- ingarramma um 3.600, en hafna varð rúmlega 4.000 römmum. Af þessu má ljóst vera, hversu erfitt getur verið að komast að með sýningarefni á stórsýningar. Þrátt fyrir tilraunir mínar reyndist t.d. ekki unnt að koma héðan nema tveimur söfnum á sýninguna. Annað safnið átti Indriði Páls- son, en það er íslenzkt safn frá 1836-1902, þar sem hann rekur póstþjónustu á Islandi með ums- lögum og stimplum fyrir daga frí- merkja hér á landi. Síðan frá 1870 með dönskum og íslenzkum frí- merkjum, bæði stökum, í tvennd- um og ijórblokkum og eins á bréf- um til loka aurafrímerkjanna árið 1902. Er þetta tvímælalaust hið bezta íslenzka frímerkjasafn, sem nokkurn tímann hefur verið sett saman frá þessu tímaskeiði, enda hlaut það að sjálfsögðu gullverð- laun. Hitt safnið átti greinarhöfund- ur, en það er safn danskra tvílitra frímerkja, sem notuð voru í Dan- mörku frá 1870 og fram yfir síð- ustu aldamót. Eru frímerkin sýnd í flestum prentunum og eins öll verðgildi þeirra á bréfum. Hefur þetta söfnunarsvið verið einkar vinsælt meðal safnara, ekki sízt danskra, og margir hlutir í því mjög torgætir, ef langt er til seilzt í söfnuninni. Fékk safnið stór gyllt silfurverðlaun. Er það mjög góður árangur á alþjóðasýningu. Því verður ekki heldur neitað, að í þessu safni er saman komið flest það, sem skiptir verulegu máli í sambandi við þessa skemmtilegu útgáfu. Sýningin var í kjallara sýn- ingarhallarinnar, sem er loftkæld- ur, og var flugrúmt milli sýningar- rammanna. Þá var þarna einvörð- ungu rafmagnslýsing, mjög góð, svo að engin hætta var á upplitun frímerkja af völdum dags- eða sólarljóss. Eins var aðstaða frí- merkjakaupmanna og póststjóma mjög góð og merkingar allar í salnum þess eðlis, að auðvelt var að rata, þegar menn höfðu áttað sig á þeim. Kom það sér líka vel í þessu mikla flæmi, sem lagt var undir sýninguna. Aðsókn að PACIFIC 97 var ótrúlega mikil eða rúmlega 100 þús. manns. En vegna þess, hversu rúmt var um rammana, urðu menn ekki svo mjög varir við mannfjöld- ann. Helzt varð það þá í kringum bása kaupmanna og póststjórna, enda er ljóst, að margur safnarinn notfærir sér frímerkjasýningar til þess að viða að sér efni í söfn sín. Mynduðust oft biðraðir hjá sumum póststjórnum, þó hvergi eins og hjá Hong Kong, enda mikil breyt- ing að verða þar í póstmálum sem og öðrum málum, svo sem alkunna er. Af sjálfu sér leiðir, að sýningar- efni var mjög fjölbreytt. í póst- sögulegu deildinni voru 144 söfn, í hefðbundnu deildinni 82 söfn. Þá voru 25 söfn með stimpilmerki og þess háttar efni, en söfnun þeirra er mjög algeng í Ameríku. I bókmenntadeild voru 244 bæk- ur, stórar og smáar. Er ljóst, að mikið er skrifað um frímerki og annað, sem þeim tengist. Mátti sjá þar mjög vandaðar og fallegar bækur um hin margvíslegustu efni. Eitt var það, sem vakti sérstaka athygli okkar Indriða Pálssonar. Það voru sýningarrammamir. Urðum við mjög hrifínir af því, hversu auðvelt var að koma blöð- unum fyrir og síðan loka römmun- um. Hið sama gildir um niðurtekn- ingu safnanna. En það, sem snýr þó helzt að sýningargestum, er það, hversu þægilegt er að horfa á frímerki og umslög á neðstu blöðum rammanna. Er það vegna þess, að þeir eru hallandi á stat- ífunum. Rammarnir, sem við þekkjum bezt, eru hins vegar bein- ir niður. Af því leiðir, að menn verða næstum því að bogra við að skoða neðsta efnið. Loks virðist læsing þessara ramma bæði traust og auðveld. Þá eru þeir úr létt- málmi og því auðveldir í meðför- um. Ég tel sjálfsagt, að Landssam- band íslenzkra frímerkjasafnara og Póstur og sími kynni sér þessa ramma nánar og fái a.m.k. sýnis- horn