Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 56
Fyrstir meö K <o> AS/400 er... ...mest selda fjölnotenda viðskiptatölvan í dag <o> NÝHERJi Pentiurri II H P Vectra PC Thpl hewlett mlLM PACKARO Sjáðu meira á www.hp.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Elsta fley landsins sem enn er í notkun Hlaup í Skaftá úr minni katli HLAIJP hófst að nýju í Skaftá að- faranótt mánudags en ekki eru liðn- ar tvær vikur frá því hlaup hófst úr stærri Skaftárkatli Vatnajökuls. Víst þykir að hlaupið nú komi úr minni katlinum. Arni Snorrason og Snorri Zoph- oníasson, vatnamælingamenn frá Orkustofnun, tóku sýni úr Áselda- vatni, aðalkvísl Skaftár í byggð, í gærkvöldi. „Það er greinilega hlaup- vatn í ánni og greinilegt af línuriti að aðfaranótt mánudags hefur vaxið í ánni, væntanlega vegna þess að byrjað hefur að leka úr vestari katli. Við fengum einmitt fréttir ofan af jökli í dag frá Magnúsi Tuma Guð- mundssyni jarðeðlisfræðingi að sá vestari væri farinn að síga,“ sagði Ami. Ráðgert var að tveir aðrir vatria- mælingamenn færu inn að Sveinstindi við Langasjó í nótt til að kanna aðstæður. Þar er efsti mælir Orkustofnunar í Skaftá. Árni segir að áin sé í jafnvægi og hafí verið síðustu tvo sólarhringa. „Hlaup úr vestari katli eru oft lítil- fjörleg og koma fram á löngum tíma.“ Árni sagði að einnig væri greini- lega hlaupvatn í Hverfisfljóti og af því greinileg jöklafýla en þeir Snorri tóku sýni þar í gær. ÁBtíENDUR í Vigur í ísafjarð- ardjúpi eiga elsta bát sem enn er í notkun við Island, áttæring- inn Breið. Ekki er vitað um ald- ur Breiðs en hans er fyrst getið 1829 í sambandi við rekaviðar- ferðir norður í Fljótavík á Ströndum. Séra Sigurður Stef- ánsson keypti Breið á sama tíma og hann flutti í Vigur árið 1884 og þar hefur hann verið síðan. Að sögn húsráðenda er bátur- inn nú orðið eingöngu notaður til að flytja fé upp á land í júlí og út í eyna aftur í lok ágúst. Hann hefur reynst vel og „verður not- aður meðan fé verður í eynni“. Þrátt fyrir að Breiður sé nú eingöngu notaður til fjárflutn- inga hefur hann nýst til marg- víslegra hluta. Talið er að hann hafi fyrrum verið notaður tU há- karlaveiða og hann var lengi vetrarvertíðarskip í Bolungar- vík auk þess sem bændur í Vig- ur hafa notað hann til ýmiss konar flutninga. Breiður er 11,25 m á lengd og 80 cm á dýpt. Ekkert er eftir af hinu upprunalega timbri í hon- um en lagið hefur haldið sér. Hann er með hinu gamla vest- fírska lagi, svokölluðu Djúplagi. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson NÍTJÁNDA og tuttugasta öldin mætast í ísafjarðardjúpi. Áraskipið Breiður, sem er a.m.k. 160 ára gamalt, er dregið milli lands og eyjar af trillunni Stefáni sem var smíðuð 1980. í baksýn er varðskipið Óðinn sem nú nálgast fertugsaldurinn. Umboðsmaður Alþingis um drátt á meðferð kæru Samtaka iðnaðarins og- Samiðnar Telur ráðuneyti hafa brotið stjórnsýslulög UMBOÐSMAÐUR Alþinps telur að við afgreiðslu fjármálaráðuneyt- — isins á kæru Samtaka iðnaðarins og Samiðnar vegna meintra undirboða á skipasmíðum í Póllandi og Noregi hafí stjórnsýslulög verið brotin þar sem mjög dróst að ákvörðun yrði tekin í málinu án þess að á því hafí fengist viðhlítandi skýringar. „Eg vænti þess, að reglna um málshraða verði framvegis betur gætt af hálfu fjármálaráðuneytis- ins,“ segir umboðsmaður Alþingis m.a. í bréfí sem hann hefur nýlega sent kærendum. Forsögu málsins má rekja allt - aftur til ársins 1994 þegar Samtök iðnaðarins og Samiðn kæra ríkis- styrki og undirboð í skipasmíðum og viðgerðum í Noregi og Póllandi til fjármálaráðherra en síðar var fallið frá kæru vegna Noregs. Kært var vegna undirbúnings og fram- kvæmdar álagningar og innheimtu undirboðs- og jöfnunartolla. Var og **<bent á að áríðandi væri að af- 'greiðslu yrði flýtt svo ekki kæmi upp sú staða að um lengri eða skemmri tíma yrði hvorki veitt jöfnunaraðstoð né beitt undirboðs- og jöfnunartollum vegna ríkis- styrkja erlendis. Skýringa óskað á drætti Ólafur Helgi Árnason, lögfræð- ingur Samtaka iðnaðarins, sagði að leitað hefði verið til umboðsmanns Alþingis í júní 1995, ári eftir kæruna, þegar málsmeðferð tók að dragast úr hömlu. „Fjármálaráðu- neytið vísaði kærunni til samráðs- nefndar