Morgunblaðið - 05.09.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 05.09.1997, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 LAIVIDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján BALDUR Ingimarsson stendur við vegkantinn ofan við garð sinn, þar sem sendibíllinn liggur á hvolfi. Ferðafélag Svarfdæla bjargar menningarverðmætum Yörðuhleðsla á Reykjaheiði FERÐAFÉLAG Svarfdæla gengst fyrir vinnuferð yfir Reykjaheiði milli Olafsfjarðar og Dalvíkur á morgun, laugardaginn 6. september. Lagt verður af stað frá Skeljungsstöðinni á Dalvík kl. 10 áleiðis til Olafsfjarð- ar. Ætlunin er að ganga milli byggða frá Reykjum í Ólafsfirði upp í heið- ardal yfir í Böggvisstaðadal ofan Dalvíkur og endurhlaða í leiðinni vörður á þessari gömlu þjóðbraut og póstleið. Er þetta liður í þeirri viðleitni félagsins að vekja athygli almenings á gönguleiðum upp úr Svarfaðardal og þeim sögulegu minj- um sem þar er að finna. Vörðurnar eru misilla farnar. Ólafsfirðingar hafa nú þegar hlað- ið allar vörður Ólafsfjarðarmegin en Svarfdælir hófust handa í fyrra fyr- ir sitt leyti og eru um það bil hálfnað- ir með verkið. Reykjaheiði er töluvert vinsæl gönguleið bæði á sumrum og vetrum og einnig er hún ágætlega reiðfær. Ferðafélagsmenn telja sig því eiga vísan liðsstyrk bæði hjá hestamönn- um, björgunarsveitarmönnum og skíðafélagsmönnum þar ytra auk annarra áhugamanna um útivist og gönguferðir. Á hvolfi ofan í garði BALDUR Ingimarsson, íbúi að Bjarmastíg 10 á Akureyri horfir hér á sendibíl á hvolfi í garði sínum í vikunni. Þetta er þriðji bíllinn sem hafnar í garði Baldurs en sendibíllinn rann niður töluverðan halla, hafnaði á stórri ösp í garðinum og valt á toppinn. Ökumaðurinn meiddist lítil- lega en bíllinn er mikið skemmdur. Baldur hefur leitað eftir því við bæjaryfírvöld að eitthvað verði gert til að koma í veg fyrir að slíkt end- urtaki sig en segist hafa talað fyrir daufum eyrum. í Morgunblaðinu í gær sagði Guðmundur Guðlaugsson yfírverkfræðingur Akureyrarbæjar að ekki stæði til að setja upp öfluga girðingu eða vegrið við garð Baldurs. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir HJÚKRUNAR- og dvalarheimilið Fellsendi. Opið hús á hjúkr- unar og dvalarheim- ilinu Fellsenda Búðardal - Nýlega var opið hús á hjúkrunar- og dvalarheimilinu að Fellsenda í Miðdölum í tilefni 30 ára starfsafmælis stofnunarinnar. Á annað hundrað gestir komu og þáðu veislukaffi ásamt því að skoða heimilið og fræðast um starfsemi þess. Gaf eigur sínar til byggingar Það var Finnur Ólafsson frá Fellsenda, stórkaupmaður í Reykjavík, sem gaf eigur sínar til þess að byggt yrði dvalarheimili fyrir aldraða Dalamenn að Fells- enda. Heimilið var opnað 1967 en snemma kom í ljós að staðsetning þess var ekki hentug fyrir aldraða, með tilliti til læknis- og félagsþjón- ustu. Því voru það ekki margir Dalamenn sem nýttu sér heimilið. Þá var tekið upp samstarf við Kleppspítala og árið 1977 komu fyrstu vistmenn þaðan að Fells- enda. Stofnunin hefur síðan verið rekin sem hjúkrunar- og dvalar- heimili fyrir sjúklinga að sunnan. Alls er pláss fyrir 17 vistmenn og á heimilinu eru 10 stöðugildi. Forstöðumaður er Kristín Guð- mundsdóttir sem tók við starfinu af móður sinni árið 1988. ■ ■ ■ * B ■ IIIIIIKtitiiiiiiiin, .“"illlltlllliiluuitt ®»wr1,1 ‘ *“* “ -------- Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson NORRÖNA í höfninni á Seyðisfirði. Norröna lýkur sumaráætlun Sumarskóli Norrænu eldfjallastöðvarinnar í Mývatnssveit Rannsóknir á úthafs- hryg’gjum við plötuskil í VIKUNNI lauk í Mývatnssveit viku námskeiði á vegum sumarskóla Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar. Síðustu daga hafa vísindamenn frá íslandi, Ameríku og Norðurlöndunum, alls um 60 manns, verið að rannsaka úthafshryggi, á stöðum þar sem eru svokölluð plötuskil. í hópnum eru m.a. erlendir vís- indamenn sem hafa verið að rann- saka úthafshryggi neðansjávar og notað til þess kafbáta. