Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter BÆRINN Cork Hill, við rætur eldfjallsins Soufriere Hills á Montserrat. Spáir allsheijar- brottflutningi frá Montserrat FORSÆTISRÁÐHERRA Monts- errat, David Brandt, lýsti því yfir í gær að Bretar kynnu að þrýsta á um brottflutning allra íbúa eyjunn- ar Montserrat í Karíbahafi þar sem eldgos á henni hefðu rústað byggð- inni. Kvaðst Brandt draga þessa ályktun af viðræðum sínum við bresk stjórnvöld en skoraði jafn- framt á þau að styðja byggð á norðurhluta Montserrat þar sem áhrifa eldgossins gætir mun minna en t.d. í höfuðborginni. Gos hóft í Soufriere Hills eldfjallinu árið 1995. „Viðskiptalífið er I rúst, húsnæði er ekki fyrir hendi, skólakerfið er í lamasessi vegna þess að fólkið hefur leitað hælis í skólunum og samfélagið er hrunið," sagði Brandt. Hann sótti I gær neyðar- fund með leiðtogum þjóða í Karíba- hafi um það hvernig taka beri á málum á Montserrats. Þar gagn- rýndi Brandt Breta harðlega fyrir það hvernig þeir hafa haldið á málum á Montserrat, sem er bresk nýlenda. Krafðist hann þess að þeir létu af hendi fjárframlög til að styrkja byggð á norðurhluta eyjarinnar en Brandt segir Breta ekki vilja láta féð af hendi fyrr en þeir telji ljóst hversu margir flytji á brott. París. The Daily Telegraph. DÍ ANA prinsessa blandaði sér í fyrsta sinn í gær í pólitíska umræðu í Bretlandi er hún bar lof á stuðning Verkamanna- flokksins við baráttu hennar fyr- ir banni við jarðsprengjum. Þá fordæmdi hún jafnframt stefnu íhaldsflokksins í sama máli og sagði hana „voniausa". Þetta kom fram í viðtali sem franska dagblaðið Le Monde átti við hana. Þá sagði prinsessan að um- fjöllun fjölmiðla um tilraunir hennar til að láta gott af sér leiða hefði verið svo neikvæð að „allir með fullu viti“ hefðu flúið af Iandi brott í hennar sporum. „Ég get það ekki,“ sagði hún, „ég verð að hugsa um syni mína.“ Robin Cook, utanríkisráð- herra Bretlands, fagnaði um- mælum Díönu í gær og kvaðst bera mikla virðingu fyrir henni vegna þess hugrekkis sem hún Díana lofar Verkamanna- flokkinn hefði sýnt með því að berjast fyrir jarðsprengjubanni. Þing- menn íhaldsflokksins voru hins vegar lítt hrifnir. Einn þeirra sagði að Díana reyndi æ meira á þolinmæði bresks almennings og vísaði þar til ástarævintýris hennar og Dodis Fayeds. Aðrir íhaldsmenn réðu prinsessunni frá því að blanda sér í stjórn- málaumræðuna og hvöttu kon- ungsfjölskylduna til að hafa stjórn á Díönu. Prinessan segir að þrátt fyrir gífurlega gagnrýni og hörð orð sem látin voru falla, m.a. um gáfnafar hennar, sem sagt var að væri ekki upp á marga fiska, Freistar Milosevic sátta? Banja Luka. Reuter. SLOBODAN Milosevic Serbíu- forseti virðist ætla að blanda sér í valdabaráttu Bosníu-Serba því eftir fulltrúa Atlantshafs- bandalagsins (NATO) var haft í gær, að sótt hefði verið um lendingarleyfi fyrir flugvél hans í Banja Luka í dag eða á morg- un. Milosevic hefur verið undir vaxandi þrýstingi frá Vestur- löndum um að lýsa yfir stuðn- ingi við Biljönu Plavsic, forseta Bosníu-Serba, en vígi hennar er I Banja Luka í norðvestur- hluta Bosníu. Plavsic á í harðri valdabar- áttu við harðlínumenn sem styðja forvera hennar, Radovan Karadzic, sem er eftirlýstur stríðsglæpamaður. Erlendir stjórnarerindrekar segja að hann muni stórtapa hafi Plavsic betur í deilunum við harðlínu- menn án hans stuðnings. Rob- ert Gelbard, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar I Bosníu, er væntanlegur til landsins í vik- unni og er búist við að hann eigi fund með Milosevic. hafi það þó orðið til að vekja enn frekari athygli á baráttumáli hennar. Hún segir að fjölmiðlar hafi verið grimmir í árásum sín- um á hana og að þeir „fyrirgefi ekkert, eru í stöðugri leit að mis- tökumDíana segist jafnan fá hlýj- ar móttökur erlendis en í Bret- landi sé annað uppi á teningnum. „Mér hefur lærst að hefja mig upp yfir gagnrýnina. Það er kald- hæðnislegt að það hefur gefið mér styrk sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Þar með er ekki sagt að gagnrýnin hafi ekki sært mig. Það hefur hún.