Morgunblaðið - 28.08.1997, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. ÁGLIST 1997 41
FRÉTTIR
10. REYKJALUNDARHLAUPIÐ
laugardagínn 30. ágnst kL 11.00
Bolur
Verðlatmapeníngur
Veítíngar
Verð 500 kr.
HAPPDRÆTTI
... fyrir iífið sjálft
0,5-6 km. ganga/skokk
hjálpartækí. Allír meá
14 km Maup - hefst kl. 10.40
Heppínn þátttakandi
fær ferðavínníng
m
FLUGFÉLAGK)
V1TL4NX4
Engín skráníng en mætíð tímanlega (10.00-10.30) upp að Reykjalundí
í Mosfellsbæ. Tímataka í 14 km Haupínu í kríngum Ulfarsfell.
Vestfirðir
Umhverfisráðherra og
ofanflóðanefnd á ferð
ísafirði. Morgunblaðið.
GUÐMUNDUR Bjarnason um-
hverfisráðherra sótti Vestfirði
heim á mánudag ásamt ofanflóða-
nefnd til að kynna sér yfirstand-
andi og væntanlegar framkvæmdir
vegna snjóflóðavarna á svæðinu.
Ráðherrann og fylgdarlið kom
með flugvél Flugmálastjómar og
hóf yfirreiðina á að skoða fram-
kvæmdir við snjóflóðavarnargarða
á Flateyri en þar hefur nú verið
lokið 2/3 hluta verksins. Á ísafirði
skoðaði ráðherra og fylgdarlið
svæðið við Seljalandsmúla en áætl-
að er að hönnunarvinna vegna
leiðigarða þar fari fram á næsta
ári. Einnig var farið um Holta-
hverfi og Hnífsdal.
í Bolungarvík skoðaði ráðherra
vegsummerki snjóflóðsins sem féll
úr Traðarhyrnu í vetur en frumat-
hugun á mögulegum varnarkost-
um á að vera lokið haustið 1998.
Einnig var farið um hesthúsa-
byggðina í Bolungarvík sem er
þekkt snjóflóðahættusvæði.
Umhverfisráðherra lauk ferð
sinni í Súðavík þar sem hann skoð-
aði m.a. nýju byggðina sem reist
var eftir snjóflóðið 1995.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, Guð-
mundur Bjarnason, umhverfisráðherra, Magnús Jóhannesson,
ráðuneytisstjóri, og Smári Þorvaldsson, deildarsljóri ráðuneytis-
ins, skoða hér kort af Seljalandssvæðinu.
Afmælishátíð á Hótel Geysi
100 ár frá fæðingu Sigurðar Greipssonar
100 ÁR voru liðin föstudaginn 22.
ágúst frá fæðingu Sigurðar Greips-
sonar, skólastjóra íþróttaskólans í
Haukadal, og 70 ár frá stofnun
skólans á þessu ári. Af þessu til-
efni hélt Héraðssambandið Skarp-
héðinn og Haukadalsnefnd veglega
afmælishátíð þar sem kynnt var
útgáfa bókar um Sigurð Greipsson
og Haukadalsskólann.
Mikið fjölmenni var saman kom-
ið á Hótel Geysi í tilefni afmælisins
og útgáfu sögu hans og Haukadals-
skólans. Höfundur bókarinnar, Páll
Lýðsson, bóndi og fræðimaður í
Litlu Sandvík, Jón M. ívarsson
safnaði efni til bókarinnar en í rit-
stjórn áttu sæti Hafsteinn Þor-
valdsson, Jóhannes Sigmundsson
og Engilbert Olgeirsson. Mörg
ávörp voru flutt í tilefni dagsins,
höfundur las úr bókinni og kór eldri
borgara á Selfossi söng nokkur lög.
Morgunblaðið/Kári Jónsson
í TILEFNI útgáfu sögu um Sigurð Greipsson og Haukadalsskól-
ann afhenti Arni Þorgilsson, formaður HSK, sonum Sigurðar
fyrstu eintök bókarinnar. Á myndinni eru f.v.: Engilbert Olgeirs-
son, framkvæmdastjóri HSK, synir Sigurðar Greipssonar Már
Sigurðsson, Þórir Sigurðsson og Bjarni Sigurðsson og Árni
lengst til hægri.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Myndavíxl
VEGNA mistaka í tölvuvinnslu
birtist röng mynd með grein Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar „Nýr
kjarasamningur kennara og sveit-
arfélaga," í blaðinu í gær.
Eru hlutaðeigandi beðnir vel-
virðingar á mistökunum.
Röng röð
í úrslitum
í HESTAÞÆTTI á þriðjudag þar
sem birt voru úrslit Suðurlands-
móts í hestaíþróttum var rangt
farið með úrslit í slaktaumatölti.
