Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli VEL miðar byggingu nýja Verslunarháskólans við hlið Verslun- arskóla íslands við Ofanleiti. „Fiallarefurinn“ Sterkur og rúmgóður skólabakpoki Nýi Versl- unarhá- skólinn aðrísa FRAMKVÆMDUM miðar vel við fyrsta áfanga nýja Verslunarhá- skólans sem er að rísa við Ofan- leiti og gerir Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskóla Is- iands, ráð fyrir að húsið verði risið fyrir áramót. „Eins og sjá má er húsið kom- ið upp úr jörðinni. Jarðvinnu- framkvæmdir gengu erfiðlega framan af þar sem jarðlögin voru erfið og menn þurftu að sprengja sig niður en nú er jarðvinnu lok- ið og búið að leggja þá vegi sem á að leggja,“ segir Þorvarður. Þá er kominn góður gangur í steypuvinnuna og brátt verður farið að huga að því að bjóða út innréttingu hússins sem verður tekið i notkun næsta haust. Taka upp arlega kynn- ingu á refsidómum ÁKVEÐIÐ hefur verið að skattrann- sóknarstjóri standi áriega fyrir kynningu á þeim dómum sem varða skattsvik og er gert ráð fyrir að síð- ar á þessu ári verði opinber kynning á refsidómum í skattsvikamálum frá síðasta ári. Þetta kemur fram í skýrslu ríkisskattstjóra til svokall- aðrar jaðarskattanefndar þar sem fjallað er um aðgerðir gegn skatt- svikum. í skýrslunni er farið yfir þær að- gerðir sem unnið hefur verið að til að draga úr umfangi skattsvika frá því að sérstök nefnd, sem íjallaði um umfang skattsvika, skilaði íjár- málaráðherra skýrslu árið 1993. Fram kemur í skýrslunni að í dag eru 15 starfsmenn hjá skattrann- sóknarstjóra og hefur þeim fjölgað á seinustu árum. Þá starfa 46 starfs- menn við skatteftirlit. Stór hluti þjóðarinnar þurfi ekki að skila framtali 1999 Ríkisskattstjóri upplýsir í skýrsl- unni að hafinn sé undirbúningur að einfaldari framtalsskilum einstakl- inga þar sem miðað er að því að allt að helmingur framteljenda þurfi ekki að skila hefðbundnu skattfram- tali, auk þess sem framtalsgerðin verði mun auðveldari fyrir allan þorra framteljenda. Er stefnt að því að þetta fyrirkomulag verði tekið upp á árinu 1999 vegna tekjuársins 1998.. Þá er í skýrslunni fjallað um tillög- ur nefndarinnar frá árinu 1993 um breytingar á lagaákvæðum varðandi reiknað endurgjald atvinnurekenda þar sem nefndin taldi ótækt að við- miðunarlaun þeirra væru mun lægri en meðallaun launþega í sömu starfsgrein. Ríkisskattstjóri greinir frá því í skýrslu sinni til jaðarskatta- nefndar að nú þegar sé hafin vinna við athugun á reglum um reiknað endurgjald og að tillögur þar að Iút- andi muni væntanlega liggja fyrir síðar á þessu ári. Einnig kemur fram að sérstök nefnd er að störfum til að fjalla um breytingar á reglum sem kveða á um hvað heimilt sé að telja fram sem frádráttarbæran rekstrarkostnað skv. skattalögum. Er þegar lokið endurskoðun hluta af reglugerð um það efni. Mun verkefni nefndarinnar væntanlega ljúka síðar á þessu ári. Kvótaviðskipti fan um uppboðsmarkað TILLAGA um að takmarka frelsi mjólkurframleiðenda til að versla með mjólkurkvóta var naumlega samþykkt á aðalfundi