“ Þá gagnrýnir Díana formleg- heitin í konungsfjölskyldunni, segir ekkert þar gerast „eðli- lega“. Enginn hafi ákveðið fyrir hana hvert hið nýja hlutverk hennar yrði, heldur hafi hún valið sér það sjálf. „Enginn segir mér fyrir verkum. Ég fer eftir eðlisávísuninni, hún er minn besti ráðgjafi.“ Nýja-Sjáland Jórturdýr ábyrg fyrir gróður- húsaáhrifum VÍSINDAMENN á Nýja-Sjá- landi, þar sem um fimmtíu millj- ónir fjár og 3,7 milljónir menn- skra íbúa eiga heimkynni, hafa komizt að því, að jórturdýr beri með framleiðslu sinni á metang- asi, sem þau leysa út I andrúms- loftið með ropum og vindgangi, ábyrgð á meginhluta þess magns sem fer af skaðlegum lofttegund- um upp í himinhvolfíð frá nýsjá- lenzkri grundu. Metangas er ásamt koltvísýr- ingi helzt þeirra lofttegunda, sem taldar eru stuðla að svokölluðum gróðurhúsaáhrifum á lofthjúp jarðar. „Losun metangass er hjá okkur átta sinnum meiri á hvern íbúa en sem nemur meðaltalinu í lönd- um OECD, einfaldlega vegna þess að hér eru mjög mörg jórtur- dýr og fátt fólk,“ sagði Mark Ulyatt, vísindamaður hjá nýsjá- lenzkri rannsóknastofnun, sem unnið hefur að rannsóknum á losun metangass þar í landi, í viðtali við Reuters. Ropandi ær sökóttar Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknanna framleiða jórturdýr um 70% þess magns sem fer út I andrúmsloftið af metangasi á Nýja-Sjálandi, og ropandi ær bera ábyrgð á um helmingnum af því. Magnið, sem fer af koltví- sýringi út í andrúmsloftið á Nýja- Sjálandi, mun vera um tíu sinnum meira en af metangasi, en upp- hitunaráhrif metangass á loft- hjúpinn eru talin vera 21 sinni meiri en koltvísýrings. ESB sýknar Færeyinga af undirboðsákæru Viðræður við hugsanleg ný aðildarríki ESB boðaðar í byrjun næsta árs FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins, ESB, hefur sýknað Færeyinga af ákæru þess efnis, að þeir væru ábyrgir fyrir miklu verðfalli á ferskum fiski á undanförnum árum, einkum í Skotlandi og Englandi. Skozkt fisksölufyrirtæki hafði kært Færeyinga fyrir framkvæmda- stjórninni vegna tíðra landana færeyskra fiskiskipa í brezkum höfnum og að þeir stunduðu undirboð. Framkvæmdastjórnin komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um undirboð að ræða. • IJFFE Ellemann-Jensen, fyrr- verandi utanríkisráðherra Dan- merkur og formaður Venstre- flokksins, hefur viðurkenntað einarður stuðningur sinn og fiokksins í heild við hinn svokall- aða Amsterdam-sáttmála ESB geti kostað atkvæði, en samt sem áður er hann sá stjórnmálamað- ur sem Danir bera mesttraust til í Evrópumálum. Þetta kom fram í könnun Politiken á mánu- dag. Samkvæmt henni benda 48% Dana á Ellemann-Jensen, þegar þeir eru beðnir um að nefna þann sem þeir treysta bezt í málefn- um er varða aðild Danmerk- ur að Evrópu- sambandinu. Könnunin leiddi ennfrem- ur í ljós, að mestar líkur eru á að meirihluti styðji Amst- erdam-sáttmálann. 40% segjast munu styðja sáttmálann í þjóð- aratkvæðagreiðslu, 29% eru á móti og 22% eru enn á báðum áttum. Búizt er við að þjóðarat- kvæðagreiðsla um hinn nýja grundvallarsáttmála ESB fari fram vorið 1998. • JEAN-Claude Juncker, for- sætisráðherra Lúxemborgar, sem nú fer fyrir ráðherraráði Evrópusambandsins, segir við- ræður um aðild þeirra Austur- Evrópuríkja, sem ákveðið verð- ur að boða til slíkra viðræðna, muni hefjast strax í upphafi næsta árs. Framkvæmda- stjórn ESB hef- ur mælt með því að viðræður verði hafnar við Pólland, Tékkland, Ungveijaland, Slóv- eníu, Eistland og Kýpur, en end- anleg ákvörðun er á könnu ráð- herraráðsins. Eftir óformlegar viðræður við Vaclav Klaus, for- sætisráðerra Tékklands, í Prag í vikunni sagði Juncker að Tékk- land yrði örugglega á meðal fyrstu ríkjanna, sem aðildarvið- ræður yrðu hafnar við. *★★★*. EVRÓPA^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.