Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 193. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Norður-Kórea krefst framsals landflótta embættismanna Aflýsa viðræðum um eldflaugavopn New York, Washington. Reuter. Hæsta hús í heimi ALEXANDER Haig, fyrrum ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, og Zhao Qizheng, borgarstjóri í Sjanghæ, voru meðal þeirra er í gær tóku fyrstu skóflustungurn- ar að háhýsi er rísa á þar í borg, og mun verða hæsta hús í heimi, 94 hæðir og 460 metrar. Þar með verður það átta metrum hærra en Petrona-turnarnir í Kúala Lúmpúr, sem nú eru hæstu hús heims. Það er jap- anskur fyrirtækjahópur er stendur að byggingu hússins, en áætlaður kostnaður við það er sem svarar rúmlega 44 milljörð- um íslenskra króna. Japanskir forstjórar, erlent fyrirfólk og embættismenn Sjanghæ tóku þátt í skóflustunguathöfninni í gær. Hönnuðir hússins eru Kohn Reuter Pederson Fox, arkitektar í Nev; York. Ytra byrði hússins verður að mestu úr gleri og málmi, og nálægt toppnum verður hring- Iaga gat á því, sem er nauðsyn- legt vegna mikils vindþrýstings, að sögn arkitektsins Williams Pedersons. NORÐUR-kóresk stjórnvöld ákváðu í gær að aflýsa áætluðum tvíhliða viðræðum við stjórnvöld í Bandaríkj- unum um dreifingu stýriflauga vegna þess að tveimur landflótta embættismönnum norður-kóresku utanríkisþjónustunnar hefur ásamt fjölskyldum sínum verið veitt hæli í Bandaríkjunum. Norður-Kóreu- stjórn fór fram á framsal flótta- mannanna, sem hún sagði vera „glæpamenn“. Að þeim skyldi hafa verið veitt hæli sagði talsmaður kommúnistastjórnarinnai- í hinu hungurþjáða landi vera „grófa móðg- un“ af hendi Bandaríkjastjómar. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði framsal ekki koma til greina. Auk þess sagðist hann í gær ekki telja ástæðu til að ætla, að fulltrúar Norður-Kóreu mæti ekki til viðræðna sem miða að því að bæta samskipti ríkjanna tveggja á Kóreuskaganum, en þær eiga að hefjast um miðjan næsta mánuð. Til hafði staðið að þriðja lota við- ræðna bandarískra og norður- kóreskra embættismanna um dreif- ingu eldflaugavopna hæfist í gær- morgun, daginn eftir að sendiherra Norður-Kóreu í Egyptalandi, Jang Seung-il og bróður hans, Jang Seung-ho, sem þjónað hafði sem við- skiptasendifulltrúi í París, var veitt hæli sem pólitískum flóttamönnum í Bandaríkjunum. Talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, James Rubin, sagðist í gær samt sem áður vongóður um að viðræður sem miða að því að koma á varanlegu friðar- samkomulagi milli kóresku ríkjanna tveggja muni hefjast 15. september næstkomandi, eins og að hafi verið stefnt. Fulltrúar Kínverja og Bandaríkjamanna eiga þátt í þeim auk Kóreumanna. „Það eru nokkrar vikur í það og við gerum okkur vonir um að allt fari fram samkvæmt áætlun," sagði Rubin fréttamönnum, og bætti við að hann teldi enga ástæðu til að ætla að fulltrúar Norður-Kóreu héldu sig fjarri þeim viðræðum. Svíþjóð Rannsókn á ófrjósemis- aðgerðum UPPLJÓSTRANIR um að fólk hafi verið sett nauðugt í ófrjósemisað- gerðh- í Svíþjóð hafa vakið mikla hneykslan víða um heim, en nú er að koma í ljós að Svíar hafa ekki verið einir á báti. Mannréttindasamtök í Austun-íki sögðu í gær að andlega vanheilt fólk væri enn vanað gegn vilja sínum þar í landi og svissneskur sagnfræðingur, Hans Ulrich Jost, sagði að svissneskir læknai’ hefðu gert ófrjósemisaðgerðir á geðsjúkum samkvæmt lögum frá 1928. Svíar lýstu því yfir í gær að þeir hygðust setja á fót opinbera nefnd til að rannsaka hvers vegna 60 þúsund konur voru gerðar ófrjóar á árunum milli 1936 og 1976. Margo Wall- strom, félagsmálaráðherra Svíþjóð- ar, sagði að íhugað yrði hvort fórnar- lömbin ættu að fá bætur eða opin- bera afsökunarbeiðni. Talið er að milli 20 og 25 þúsund konur, sem gerðar voru ófrjóar fyrir þær sakir að þær voru taldar „óæðri“, séu á lífi. Wallstrom sagði að fréttaflutningur af þessum aðgerðum skaðaði ímynd Sviþjóðar erlendis. Carl Bildt, leiðtogi sænsku stjórn- arandstöðunnar, sagði í gær að rann- saka þyrfti málið vegna þess að ann- ars væri hætt við að sænskt þjóðfé- lag skaðaðist varanlega. Uppljóstranir í Austurríki og Sviss