til skoðunar. Því segi ég frá þeim hér í þættinum. Meðan á sýningunni stóð, voru á hverjum degi haldnir í hliðarsöl- um fundir ýmissa nefnda FIP og eins frímerkjaklúbba. Vönduð sýningarskrá var gefin út með margvíslegu efni. Virtist í engu hafa verið til spar- að, að allt færi sem bezt og skipu- legast fram á PACIFIC 97. Enginn aðgangseyrir var að sýningunni, og hefur það vafalaust ekki dregið úr aðsókninni. Er það sama reynsla og við þekkjum héðan úr fámenni okkar. Jón Aðalsteinn Jónsson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför konu minnar, móður okkar og ömmu, VILBORGAR JÓNU SIGURJÓNSDÓTTTUR. Jón Pálsson, Steinunn E. Jónsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson, Pálmar Jónsson, Þorsteinn Jónsson, Sólveig H. Þorsteinsdóttir, Unnar Jónsson, Ingibjörg A. Brynjarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlý- hug við andiát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEINGRÍMS NIKULÁSSONAR matsveins, Þórufelli 20. Svala Þyri Steingrímsdóttir, Heimir Gíslason, Þórarinn Smári, Elínbjörg Stefánsdóttir, Jónína Steiney Steingrímsdótttir, Helgi fvarsson, Annie K. Steingrímsdóttir, Margrét Lísa Steingrímsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Nikulás Ásgeir Steingrímsson, Friðfinnur Árni Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ATVINNUAUGLÝSiNGAR Staða framkvæmdastjóra við Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina á Patreksfirði erlaustil umsóknar. Umsækjandi skal hafa lokið háskólaprófi í viðskiptafræði eða hafa sambærilega menntun. I Launakjör eru samkvæmt úrskurði kjaranefnd- i ar um störf framkvæmdastjóra sjúkrahúsa ríkisins. Framkvæmdastjóri erskipaðuraf I ráðherra til 5 ára í senn. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykja- vík, eigi síðar en 29. september nk. Öllum um- sóknum mun verða svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu í síma 560 9700. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 27. ágúst 1997. Saumakonur Saumastofa verslunarinnar Sautján óskar eftir vönum saumakonum sem fyrst í framleiðslu. Einnig vantar saumakonur í breytingar. Nánari upplýsingar gefa Yvonne og Lovísa í síma 511 1719 í dag og á morgun. Þverflautukennari Tónlistarskóli Stykkishólms óskar að ráða þver- flautukennara sem allra fyrst. Nánari upplýsingar gefa formaður skólanefnd- ar, Jóhanna Guðmundsdóttir, í síma 438 1322 og Daði Þór Einarsson, skólastjóri, í síma 438 1565 heima og í síma 438 1661 í Tónlistar- skólanum. Götugrillið óskar eftir starfsfólki í sal og eldhús í 50 og 100% vinnu. Verður að geta byrjað strax. Upplýsingar í síma 564 3421 eða 898 5403. Afgreiðslustörf Hressir starfskraftar óskast í hálfs- og heils- dagsstörf í dömuverslun í Kringlunni. Aldur 25—45 ára. Upplýsingarsendisttil afgreiðslu Mbl. merktar: „Hressar — 52421", fyrir 1. september nk. Grunnskólar ísafjarðarbæjar Suðureyri Kennarar! Einn kennara vantartil starfa næsta skólaár. Um er að ræða kennslu í 4.-7. bekk. Við bjóðum flutningsstyrk, lága húsaleigu og launauppbót. Umsóknarfrestur ertil 30. ágúst. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 456 6119 (heima) og 456 6120 (skóli). Launadeild Starfsmann vantar strax í 50% vinnu í launa- deild. Þarf að hafa reynslu í tölvufærðu launa- bókhaldi. Umsóknir óskast sendar fyrir 5. september nk., merktar: „G — 1906". Tvo vana menn vantará hjólbarðaverkstæði í Reykjavík strax. Góð vinnuaðstaða og öruggt vinnuumhverfi. Mötuneyti á staðnum. Vinsamlegast sendið umsóknirtil afgreiðslu Mbl. fyrir9. september, merktar: „H — 123".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.