Morgunblaðið - 05.09.1997, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Kaupféli ' Úr milliuF ig Eyfii ipgjöri 1 Jan.-iúní rðinga 997 Jan.-júní
Rekstrarreikningur þús. króna 1997 1996 Breyting
Rekstrartekjur Rekstrargjöld Hagnaður f. afgskriftir og vexti 4.702 4.364 338 4.539 4.198 341 +3,6% +4,0% -0.9%
Afskriftir Hagnaður fyrir fjármagnsliði 247 91 210 131 +17,6% -30,5%
Fjármagnsiiðir Haqnaður af reglulegri starfs. -202 -111 -116 16 +74,1%
Aðrer tekjur og gjöld Skattar Hlutur minnihl. í (haqnaði) oq tapi dótturf 4 -14 8 18 -12 13 -77,8% +16,7% -38.5%
Hagnaður (tap) tfmabilsins -112 35 -
Efnahaasreikninaur þús. króna 30/6 ‘97 30/6 ‘96
[ Eianir oa skuldir: |
Heildareignir 9.410 9.485 -0,8%
Heildarskuldir 6.903 6.776 +1,9%
Hlutdeild minnihluta 219 230 -4,8%
Eigið fé 2.288 2.479 -7,7%
Kennitölur
Veltufé frá rekstri þús. króna 131 183 -28,4
Nettóskuldir 3.554 3.386 5,0
Veltufjárhlutfall 1,09 1,09
KEA og ddtturfélög fyrri hluta árs
111 milljóna
tap af reglu-
legri starfsemi
KAUPFELAG Eyfírðinga var rekið
með 111 milljóna króna tapi af reglu-
legri starfsemi þess á fyrri hluta
þessa árs. Er þetta mun lakari af-
koma en á sama tímabili í fyrra er 16
milljóna króna hagnaður varð af
reglulegri starfsemi félagsins. Hagn-
aður fyrir fjármagnsliði nam hins
vegar 91 milljón króna en fjár-
magnsliðir félagsins voru neikvæðir
um 202 milljónir. Að teknu tilliti til
afkomu dótturfélaga og skatta nam
heildartap félagsins 112 milljónum
króna. Þetta er um helmingi meira
tap en gert var ráð fyrir í rekstrará-
ætlun.
Að sögn Magnúsar Gauta Gauta-
sonar, kaupfélagsstjóra, eru það
margir samverkandi þættir sem
valda tapi KEA nú. „Þessi niður-
staða veldur mér auðvitað vonbrigð-
um. Hún kallar á endurskoðun og
hugsanlega endurskipulagningu á
ýmsum þáttum í rekstri félagsins og
að því er nú unnið. Jafnframt er unn-
ið að gerð nýrrar áætlunar um af-
komu félagsins í heild á yfirstand-
andi ári og ég geri ráð fyrir því að
hún verði birt fyrir lok þessa mánað-
ar,“ segir Magnús Gauti.
Magnús segir að mikið gengistap
af lánum íyrirtækisins í japönskum
jenum sé stór hluti skýringar á lak-
ari afkomu nú. 86 milljóna króna
hærri fjármagnskostnaður nú stafi
aðallega af þessu gengistapi. Þá
komi einnig til auknar afskriftir en
þær hafi aukist um 38 milljónir á
milli ára.
Að sögn Magnúsar varð nokkuð
betri afkoma í iðnaðar-, þjónustu- og
fiskvinnsludeildum KEA á fyrri árs-
helmingi. Afkoma verslunarreksturs
hafi verið svipuð en afkoma slátur-
húss og mjólkursamlags verri. Af-
koma mjólkursamlagsins hafi raunar
versnað til muna þar sem innlagt
magn mjólkur hafi dregist saman
auk þess sem kostnaður hafi hækkað
án þess að hægt væri að velta þeim
hækkunum út í verðlagið.
Þá hafi afkoma dótturfélaga
einnig versnað á milli ára. Sér í lagi
hafi afkoma Útgerðarfélags Dalvík-
inga versnað og valdi því margir
samverkandi þættir svo sem lægra
afurðaverð og tíðar bilanir á skipum
félagsins. Þá komi hér einnig til mik-
ið gengistap en ÚD hafi verið með
mikið af lánum í japönskum jenum.
