Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGLIST 1997 41 FRÉTTIR 10. REYKJALUNDARHLAUPIÐ laugardagínn 30. ágnst kL 11.00 Bolur Verðlatmapeníngur Veítíngar Verð 500 kr. HAPPDRÆTTI ... fyrir iífið sjálft 0,5-6 km. ganga/skokk hjálpartækí. Allír meá 14 km Maup - hefst kl. 10.40 Heppínn þátttakandi fær ferðavínníng m FLUGFÉLAGK) V1TL4NX4 Engín skráníng en mætíð tímanlega (10.00-10.30) upp að Reykjalundí í Mosfellsbæ. Tímataka í 14 km Haupínu í kríngum Ulfarsfell. Vestfirðir Umhverfisráðherra og ofanflóðanefnd á ferð ísafirði. Morgunblaðið. GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra sótti Vestfirði heim á mánudag ásamt ofanflóða- nefnd til að kynna sér yfirstand- andi og væntanlegar framkvæmdir vegna snjóflóðavarna á svæðinu. Ráðherrann og fylgdarlið kom með flugvél Flugmálastjómar og hóf yfirreiðina á að skoða fram- kvæmdir við snjóflóðavarnargarða á Flateyri en þar hefur nú verið lokið 2/3 hluta verksins. Á ísafirði skoðaði ráðherra og fylgdarlið svæðið við Seljalandsmúla en áætl- að er að hönnunarvinna vegna leiðigarða þar fari fram á næsta ári. Einnig var farið um Holta- hverfi og Hnífsdal. í Bolungarvík skoðaði ráðherra vegsummerki snjóflóðsins sem féll úr Traðarhyrnu í vetur en frumat- hugun á mögulegum varnarkost- um á að vera lokið haustið 1998. Einnig var farið um hesthúsa- byggðina í Bolungarvík sem er þekkt snjóflóðahættusvæði. Umhverfisráðherra lauk ferð sinni í Súðavík þar sem hann skoð- aði m.a. nýju byggðina sem reist var eftir snjóflóðið 1995. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, Guð- mundur Bjarnason, umhverfisráðherra, Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri, og Smári Þorvaldsson, deildarsljóri ráðuneytis- ins, skoða hér kort af Seljalandssvæðinu. Afmælishátíð á Hótel Geysi 100 ár frá fæðingu Sigurðar Greipssonar 100 ÁR voru liðin föstudaginn 22. ágúst frá fæðingu Sigurðar Greips- sonar, skólastjóra íþróttaskólans í Haukadal, og 70 ár frá stofnun skólans á þessu ári. Af þessu til- efni hélt Héraðssambandið Skarp- héðinn og Haukadalsnefnd veglega afmælishátíð þar sem kynnt var útgáfa bókar um Sigurð Greipsson og Haukadalsskólann. Mikið fjölmenni var saman kom- ið á Hótel Geysi í tilefni afmælisins og útgáfu sögu hans og Haukadals- skólans. Höfundur bókarinnar, Páll Lýðsson, bóndi og fræðimaður í Litlu Sandvík, Jón M. ívarsson safnaði efni til bókarinnar en í rit- stjórn áttu sæti Hafsteinn Þor- valdsson, Jóhannes Sigmundsson og Engilbert Olgeirsson. Mörg ávörp voru flutt í tilefni dagsins, höfundur las úr bókinni og kór eldri borgara á Selfossi söng nokkur lög. Morgunblaðið/Kári Jónsson í TILEFNI útgáfu sögu um Sigurð Greipsson og Haukadalsskól- ann afhenti Arni Þorgilsson, formaður HSK, sonum Sigurðar fyrstu eintök bókarinnar. Á myndinni eru f.v.: Engilbert Olgeirs- son, framkvæmdastjóri HSK, synir Sigurðar Greipssonar Már Sigurðsson, Þórir Sigurðsson og Bjarni Sigurðsson og Árni lengst til hægri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Myndavíxl VEGNA mistaka í tölvuvinnslu birtist röng mynd með grein Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar „Nýr kjarasamningur kennara og sveit- arfélaga," í blaðinu í gær. Eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar á mistökunum. Röng röð í úrslitum í HESTAÞÆTTI á þriðjudag þar sem birt voru úrslit Suðurlands- móts í hestaíþróttum