Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ
48 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna í Saga-bíói teiknimyndina Hefðarfrúin og
umrenningurinn, sem nú hefur verið endurgerð og talsett á íslensku.
MYNDINNI hefur verið líkt vlð gamalt og fallegt póstkort.
Klassík
frá
Disney
HEFÐARFRÚIN og um-
renningurinn, The Lady and
the Tramp, segir frá ofdekraðri,
ættbókarfærðri tík frá góðu
heimili, sem tekur upp á því að
leggja lag sitt við ódælan flæk-
ingsrakka, en saman finna þau
rómantík, fjölda ævintýra og
skemmtun af ýmsu tagi. Myndin
var gerð af snillingnum Walt Dis-
ney snemma á sjötta áratugnum
og var fyrsta teiknimyndin sem
gerð var fyrir breiðtjald. Búið er
að hljóðsetja myndina upp á nýtt
og er hún nú í Dolby-stereó, en
hér á landi er myndin sýnd með
íslensku tali. Þeir leikarar sem ljá
myndinni raddir sínar eru Hilmir
Snær Guðnason, Edda Heiðrún
Backman, Margrét Vilhjálms-
dóttir, Felix Bergsson, Róbert
Amfinnsson, Pálmi Gestsson, Jó-
hann Sigurðarson, Þóra Friðriks-
dóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir
og Bergur Ingólfsson.
Teiknimynd þar sem sagan er
sögð frá sjónarhóli hunds var
lengi búin að vera gæluverkefni
Geena Davis sækir um skilnað
Dylan
syngur fyrir
páfann
►BOB DYLAN syngur fyrir
páfann í Bologna á Italíu í næsta
mánuði. Ernest Vecchi, skipu-
leggjandi hátíðar þar sem fjöldi
listamanna kemur fram, sagði að
páfinn myndi
segja nokkur
orð og hlýða á
a.m.k. hluta af
lögum Dylans.
„Við völdum
hann sem full-
trúa þess
besta í
rokktónlist,“
sagði Vecchi
ennfremur.
„Hann er and-
lega þenkjandi." Ekki hefur verið
gefið upp hvort Dylan flytur lagið
„Knockin’ on Heaven’s Door“.
RÓMANTÍKIN blómstrar hjá hefðarfrúnni og
umrenningnum.
Allt virtist leika í lyndi
þegar Geena og Renny
voru við afhendingu
óskarsverðlaunanna.
►LEIKKONAN Geena Davis
sótti um skilnað frá eigin-
manni sínum, finnska leik-
stjóranum Renny Harlin, síð-
astliðinn þriðjudag. Þau hafa
verið gift í fjögur ár.
Davis, sem er 40 ára, til-
kynnti einnig að hún myndi
draga sig út úr kvikmyndafyr-
irtækinu The Forge, sem hún
á með Harlin. Hún hefur sett
á fót nýtt fyrirtæki sem nefn-
ist „Genial Pictures".
Harlin var þriðji eiginmað-
ur Davis og giftust þau í rúst-
um gamals brugghúss í Norð-
ur-Kaliforníu 18. september
1998. Þau unnu saman að
myndunum „Cutthroat Island"
og „The Long Kiss
Goodnight". Hvorug myndin
stóðst væntingar í hvað varð-
ar aðsókn.
Harlin hefur einnig leik-
stýrt „Die Hard 2“ og „Cliff-
hanger" og Davis fékk ósk-
arsverðlaun fyrir hlutverk sitt
í „The Accidental Tourist".
Hún kom fyrst fram á sjónar-
sviðið í Tootsie árið 1982 og
var tilnefnd til óskarsverð-
launa fyrir hlutverk sitt í
Thelmu og Louis. Annar eig-
inmaður hennar var leikarinn
Jeff Goldblum.
HEFÐARFRÚIN og umrenning-
urinn. Myndin var gerð af snill-
ingnum Walt Disney snemma á
sjötta áratugnum
Disneys áður en myndin leit loks-
ins dagsins ljós. Hann fékk
fyrstu hugmyndina að myndinni
árið 1937 og studdist þá við eigin
endurminningar, en 12 árum áð-
ur hafði Disney gefið konuefni
sínu hvolp í sárabætur þegar
hann hafði gleymt að mæta á
stefnumót sem þau höfðu ákveð-
ið. Fyrsta hugmyndin var að
gera stuttmynd en 1943 var
ákveðið að myndin skyldi verða í
fullri lengd. I rúmlega 10 ár lágu
starfsmenn Disneys yfir efninu
og reyndu að finna rétta tóninn
íyrir myndina, en það var ekki
fyrr en Disney hóf samstarf við
rithöfundinn Ward Greene sem
það tókst. Myndefnið gerði lista-
mönnunum kleift að nálgast við-
fangsefnið í
á annan p
hátt en áð-
ur því þeir fj
voru í
fyrsta skipti
óbundnir af
klassískum
ævintýrum
eða þjóðsög-
um. Þá var
þetta í fyrsta
sinn sem sögu-
sviðið var
bandarískt,
og seinna var
myndinni líkt við gamalt og fal-
legt póstkort sem væri fullt af
fortíðarþrá, skærum litum og
mildri umgjörð.
Stutt
Frumsýning
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00
1985-2.fl.B 10.09.97 - 10.03.98 kr. 28.781,30
* Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
* Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 28. ágúst 1997
SEÐLABANKIÍSLANDS
Oasis aldrei vinsælli
►NÝJA platan með Oasis, „Be
Here Now“, skaust eins og kólfi
væri skotið upp í efsta sæti vin-
sældalistans í Bretlandi, þar sem
hún hefur selst í 356 þúsund ein-
tökum síðan hún kom út 21. ágúst.
Erþað nýtt met í Bretlandi.
Aður hafði „Bad“ með Michael
Jackson farið í 350 þúsund eintök-
um fyrstu vikuna. „(What’s the
Story) Morning Glory“, önnur
plata Oasis, seldist hins vegar í 345
þúsund eintökum fyrstu vikuna.
„Be Here Now“ seldist í ríflega
milljón eintökum fyrstu vikuna, ef
sala utan Bretlands er talin með.
Viðtökurnar þykja helst minna á
æðið sem greip um sig þegar U2
gaf út plötuna „The Joshua Tree“
árið 1987. Stóðu margir aðdáend-
ur Oasis í röðum fyrir utan plötu-
búðir aðfaranótt fimmtudags og
biðu eftir að þær opnuðu.
Fyrstu tvær plötur Oasis seldust
í 20 milljónum eintaka um allan
heim. Sala á „Be Here Now“ hófst
síðastliðinn þriðjudag í Bandaríkj-
unum og opnuðu plötubúðir á mið-
nætti á mánudag til að koma til
móts við aðdáendur sveitarinnar.