Þroskaþjálfar
undirbúa verkfall
Vilj’a ná 110
þús. kr. byrj-
unarlaunum
FÉLAGSFUNDUR Þroskaþjálfafé-
lags Islands samþykkti á miðviku-
dagskvöld að leita mætti eftir verk-
fallsheimild til félagsmanna beri yf-
irstandandi samningalota ekki við-
unandi árangur. Kristrún Sigurjóns-
dóttir, formaður samninganefndar,
segir byrjunai'laun þroskaþjálfa í
dag 74.770 krónur og hafi þeim verið
boðnar 80 þúsund krónur.
í Þroskaþjálfafélaginu eru um 220
manns, þar af 50-60 í störfum víða á
landsbyggðinni og eru um 10% fé-
lagsmanna karlar. „Við höfum átt í
samningaviðræðum síðan í desem-
ber. í júlí slitnaði upp úr og þá var
deilunni vísað til sáttasemjara þar
sem við höfum átt nokkra fundi,“
sagði Kristrún. Næsti fundur verður
fóstudaginn 12. september. Gerir
Kristrún ráð fyrir að eftir þann fund
verði ljóst hvert stefni í deilunni.
„Það var augljóst á félagsfundin-
um að menn eru ekki hressir með
það sem okkur hefur verið boðið.
Krafa okkar er að byrjunarlaun nái
110 þúsund krónum á samningstím-
anum, til ársins 2000, en við höfum
reyndar efasemdir um svo langan
samningstíma, því gera má ráð fyrir
því að þroskaþjálfar skipti um vinnu-
veitanda í ársbyrjun 1999 þegar
málaflokkur þeirra flyst frá ríki til
sveitarfélaga.“
Laun þroskaþjálfa eftir 18 ára
starf eru um 88 þúsund og forstöðu-
menn á sambýlum eru með kringum
100 þúsund að sögn Kristrúnar.
FRÉTTIR
Umhverf-
islistin í
Hólmanum
NORSKI umhverfislistamaðurinn
Alfred Vaagsvold vann í gær,
ásamt aðstoðarfólki, að uppsetn-
ingu á verki sínu í Hólmanum í
Reykjavíkurtjörn. Verkið er sam-
sett úr rauðum viðarstöngum
sem listamaðurinn notar til að
draga það sem hann kýs að kalla
skissu í náttúruna.
Alfred er hingað kominn í
tengslum við norræna farandsýn-
ingu á umhverilslist eftir börn.
Sýningin verður opnuð í menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi á
morgun og þá verður börnum
boðið að vinna listaverk í um-
hverfi Gerðubergs undir leiðsögn
listamannsins.
fbúar Hólmans tóku vel á móti
gesti sínum í gær og listamaður-
inn gæti, að eigin sögn, ekki
hugsað sér betri sýningarstað.
Morgunblaðið/RAX
Aðstoðarutanríkisrádherra Bandaríkjanna á ráð-
herrafundi Norðurlanda og Eystrasaltsrikja
Sýnir áhuga Banda-
ríkjanna á málum
Ey str asalt sr íkj a
UTANRÍ KISRÁÐHE RRAR
Norðurlanda og Eystrasaltsríkj-
anna áttu í gærmorgun fund með
Marc Grossman, aðstoðarutam-íkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sem fer
með málefni Evrópu og Kanada.
Halldór Ásgrímsson utanríldsráð-
herra segir að vera Grossmans á
fundinum sé til merkis um þann
áhuga, sem bandarísk stjómvöld
sýni uppbyggingarstarfi í Eystra-
saltsríkjunum og öryggismálum
þeirra.
Utanríkisráðherrafundur Norð-
urlanda og Eystrasaltsríkjanna
var haldinn í tengslum við reglu-
bundinn utanríkisráðherrafund
Norðurlanda í Ósló í gær og fyrra-
dag. Þetta er í fimmta sinn sem
utanríkisráðherrar ríkjanna átta
koma saman. I lokayfírlýsingu
fundar norrænu ráðherranna seg-
ir að fundirnir með Eistlandi,
Lettlandi og Litháen séu staðfest-
ing á „stuðningi Norðurlanda við
uppbyggingu öryggis Eystrasalts-
ríkjanna og þátttöku þeirra í sam-
starfi Evrópu- og Atlantshafs-
ríkja.“
„Það sem var merldlegt við
þennan fund var sú staðreynd að
Bandaríkin höfðu þar sína fulltrúa.