sem annast frumathugun mála og tekur ákvörðun um fram- hald og á hún að hefja formlega rannsókn máls sem ljúka skal innan árs,“ segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Umboðsmaður Alþingis fékk þau svör í júlí 1995 að leitast yrði við að hraða málinu eins og kostur væri. Ólafur segir að fjármálaráðuneytið hafí loks í janúar 1996 svarað kærunni og visað henni frá. Um- boðsmaður Alþingis óskaði áfram eftir skýringum á þeim tíma sem það hefði tekið samráðsnefndina að afgi-eiða kæruna. Svaraði ráðuneyt- ið ekki fyiT en ári síðar en þá hafði umboðsmaður sent ráðuneytinu nokkur bréf. „Mér fínnst vont í þessu máli ef stjórnvöld geta stöðvað umboðs- mann Alþingis í starfi sínu með því að svara honum ekki,“ segir Ólafur Helgi Árnason, „og mér finnst líka alvarlegt ef þau virða hann ekki svars í heilt ár. Ég reikna með því að við munum framvegis ýta mjög á eftir málum því það er of seinlegt að fá niðurstöðu. Aðilar hafa oft brýna hagsmuni af því að mál fái hraða afgreiðslu." I svörum fjármálaráðuneytisins til umboðsmanns koma fram þær skýringar að lengst af hafi verið beðið svars og skýringa pólskra stjórnvalda. Þau hafí borist á miðju ári 1995, þó ekki fullnægjandi, og hafí ítrekað verið reynt að ganga eftir fyllra svari. Kemur einnig fram sá vilji ráðuneytisins að ekki verði í framtíðinni óhóflegur drátt- ur á afgreiðslu mála. Búlandstindur sameinast Nirði Átök í stjörn um samruna MEIRIHLUTI stjórnar Búlands- tinds hf. á Djúpavogi samþykkti á stjórnarfundi í gær tillögu um sam- runa Búlandstinds hf. og útgerðar: félagsins Njarðar hf. í Sandgerði. í síðustu viku var felld tillaga um að slíta fyrri viðræðum um samruna fyrirtækjanna. Formaður stjórnar Búlandstinds varð undir í atkvæða- greiðslunni í gær og í kjölfar þess var samþykkt vantrauststillaga á hann og hann felldur úr for- mennsku. Búlandstindur á og rekur frystihús og fískimjölsverksmiðju á Djúpavogi, frystihús á Breiðdalsvík og gerir út frystitogarann Stjömutind. Njörður hf. gerir út bátana Dagfara og Þór Pétursson og rekur fískimjölsverk- smiðju í Sandgerði. Samkvæmt fyr- irliggjandi áætlun um samruna íýr- irtækjanna mun hlutur Njarðar í hinu sameiginlega fyrirtæki verða um 35% að lokinni sameiningu. Ekki hefur verið boðað til hluthafafundar vegna máis þessa en stjórnin hefur boðað til stjórnarfundar og er þar á dagskrá að hún skipti með sér verk- um á ný. Formaðurinn einn á móti Samrunaáætlunin var samþykkt af fulltrúa Olíufélagsins hf. sem fer með 14,43% hlutafjár, fulltrúa VÍS sem fer með 11,73%, fulltrúa Þróun- arsjóðs en hlutafé sjóðsins sem var um 23% hefur allt verið selt fjöl- mörgum aðilum, og af fulltrúa Djúpavogshrepps sem á 3,16% hlut í Búlandstindi. Á móti var formaður stjórnar einn en hann er fulltrúi hlutabréfasjóðsins Ishafs sem fer með 23,95% hlutafjár. Inn á fund stjórnar Búlandstinds í gær bárust mótmæli eins hluthafans, Krossaness hf., sem á 5,14% hluta- fjár í Búlandstindi, gegn fyirirhuguð- um samruna. Þar var þess krafist að boðað yrði til hluthafafundar áður en ákvörðun um samruna yrði sam- þykkt. Jafnframt var áskilinn allur réttur á hendur stjórn félagsins verði það ekki við kröftmni. --------------- Tap rekstri IS ÍSLENSKAR sjávai'afurðir hf. töp- uðu 33 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og versnaði afkom- an til muna á milli ára en á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félags- ins tæplega 201 milljón króna. Verri afkoma nú skýrist að nokkru leyti af tæplega 114 milljóna króna óvenju- legum útgjöldum á tímabilinu en hagnaður af reglulegri starfsemi nam tæpum 38 milljónum króna, samanborið við 296 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. Benedikt Sveinsson, forstjóri fyr- irtækisins, segir þessa afkomu á fyrri árshelmingi vera óviðunandi en hafa verði í huga að í milliuppgjöri sé að fullu tekið á öllum þeim þáttum, sem áhrif geti haft til hins verra á reksturinn. Ljóst sé að þetta ár verði IS tiltölulega erfitt og að rekstur fé- lagsins og dótturfyi'irtækja muni ekki standast samanburð við síðasta ái' en afkoma samstæðunnar var þá betri en nokkru sinni fyrr. ■ 33 milljóna tap/B-2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.