Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ GREINARGERÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 35 - I I I I í I j 1 3 I I I i i ( < i i i ( i I j i SVAR VIÐ GREINARGERÐ HRAFNS JÖKULSSONAR Ég tek undir það að hafi þetta mál ekki borist dómstólum er það grafalvarlegt mál en hvorki lögreglufulltrúinn í fíkniefnadeildinni né aðrir rannsóknarar þar báru ábyrgð á afdrifum fullrannsakaðra mála, niðurfellingum, ákæru- eða dómsmeðferð, það höfðu aðrir starfsmenn embættisins með höndum, segir í svari Arnars Jenssonar, fyrrverandi lögreglufulltrúa við greinargerð Hrafns Jökulssonar sem birtist í Morgunblaðinu 27. ágúst. ÉG VIL undirstrika og ítreka það sem kom fram í greinargerð þeirri sem ég sendi fjölmiðlum í sl. viku varðandi starfstíma minn og stöðu í ávana- og fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík. Ég starfaði þar frá áramótunum 1984/1985 til september 1990. Eftir þann tíma kom ég ekki nálægt fíkniefna- rannsóknum. Það eru sem sagt 7 ár síðan ég hætti öllum afskiptum af fíkniefnarannsóknum. Mitt starf sem lögreglufulltrúi fólst fyrst og fremst í verkstýringu starfsmanna deildarinnar við ein- stök rannsóknarverkefni. Ég hafði, eins og áður er fram kom- ið, fimm yfirmenn sem allir höfðu ábyrgðarhlutverki að gegna sem stjórnendur fíkniefnarannsóknar- deildar. Þrátt fyrir þessar stað- reyndir, sem ég veit að Hrafn Jökulssyni er fullkunnugt um, hamast hann í mér. Af hveiju beinir hann ekki spjótum sínum að þeim embættismönnum sem ábyrgð bera á þeim þáttum sem hann hefur valið að fjalla um? Má ég búast við því að í næstu grein saki hann mig um að hafa ekki upplýst Geirfinnsmálið? Af mörgu er að taka í greinargerð sinni telur Hrafn upp ýmis atriði sem ég fjallaði ekki um í minni greinargerð til fjöl- miðla frá sl. viku og kallar þau: „Það sem Arnar fjallaði ekki um“ og beinir þannig athyglinni frá þeim grófu fullyrðingum um ætluð lögbrot mín sem hann og félagar hans hafa sett fram en ég hef stað- hæft að séu allar rangar. Hann forðast greinilega að endurtaka þær og vill sem minnst um þær ijalla. Ætli hann sé, eins og kunn- ingi hans á Vikublaðinu, búinn að bakka með öll þau stóru orð? Auð- vitað gat ég ekki dregið öll þau atriði fram sem Hrafn og félagar hans hafa þrástaglast á frá því í mars, eða í heila 6 mánuði. Ég hefði getað fýllt heilt Morgunblað. í greinargerð minni tók ég ræki- lega fram að þar mundi ég aðeins svara grófustu ásökunum á hendur mér en af mörgu öðru væri að taka. Aðdróttanir og staðreyndir Hrafn beitir þeirri frumstæðu aðferð að ganga út frá því sem staðreynd að Franklín Steiner hafi verið stórtækasti sölumaður fíkni- efna á íslandi í fjöldamörg ár. Slík- ar ályktanir getur lögreglan ekki leyft sér að draga. Lögreglurann- sóknir gegn einstaklingum byggj- ast á rökstuddum upplýsingum eða staðreyndum. Um það eru skýr lagafyrirmæli, öðruvísi getur það aldrei orðið og öðruvísi má það aldrei verða. Staðreyndin er því sú að á mínum starfstíma í ÁFD fóru fram rannsóknir á ætluðum mis- ferlum Franklíns Steiner, eins og annarra, eftir því sem tilefni gafst og efni stóðu til. Engin gögn og engar upplýsingar