Morgunblaðið - 05.09.1997, Page 18

Morgunblaðið - 05.09.1997, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Ljósmynd/Muggur SVEINN Sveinbjörnsson, leiðangursstjóri, skoðar seiði um borð í Arna Friðrikssyni. Seiðaleiðangri Hafró lýkur í dag ÁRLEGUM seiðaleiðangri Hafrann- sóknastofnunar lýkur upp úr hádegi í dag, föstudag. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hefur leið- angurinn lofað góðu um framhaldið, en þau seiði, sem nú er verið að skoða, koma inn í veiðistofninn að fjórum árum liðnum. Að sögn Sveins Sveinbjörnssonar, leiðangursstjóra, verður ekkert látið uppi um niður- stöðurnar fyrr en búið er að vinna úr gögnum í næstu viku. Arni Friðriksson hefur þá verið á sjó í 30 daga, en fyrsta vikan, frá 5.-12. ágúst, fór í síldarleit eftir að Þorsteinn EA komst í síldartorfu úr norsk-íslenska síldarstofninum um 70 sjómílur norður af Langanesi. Án þess að hafa orðið vart við meiri síld, þó leitað hafi verið á stóru svæði fyrir austan land, sneri rannsókna- skipið sér að seiðarannsóknum, sem tekið hafa nú um þijár vikur. Leið- angurinn hefur gengið mjög vel í alla staði. Seiðaleiðangurinn hófst í Breiða- firði og þaðan var farið sem leið lá vestur, norður, austur og suður. I gær var Árni Friðriksson staddur í Háadýpinu við Vestmannaeyjar. Gert er ráð fyrir að ljúka leiðangrin- um í Faxaflóanum í dag. Þorbjörn hf. kaupir Kolbeinsey „Ætlum að styrkja rækjuvinnslu okkar fyrir vestan“ SJAVARUTVEGSFYRIRTÆKIÐ Þorbjörn-Bakki hf. hefur keypt frysti- togarann Kolbeinsey ÞH af Fiskiðju- samlagi Húsavíkur hf. Gengið var frá samningum í gærmorgun. Skipið, sem nú er í slipp, verður afhent þann 1. október og er það selt án veiðirétt- ar. Að sögn Einars Svanssonar, fram- kvæmdastjóra FH, er nú með sölunni lokið uppstokkun skipaflota Fiskiðju- samlagsins með því að selja þrjú skip í burtu í staðinn fyrir eitt, en Júlíus Havsteen og Kristey voru seld til Jökuls hf. á Raufarhöfn og í staðinn hefur FH keypt og fengið afhent rækjufrystitogarann Húsvíking ÞH sem áður hét Pétur Jónsson RE. Söluverð Kolbeinseyjar fæst ekki gefið upp að sinni. Kolbeinsey ÞH 10 er 430 brúttó- lesta frystitogari. Skipið er með góða aðstöðu til frystingar á rækju og heilfrystingar á bolfiski. Skipið var smíðað árið 1981 á Akureyri. Aðal- vél skipsins er 1802 hestafla MAK- vél. Árið 1994 var Kolbeinsey breytt í frystiskip. Áætlað að vinna fimm þúsund tonn af rækju á ári „Við ætlum okkur að nota skipið til þess að styrkja reksturinn á rækjuvinnslu fyrirtækisins í Bol- ungavík og útgerðina þar. Við erum með mikinn rækjukvóta og teljum að með kaupum á skipinu komum við til með að nýta hann sem best,“ sagði Gunnar Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjörns-Bakka hf. „Fyrst og fremst kemur skipið til með að vinna afla fyrir Japansmark- að og suðurækju fyrir Evrópu og aðra markaði. Iðnaðarrækjan kemur svo til vinnslu í Bakka þar sem starfa liðlega 100 manns í tveimur rækju- verksmiðjum í Bolungavík og Hnífs- dal og frystihúsi í Bolungavík.