Rétt röð er sú að Elsa Magnúsdótt-
ir sigraði á Demanti, Theódór
Ómarsson kom næstur á Strák,
Sigurbjörn Bárðarson þriðji á
Hlyni, Hallgrímur Birkisson fjórði
á Aski og Auðunn Kristjánsson
fimmti á Dára og leiðréttist þetta
hér með um leið og hlutaðeigendur
eru beðnir velvirðingar á þessum
mistökum.
Morgunblaðið/Jón Svavars
JÓN GARÐAR Hreiðarsson tekur við bílunum af þeim Steve
Barrow og Siguijóni Ólafssyni.
Fræðslumiðstöð bílgreina
fær Ford-bíla að gjöf
FRÆÐSLUMIÐSTOÐ bílgreina
fékk nýverið tvo bíla afhenta að
gjöf frá Ford Motor Company
og Brimborg hf., umboðsaðila
Ford hér á landi. Bílarnir eru
framlag fyrirtækjanna til bættr-
ar menntunar í bílgreininni. Þeir
eru annars vegar Ford F-150-
pallbíll framleiddur í Bandaríkj-
unum og hins vegar Ford Trans-
it-sendibíll frá verksmiðjum Ford
í Evrópu.
Gjöfin var afhent af þeim
Steve Barrow, þjónustustjóra
Ford, og Siguijóni Ólafssyni,
þjónustustjóra Brimborgar, og
tók Jón Garðar Hreiðarsson við
henni fyrir hönd fræðslumið-
stöðvarinnar. Við afhendinguna
sagði Jón að stuðningur erlendra
og innlendra fyrirtækja hefði
skipt sköpum í uppbyggingu
fræðslumiðstöðvarinnar og með
áframhaldandi stuðningi væri
hægt að byggja upp fræðslumið-
stöð eins og þær gerast bestar.
Ormsteiti
þriðja sinni
EFNT er til Ormsteitis, upp-
skeruhátíðar á Héraði þriðja sinni.
Að því stendur Ferðamálafélagið
Forskot, sem er félag hagsmunaað-
ila á Héraði og Borgarfirði eystra.
I dag er dagur umhverfis og end-
urnýjunar. Er þá opinn hugmynda-
banki í kaffihorni Kjörbúðar KHB,
kynnt verður safnkassaverkefni
Sorpeyðingar Miðhéraðs og veittar
verða leiðbeiningar um umhverfis-
vænar innkaupavenjur o.fl.
Glatt er á Gálgaás er heiti dag-
skrárinnar á morgun og bjóða veit-
ingastaðir og sundlaug upp á ýmis
tilboð en á laugardag er markaðs-
dagur. Verður hátíðin sett kl. 13
við markaðstjald á tjaldstæði bæj-
arins og boðið upp á margs konar
tónlist einstaklinga og hljómsveita,
svo og mælt mál. Um kvöldið verð-
ur boðið upp á grillað hreindýrakjöt
og harmonikkudansleik í Vala-
skjálf. Á útisvæði verður véla-, bíla-
og tjaldvagnasýning og klukkan
14 verður haldin í annað sinn ís-
landskeppni í snjókúlukasti. Orms-
teiti lýkur á sunnudag með messu
í Egilsstaðakirkju.
Þórhalla Snæþórsdóttir, sem séð
hefur um skipulagningu hátíðar-
innar, segir að gestir komi aðallega
af Austurlandi en vaxandi þátttaka
sé úr Þingeyjarsýslum og segir hún
hátíðina hafa fest sig í sessi.
rannsóknir, fræðst um heimildir
frá ýmsum tímum, kynnt sér leit-
araðferðir og hvernig gengið er
frá upplýsingum á skipulagðan
hátt og til útgáfu. Þátttakendur
frá aðstöðu til að rekja eigin ætt-
ir með notkun frumheimilda og
prentaðra bóka sem eru til staðar
á kennslustað. Boðið er upp á
grunnnámskeið fyrir byijendur og
framhaldsnámskeið fyrir lengra
komna. Leiðbeinandi er sem fyrr
Jón Valur Jensson, guðfræðing-
ur. Innritun er hafin.
■ KRAKKARNIR sem ólust upp
á Grýtubakka 18-32 árið
1968-78 ætla að hittast á LA
Café laugardaginn 30. ágúst.
■ ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN
sem er að byija sitt 12. starfsár
verður með ættfræðinámskeið að
vanda í september-október.
Kennt er í Austurstræti lOa.
Allir sem hafa áhuga á ættum
geta tekið þátt í þessum nám-
skeiðum, lært til verka við ættar-
LEIÐRÉTT