Morgunblaðið - 28.08.1997, Side 15

Morgunblaðið - 28.08.1997, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 15 Orkubú Vestfjarða Færir grunn- skólum gjöf í tilefni 20 ára afmælis fyrirtækisins ísafirði - Þriðjudaginn 26. ágúst sl. voru liðin 20 ár frá því vestfirskir sveitarstjórnarmenn og Gunnar Thoroddsen, þáverandi iðnaðarráð- herra, undirrituðu stofnsamning að Orkubúi Vestfjarða. Stjórn fyrir- tækisins ákvað á fundi sama dag að minnast þessara tímamóta með því að veita hveijum grunnskóla á Vestfjörðum framlag sem nemur 1.000 krónum á hvern nemanda, þó þannig að enginn skóli fái lægra framlag en 25 þúsund krónur. Framlaginu skal varið til kaupa á kennslutækjum, samkvæmt bók- un stjórnar Orkubúsins. Nemendur í grunnskólum á Vestfjörðum eru á þrettánda hundraðið og er því verð- mæti gjafarinnar 1,2-1,5 milljónir króna. Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur einnig ákveðið að hafa opið hús á fimm stöðum á Vestfjörðum frá kl. 14-18 á laugardag en þá gefst íbúum fjórðungsins kostur á að kynna sér starfsemi fyrirtækis- ins og njóta léttra veitinga. „Við veruðm með opið hús í Raf- stöðinni að Fossum í Engidal í Skut- ulsfirði, við Reiðhjallavirkjun í Syðridal við Bolungarvík, í Mjólkár- virkjun í Arnarfirði, í Þverárvirkjun við Hólmavík og í rafstöðinni á Patreksfirði. Þar verður boðið upp á léttar veitingar og grillaðar pylsur ef veður leyfir. Þá gefst gestum kostur á að kynna sér starfsemi fyrirtækisins, bæði með bæklingum sem liggja munu frammi og frá starfsmönnum fyrirtækisins,“ sagði Kristján Haraldsson, orkubússtjóri, í samtali við blaðið. Borað eftir köldu vatni á Kleppjárnsreykjum Borgarfirði - Boranir eftir köldu vatni á Kleppjárnsreykjum hafa skilað árangri. Reykholtsdalshrepp- ur stendur að boruninni, verktaki er Alvarr hf., og bormenn eru Frið- finnur K. Daníelsson og Friðrik Ingi Ágústsson. Tvær holur hafa verið boraðar og áætlaði Friðfinnur að samanlagt gætu þessar holur gefið um áttatíu tonn af vatni á sólarhring, þörf er á um eitthundrað tonnum fyrir Kleppjárnsreykja- hverfið. Garðyrkjustöðvarnar þurfa mikið vatn og einnig sundlaugin á Kleppjárnsreykjum. Garðyrkjubændur hafa notast við kælt hveravatn hingað til. Hvera- vatnið stíflar vökvunarkerfin og er þar af leiðandi ekki gott til vökvun- ar. Mikill skortur er á neysluvatni í Reykholtsdal, og hafa menn ekki mikið hugsað um að bora eftir köldu vatni hingað til, vegna ótta við að fá bara heitt vatn, en flestöll hús í Reykholtsdal eru nú hituð með heitu vatni. Friðfinnur sagði að núna væri hann að fara norður í Skagafjörð og Ólafsfjörð að bora og á meðan muni hann dæla úr holunum og kanna efnasamsetnigu vatnsins og ef vatnið er gott er fyrirhugað að bora fleiri holur í Reykholtsdal. Heyskap er lokið á flestum bæj- um, en eftir er að slá hána, þeir sem ekki heyja með rúllutækni hafa ekki verið öfundsverðir í heyskapn- um sökum óþurrka. Framtíð Reykholts enn óráðin Uppskera garðyrkjubænda er í meðallagi og heimskilaverð lækkar Morgunblaðið/Bernard Jóhannesson BORMENNIRNIR Friðfinnur K. Daníelsson og Friðrik Ingi Ágústsson. GALLABUXNA TILBOD: 10% AFSLÁTTUR ÚT ÞESSA VIKU + FRÍR BÍÓMIÐI ÞORVALDUR Jónsson í Brekkukoti við heyrúllustafla. ár frá ári. Ekki skilar þessi lækkun sér til neytenda sökum þess að milliliðir taka sífellt stærri sneið af kökunni. Umferð ferðamanna hefur verið lítil í sumar, nokkuð góð aðsókn hefur verið á Hótel Eddu í Reyk- holti svo og á sýningar og tónleika hjá Heimskringlu í Reykholtskirkju. Unnið er að hækkun vegarins í Hálsasveit og verður sett á hann bundið slitlag nú í haust. Að sögn Hreins Haraldssonar hjá vegagerð- inni verður byijað á nýrri brú yfir Flóku nú að loknum laxveiðitíman- um. Framtíð Reykholts er enn óráðin en nefnd vinnur að því að fá staðn- um og byggingunum nýtt hlutverk, er það von heimamanna að starf- semi af einhverju tagi verði komið á laggirnar sem fyrst tii að þeir sem höfðu vinnu við skólann áður fái vinnu á ný. í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI FYLGIR ÖLLUM LEVI’S GALLABUXUM (Á MEÐAN MIÐAR ENDAST) LEVI’S GALLABUXUR FRÁ KR. 3.990 ENNANDIT1LB0DUM qA£A Kringlunni, sl Opið lau. kl. 10 -16 sun. kl. 13 -17 sími 533 1718

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.