liggja fyrir sem benda á að svo hafi ekki verið. Fullyrðingar Hrafns Jökulssonar um annað eru rangar. „Furugrundarmálið" Hrafn nefnir í greinargerð sinni svokallað „Furugrundarmál“ og fæ ég ekki betur séð en hann sé þar að gefa í skyn að ég hafi stungið því máli undir stól, eða hvað? Slíkar aðdróttanir eru órökstuddar, óraun- verulegar og óþolandi. Það var fyrst í rannsókn Atla Gíslasonar að mér var tjáð að þetta tiltekna mál hefði ekki hlotið dómsniðurstöðu - sem sagt 9 árum síðar og 7 árum eftir að ég hætti störfum. Ég mundi ekkert sérstaklega eftir þessu máli enda skipti fjöldi rannsókna á hverju ári, sem ég tók þátt í eða stýrði, tugum og hundruðum. Ég skal hins vegar upplýsa hann og aðra um nokkrar staðreyndir, ekki órökstuddar ályktanir, heldur stað- reyndir. í fyrsta lagi kom ég sjálfur ekki nálægt þessari tilteknu rann- sókn, ég var í orlofí þegar hún fór fram. I öðru lagi liggur fyrir að málið var fullrannsakað og fékk fullkomlega eðlilega afgreiðslu inn- an fíkniefnadeildarinnar, gagnvart öllum sakbomingum málsins. Öll afrit og önnur skráð gögn liggja á réttum stað í skjalaskápum fíkni- efnadeildarinnar. í þriðja lagi liggja fyrir gögn og bókanir um að málið fór hefðbundinn og eðlilegan farveg út úr fíkniefnadeild í hendur þess aðila innan embættis lögreglunnar í Reykjavík sem tók ákvarðanir um afgreiðslur mála, s.s. niðurfellingar eða framsendingar þeirra til ákæru- valds eða dómstóla. Ég tek undir það að hafi þetta mál ekki borist dómstólum er það grafalvarlegt mál en hvorki lögreglufulltrúinn í fíkniefnadeildinni né aðrir rann- sóknarar þar báru ábyrgð á afdrif- um fullrannsakaðra mála, niðurfell- ingum, ákæm- eða dómsmeðferð, það höfðu aðrir starfsmenn emb- ættisins með höndum. Ásakanir Hrafns í minn garð eru því út í hött og ég held meira að segja að hann viti það sjálfur. Þráhyggja Hrafns I greinargerð sinni í Morgun- blaðinu í gær dregur Hrafn Jökuls- son enn og aftur fram sömu atriði og hann hefur _ þrástaglast á í marga mánuði. Á sama tíma hafa þessi sömu atriði verið undir opin- berri rannsókn en það virðist ekki duga honum að bíða niðurstöðu hennar, honum finnst hann þurfa og hefur greinilega þegar dæmt í málinu sjálfur, áður en sú niður- staða liggur fyrir. Hann beinir spjótunum að mér vegna atriða sem gerðust mörgum árum eftir að ég hætti störfum hjá lögregl- unni í Reykjavík, jafnvel vegna atriða sem varða allt aðra lögreglu- menn eða aðra starfsmenn lögregl- unnar!! Hrafn mótmælir í engu þeim fullyrðingum mínum, sem ég setti fram í greinargerð til fjöl- miðla sl. viku, að tilteknar yfírlýs- ingar hans og félaga hans í fjöl- miðlum um alvarleg lögbrot mín í starfi séu úr lausu lofti gripnar. Umræðan á hærra plan Ég hef hvorki áhuga né tíma til að eyða meiri tíma í að svara ofsóknarkenndum árásum Hrafns Jökulssonar á mig en minni enn og aftur á að fram hefur farið opinber rannsókn á fullyrðingum sem hann og félagar hans settu fram í ijölm*ðlum sínum. Þeirri rannsókn er lokið og hefur verið send til ríkissaksóknara. Ég treysti því að niðurstaða alls þessa máls verði málaflokknum til heilla þegar upp verður staðið en mun