“ Að sögn Gunnars er gert ráð fyr- ir að vinna um fimm þúsund tonn af rækju fyrir vestan á ári. Fyrir utan rækju til vinnslu í landi af Kolbeinsey kaupir fyrirtækið rækju af þremur togurum, eins og er. „Síð- an komum við til með að kaupa djúp- rækju af smábátum, sem róa í ísa- fjarðardjúpi og iðnaðarrækju af öðr- um frystiskipum." Fyrir á Þorbjörn hf. frystiskipin Gnúp GK og Hrafn Sveinbjarnarson GK, Sturlu GK, sem er lítill ísfisktog- ari, og ísfiskskipið Dagrúnu ÍS. „Okkur líst mjög vel á skipið, sem reynst hefur vel alla tíð á meðan það hefur verið í rekstri. Vonandi reynist það okkur jafn vel,“ sagði Gunnar. Árásir á friðargæsluliðið í Bosníu verða ekki liðnar Skotvopnum beitt ef nauðsyn krefur Washiní^ton, Sar^jevo. Reuter. FRIÐARGÆSLULIÐAR í Bosníu munu beita skotvopnum ef nauðsyn krefur verði á þá ráðist af æstum múg. Lýsti Wesley Clark hershöfð- ingi og yfirmaður NATO-heijanna í Evrópu yfir þessu í Washington í fyrrakvöld og skoraði jafnframt á Radovan Karadzic, fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba, að gefa sig fram en hann er eftirlýstur fyrir stríðsgiæpi. Clark sagði, að múgæsingar og árásir á friðargæsluliða yrðu ekki liðnar lengur. „Við munum ekki beygja okkur fyrir ofbeldi af þessu tagi, heldur grípa til allra ráða, þar á meðal skotvopna, til að veijast því,“ sagði Clark en múgur manns réðst í tvígang með gijótkasti að bandarískum hermönnum í síðustu viku. Clark vildi ekkert um það segja hvort sérsveitir yrðu notaðar til að hafa hendur í hári Karadzics en höfuðstöðvar hans eru við Pale í serbneska lýðveldinu í Bosníu. Hann skoraði hins vegar á Karadzic að gefa sig til að unnt yrði að fjalla um mál hans fyrir stríðsglæpadóm- stólnum í Haag. Vill sækja þá Karadzic og Mladic Bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn og demókratinn Joe Biden, sem fór um Bosníu í síðustu viku, sagði, að bandarískir hermenn ættu að reyna að handtaka þá Karadzic og Ratko Mladic, hershöfðingja Serba í Bosníustríðinu. Kvaðst hann telja það nauðsyniegt til að unnt yrði að koma á raunverulegum friði í landinu. Biden lýsti einnig stuðningi við áframhaldandi veru bandarískra hermanna í Bosníu eftir 1. júlí á næsta ári þótt þeim yrði eitthvað fækkað. Evrópuríkin yrðu hins vegar að fjölga í sínu liði en gætu áfram notið sama stuðnings Bandaríkja- manna í leyniþjónustu- og fjar- skiptamálum. Ekki er eining á Bandaríkjaþingi um stefnuna í Bosníumálum. Kay Bailey Hutchison, öldungadeildar- þingmaður fyrir repúblikana í Tex- as, varar við auknum afskiptum Bandaríkjanna af Bosníu og gagn- rýnir stjórnvöld fyrir að taka afstöðu í átökum harðlínumanna og Biljönu Plavsics, forseta serbneska lýðveld- isins. Segir hún, að hugsanlega sé skipting Bosníu eina leiðin til varan- legs friðar. Málþing um friðsamlega sambúð og stöðugleika í Evrópu Astandið í Hvíta-Rúss- landi rætt sérstaklega Jón Baldvin Hannibalsson meðal ræðumanna Reuter. FORSETI Litháen, Algirdas Brazauskas heilsar hinum hvít-rúss- neska starfsbróður sinum, Alexander Lúkasjenkó, á fundi sem þeir áttu í forsetahöllinni í Vilnius i gær. MÁLÞING um friðsamlega sambúð og stöðugleika í Evrópu hefst í Vil- nius í Litháen í dag. Ber málþingið yfirskriftina: „Sambúð þjóða og grannasættir - um leiðir til að tryggja öryggi og stöðugleika í Evr- ópu“. Meðal verkefna málþingsins er að ræða hlutverk fjölþjóðastofnana við að tryggja frið og stöðugleika í álf- unni. Eru það forsetar Litháens og Póllands, sem gangast fyrir henni, en meðal þátttakenda verða forsetar ýmissa Evrópuríkja, aðrir frammá- menn og fulltrúar frá Evrópusam- bandinu, Evrópuráðinu, ÖSE, Ör- yggis- og samvinnustofnun Evrópu, og frá Bandaríkjunum. Aðalumræðuefni fundarins er hvernig efla megi almennt góð sam- skipti Austur-Evrópuríkjanna eftir iok kalda stríðsins. Hefur