Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 56
Fyrstir meö
K
<o>
AS/400 er...
...mest selda
fjölnotenda
viðskiptatölvan í dag
<o> NÝHERJi
Pentiurri II
H P Vectra PC
Thpl hewlett
mlLM PACKARO
Sjáðu meira á www.hp.is
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Elsta fley landsins
sem enn er í notkun
Hlaup í Skaftá
úr minni katli
HLAIJP hófst að nýju í Skaftá að-
faranótt mánudags en ekki eru liðn-
ar tvær vikur frá því hlaup hófst úr
stærri Skaftárkatli Vatnajökuls.
Víst þykir að hlaupið nú komi úr
minni katlinum.
Arni Snorrason og Snorri Zoph-
oníasson, vatnamælingamenn frá
Orkustofnun, tóku sýni úr Áselda-
vatni, aðalkvísl Skaftár í byggð, í
gærkvöldi. „Það er greinilega hlaup-
vatn í ánni og greinilegt af línuriti að
aðfaranótt mánudags hefur vaxið í
ánni, væntanlega vegna þess að
byrjað hefur að leka úr vestari katli.
Við fengum einmitt fréttir ofan af
jökli í dag frá Magnúsi Tuma Guð-
mundssyni jarðeðlisfræðingi að sá
vestari væri farinn að síga,“ sagði
Ami.
Ráðgert var að tveir aðrir vatria-
mælingamenn færu inn að
Sveinstindi við Langasjó í nótt til að
kanna aðstæður. Þar er efsti mælir
Orkustofnunar í Skaftá.
Árni segir að áin sé í jafnvægi og
hafí verið síðustu tvo sólarhringa.
„Hlaup úr vestari katli eru oft lítil-
fjörleg og koma fram á löngum
tíma.“
Árni sagði að einnig væri greini-
lega hlaupvatn í Hverfisfljóti og af
því greinileg jöklafýla en þeir
Snorri tóku sýni þar í gær.
ÁBtíENDUR í Vigur í ísafjarð-
ardjúpi eiga elsta bát sem enn
er í notkun við Island, áttæring-
inn Breið. Ekki er vitað um ald-
ur Breiðs en hans er fyrst getið
1829 í sambandi við rekaviðar-
ferðir norður í Fljótavík á
Ströndum. Séra Sigurður Stef-
ánsson keypti Breið á sama
tíma og hann flutti í Vigur árið
1884 og þar hefur hann verið
síðan.
Að sögn húsráðenda er bátur-
inn nú orðið eingöngu notaður
til að flytja fé upp á land í júlí og
út í eyna aftur í lok ágúst. Hann
hefur reynst vel og „verður not-
aður meðan fé verður í eynni“.
Þrátt fyrir að Breiður sé nú
eingöngu notaður til fjárflutn-
inga hefur hann nýst til marg-
víslegra hluta. Talið er að hann
hafi fyrrum verið notaður tU há-
karlaveiða og hann var lengi
vetrarvertíðarskip í Bolungar-
vík auk þess sem bændur í Vig-
ur hafa notað hann til ýmiss
konar flutninga.
Breiður er 11,25 m á lengd og
80 cm á dýpt. Ekkert er eftir af
hinu upprunalega timbri í hon-
um en lagið hefur haldið sér.
Hann er með hinu gamla vest-
fírska lagi, svokölluðu Djúplagi.
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
NÍTJÁNDA og tuttugasta öldin mætast í ísafjarðardjúpi. Áraskipið Breiður, sem er a.m.k. 160 ára gamalt, er dregið milli lands og eyjar af trillunni
Stefáni sem var smíðuð 1980. í baksýn er varðskipið Óðinn sem nú nálgast fertugsaldurinn.
Umboðsmaður Alþingis um drátt á meðferð kæru Samtaka iðnaðarins og- Samiðnar
Telur ráðuneyti
hafa brotið
stjórnsýslulög
UMBOÐSMAÐUR Alþinps telur
að við afgreiðslu fjármálaráðuneyt-
— isins á kæru Samtaka iðnaðarins og
Samiðnar vegna meintra undirboða
á skipasmíðum í Póllandi og Noregi
hafí stjórnsýslulög verið brotin þar
sem mjög dróst að ákvörðun yrði
tekin í málinu án þess að á því hafí
fengist viðhlítandi skýringar.
„Eg vænti þess, að reglna um
málshraða verði framvegis betur
gætt af hálfu fjármálaráðuneytis-
ins,“ segir umboðsmaður Alþingis
m.a. í bréfí sem hann hefur nýlega
sent kærendum.
Forsögu málsins má rekja allt
- aftur til ársins 1994 þegar Samtök
iðnaðarins og Samiðn kæra ríkis-
styrki og undirboð í skipasmíðum
og viðgerðum í Noregi og Póllandi
til fjármálaráðherra en síðar var
fallið frá kæru vegna Noregs. Kært
var vegna undirbúnings og fram-
kvæmdar álagningar og innheimtu
undirboðs- og jöfnunartolla. Var og
**<bent á að áríðandi væri að af-
'greiðslu yrði flýtt svo ekki kæmi
upp sú staða að um lengri eða
skemmri tíma yrði hvorki veitt
jöfnunaraðstoð né beitt undirboðs-
og jöfnunartollum vegna ríkis-
styrkja erlendis.
Skýringa óskað
á drætti
Ólafur Helgi Árnason, lögfræð-
ingur Samtaka iðnaðarins, sagði að
leitað hefði verið til umboðsmanns
Alþingis í júní 1995, ári eftir
kæruna, þegar málsmeðferð tók að
dragast úr hömlu. „Fjármálaráðu-
neytið vísaði kærunni til samráðs-
nefndar sem annast frumathugun
mála og tekur ákvörðun um fram-
hald og á hún að hefja formlega
rannsókn máls sem ljúka skal innan
árs,“ segir Ólafur í samtali við
Morgunblaðið.