Theresia Haidlmayr, talsmaður austurríska Græningjaflokksins, sagði í gær að um 70 af hundraði andlega fatlaðra manna í Austurríki gengjust enn undir ófrjósemisað- gerðir gegn vilja sínum. Mál þetta teldist bannhelgt í Austurríki, en engin lög bönnuðu ófrjósemisaðgerð- ir án samþykkis. Lögin í Sviss voru sett í kantón- unni Vaud þar sem níu af hverjum tíu, sem voru gerðir ófrjóir, voru konur. Jost sagði að Adolf Hitler, kanslari Þýskalands, hefði beðið um að fá eintak af lögunum árið 1934 til að undirbúa lagalegan gi-unn kyn- þáttahreinsana nasista. íranir vilja bætt tengsl við ESB Tehran, Berlín, París. Reuter. KAMAL Khairazi, utanríkisráð- herra Irans, lýsti því yfir í gær að vilji væri fyrir því af hálfu íranskra stjórnvalda að bæta samskiptin við Evrópusambandið (ESB), þrátt fyrir „stöku uppákomur“. Hafa þýsk og frönsk stjómvöld fagnað því sem þau segja stefnubreytingu Iransstjómar en bæði líkin hafa leitast við að bæta samskipti sín við Iran að undanfórnu. Öll ESB-ríki, nema Grikkland, rufu stjórnmálatengsl við íran fyrr á ár- inu eftir að þýskur dómstóll úrskurð- aði að írönsk stjórnvöld hefðu staðið að baki morðinu á fjórum kúrdískum andófsmönnum í Berlín árið 1992. Yfirlýsing Kharrazis er svar íranskra stjómvalda við orðum sem Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, lét falla á þriðjudag en hann sagði þýsk yfirvöld vilja bæta samskipti sín við írana. Þjóðverjar eru þó afar ósáttir við eitt skilyrða Iransstjórnar sem er að Þjóðverjar verði síðastir í röð þeirra ríkja sem rætt verði við. Blóðug átök skó- burstara Hong Kong. Reuter. TIL blóðugra átaka kom milli tveggja skóburstara á götu í Hong Kong í gær. Réðst annar á hinn með öxi og kveikti síðan í sjálfum sér. Sá sem fyrir árásinni varð er 69 ára, og að sögn kínverska ríkisútvarpsins er hann á sjúkrahúsi, alvarlega sár. At- burðurinn varð í fjármálahverfi borgarinnar. Arásarmaðurinn er einnig undir læknishendi vegna brunasára og líðan hans eftir atvikum. Að sögn lögreglu var deila vegna peninga kveikj- an að árásinni. Gustar af Arafat Reuter PALESTINSKIR fyrirmenn leita skjóls er þyrla Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínumanna, fer í loftið við bæinn Hebron á Vesturbakkanum í gær. Israelar aflétta ferða- banni til og frá Betlehem Betlehem. Reuter. ÍSRAELAR afléttu í gær ferða- banni til og frá Betlehem, á heima- stjórnarsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum, sem staðið hefur í tæpan mánuð. Utanríkisráðherra Israels sagði að áframhaldandi refsi- aðgerðir gegn Palestínumönnum ykju ekki líkurnar á friði. Israelar lokuðu heimastjórnar- svæðum Palestínumanna á Vestur- bakkanum og Gaza og settu bann við ferðum fólks til og frá bæjum innan svæðanna í kjölfar sprengjutilræðis í Jerúsalem 30. júlí sl. þar sem 14 manns létust. Betlehem var eini bærinn þar sem ferðabannið var enn í gildi. Ekki var gefin nein skýring á því hvers vegna banninu var aflétt skömmu eftir hádegi í gær. ísraelar hafa krafist þess að Yasser Arafat, forseti heimastjórnarinnar, hefti að- gerðir múslímskra hermdaverka- samtaka, á borð við Hamas, gegn ísraelskum borgurum. Fyrr fái tugir þúsunda palestínskra verkamanna, sem búsettir eru á Vesturbakkanum og Gaza, ekki að fara til vinnu sinnar í Israel. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hyggst halda í sína fyrstu ferð til Mið-Austurlanda í næsta mánuði. Talsmaður ráðu- neytisins sagði á þriðjudag að lík- urnar á að friðarumleitanir skiluðu einhverjum árangri í þeirri ferð ykjust til muna ef palestínsk yfir- völd gætu gefið ítarlegri upplýsing- ar um öryggismál. Þá yrði hægt að leggja áherslu á að deiluaðilar ynnu trúnað hvor annars. David Levy, utanríkisráðheira Israels, hvatti stjórn Palestínu- manna til aukinnar samvinnu við ísraela í öryggismálum, en sagði: „Það ætti enginn að taka því sem gefnu að áframhaldandi refisaðgerð- ir verði friðarumleitunum til fram- dráttar." Hanna Nasser, bæjarstjóri Betle- hem, sagði að farbannið hefði verið „harkalegasta, lengsta og órétt- látasta lokun“ frá því Israelar hertóku Vesturbakkann í sexdaga stríðinu 1967.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.