mikið áunnist í því efni að undanförnu en eitt ríki sker sig þó nokkuð úr, Hvíta Rússland. Þar ríkir Alexander Lúk- asjenkó forseti sem einræðisherra að margra áliti. Lesið yfir Lúkasjenkó Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rúss- lands, verður í hópi leiðtoganna ell- efu, sem ræða málin í Vilnius. Að sögn Petras Vaitekunas, aðstoðar- manns Algirdas Brazauskas, forseta Litháen, verður honum fluttur boð- skapur lýðræðis, mannréttinda, evr- ópsks gildismats og réttinda fjöl- miðla og stjórnarandstöðu". Vestræn ríki hafa gagnrýnt ein- ræðistilburði Lúkasjenkós harðlega og IMF, Aljóðagjaldeyrissjóðurinn, og Evrópuríkin hafa tekið fyrir allar lánveitingar. Soros-sjóðurinn, sem auðkýfingurinn George Soros stofn- aði til að greiða fyrir lýðræðisþróun í kommúnistaríkjunum fyrrverandi, tilkynnti svo í fyrradag, að starfsem- inni í Hvíta Rússlandi yrði hætt vegna sífelldra skattakrafna og hót- ana um ofsóknir. Þótt Lúkasjenkó vilji mynda sam- bandsríki með Rússum, þá eru sam- skipti hans og stjórnvalda í Moskvu allt annað en góð. Hefur honum ekki líkað fréttaflutningur rúss- neskra blaðamanna af ástandinu í Hvíta Rússlandi og sitja nú nokkrir þeirra í hvítrússnesku fangelsi. Fundarboðendur eru Brazauskas, forseti Litháens, og Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands. Auk þeirra sitja fundinn Viktor Tsjernó- myrdín, forsætisráðherra Rússlands, og forsetar Búlgaríu, Rúmeníu, Lett- lands, Eistlands, Moldóvu, Úkraínu, Ungveijalands, Finnlands og Hvíta- Rússlands. Þá verða meðal gesta Niels Hel- veg-Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur og forseti þingmanna- samtaka Evrópuráðsins, Anita Grad- in, fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB og formaður ráðherraráðs ÖSE og Strobe Talbott, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Tveimur fyrrverandi utanríkisráð- herrum NATO-ríkja var einnig boðið að flytja erindi á ráðstefnunni, þeim, Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrver- andi utanríkisráðherra íslands og Hans-Dietrich Genscher, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands. Mun Genscher ræða ný tækifæri, sem vaxandi alþjóðavæðing færir sam- einaðri Evrópu í framtíðinni. Jón Baldvin mun ræða um hlutverk Evr- ópusambandsins og NATO við að tryggja frið og stöðugleika í álfunni. Vaitekunas segir að fundarboð- endurnir vilji leggja áherzlu á að Austur-Evrópa sé ekki orðin að púð- urtunnu eftir að kalda stríðinu lauk. „Við viljum koma þeim boðskap á framfæri við Evrópu og aðra heims- hluta að ríkin, sem koma saman í Vilnius, eiga ekki í neinum vandræð- um með innbyrðis samskipti sín,“ segir hann. „Þessi samskipti munu ekki undir neinum kringumstæðum verða undirrót óstöðugleika eða óör- yggis í heiminum." Rússar fagna fundinum Tsjernómyrdín, forsætisráðherra Rússlands, segir í viðtaii við litháíska blaðið Lietuvos rytas í gær að fund- urinn sé fagnaðarefni. „Nú er ein- stakt tækifæri fyrir þjóðir okkar að gera Eystrasaltsríkin, Mið-Evrópu og löndin við Svartahaf að einni af uppsprettum friðar og samstarfs í Evrópu,“ segir hann. Tsjernómyrdín dregur þó ekki úr andstöðu Rússa við NATO-aðild Eystrasaltsríkjanna. „Enginn hefur sannað fyrir okkur og enginn mun nokkurn tímann geta sannfært okk- ur um að innganga þessara ríkja í hernaðarbandalag sé nauðsynleg," segir forsætisráðherrann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.