Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 23 ALLTAF FETI FRAMAR BMW 3 línan með ABS sem staðalbúnað VERÐ FRÁ 2.288.000 B&L Suðurlandsbraut 14, sími 553 8636 o ERLENT Tilnefna Brundtland sem for- stjóra WHO Ósló. Morgunblaðið. NORSKA stjómin tilnefndi í gær Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi for- sætisráðherra, til embættis forstjóra Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO, sem hefur aðsetur í Genf. Brundtland er læknir að mennt og með meistaragráðu í heilsugæslu- fræðum. Hún fær harða keppni um starf það sem Japaninn Hiroshi Nakajima nú gegnir. Pakistanar bjóða fram Nafis Sadik, sem stjórnar mannfjöldaáætlun Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), en hár aldur gæti þó unn- ið gegn honum. Bólivíumenn leggja til Fernando Antezana Aranibar, nú- verandi aðstoðarforstjóra WHO, og Gambía tilnefnir Ebrahim Samba sem er svæðisstjóri WHO í Afríku. Gro Harlem Brundtland segist myndu stjórna WHO í anda þess að heilbrigðir og vel menntaðir íbúar séu stærsta auðlind hverrar þjóðar. Stjórn stofnunarinnar mun í janúar nk. gera tillögu um hvern hún kýs sem eftirmann Nakajimas og fer síð- an atkvæðagreiðsla um nýjan for- stjóra stofnunarinnar fram á aðal- fundi hennar í maí 1998. Fyrir þá sem vilja ná lengra... + þá er núna rétti tíminn til að margfalda lestrarhraðann... + þá er núna rétti tíminn til að stórauka námsgetuna... þá er núna rétti tíminn til að auka vinnuaflcöstinn. Ef þú vilt ná lengra, skaltu skrá þig strax á næsta hrað- lestrarnámskeið sem hefst 28. ágúst. Lestrarhraði þátt- takenda fjórfaldast að jafnaði. Við ábyrgjumst árangur! Skráning er í síma 564-2100. HRAÐLJESrnRARSKÓLINN Börnum haldið heima í Tana í N-Noregi Foreldrar mótmæla samískri kennsluskrá NOKKRIR tugir foreldra í bænum Tana í Norður-Noregi hafa haldið bömum sínum heima undanfarna daga vegna deilna um kennslu í sa- mísku máli og menningu í barnaskól- um á svæðinu. Telja foreldrarnir vægi samískunnar allt of mikið og krefjast þess að dregið verði úr því, að því er fram kemur í Aftenposten. Yfirvöld í menntamálum settu for- eldrunum úrslitakosti í gær, að þeir hlíttu ströngum lagasetningum sem gilda um heimakennslu, eða sendu börnin í skólann. Tana er í Finnmörku og hefur lengi verið deilt um hvort að bærinn teljist samískur eður ei. Foreldrafé- lög í þremur skólum, svo og sveita- stjórnin samþykktu fyrr í ár að fylgt yrði norskri kennsluskrá í grunn- skólum í Tana en menntamálaráðu- neytið ógilti þá ákvörðun og úrskurð- aði að Tana væri samískt sveitarfé- lag og þar ætti því að fylgja sam- ískri kennsluskrá. „Við erum norsk, við búum í Nor- egi og viljum að börnin okkar læri norskt mál og um norska menn- ingu,“ segir Jan Olsen sem er í for- svari fyrir samtökin „Samaland nei takk - Finnmörk fyrir alla“. Gripu foreldrarnir til þess ráðs að kenna börnunum heima í þessari viku í mótmælaskyni. Ekki er ljóst hversu mörgum börnum er haldið heima, yfirvöld segja þau 25, foreldrarnir fullyrða að þau séu 50-60. Olsen segir samtökin ekki vilja ganga svo langt að skipta Finnmörku í tvennt, á milli Norðmanna og Sama, en minnir á að eitt af baráttumálum þeirra sé að þing Sama í Noregi verði lagt niður. Framfaraflokkurinn norski hefur lýst yfir stuðningi við baráttu foreldranna. Allianz_____________ eftirlaunasparnaður Hefur þú eitthvað að hlakka til í ellinni, eins og Páll? Hafðu samband og kannaðu hvernig dæmið gæti litið út hjá þér. PjII hót cftirlaunasparnað hja Allian; 30 ára gamall og hyggst lcycia ul hliðav 10.000 kr. a manuði. Auk þcirrar :it öxtunar scm hann a i vændum cr liann, mcú þcssu sparnaðartormi. littrvggður tyrir 5.010.120 kr.' \ ið upphat samnings. ' Mcð þvi að b.vt.i við ’.ict: tipph.vð. stctut' r.síl tvöta:.J..ið • wtnvcl þvctaidað uppluvð Itttt yggtngarinnat. Ivgar Páll vcrður 62 ara a hanrt von a 10. 1.4S0 krðnum i skatUrjálsri cinyrciðslu, scm cr á.vtluð avðxu: tramtiðar. tt hann kvs hins vcyai að avaxta upph.A'ðma. lengut . a hann von a.. Allianz (B) Stðumula 32, simi 5SS 3060 Dæml þetta miðnst við að aldur trvagingartaka er 30 ar við upphaf sofnunar og reiknað er með ,ið tiann gretði 10 000 kr. a maiuiði Reiknað er eftir verðskra Ailianz i:m Abruftarif 5 ar. Gengi marksins miðast við 1 ÐM ■ 40 kr Ofangreindar tólur byggiast a útreiknlngum framtiðaravoxtunnr tija Alliam 11.712.600 kr. 63 ára eða 12.726.320 kr. 64 ára eða 13.818.080 kr. 65 ára eða 13.914.000 kr. 66 ára eða 16.260.480 kr. 67 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.