Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sófar í Heimsljósi hjá okkur, A degi hverjum er reynt að telja neytendum tru um hitt og þetta í auglýsingum. Þvi er um að gera að hafa varann á og gleypa ekki allt hrátt sem aó þér er rétt. Að sama skapi ráðleggjum við þér að bera saman verö, búnað og gæði éf þú hyggur á kaup á tölvubúnaði á næstunni - og heimsækja verslun okkar i Faxafeni 5 áður en þú lætur glepjast af uppsláttartilboðum annarra. Og alveg rétt, Elvis er ný- byrjaður sem _ C__i J . i __a „ Faxafem 5 108 Reykjavík Sími 533 2323 Fax 533 2329 www.itn.is/tolvukjor tolvukjor@itn.is TðLVUKJOR _____GREIMARGERÐ_ Yfirlýsing til fjölmiðla MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Finni Ingólfssyni, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra: „Vegna fréttar í aðalfréttatíma Stöðvar tvö, síðastliðið þriðju- dagskvöld, þar sem íjallað var um meint óeðlileg viðskipti mín við Húsnæðisstofnun og Byggingar- fulltrúann í Reykjavík, vil ég taka eftirfarandi fram: Á árunum 1987-1988 byggð- um við hjónin okkur hús við Jökla- fold í Reykjavík og fengum lánað hjá Húsnæðisstofnun vegna bygg- ingarinnar í samræmi við það sem reglur stofnunarinnar gera ráð fyrir. í húsinu var kjallari sem ekki var gert ráð fyrir að nýttur væri til íbúðar. U.þ.b. ári eftir að við fluttum inn í húsið, eða árið 1989, háttuðu örlögin því þannig til að móðir mín, þá búsett ásamt föður mínum í Vík í Mýrdal, greindist með krabbamein á alvarlegu stigi, svo alvarlegu að ljóst var að hún þyrfti mikillar aðhlynningar við, jafnt innan sjúkrahúsa sem utan og að læknisaðstoðar þyrfti hún að leita í Reykjavík. Til þess að foreldrar mínir gætu haft húsnæði til af- nota í Reykjavík á meðan á lækn- ismeðferð móður minnar stóð ósk- aði ég eftir því við byggingarfull- trúann í Reykjavík að fá að breyta þessu umrædda rými í íbúð. Hann samþykkti nauðsynlegar breyt- ingar á húsinu og var því gengið frá eignaskiptasamningi milli mín og föður míns. Hann er áritaður 16. júní ’89 af Byggingarfulltrú- anum í Reykjavík og var honum þinglýst þremur dögum síðar. í honum kemur fram að húsinu sé skipt upp í tvær eignir, eign 1 sem var mín og eign 2 sem var föður míns. Þá er það skýrt tekið fram í samningnum að komi til sölu á eignarhluta 2 sé mér skylt að kaupa þann hluta hússins. Þessi samningur er undirritaður af okk- ur feðgum og eins og áður sagði, staðfestur af Byggingarfulltrúan- um í Reykjavík. Fullyrðingar um að ég hafi brotið gegn reglum borgaryfirvalda eru því rangar, það staðfestir meðfylgjandi yfir- lýsing Byggingarfulltrúans í Reykjavík sem gefin er út í dag. I kjölfar þessa alls sótti faðir minn um lán til Húsnæðisstofnun- ar og fékk þau með sömu vöxtum og sömu kjörum og aðrir við- skiptavinir stofnunarinnar. Eftir að íbúðin hafði verið standsett dvöldu foreldrar mínir þar meira eða minna í hartnær tvö ár. Þau seldu hins vegar ekki húseign sína í Vík í Mýrdal þar sem þau höfðu eytt ævinni saman og þau fluttu aldrei lögheimili sitt til Reykjavík- ur, enda er mér til efs að það geri fólk af landsbyggðinni al- mennt, þurfi það að njóta lang- tíma læknismeðferðar hér. Heilsu móður minnar hrakaði hins vegar stöðugt og í ársbyrjun 1991 var ljóst að hún sneri tæpast aftur af sjúkrahúsi en hún lést árið 1992. í samræmi við fyrrnefndan eignaskiptasamning og vegna þes að faðir minn taldi ekki lengur þörf á að eiga umrætt húsnæði keypti ég það af honum aftur og yfirtók við það þau lán sem á því hvíldu. Með tilliti til ofangreinds vísa ég fullyrðingum Stöðvar tvö um óeðlileg viðskipti mín við Hús- næðisstofnun og Byggingarfull- trúann í Reykjavík algjörlega á bug. Mér var aldrei bannað að selja umræddan eignarhluta húss- ins, þvert á móti var mér gert skylt að kaupa hann aftur, kæmi hann til sölu. Til að svo gæti orð- ið hlýtur hver maður að sjá að ég þurfti að hafa selt í upphafi! Tilraun fréttastofunnar til að gera það grunsamlegt að ég skyldi skrifa undir þau lán sem faðir minn fékk til kaupa á íbúðinni er með ólíkindum í ljósi þess sem á undan er sagt um veikindi móður minnar. Það er jú í eðli foreldra og barna að styðja hvert við ann- að í erfiðleikum og þannig var í þessu tilviki. Ég hafði umboð for- eldra minna til að ganga frá nauð- synlegum pappírum vegna þessa m.a. undirskrift lána. Það að hnýta svo aftan við fréttina upp- lýsingum um að ég hafi í febrúar 1992 afsalað mér íbúð minni alfar- ið til konu minnar viðist eingöngu gert í þeim tilgangi að gera málið allt enn tortryggilegra í augum almennings. Þar er einfaldlega um einkamál okkar hjóna að ræða og kemur málinu alls ekkert við. Að mínu viti hefur fréttastofa Stöðvar tvö og þó kannski sér í lagi fréttamaðurinn Eiríkur Hjálmarsson sett verulega niður við þennan fréttaflutning. Það er illa fyrir fréttamönnum komið ef sú regla er ekki lengur í heiðri höfð að hver sá sem fjallað er um með jafn ákveðnum og afdráttar- lausum hætti og hér var gert skuli fá tækifæri til að svara fyrir sig jafnharðan. Þess í stað er æran af honum tekin og síðan undir hælinn lagt hvort honum tekst að þvo af sér óhróðurinn sem á hann er borinn. Mér er fullljóst að stjórnmálamenn eiga ekki að njóta friðhelgi umfram annað fólk en þeir eru hins vegar líka fólk. Það að ráðast að æru manns með þess- um hætti, án þess að gefa honum nokkru sinni tækifæri til að svara fyrir sig er ódrengileg lágkúra og sæmir ekki þeim sem vill láta taka sig alvarlega." Yfirlýsing bygg- ingarfulltrúa MAGNÚS Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi í Reykjavík, sendi Morgunblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu í gær: „Vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem Eiríkur Hjálm- arsson fréttamaður hafði eftir mér að svo virtist sem Finnur Ingólfs- son hefði, með sölu á íbúð í húsi sínu að Jöklafold 15 í Reykjavík, brotið gegn samþykkt skipulags- nefndar og byggingarnefndar Reykjavíkur, vil ég taka eftirfar- andi fram. Þegar viðtal mitt við frétta- manninn fór fram í síma hafði ég engin gögn séð í málinu og studd- ist því við lýsingu hans á málavöxt- um. Ég hef nú skoðað gögn málsins og tel að með áritun embættis byggingarfulltrúa á skiptasamn- inginn hafi skilyrðum skipulags- nefndar verið fullnægt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.