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Norrænu eldfjallastöðinni og einn af skipuleggjendum námskeiðsins, segir að ísland sé eins og rannsókn- arstofa, þar sem þetta sé eina svæð- ið í heiminum þar sem stór hluti úthafshryggja er ofansjávar. Þeir læra af okkur og við af þeim „Við höfum verið að skoða jarð- fræðina hér og einnig verið með erindi og umræður. Um er að ræða kynningar á þeim rannsóknurn sem gerðar hafa verið á jarðfræði íslands og eins á þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á hafsbotninum. Þannig að við erum að læra af er- lendu vísindamönnunum og þeir af okkur.“ Freysteinn segir að hópurinn hafi farið um Kröflusvæðið, Öskjusvæðið og um Tjörnesið. Hann segir að vís- indamennirnir sem hingað til hafa stundað neðansjávaijarðfræðina hafi ekki alveg áttað sig á hvað er búið að rannsaka mikið hér á landi. Skiljum okkar eldstöðvakerfi betur „Við skiljum okkar eldstöðvakerfi mun betur en menn skilja nokkurt svæði á hafsbotni. Menn horfa mjög til Kröfluelda til dæmis um hvað gæti gerst á þessum úthafshryggj- um á hafsbotni. Eins eru þessir amerísku vísindamenn mjög hrifnir af þeim rannsóknum sem verið er að vinna að hér núna og þeirri vökt- un sem við höfum á landinu okkar, t.d. með jarðskjálftamælum og land- mælingum. Þeir eiga örugglega eftir að hagnýta sér þær aðferðir sem við notum hér á landi til að rannsaka hafsbotninn.“ Úthafshryggir liggja að meðatali á Um 2,5 km dýpi undir yfírborði sjávar og segir Freysteinn því mjög erfítt að rannsaka þá. Reynslan sem menn hafa aflað hér hjálpi því til við tæknilega hlið á vöktun á úthafs- hryggjum neðansjávar. íslendingarnir í hópnum eru 10 og koma frá Norrænu eldfjallastöð- inni, Veðurstofu íslands, Orkustofn- un og Raunvísindastofnun Háskóla íslands. Seyðisfirði - Evrópufeijan Norröna hefur nú lokið íslandsferðum sínum þetta sumarið. Hún kvaddi að venju með þremur löngum blístrum úr skipsflautunni, en vel mátti merkja að þriðja pípið varaði mun lengra en í öðrum ferðum sumarsins. Fjórtán ferðir til og frá íslandi Að sögn Jóhanns Jónssonar hjá Austfar hf. hefur afgreiðsla Norröna gengið vel í sumar. Eins og áður hefur verið sagt frá var ný aðstaða Morgunblaðið/Egill Egilsson fyrir farþegamóttöku og tollaaf- greiðslu við höfnina á Seyðisfirði tekin í notkun fyrr í sumar og hefur l hún reynst í alla staði vel. Nú er j verið að ganga frá og fegra svæðið framan við húsið. I þessari síðustu ferð sumarsins flutti Norröna 370 ferðamenn á 62 farartækjum til landsins og 610 farþegar á 240 far- artækjum fóru af landi brott. Feijan fór 14 ferðir til og frá íslandi og voru ríflega 14.000 farþegar með í för. Norröna kemur aftur til íslands 28. maí á næsta ári. ________________________1 Sveiflan æfð á Flateyri Flateyri - Þeir félagar, Brad Egan og Anthony Wales, frá j Suður-Afríku, ákváðu að taka deginum með ró og taka fram kylfurnar og hressa uppá golf- kunnáttuna. Fyrir óvana var ekki annað hægt að sjá en að þeir bæru sig fagmannlega þar sem þeir mund- uðu kylfurnar. Brad og Anthony eru báðir búsettir hér á Flateyri | ásamt fjölskyldum sínum. Þó að | golfvöllurinn væri ekki sam- kvæmt óskastaðli létu þeir hann I duga til æfinga að sinni. Greiða atkvæði um land undir stóriðju IBÚAR Arnameshrepps í Eyjafirði ganga að kjörborði á morgun laug- ardag og greiða atkvæði um hvort gera eigi ráð fyrir lóð undir stóriðju á svæðinu við Dysnes á aðalskipu- lagi hreppsins 1997-2017. Kosið verður í Freyjulundi og hefst kjörfundur kl. 12.00. Kosn- ingarétt eiga íbúar hreppsins sem náð hafa 18 ára aldri og eru 145 manns á kjörskrá. Jóhannes Hermannsson oddviti segir hljóðið í sveitungum sínum nokkuð misjafnt og gæti kosningin orðið tvísýn. Hann sagðist sjálfur verða persónulega fyrir vonbrigð- um yrði það fellt að gera ráð fyrir stóriðjulóð í hreppnum. „Maður verður bara að vera von- góður og við hlítum þeim úrskurði sem íbúarnir kveða upp.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.