ávallt veija æru mína og aldrei sætta mig við að láta saka mig um alvarleg lögbrot sem ég hvergi hef komið nálægt. Hrafn hneyksl- ast á því að ég hafi orðið hvump- inn yfir umfjöllun fjölmiðla síðustu mánuði um starfsaðferðir fíkni- efnadeildar lögreglunnar. í tví- skinnungshætti sínum svíður hann þó sárt undan ætluðum „fúk- yrðaflaumi" og „köpuryrðum" mínum!! Þessi málatilbúningur all- ur og ráðabrugg nálgast óðfluga grátbroslegan skrípaleik. Svo sjálfsagt og nauðsynlegt sem það er að fjalla opinberlega um að- gerðir lögreglunnar í landinu er það óásættanlegt þegar ráðist er á þá einstaklinga sem unnið hafa við rannsóknir fíkniefnamála með ^ órökstuddum og kolröngum ásök- unum eins og gert hefur verið. Það ætti enginn að undrast. Ég fagna almennri umræðu um fíkni- efnarannsóknir og það sem betur má fara á þeim vettvangi. Mætti ég mælast til að umræðan verði færð af því lága plani sem hún hefur verið á og fari að snúast um málefni frekar en menn. Útsalan í fullum gangi - gönguskór á 2.600- Vorum að fá nýja sendingu af þessum þægilegu gönguskóm - beint á útsöluna. Sportlegir italskir skór úr rúskinni sem henta t.d. í skólann eða til útivistar. Staerðir 36-46. Litasamsetning: Brúnt/svart. SENDUM UM ALLT LAND. ELLINGSEN Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855. Opið virka daga 8-18 og laugardaginn 30/8,10-16 75ko Group Teka AG Heimilistæki Sumartilboð Tilboð nr. 1 3 stk. i pakka kr. 39.800 stgr. (verö miðast við að keypt séu 3 stk. eða sambærilegt). Tilboð nr. 2 P z' jT’j&s'igi tí) 3 stk. í pakka kr. 74.900 stgr. (verð miöast við að keypt sóu 3 stk. eða sambærilegt). VX Innifalið í tilboði: Innbyggingarofn, gerð HT490 eða HT490ME, undir- eða yfirofn, undir-yfirtiiti. Grill, mótordrifinn grillteinn. 5 eldunar- aög. Einnig fáanlegur m. sjálfhreinsibúnaðí og tímarofa. Helluborð E60/4P eða SM4P, með eða án stjómborðs, Irtir: hvftt, brúnt eða ryðfrítt stál. Vrfta CE60, sog 310 m.klst., litur hvítt eöa brúnt. Teka eldunartæki eru ein mest seldu eldunartæki á íslandi *4 V, Innifaliö í tilboði: Innbyggingarofn, gerð HT610 eöa HT610ME, undr eða yfirofn, blástur, sjáHhreinsibúnaður. Fjölvirkur. 8 eldunaraðgeröir. Litun hvftt, brúnt Keramikheöutxjrð VTN eða VTCM, með eða án stjómborös, gaumljós, Htlr á ramma: hvftt, brúnt eöa ryðfrítt stál. Ath. staðalbúnaður f ödum Teka blástursofnum en Þrívíddarbtástur, 3 hitaetem. Mótordrifin grgfteinn og fomtanleg klukka. Vifta CE60, sog 310 m.kist, litur hvftt eða brúnt Tilboð nr. 4 kr. 47.600 stgr. 1000 sn. Aðeins l Þvottavél Tekur 5 kg. af þvottl 18 þvottakerfi Stiglaus aí\ rm h,ta8t,,,|n8- H’U vl I ■ Stiglaus vinding breið, tilvalin þar sem pláss er lítið VERSLUN FYRIR ÞA SEM VIUA GERA HAGSTÆÐ KAUP I n á- X 600/1 OOOsn. Litun hvftur Tilboð nr. 3 Verö kr. 48.600 stgr. - tryggingj Vi& Fellsmúla Simi 588 7332 OPK>: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Uppþvottavél LP 770 Tekur borðbúnað fyrir 12, örsíur á vatni, tvöfalt flæðiöryggi, 5 þvotta- kerfi, spamaðarkerfi, hljóðlát, aðeiris 45 dB. Fæst einnig til Innbyggingar. Lttin hvftt eða brúnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.