Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 36
-36 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ERNA DÓRA MARELSDÓTTIR, Álfheimum 7, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 26. ágúst. Alfreð Júliusson, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðbjörg Alfreðsdóttir, Ásmundur Karlsson, María Júlía Alfreðsdóttir, Símon Ólafsson, Ólöf Alfreðsdóttir, Ágúst Victorsson, Kristín Gróa Alfreðsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. V + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORSTEINN EYFJÖRÐ JÓNSSON, Vallholti, Grenivík, sem lést 23. þessa mánaðar, verður jarðsung- in frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00. Sveinlaug Friðriksdóttir, Jón Þorsteinsson, Sigríður Arnþórsdóttir, Friðrik Kristján Þorsteinsson, Kristjana Björg Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Víðir Þorsteinsson, Sigríður Sóley Friðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Dóttir mín og móðir okkar, GUÐBJÖRG H. KRISTINSDÓTTIR, Engjahlíð 3a, Hafnarfirði, lést föstudaginn 22. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fossvogskaþellu föstudaginn 29. ágúst kl. 10.30. Sæunn Jónsdóttir, Atli Freyr Ólafsson, Hörður Flóki Ólafsson, Snædís Ylfa Ólafsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNARJÓNSSON, Lónabraut 35, Vopnafirði, andaðist á heimili sínu mánudaginn 25. ágúst. Oddný Ingileif Sveinsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Örn Björnsson, Sólbjört Gunnarsdóttir, Baldur Friðriksson, Jóna Gunnarsdóttir, Magnús Ingóifsson, Sveindís B. Gunnarsdóttir, Máni Sigfússon og barnabörn. + Ástkær móóir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA JÚLÍUSDÓTTIR frá Hvassafelli í Eyjafirði, Ránargötu 20, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 29. ágúst kl. 13.30. Elsa Guðmundsdóttir, Rafn Hjartarson, Helga Guðmundsdóttir, Ólafur Jónsson, Vilhelm Guðmundsson, Rannveig Alfreðsdóttir, Freyja Guðmundsdóttir, Tryggvi Harðarson, Sigurður Guðmundsson, Sigurrós Guðjónsdóttir, Pálmi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Hvað varðar þó að verk þín öll ei verði metin neins? Þitt daglegt stríð, þín duldu tár? Hin djúpa þögn fær stillt þau sár, er blæða mest til meins. + Ingibjörg Þor- steinsdóttir fæddist í Reykjavík 5. október 1934. Hún lést á á Sjúkra- tiúsi Reykjavíkur 23. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar bennar voru Þor- steinn Agúst Guð- mundsson skip- stjóri, f. í Reykjavík 3. ágúst 1895, d. 25. september 1985, og Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir frá Meiðastöðum í Garði, f. 22. mars 1894, d. 29. ágúst 1956. Systkini Ingibjarg- ar eru Ingunn, f. 28. janúar 1927, Kristinn Þorsteinn, f. 18. mars 1928, d. 29. september 1986, Jens Kristinn, f. 1. maí 1938, d. 4. desember 1943, og Magnús Magnússon hálfbróðir, f. 26. febrúar 1919, d. 27. mars 1981. Börn Ingibjargar eru tvíbur- arnir Guðrún Sig- ríður Vilhjálmsdótt- ir og Þorsteinn Jens Vilhjálmsson, f. 2. mars 1964. Ingibjörg tók gagnfræðapróf frá Gagnf ræðaskólan- um við Öldugötu. Hún vann um ára- bil við skrifstofu- störf, fyrst hjá heildsölunni Natan og Olsen og Rann- sóknarstofu Há- skólans, og siðan í tvö ár hjá danska Sambandinu í Kaupmanna- höfn. Ingibjörg starfaði þvínæst hjá Borgarfógetanum í Reykjavík og á skrifstofu Ríkisútvarpsins, og ennfrem- ur um tíma á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins og hjá Land- læknisembættinu. Útför Ingibjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Sérhver breyting er ný byijun sérhver byijun flótti frá því sem var, hvert skref formlaus tilfinning af ósigri ný refsing, nýr dauði, nýtt líf. (Nína Tryggvadóttir.) Hún mamma er farin, eftir erfið veikindi. Þetta er ný byijun fyrir okkur bæði, dauði, og í sjálfu sér nýtt líf. Ég minnist hennar á marg- an hátt, og núna fer ekki úr huga mér þegar Nordmende útvarps- tækið suðaði uppáhaldslagið henn- ar í eldhúsinu heima; Hótel Jörð, með Heimi, Jónasi og Vilborgu. „Við erum gestir og hótel okkar er jörðin." Eg held að mömmu hafi fund- ist, að hún hafi ekki fengið sérstak- lega góða vistarveru, í þessari heimsmynd Tómasar Guðmunds- sonar, heldur erfið kjör og kjallara- íbúðina. við Laugalæk. Þaðan var lítið útsýni yfir það ævintýri sem lífið er. Mamma átti mjög erfiða æsku, sem setti mark sitt á ævi hennar alla. Það var oft svo erfitt hjá okk- ur þeima, þegar hún sá ekki útúr augum fýrir myrki. Mömmu tókst engu að síður að ala okkur systkin- in upp, ein síns liðs, og gefa okkur eitthvað alveg einstakt af sjálfri sér. Það er veganesti okkar í þessu lífi. Stundum var það einmanaleik- inn einn sem skildi okkur mæðgin- in að. Hann sameinaði okkur líka að lokum, á hljóðlátan hátt. Ég er feginn því að við gátum talað sam- an fyrir andlát hennar. Við sætt- umst á að við hefðum bæði staðið okkur vel, og lífið okkar saman hefði verið þess virði. Mér þótti sérstaklega vænt um jólakortið frá henni um síðustu jól, mynd af litl- um systkinum, sem eru ein á ferð í hríðarmuggu. Þau brosa, líkt og þau viti að áfangastaðurinn er ein- faldlega lífíð sjálft; „Vinur minn. Þakka allt og allt á liðnum árum. Guð veri með þér og þínum. Þín mamma.