Umboðsmaður Alþingis fékk þau
svör í júlí 1995 að leitast yrði við að
hraða málinu eins og kostur væri.
Ólafur segir að fjármálaráðuneytið
hafí loks í janúar 1996 svarað
kærunni og visað henni frá. Um-
boðsmaður Alþingis óskaði áfram
eftir skýringum á þeim tíma sem
það hefði tekið samráðsnefndina að
afgi-eiða kæruna. Svaraði ráðuneyt-
ið ekki fyiT en ári síðar en þá hafði
umboðsmaður sent ráðuneytinu
nokkur bréf.
„Mér fínnst vont í þessu máli ef
stjórnvöld geta stöðvað umboðs-
mann Alþingis í starfi sínu með því
að svara honum ekki,“ segir Ólafur
Helgi Árnason, „og mér finnst líka
alvarlegt ef þau virða hann ekki
svars í heilt ár. Ég reikna með því
að við munum framvegis ýta mjög á
eftir málum því það er of seinlegt
að fá niðurstöðu. Aðilar hafa oft
brýna hagsmuni af því að mál fái
hraða afgreiðslu."
I svörum fjármálaráðuneytisins
til umboðsmanns koma fram þær
skýringar að lengst af hafi verið
beðið svars og skýringa pólskra
stjórnvalda. Þau hafí borist á miðju
ári 1995, þó ekki fullnægjandi, og
hafí ítrekað verið reynt að ganga
eftir fyllra svari. Kemur einnig
fram sá vilji ráðuneytisins að ekki
verði í framtíðinni óhóflegur drátt-
ur á afgreiðslu mála.
Búlandstindur
sameinast Nirði
Átök í
stjörn um
samruna
MEIRIHLUTI stjórnar Búlands-
tinds hf. á Djúpavogi samþykkti á
stjórnarfundi í gær tillögu um sam-
runa Búlandstinds hf. og útgerðar:
félagsins Njarðar hf. í Sandgerði. í
síðustu viku var felld tillaga um að
slíta fyrri viðræðum um samruna
fyrirtækjanna. Formaður stjórnar
Búlandstinds varð undir í atkvæða-
greiðslunni í gær og í kjölfar þess
var samþykkt vantrauststillaga á
hann og hann felldur úr for-
mennsku.
Búlandstindur á og rekur frystihús
og fískimjölsverksmiðju á Djúpavogi,
frystihús á Breiðdalsvík og gerir út
frystitogarann Stjömutind. Njörður
hf. gerir út bátana Dagfara og Þór
Pétursson og rekur fískimjölsverk-
smiðju í Sandgerði. Samkvæmt fyr-
irliggjandi áætlun um samruna íýr-
irtækjanna mun hlutur Njarðar í
hinu sameiginlega fyrirtæki verða
um 35% að lokinni sameiningu. Ekki
hefur verið boðað til hluthafafundar
vegna máis þessa en stjórnin hefur
boðað til stjórnarfundar og er þar á
dagskrá að hún skipti með sér verk-
um á ný.
Formaðurinn einn á móti
Samrunaáætlunin var samþykkt
af fulltrúa Olíufélagsins hf. sem fer
með 14,43% hlutafjár, fulltrúa VÍS
sem fer með 11,73%, fulltrúa Þróun-
arsjóðs en hlutafé sjóðsins sem var
um 23% hefur allt verið selt fjöl-
mörgum aðilum, og af fulltrúa
Djúpavogshrepps sem á 3,16% hlut í
Búlandstindi. Á móti var formaður
stjórnar einn en hann er fulltrúi
hlutabréfasjóðsins Ishafs sem fer
með 23,95% hlutafjár.
Inn á fund stjórnar Búlandstinds í
gær bárust mótmæli eins hluthafans,
Krossaness hf., sem á 5,14% hluta-
fjár í Búlandstindi, gegn fyirirhuguð-
um samruna. Þar var þess krafist að
boðað yrði til hluthafafundar áður en
ákvörðun um samruna yrði sam-
þykkt. Jafnframt var áskilinn allur
réttur á hendur stjórn félagsins
verði það ekki við kröftmni.
---------------
Tap
rekstri IS
ÍSLENSKAR sjávai'afurðir hf. töp-
uðu 33 milljónum króna á fyrstu sex
mánuðum ársins og versnaði afkom-
an til muna á milli ára en á sama
tímabili í fyrra nam hagnaður félags-
ins tæplega 201 milljón króna. Verri
afkoma nú skýrist að nokkru leyti af
tæplega 114 milljóna króna óvenju-
legum útgjöldum á tímabilinu en
hagnaður af reglulegri starfsemi
nam tæpum 38 milljónum króna,
samanborið við 296 milljóna hagnað
á sama tíma í fyrra.
Benedikt Sveinsson, forstjóri fyr-
irtækisins, segir þessa afkomu á
fyrri árshelmingi vera óviðunandi en
hafa verði í huga að í milliuppgjöri sé
að fullu tekið á öllum þeim þáttum,
sem áhrif geti haft til hins verra á
reksturinn. Ljóst sé að þetta ár verði
IS tiltölulega erfitt og að rekstur fé-
lagsins og dótturfyi'irtækja muni
ekki standast samanburð við síðasta
ái' en afkoma samstæðunnar var þá
betri en nokkru sinni fyrr.
■ 33 milljóna tap/B-2