Með því er staðfestur áhugi Banda-
ríkjamanna á uppbyggingunni í
Eystrasaltsríkjunum og öryggis-
málum þeiira,“ segir Halldór.
Hann segir að norrænu aðildar-
ríkin í NATO og Bandaríkin hafi
átt góða samvinnu um að tryggja
að dyrum NATO yrði haldið opn-
um fyrir Eystrasaltsríkjunum og
hafi ríkin lýst yfir vilja sínum til að
vinna að aðild þeirra í framtíðinni.
„Við voram að bera saman bækur
okkar um hvemig það yrði bezt
gert. Fram kom mikill áhugi
Bandaríkjamanna á að taka þátt í
þessu með okkur,“ segir Halldór.
Ríkin hefji öll
viðræður í einu
Undanfarið hafa komið fram
skiptar skoðanir milli norrænu
ESB-ríkjanna hvað varðar stækk-
un sambandsins og stöðu Eystra-
saltsríkjanna í því sambandi. Sví-
þjóð og Danmörk hafa krafizt þess
að hafnar verði aðildarviðræður við
þau öll en ekki aðeins Eistland,
eins og framkvæmdastjórn ESB
hefur lagt tíl. Finnar hafa ekki vilj-
að taka undir þessa kröfu.
í yfirlýsingu norrænu ráðherr-
anna er hins vegar íjallað um
stækkun Evrópusambandsins og
segir þar: „Ráðherrarnir leggja í
þessu sambandi áherzlu á þýðingu
þess að öll löndin, sem sótt hafa um
aðild, taki fullan þátt, á jafnréttis-
grandvelli og frá upphafi, í því
stækkunarferli Evrópusambands-
ins sem leiðtogaráð ESB tekur
ákvörðun um í desember 1997.
Tímasetning inngöngu hvers og
eins ríkis er háð getu landsins til að
uppfylla kröfur og skyldur aðild-
ar.“
Halldór segir finnsk stjómvöld
hafa fallizt á þetta orðalag. Til
þessa hafi það verið á Finnum að
heyra að þeir telji nálgun fram-
kvæmdastjórnarinnar skynsam-
lega. „Svo er hins vegar alls ekki af
hálfu Dana og Svía. Það er eftir að
ræða tillögu framkvæmdastjómai’-
innar í ráðherraráðinu og ekki er
komin niðurstaða í það. Sumir telja
erfiðleikum háð að ræða við svo
mörg ríki í einu, en utanríkisráð-
herra Danmerkur tók skýrt fram
að það væri leysanlegt," segir Hall-
dór. „I þessu sambandi er talað um
að enginn viti hver staðan í þessum
ríkjum verði að fimm áram liðnum.
Þess vegna sé erfitt að miða bara
við stöðuna í dag. Það er Ijóst að
tillaga framkvæmdastjórnarinnar
hefur neikvæð áhrif í sumum lönd-
um og jákvæð í öðrum. Sem dæmi
má nefna erlenda fjárfestingu. Það
er líklegt að Eistland njóti góðs af
því að hefja viðræður, en menn
munu verða meira hikandi varð-
andi fjárfestingar í Lettlandi og
Litháen og það væri bagalegt íyrir
efnahagsuppbyggingu í löndun-
um.“
Bjartsýnir á
Schengen-lausn
Ráðherrarnir ræddu um innlim-
un Schengen-vegabréfasamstarfs-
ins í Evrópusambandið og segir
Halldór þá bjartsýna á að hægt
verði með samningum að leysa þau
vandamál, sem fylgi þátttöku ís-
lands og Noregs í samstarfínu.
„Samningaviðræður geta væntan-
lega ekki hafizt fyrr en í október
og þar mun reyna á nokkur atriði.
Það er afar mikilvægt að það tak-
ist, því að Svíar og Finnar hafa nú
gengizt undir bindandi samkomu-
lag um þessi mál og takist samn-
ingar ekki leysist norræna vega-
bréfasambandið upp.“