“ Mig langar að þakka mömmu, vinu minni, sömuleiðis fyrir allt og allt. Ég veit að Guð fylgir henni í upphafi nýrrar ferðar. Góða ferð, mamma mín. Þinn Þorsteinn. Elsku mamma og amma. Á þessari skilnaðarstundu er efst í huga okkar þakklæti fyrir allt það góða sem þú sýndir okk- ur. Þú áttir svo auðvelt með að gleðja aðra og þú kenndir okkur svo margt með þínum mikla kær- leika, þinni einlægu hlýju og þinni óendanlegu væntumþykju. Þú hef- ur snortið hjörtu okkar með þess- um góðu eiginleikum þínum fremur en með einhveijum predikunum og orðaflaumi. Væntumþykja og góð- vild voru þín aðalsmerki og þannig munum við minnast þín. Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Reykjavik sími: 587 1960-Jax: 587 1986 * 562 7575 & 5050 925 < 5 1 j HöTTEL LOFTLEIÐIk 5'ICtt»«OAI« MOTtlS Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA Því hvað er jarðar lán og laun hjá ljósi því, sem skín á samviskunnar hreinu höll? Þar sem himininn geymir tárin öll og vegur verkin þín. Hjá blíðri þöp er athvarf allt og allra bæna lönd. Hún gefur öllu skírast skart. í skuggsjá hennar verður bjart hvert tár frá stríðsins strönd. (Hulda.) Elsku mamma og amma, við þökkum þér fyrir allt sem þú varst okkur alla tíð. Guð geymi þig- Kveðja. Guðrún, Ingibjörg, Gauti, Hrefna og Þorsteinn. Það eru 22 ár síðan lítil fjöl- skylda kom óvænt og skyndilega inn í líf okkar hjóna. Við höfðum fregnir af því að nágranni okkar Ingibjörg væri veik og þyrfti að fara á spítala, Guðrún, annar tví- burinn hennar, var í sveit, svo við spurðum Þorstein, hvort hann vildi ekki vera hjá okkur á meðan. Hann þáði það og þvílíkur sólar- geisli sem kom inn á heimilið, að- eins ellefu ára gamall fannst mér hann vera bæði barn, en líka eins og fullþroskaður unglingur. Hann var svo hugulsamur og vissi ekki, hvernig hann gat launað fyrir sig, alltaf reiðubúinn að sendast og hjálpa til, enda gerði litla fjölskyld- an allt saman. Hann fór dag hvern að heim- sækja mömmu sína enda dáði hann hana mjög og hún elskaði tvíbur- ana sína, var stolt af þeim enda fengu þau í vöggugjöf bæði gáfur og gjörvuleika. Þegar Guðrún kom úr sveitinni þurfti Ingibjörg enn að fara á sjúkrahús ogþá langaði okkur afar mikið til að hún kæmi einnig til okkar. Ingibjörg fékk sæmilega heilsu og litla fjölskyldan lifði ham- ingjusömu lífi, yndisieg var ferm- ingin þeirra og góður dagur fyrir okkur öll. Ingibjörg var mjög vel gefin kona og skemmtileg, góð hannyrðakona og margar peysurn- ar hefur hún pijónað í gegnum tíðina. Aldrei dæmdi hún nokkurn mann, en lokaði hugsanir sínar inni og var afar dul þótt hún gæti verið kát á yfirborðinu, sagði sjálf að hún hefði alltaf verið feimin og með minnimáttarkennd, en ekki tók maður eftir því. Ingibjörg hefur verið mikið á sjúkrastofnunum undanfarin ár, á Reykjalundi, Vífilsstöðum og Borgarspítalanum. Hún talaði allt- af um hve allir væru sér góðir en hún gaf einnig öðrum af sjálfri sér. Um leið og hún reis úr rekkju var hún farin að hlúa að sjúkling- unum sem hún lá með, leggja hár- ið á konunum og uppörva alla sem hún umgekkst. Ég held að hún hefið verið á rétti hillu í lífinu hefði hún valið sér hjúkrunarstörf. Síðustu mánuðir hafa verið tví- burunum okkar erfiðir, að sjá mömmu sína tærast upp af krabba- meini. Við biðjum góðan guð að blessa Guðrúnu Sigríði og Þorstein Jens og ijölskyldur þeirra. Við ósk- um vinkonu okkar góðrar heim- komu, þar sem hvorki sorgir né veikindi munu hrjá hana. Við þökkum fyrir allt hið góða og allar rauðu rósirnar sem við höfum fengið frá yndislegri vin- konu. Þín bros voru sæt, eins og sólgeislinn þýð og sumar á vöngum þínum, er stormurinn æddi um algræna hlíð í einveldismætti sínum; þá bliknaði, skalf og beygði fald það blóm, er var fegurst sýnum. (Hulda.) Megi hún hvíla í friði. Erla og Kristján.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.