Landssam- bands kúabænda, sem lauk á Hvann- eyri á þriðjudag. Tillagan gerir ráð fyrir að öll viðskipti með kvóta fari gegnum einn opinn uppboðsmarkað. Þeir sem mæltu fyrir tillögunni sögðu að illa væri staðið að viðskipt- um með mjólkurkvóta í dag. Menn væru að braska með kvótann og væru dæmi um að búnaðarsambönd hefðu tekið þátt í því. Með uppboðs- markaði væri líklegt að verð á kvóta þokaðist niður á við. Veruleg andstaða kom fram á fundinum við hugmyndir um að setja hömlur á frjálsa sölu kvóta. Kristján Finnsson, bóndi á Gijóteyri í Kjós, sagði að þessi viðskipti ættu að fá að þróast án afskipta opinberra að- ila. Hann sagði að mjólkurframleið- endur þyrftu allra síst á því að halda að athafnafrelsi þeirra yrði skert. Hann sagðist auk þess efast um að uppboðsmarkaður stuðlaði að því að verð á kvóta lækkaði. Guðmundur Lárusson, formaður LK, hefur áætlað að kúabændur greiði árlega um 500 milljónir fyrir mjólkurkvóta. Hann sagði á fund- inum að bændur yrðu að gera sér grein fyrir að þegar menn væru að kaupa kvóta væru þeir um leið að kaupa sér hlutdeild í beingreiðslum sem ríkið greiðir. Það hefði komið fram í viðræðum forystumanna bænda við ríkið að ríkisvaldið væn óánægt með hvað mikiir fjármunir færu í kvótakaup. Bændur yrðu að taka tillit til þess í viðræðum við ríkið um gerð nýs búvörusamnings. Aðalfundur LK samþykkti að heim- ila stjórn félagsins að vinna að niður- fellingu á opinberri verðlagningu nautgripakjöts enda fáist heimild til útgáfu viðmiðunarverðs á einstökum gæðaflokkum. Jafnframt samþykkti fundurinn ályktun þar sem lýst er áhuga á að auka fijálsræði í verðlagningu á mjólkurafurðum. Nú er verðið ákveðið af tveimur opinberum nefnd- um sem í sitja fulltrúar framleið- enda, neytenda og mjólkuriðnaðar- ins. v«ð Umferðarmiðstöðina BoaNtísnn Véislana innráttíngar Panelplötur Ómálaðar • Málaðar Viðarlitir • Speglar Úrval fylgihluta Hagstætt verð ISOÍCf ehf. Umboðs- & h**ktversJun FaxafenI 10 • 108 Reykjavik Sími 581 1091 • Fax B53 0170 fttiorötmMíifoíifc -kjarni málsins! Foreldrafundir Vímulausrar æsku Mikilvægt að ræða við aðra í sömu sporum Vímulaus æska er að koma á fót foreldra- hópum o g eiga foreldrar á landsbyggðinni nú einnig kost á að leita til samtakanna eftir stuðningi. Ragnhildur Sverrisdóttir hitti Sigrúnu Hv. Magnúsdóttur félagsráð- gjafa, Sæmund Hafsteinsson formann sam- takanna og Elísu Wíum framkvæmdastjóra. FORELDRASAMTÖKIN Vímulaus æska hafa áður boðið upp á foreldra- hópa, en sú starfsemi lá niðri um hríð. Nú hefst hún að nýju af fullum krafti, í umsjón Sigrúnar og verða skipulagðir fundir á landsbyggðinni, hinir fyrstu á Akureyri. Innan hóp- anna geta foreldrar barna sem eru, eða hafa verið, í vímuefnaneyslu talað saman um reynslu sína og notið stuðnings annarra til að leita hjálpar. Vímulaus æska fékk styrk frá Forvarnasjóði til verkefnisins. Sigrún segir að mikil þörf sé á þjónustu sem þessari, enda líði ekki dagur án þess að áhyggjufullir for- eldrar hringi í samtökin og leiti upp- lýsinga og hjálpar. „Foreldrar eru oft