var rangt farið með úrslit í slaktaumatölti. Rétt röð er sú að Elsa Magnúsdótt- ir sigraði á Demanti, Theódór Ómarsson kom næstur á Strák, Sigurbjörn Bárðarson þriðji á Hlyni, Hallgrímur Birkisson fjórði á Aski og Auðunn Kristjánsson fimmti á Dára og leiðréttist þetta hér með um leið og hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Jón Svavars JÓN GARÐAR Hreiðarsson tekur við bílunum af þeim Steve Barrow og Siguijóni Ólafssyni. Fræðslumiðstöð bílgreina fær Ford-bíla að gjöf FRÆÐSLUMIÐSTOÐ bílgreina fékk nýverið tvo bíla afhenta að gjöf frá Ford Motor Company og Brimborg hf., umboðsaðila Ford hér á landi. Bílarnir eru framlag fyrirtækjanna til bættr- ar menntunar í bílgreininni. Þeir eru annars vegar Ford F-150- pallbíll framleiddur í Bandaríkj- unum og hins vegar Ford Trans- it-sendibíll frá verksmiðjum Ford í Evrópu. Gjöfin var afhent af þeim Steve Barrow, þjónustustjóra Ford, og Siguijóni Ólafssyni, þjónustustjóra Brimborgar, og tók Jón Garðar Hreiðarsson við henni fyrir hönd fræðslumið- stöðvarinnar. Við afhendinguna sagði Jón að stuðningur erlendra og innlendra fyrirtækja hefði skipt sköpum í uppbyggingu fræðslumiðstöðvarinnar og með áframhaldandi stuðningi væri hægt að byggja upp fræðslumið- stöð eins og þær gerast bestar. Ormsteiti þriðja sinni EFNT er til Ormsteitis, upp- skeruhátíðar á Héraði þriðja sinni. Að því stendur Ferðamálafélagið Forskot, sem er félag hagsmunaað- ila á Héraði og Borgarfirði eystra. I dag er dagur umhverfis og end- urnýjunar. Er þá opinn hugmynda- banki í kaffihorni Kjörbúðar KHB, kynnt verður safnkassaverkefni Sorpeyðingar Miðhéraðs og veittar verða leiðbeiningar um umhverfis- vænar innkaupavenjur o.fl. Glatt er á Gálgaás er heiti dag- skrárinnar á morgun og bjóða veit- ingastaðir og sundlaug upp á ýmis tilboð en á laugardag er markaðs- dagur. Verður hátíðin sett kl. 13 við markaðstjald á tjaldstæði bæj- arins og boðið upp á margs konar tónlist einstaklinga og hljómsveita, svo og mælt mál. Um kvöldið verð- ur boðið upp á grillað hreindýrakjöt og harmonikkudansleik í Vala- skjálf. Á útisvæði verður véla-, bíla- og tjaldvagnasýning og klukkan 14 verður haldin í annað sinn ís- landskeppni í snjókúlukasti. Orms- teiti lýkur á sunnudag með messu í Egilsstaðakirkju. Þórhalla Snæþórsdóttir, sem séð hefur um skipulagningu hátíðar- innar, segir að gestir komi aðallega af Austurlandi en vaxandi þátttaka sé úr Þingeyjarsýslum og segir hún hátíðina hafa fest sig í sessi. rannsóknir, fræðst um heimildir frá ýmsum tímum, kynnt sér leit- araðferðir og hvernig gengið er frá upplýsingum á skipulagðan hátt og til útgáfu. Þátttakendur frá aðstöðu til að rekja eigin ætt- ir með notkun frumheimilda og prentaðra bóka sem eru til staðar á kennslustað. Boðið er upp á grunnnámskeið fyrir byijendur og framhaldsnámskeið fyrir lengra komna. Leiðbeinandi er sem fyrr Jón Valur Jensson, guðfræðing- ur. Innritun er hafin. ■ KRAKKARNIR sem ólust upp á Grýtubakka 18-32 árið 1968-78 ætla að hittast á LA Café laugardaginn 30. ágúst. ■ ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN sem er að byija sitt 12. starfsár verður með ættfræðinámskeið að vanda í september-október. Kennt er í Austurstræti lOa. Allir sem hafa áhuga á ættum geta tekið þátt í þessum nám- skeiðum, lært til verka við ættar- LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.