Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 15 Orkubú Vestfjarða Færir grunn- skólum gjöf í tilefni 20 ára afmælis fyrirtækisins ísafirði - Þriðjudaginn 26. ágúst sl. voru liðin 20 ár frá því vestfirskir sveitarstjórnarmenn og Gunnar Thoroddsen, þáverandi iðnaðarráð- herra, undirrituðu stofnsamning að Orkubúi Vestfjarða. Stjórn fyrir- tækisins ákvað á fundi sama dag að minnast þessara tímamóta með því að veita hveijum grunnskóla á Vestfjörðum framlag sem nemur 1.000 krónum á hvern nemanda, þó þannig að enginn skóli fái lægra framlag en 25 þúsund krónur. Framlaginu skal varið til kaupa á kennslutækjum, samkvæmt bók- un stjórnar Orkubúsins. Nemendur í grunnskólum á Vestfjörðum eru á þrettánda hundraðið og er því verð- mæti gjafarinnar 1,2-1,5 milljónir króna. Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur einnig ákveðið að hafa opið hús á fimm stöðum á Vestfjörðum frá kl. 14-18 á laugardag en þá gefst íbúum fjórðungsins kostur á að kynna sér starfsemi fyrirtækis- ins og njóta léttra veitinga. „Við veruðm með opið hús í Raf- stöðinni að Fossum í Engidal í Skut- ulsfirði, við Reiðhjallavirkjun í Syðridal við Bolungarvík, í Mjólkár- virkjun í Arnarfirði, í Þverárvirkjun við Hólmavík og í rafstöðinni á Patreksfirði. Þar verður boðið upp á léttar veitingar og grillaðar pylsur ef veður leyfir. Þá gefst gestum kostur á að kynna sér starfsemi fyrirtækisins, bæði með bæklingum sem liggja munu frammi og frá starfsmönnum fyrirtækisins,“ sagði Kristján Haraldsson, orkubússtjóri, í samtali við blaðið. Borað eftir köldu vatni á Kleppjárnsreykjum Borgarfirði - Boranir eftir köldu vatni á Kleppjárnsreykjum hafa skilað árangri. Reykholtsdalshrepp- ur stendur að boruninni, verktaki er Alvarr hf., og bormenn eru Frið- finnur K. Daníelsson og Friðrik Ingi Ágústsson. Tvær holur hafa verið boraðar og áætlaði Friðfinnur að samanlagt gætu þessar holur gefið um áttatíu tonn af vatni á sólarhring, þörf er á um eitthundrað tonnum fyrir Kleppjárnsreykja- hverfið. Garðyrkjustöðvarnar þurfa mikið vatn og einnig sundlaugin á Kleppjárnsreykjum. Garðyrkjubændur hafa notast við kælt hveravatn hingað til. Hvera- vatnið stíflar vökvunarkerfin og er þar af leiðandi ekki gott til vökvun- ar. Mikill skortur er á neysluvatni í Reykholtsdal, og hafa menn ekki mikið hugsað um að bora eftir köldu vatni hingað til, vegna ótta við að fá bara heitt vatn, en flestöll hús í Reykholtsdal eru nú hituð með heitu vatni. Friðfinnur sagði að núna væri hann að fara norður í Skagafjörð og Ólafsfjörð að bora og á meðan muni hann dæla úr holunum og kanna efnasamsetnigu vatnsins og ef vatnið er gott er fyrirhugað að bora fleiri holur í Reykholtsdal. Heyskap er lokið á flestum bæj- um, en eftir er að slá hána, þeir sem ekki heyja með rúllutækni hafa ekki verið öfundsverðir í heyskapn- um sökum óþurrka. Framtíð Reykholts enn óráðin Uppskera garðyrkjubænda er í meðallagi og heimskilaverð lækkar Morgunblaðið/Bernard Jóhannesson BORMENNIRNIR Friðfinnur K. Daníelsson og Friðrik Ingi Ágústsson. GALLABUXNA TILBOD: 10% AFSLÁTTUR ÚT ÞESSA VIKU + FRÍR BÍÓMIÐI ÞORVALDUR Jónsson í Brekkukoti við heyrúllustafla. ár frá ári. Ekki skilar þessi lækkun sér til neytenda sökum þess að milliliðir taka sífellt stærri sneið af kökunni. Umferð ferðamanna hefur verið lítil í sumar, nokkuð góð aðsókn hefur verið á Hótel Eddu í Reyk- holti svo og á sýningar og tónleika hjá Heimskringlu í Reykholtskirkju. Unnið er að hækkun vegarins í Hálsasveit og verður sett á hann bundið slitlag nú í haust. Að sögn Hreins Haraldssonar hjá vegagerð- inni verður byijað á nýrri brú yfir Flóku nú að loknum laxveiðitíman- um. Framtíð Reykholts er enn óráðin en nefnd vinnur að því að fá staðn- um og byggingunum nýtt hlutverk, er það von heimamanna að starf- semi af einhverju tagi verði komið á laggirnar sem fyrst tii að þeir sem höfðu vinnu við skólann áður fái vinnu á ný. í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI FYLGIR ÖLLUM LEVI’S GALLABUXUM (Á MEÐAN MIÐAR ENDAST) LEVI’S GALLABUXUR FRÁ KR. 3.990 ENNANDIT1LB0DUM qA£A Kringlunni, sl Opið lau. kl. 10 -16 sun. kl. 13 -17 sími 533 1718
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.