þjakaðir af vanmætti og sektar- kennd vegna neyslu barnanna og þeim er mjög mikilvægt að geta rætt við aðra sem eru í sömu spor- um. Fólk er oft niðurbrotið og hefur reynt ýmislegt og það er mjög áber- andi að foreldrar einangra sig við þessar aðstæður," sagði Sigrún. Hún sagði að í hveijum hópi væru 8-15 foreldrar og einnig væru stærri fundir, sem börnin kæmu á með foreldrunum, enda reyndist oft miklu auðveldara að fá þau til að mæta en foreldrarnir héldu. „Ég reyni líka að fá foreldra til að hafa samband við foreldra kunningja barnanna og fá þá til að koma á fundi. Þar með eiga foreldrar auðveldara með að átta sig á hveija börnin þeirra um- gangast. Þeir veigra sér líka oft við að skipta sér af börnum annarra, en ef fólk þekkist er það auðveld- ara.“ Engin aldurstakmörk Sæmundur sagði að bömin, sem málið snerist um, væru allt frá 14 ára og upp í 24 ára og dæmi væru Morgunblaðið/Golli SÆMUNDUR Hafsteinsson, formaður Vímulausrar æsku, Elísa Wíum framkvæmdastjóri og Sigrún Hv. Magnúsdóttir félagsráðgjafi. um foreldra enn eldra fólks. „Styrk- ur okkar er að við förum ekki eftir einhverri stífri reglugerð. Við vísum til dæmis ekki frá fólki eldra en 18 ára,“ sagði hann. Foreldrasími samtakanna er opinn allan sólarhringinn allan ársins hring og þangað hringdu þúsundir árlega, að sögn Elísu. „Fólk er lengi að manna sig upp í að hringja og ótt- ast gjarnan fordæmingu annarra foreldra. Þess vegna er þeim mikil- vægj. að hitta fólk í sömu sporum.“ Hún kvaðst reikna með að fyrstu fundir utan höfuðborgarsvæðisins yrðu skipulagðir á Akureyri í sept- ember. Sæmundur sagði að ætlunin væri að þjálfa upp fólk, sem gæti leitt hópana á landsbyggðinni í starfí þótt félagsráðgjafí væri ekki á staðnum. Þá væri fólki einnig vísað áfram, til dæmis á fundi Alanon, þar sem aðstandendur alkóhólista hitt- ast. Sigrún sagði að þörfín fyrir starf með foreldrum væri sífellt að auk- ast, í samræmi við neyslu barna þeirra og þar væri ekki eingöngu við áfengi að sakast. „Það er aug- ljóst að hassið verður algengara með hveijum deginum og sífellt yngri börn neyta amfetamíns. Svo bætist við LSD og e-pilla. Ég er sannfærð um að með því að virkja foreldra í forvörnum spörum við miklar fjár- hæðir.“ Elísa bendir á að slagorð Vímu- lausrar æsku sé að forvarnir byiji heima. „Þetta starf er í samræmi við það. Ef tekið er nógu snemma á vandanum er jafnvel hægt að koma í veg fyrir að barnið þurfi að fara í meðferð." Börn eru líka fólk Nýr þáttur í starfsemi Vímulausr- ar æsku í vetur er unninn undir kjör- orðinu „Börn eru líka fólk“. Þetta eru námskeið, sem ætluð eru 6 til 10 ára börnum, sem hafa búið við alkóhólisma eða aðra fíknsjúkdóma. Stefán Jóhannsson ráðgjafí sér um námskeiðin, en þau voru áður á veg- um Barnaverndarstofu. Markmiðið er að hjálpa börnunum að byggja upp sjálfstraust og sjálfsöryggi og þau læra að tjá sig um tilfinningar sínar. Til að ná þessum árangri starfa ýmsir sérfræðingar með börn- unum, s.s. þroskaþjálfar og listþjálf- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.