Morgunblaðið - 28.08.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 27
LISTIR
'
Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum
„ÉG og Derrick“ eftir Karl Jóhann Jónson.
Listsýning á Hótel
Höfða í Ólafsvík
Morgunblaðið. Ólafsvík.
NYLEGA var opnuð sýning á verk-
um nokkurra listamanna úr héraði
á Hótel Höfða i Ólafsvík. Á henni
eru málverk, lágmyndir, skúlptúrar
og leirverk og er tilgangurinn með
sýningunni sá að hlúa að menningu
heimamanna. Þeir sem eiga verk á
sýningunni eru Alda Sigurðardóttir,
Brynhildur Þorgeirsdóttir, Daníel
Þorkell Magnússon, Einar Unn-
steinsson, Guðjón Bjarnason, Hall-
dór Ásgeirsson, Karl Jóhann Jóns-
son, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Magn-
ús Sigurðsson og Sigríður Gísladótt-
ir á Bjarnarfossi í Staðarsveit, sem
hefur jafnframt haft veg og vanda
af sýningunni.
Listviðburður sem þessi hefur
ekki áður átt sér stað á Snæfells-
nesi og binda menn vonir við að
þeir megi verða sem tíðastir. Sýning-
unni lýkur í lok ágúst.
Klarinett
og píanó á
tónleikum í
Hafnarborg
RÚNAR Óskarsson klarínettuleik-
ari og hollenski píanóleikarinn
Sandra de Bruin halda tónleika í
Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld,
fimmtudagskvöld kl. 20:30,. Á
efnisskránni eru verk eftir De-
bussy, Brahms, Alban Berg, Olav
Berg og Francis Poulenc.
Rúnar Óskarsson lauk kennara-
og einleikaraprófi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík árið 1993
og einleikaraprófi frá Sweelinck
Conservatorium í Amsterdam í
fyrra. Þá lauk hann kammermús-
íkprófi frá Rotterdams Conservat-
orium í sumar. Auk þess hyggst
Rúnar ljúka bassaklarínettunámi
á næsta ári frá Sweelinck Conser-
vatorium. Hann hefur leikið með
ýmsum hópum og hljómsveitum
og leikur nú í fyrsta skipti á ís-
landi síðan árið 1993. Hollenska
útgáfufyrirtækið ARSIS CLASS-
IS hefur gefið út geislaplötu með
leik Rúnars þar sem meðleikarar
SANDRA de Bruin og
Rúnar Óskarsson.
hans eru hollenskir listamenn.
Sandra de Bruin hefur sérhæft
sig í flutningi kammertónlistar og
ljóðatónlistar og hefur leikið jöfn-
um höndum nútíma- og eldri tón-
list með ýmsum kammerhópum
og hljómsveitum, m.a. Het Neder-
lands Theaterorkest. Á þessu ári
komst Sandra í úrslit í Kiwanis-
keppninni í Hollandi fyrir klarí-
nettu og píanó.
Orgeltón-
leikar í Þor-
lákskirkju
KÁRI Þormar heldur einleikstón-
leika í Þorlákskirkju á morgun,
föstudag kl. 20.30.
í tilkynningu segir: „Kári hefur
haldið nokkra einleikstónleika hér
á landi og erlendis og hlotið mjög
góða dóma. Jón Ásgeirsson tón-
skáld sagði nýlega í tónlistargagn-
rýni sinni m.a. að Kári Þormar
„muni þá tímar líða, taka sér sæti
meðal hinna bestu“. Á tónleikunum
mun Kári leika verk frá mismun-
andi tímum m.a. eftir Bach, Pachel-
bel, Jón Nordal og César Franck.
Kári Þormar lauk burtfararprófi
í píanóleik frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1993 og var Jónas
Ingimundarson kennari hans. Sama
ár lauk Kári burtfararprófi í orgel-
leik undir leiðsögn Harðar Áskels-
sonar organista í Hallgrímskirkju.
Síðan þá hefur Kári Þormar stund-
að framhaldsnám í kirkjutónlist og
orgelleik við Robert Schumann tón-
listarskólann í Diisseldorf í Þýska-
landi. Fyrir stuttu hlaut hann styrk
úr minningarsjóði Karls Sighvats-
sonar.“
Minningarkort
Styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
Sími 552 5744
Innheimt með gíróseðli
elLBEX
ELBEX Sjónvarps-, ‘
eftirlits- og öryggistæki.
Kerfin eru
stækkanleg.
Láttu okkur annast
öryggismálin
Meðal viöskiptamanna okkar eru:
Þjóöarbókhlaðan, sjúkrahús,
heilsugæslustöövar, bílageymslur,
frystihús, skip og bátar, kirkjur,
verslanir o. fl.
Einar
Farestveit & Co. hf.
Borgartúni 28 - Simi 5622901 og 5622900
Bilskurs
dagar
Allt að 70% afsláttur*
Morgtmblabib
f«st á Kastrnpfhigvdli
og Rábhústorgtnu
JtotgwHiibÍb
-kjarnl mábios!
Rýmum fýrir nýjum vetrarvörum!
Mikið útval af vönduðum vörum: GoreTex fatnaður, flísfatnaður, úlpur, hjólafatnaður,
hjólatöskur, bakpokar, svefnpokar, tjöld, gönguskór, sandalar, viðlegubúnaður og margt fleira.
Aðeins 26.-30.
Póstsendum samdægurs
Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík • Sími 561 2045
*staðgreitt Netfang skatabud@itn.is
AUK / SÍA k739-131